Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 11
FRÉTTIR
Háskóli íslands
Ráðstefna
um rann-
sóknir í
félagsvís-
indum
RÁÐSTEFNA um rannsóknir í fé-
lagsvísindum á vegum Viðskipta- og
hagfræðideildar _ og Félagsvísinda-
deildar Háskóla íslands verður haldin
í Odda við Suðurgötu í dag föstudag
og á morgun laugardag. Meginmark-
mið ráðstefnunnar er að efla stöðu
þessara fræðigreina á íslandi.
Að sögn Friðriks H. Jónssonar
dósents er þetta í annað sinn, sem
starf innan deildanna er kynnt með
þessum hætti. „Við erum að kynna
það starfs, sem hér fer fram,“ sagði
hann „og gefa almenningi um leið
tækifæri til að koma og kynna sér
þær rannsóknir, sem unnið er að um
leið og tengsl Háskólans út í samfé-
lagið eru efld við almenning og þá
sem hafa útskrifast héðan og hafa
ekki lengur tengsl hér inn. Hér fá
þeir tækifærið til að koma og rifja
upp gömul kynni.“
Fluttir verða 74 fyrirlestrar og
sagðist Friðrik eiga erfítt með að
gera upp á milli þeirra. Þeir væru
allir mjög áhugaverðir. Á föstudag
flytur Ingjaldur Hannibaisson dósent
fyrirlestur um góð lífskjör í lágtækni-
iandi, Auðunn Arnórsson stjórnmála-
fræðingur talar um reynslu EFTA-
ríkja af EES og dr. Stefanía Óskars-
dóttir stjórnmálafræðingur talar um
samskipti aðila á vinnumarkaðinum
á árunum 1969 til 1997.
Dr. Jörgen Pind prófessor talar
um tungumálið, eyru þess og augu
og Gunnar Bjamason sálfræðingur
greinir frá könnun á ferli og um-
fangi opinberra afskipta af kynferðis-
afbrotum gagnvart börnum.
í bókasafnsfræði verður fjallað um
upplýsingalögin og mun Eiríkur Tóm-
asson prófessor ræða um sjálf lögin
en síðan verður leitað viðbragða
bókasafnsfræðinga við þeim og
hvetju þau breyta.
í félagsfræði mun Helgi Gunn-
laugsson lektor flytja fyrirlestur um
þróun afbrota á Islandi og áhrif
hertra refsinga. Fyrirlestur Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur dósents í
mannfræði heitir „Ástin á tímum
kólerannar" eða kynferði og vald á
tímum hnattvæðingar.
Námsráðgjöf og þjóðfræði
Meðal síðari fyrirlestra í bóka-
safnsfræði nefndi Friðrik fyrirlestur
Þórhildar Sigurðardóttur bókasafns-
fræðings um þjónustu bókasafns-
fræðinga við fjarnema og fyrirlestur
Ingibjargar St. Sverrisdóttur bóka-
safnsfræðings sem er um upplýsinga-
þörf vísindamanna og öflun heimilda.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir kennslu-
stjóri talar um náms- og starfsáhuga
unglinga og mat á náms- og starfs-
fræðslu og í þjóðfræði talar Valdimar
Tr. Hafstein þjófræðingur um „Re-
spekt fyrir steinum. Er álfatrú um-
hverfisvernd?"
Uppeldis- og menntunarfræði
Á laugardag fjalla dr. Sigrún Aðal-
bjarnadóttir prófessor og Sigurlína
Davíðsdóttir sérfræðingur um hvern-
ig berjast má gegn vímuefnanotkun.
Á vegum hagfræðistofnunar fjallar
Axel Hall sérfræðingur um flutning
Reykjavíkurflugvallar og Guðrún
Inga Ingólfsdóttir sérfæðingur um
kynslóðareikninga, nýja sýn á fjár-
mál hins opinbera. Fyrirlestur dr.
Jóns Torfa Jónssonar prófessors í
kennslufræði heitir „Landspróf er
banafleygur íslenskrar menningar"
og Hafþór Guðjónsson efnafræðingur
spyr, „Hvernig hugsar fólk um loft?“
í hagfræði íjallar dr. Helgi Tómasson
dósent um þróun tekjudreifingar og
í Kvennafræði verður fjallað um sjáv-
arbyggðir og kynferði út frá ýmsum
sjónarhornum.
Hart deilt á Alþingi um sparnað í heilbrigðiskerfinu
Höfuðborgarbúum
mismunað á biðlistum?
MÖRÐUR Árnason, varaþingmað-
ur Þjóðvaka, hefur það eftir starfs-
mönnum í heilbrigðisþjónustu að
sjúklingar af höfuðborgarsvæðinu
séu settir aftar í forgangsröð á
biðlistum eftir aðgerðum en sjúkl-
ingar af landsbyggðinni. Ásta R.
Jóhannesdóttir, flokksystir hans,
staðfesti að þessi orðrómur væri á
kreiki í heilbrigðiskerfinu. Þetta
kom fram í umræðum á Alþingi í
gær um þingsályktunartillögu sex
landsbyggðarþingmanna Sjálf-
stæðisflokksins um könnun á bið-
listum í heilbrigðisþjónustu.
Þingmennirnir leggja meðal
annars til að kannað verði hvort
mögulegt sé að nýta heilbrigðis-
þjónustu á landsbyggðinni til að
gera sérhæfðar aðgerðir og stytta
þannig biðlista. Umræður snerust
upp í deilur um sparnaðaraðgerðir
í heilbrigðiskerfinu og meinta mis-
munun landsbyggðar og suðvest-
urhornsins í þessu efni. Hörð orða-
skipti urðu milli Sivjar Friðleifs-
dóttur, Framsóknarflokki, sem er
varaformaður heilbrigðisnefndar,
og Hjálmars Jónssonar, eins flutn-
ingsmanna tillögunnar. Að mati
Marðar Árnasonar báru þær deilur
vitni um að sjálfstæðismennirnir
sex væru að hlaupa frá stjórnar-
stefnunni í heilbrigðismálum.
Þetta væri ekki síst undarlegt í
ljósi þess að þrír af flutningsmönn-
unum sætu í fjárlaganefnd og
hefðu átt þátt í niðurskurðinum.
Hjálmar, sem er einn fjárlaga-
nefndarmanna, sagði að niður-
skurður til sjúkrahúsa á lands-
byggðinni væri ekki frá þeim kom-
in heldur heilbrigðisráðuneytinu.
Vantraust á heilbrigðis-
ráðuneytið
Siv Friðleifsdóttir sagði að
blaðaskrif ýmissa þingmanna, þar
á meðal Hjálmars, hafi orðið til
að æsa upp óánægju með sparn-
aðaraðgerðir í heilbrigðiskerfinu.
„Þar er greinilega verið að etja
saman sjúkrahúsum á landsbyggð-
inni og suðvesturhorninu. Þetta er
skiljanlegt í ljósi þess að Norður-
land vestra á að spara samkvæmt
þessum tillögum. Þá hlaupa þing-
menn þess kjördæmis upp og gera
málið tortryggilegt," sagði Siv.
Hún taldi að heilbrigðisráðuneyt-
inu væri sýnt vantraust með því
að treysta því ekki fyrir því að
semja um sparnað við heimamenn.
Um tillögur sjálfstæðismann-
anna sex sagði Siv að þær væru
fallegar og hljómuðu vel, en litlar
líkur væru til þess að þær gengju
upp. „Það hefur sýnt sig í Noregi,
þar sem reynt hefur verið að færa
fólk milli sjúkrahúsa til að stytta
biðlista, að það hefur ekki reynst
vel. Fólk vill sækja þjónustuna í
sitt nágrenni, það vill ekki fara út
á land. Það bíður frekar heima hjá
sér, nálægt sínum lækni og fjöl-
skyldunni." Siv sagði því að tillög-
ur sjálfstæðismannanna gætu því
aðeins gengið upp að ákveðin þjón-
usta væri að öllu leyti flutt út á
land þannig að sjúklingar ættu
ekki annan valkost.
Hjálmar sagði landsbyggðar-
sjúkrahús hafi ekki setið við sama
borð og sjúkrahús á suðvestur-
horninu varðandi sparnaðarað-
gerðir. „Á suðvesturhorninu er
fenginn rekstrarráðgjafi til að
vinna með ráðuneytinu og heima-
aðilum að hagræðingu. Hins vegar
er sjúkrahúsunum tólf á iands-
byggðinni mætt með sparnaðarkr-
öfum í prósentum og milljónum.
Þau mega aðeins velja hvernig þau
eigi að spara.“ Hjálmar sagði allan
mismunun í heilbrigðiskerfinu
slæma, á hvorn veginn sem hún
væri, gagnvart landsbyggðinni eða
suðvesturhorninu. Hann lýsti fullu
trausti á heilbrigðisráðherra, þó
ekki teldi hann rétt að farið við
sparnaðaraðgerðir.
Reglur um hámarksbiðtíma
duga ekki
Siv sagði að í Noregi og Svíþjóð
hefði verið gripið til þess ráðs að
setja reglur um hámarksbiðtíma
eftir aðgerðum fyrir ákveðna sjúkl-
ingahópa. „Þessi aðferð hefur mis-
tekist þar, því læknar túlka biðlist-
ana á mismunandi hátt og setja
allt of marga á þá. Þetta kerfi
hefur ekki orðið til aukins jafnrétt-
is í heilbrigðiþjónustunni, heldur
þveröfugt. Nú eru Norðmenn að
víkja frá þessari stefnu.“
Siv sagði að Danir hafi farið
aðra leið, með átaksverkefnum í
að stytta ákveðna biðlista og með
því að hafa aðgengilegar upplýs-
ingar um alla biðlista. Þingmaður-
inn taldi réttast að íslendingar
færu þessa sömu leið og kæmu sér
upp sveigjanlegu kerfi.
IVITARA
Tveir góðir í
snjóinn:
Og líttu á verðið
SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aðeins
1.940.000 KR.
BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins
1.580.000,-kr.
i BALENO WAGON 4 WD
Prufukeyrðu Suzuki í dag. SUZUKI BÍLAR HF
Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. skeifunni 11,108 Reykjavik.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ad vera. Sími 568 51 oo.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf.
Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guovarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
1
t
AFLOG
ÖRYGGl