Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Veghefill valt á Ströndum
Drangsnesi - Veghefill frá Vega-
gerðinni á Hólmavík fór út af vegin-
um rétt sunnan við Stóra-Fjarðar-
horn í Kollafirði og valt á hliðina
sl. þriðjudag.
Vonskuveður var þegar atvikið
Nýtt skóla-
hús tekið
í notkun á
Stöðvarfirði
Stöðvarfirði - Nýbygging
Grunnskólans á Stöðvarfirði
var tekin í notkun 15. febrúar
sl. en hún hefur verið í bygg-
ingu síðustu 14 árin.
Bygging skólahússins hófst í
maí 1983 og hefur húsið verið
byggt í áföngum. Húsið varð
fokhelt síðla árs 1988 en
kennsla hófst í tveimur skóla-
stofum í kjallara hússins 1989.
Gengið var frá skólahúsinu að
utan og það múrhúðað sumarið
1991 en hluti efri hæðar sem
tengir það við gamla skólahúsið
forstofa og snyrting var tekin
í notkun í upphafi skólaárs
1992.
í þessum áfanga, sem nú er
verið að taka í notkun, eru þijár
almennar kennslustofur, vinnu-
aðstaða fyrir kennara, aðstaða
fyrir bókasafn og fjölrými sem
staðsett er í miðju hússins en
það býður upp á marga kosti
til félagsstarfa. Ekki er lokið
við aðstöðu fyrir kennslu í heim-
ilisfræðum og setustofu nem-
enda en líkur eru á því að verki
verði lokið á næstu mánuðum.
Þessi lokaáfangi hefur verið
átti sér stað, snjókoma, skafrenn-
ingur og blint. Veghefilsstjórinn
Sverrir Guðbrandsson marðist tölu-
vert en er óbrotinn. Hann komst
hjálparlaust úr vegheflinum og upp
á veg og þar fékk hann fljótlega
í höndum fjölda iðnaðarmanna
víða að af Austurlandi en þeir
hafa flestir unnið að verkþátt-
um samkvæmt útboðsskilmál-
um. Tæknivinna, útboðsgögn og
eftirlit með framkvæmdinni eru
í höndum Hönnunar og ráðgjaf-
ar hf. á Reyðarfirði. Kostnaður
við byggingu skólahússins er
orðin 61 millj. kr. reiknað til
núvirðis og er húsið 831 fer-
metri brúttó. Hönnuður skóla-
byggingarinnar er dr. Maggi
Jónsson arkitekt.
Fjölmenni var við þessa hátíð-
far með bíl að næsta bæ, Stóra-
Fjarðarhorni, þangað sem sjúkrabíll
frá Hólmavík sótti hann.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni í Hólmavík virðist veg-
hefillinn ótrúlega lítið skemmdur.
arstund þegar þetta nýja skóla-
hús var tekið formlega í notk-
un. Sr. Gunnlaugur Stefánsson,
sóknarprestur í Heydölum,
flutti blessunarorð og óskaði
skólanum, nemendum og kenn-
urum velfarnaðar. Rakin var
byggingarsaga hússins og ræð-
ur fluttar. Skólanum voru færð-
ar gjafir í tilefni dagsins. Nem-
endur skólans sáu um veitingar
og fjölbreytta skemmtidagskrá
ásamt kennurum sínum. Skóla-
sljóri Grunnskóla Stöðvarfjarð-
ar er Jónas Ólafsson.
Morgunblaðið/Bjami Gíslason
FJÖLMENNI sótti samkomuna i tilefni af
vígslu Grunnskólans á Stöðvarfirði.
Leiktjöld urðu að málverki
Hellu - Víða um land hafa undan-
farið verið haldin þorrablót og
mikil vinna verið lögð í undirbún-
ing þeirra. Á Hellu eins og víðar
skemmta menn sér sjálfir og vinna
allt heima, í sjálfboðavinnu að
sjálfsögðu. Þegar kom að því að
hanna leiktjöld fyrir blótið voru
nefndarmenn svo heppnir að hafa
í hópnum myndlistarmanninn El-
ías Hjörleifsson sem býr á Hellu.
Elías gerði sér lítið fyrir og mál-
aði fjalladrottninguna Heklu á tíu
fermetra trévegg sem prýddi svið-
ið á þorrablótinu. Hekla þótti fal-
leg og viðeigandi umgjörð á þess-
ari þjóðlegu samkomu. „Þetta átti
nú eiginlega bara að vera skissa,
en þróaðist út í þetta hjá mér, tíu
fermetra málverk af Heklu sem
ég býst við að gefa hreppnum,"
sagði Elías Hjörleifsson, myndlist-
armaður á Hellu.
VIÐSKIPTI
Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Brýnt að reglu-
gerðarbreyting
verði staðfest
BREYTING á reglugerð Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, sem heimilar
honum að taka við viðbótariðgjöld-
um við þau 10% af heildarlaunum
sem kjarasamningar kveða á um
hefur ekki verið staðfest af fjármála-
ráðuneytinu. Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, segir að brýnt sé að reglu-
gerðin verði staðfest, þar sem undir-
búningur vegna þessarar breytingar
sé í fullum gangi, og það hljóti að
vera tímaspursmál hvenær það
verði gert.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er
stærsti iífeyrissjóður landsins og
námu eignir hans um síðustu áramót
um 45 milljörðum króna, sem er
nálægt því að vera um 15% af öllum
lífeyrissparnaði landsmanna.
Þorgeir Eyjólfsson segir að ein-
ungis sé beðið eftir formlegri stað-
festingu fjármálaráðuneytisins á
breyttri reglugerð lífeyrissjóðsins,
þannig að honum verði kleift að taka
við viðbótariðgjaldi frá sjóðfélögum.
Öll aðildarsamtök að lífeyrissjóðnum
hafi samþykkt slíka breytingu og
hún sé því einungis til staðfestingar
í ráðuneytinu.
Samkvæmt lífeyrissamningi
verslunarmanna og viðsemjenda
þeirra sem gerður var síðla árs í
fyrra er opnaður möguleiki á að
hægt sé að greiða viðbótariðgjald
af sjóðfélögum umfram það 10% ið-
gjald af heildarlaunum sem kveðið
er á um í kjarasamningum. Gert er
ráð fyrir að viðbótariðgjaldið færist
sem séreign hvers og eins.
Þorgeir sagði aðspurður að þarna
væri um fullkomlega eðlilegt fram-
hald á starfsemi lífeyrissjóðsins að
ræða. Hins vegar þyrfti að uppfylla
það formsatriði að fjármálaráðu-
neytið staðfesti breytta reglugerð
og hefði ósk þar um verið send fyr-
ir lok síðasta árs.
„Þetta er bara eðiilegt framhald
á þeirri starfsemi sem lífeyrissjóðirn-
ir hafa stundað um áratugaskeið.
Þarna er opnað á möguleika til þess
að fólk geti aukið og bætt réttindi
sín. Alls staðar í hinum vestræna
heimi þykir það af hinu góða að
fólk spari til eftirlaunaáranna og það
er eðlilegt að fólk geti gert það með
viðbótarframlagi í sinn starfstengda
lífeyrissjóð," sagði Þorgeir.
Dagaspursmál
Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefur
kært málsmeðferð fjármálaráðu-
neytisins varðandi hliðstæða ósk um
stofnun séreignadeildar til umboðs-
manns Alþingis, þar sem erindinu
hafi ekki verið svarað þrátt fyrir að
um þijú ár séu síðan upphaflega
hafi verið vakið máls á því.
Aðspurður hvort hann óttaðist að
dráttur gæti orðið á staðfestingu
ráðuneytisins á reglugerðarbeyting-
unni sagðist Þorgeir telja það af og
frá. „Það hvarflar ekki að mér að
það verði. Ég lít svo á að það hljóti
bara að vera dagaspursmál hvenær
reglugerð Lífeyrissjóðs verslunar-
manna verður staðfest í ráðuneyt-
inu. Annað er óhugsandi," sagði
Þorgeir að lokum.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Um 25 milljónum
króna úthlutað
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR náms-
manna úthlutaði um 25 milljónum
króna til 130 verkefna á síðasta ári.
Útlit er fyrir að svipað íjármagn
verði til úthlutunar í ár en umsóknar-
frestur til sjóðsins rennur út 10.
mars.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
var stofnaður árið 1992 til þess að
útvega áhugasömum nemendum
sumarvinnu við metnaðarfull og
kreijandi rannsóknarverkefni.
Styrkjum er úthlutað til kennara á
háskólastigi eða fulltrúa fyrirtækja
og rannsóknarstofnana til þess að
ráða stúdenta til verkefna sem tengj-
ast þeirra námi og áhugasviði segir
Haraldur Guðni Eiðsson, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins.
„Sjóðurinn er ljármagnaður með
framlögum frá ríki og Reykjavíkur-
borg auk þess sem önnur sveitarfélög
taka þátt í fjármögnuninni. Eins
hefur aukist að fyrirtæki taki þátt í
launakostnaði við verkefni í formi
mótframlaga og getur það haft áhrif
á forgang við úthlutun."
Haraldur Guðni segir að tugir fyr-
irtækja, fjöldi stofnana, allar deildir
Háskóla Islands og flestir skólar á
háskólastigi hafi tengst verkefnun-
um. „Sjóðurinn hefur hagnýtt gildi
fyrir mjög mörg fyrirtæki og dæmi
eru um að verkefni á vegum sjóðsins
hafi leitt af sér vörur sem farið er
að framleiða og eru á leið á markað
þrátt fyrir að sjóðurinn sé aðeins
fimm ára gamall.“
Umsóknareyðublöð til sjóðsins
liggja frammi á skrifstofu Stúdenta-
ráðs HÍ og þar eru ennfremur veittar
allar frekari upplýsingar um sjóðinn.
Fólk
Forstöðumaður
Póst- ogfjar-
skiptastofnunar
• GÚSTAV Arnar hefur verið ráð-
inn forstöðumaður Póst- og fjar-
skiptastofnunar frá og með 20. febr-
úar.
Gústav er fæddur í Reykjavík árið
1933. Hann útskrifaðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1953 og lauk
B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði við
háskólann í Endinborg 1957. Hann
lauk námi í tæknilegri stjórnun við
Massachusetts Institute of Techno-
logy í Bandaríkjunum 1978. Gústav
stundaði einnig
nám í fjarskiptum
við háskólann í
Essex í Englandi
og lauk þar M.Sc.
prófi árið 1987.
Gústav starfaði
hjá Póst- og síma-
málastofnuninni
frá 1957, varðþar
yfirverkfræðingur í tæknirekstar-
deild og síðan yfirverkfræðingur í
markaðs- og alþjóðadeild stofnunar-
innar. Frá apríl 1995 til ársloka 1996
var hann aðstoðarframkvæmdastjóri
fjarskiptasviðs auk starfa í markaðs-
og alþjóðadeild.
Gústav er kvæntur Elínóru Amar
og eiga þau fjóra syni.