Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VALDASKIPTI í KÍNA
Vel menntaður
tæknikrati við
stj órnvölinn í Kína
Peking. Reuter, The Daily Telegraph.
Reuter
KÍNVERSK fjölskylda gengur fram hjá kínverska fánanum sem
dreginn var í hálfa stöng í gær á Torgi hins himneska friðar,
til að minnast andláts Dengs Xiaopings, sem lést á miðvikudag.
JIANG Zemin, manninum
sem var valinn til að feta í
fótspor Maós formanns og
Dengs Xiaopings og stjórna
Kína næstu árin, er lýst sem vin-
gjamlegum menntamanni, sem
vitni oft í Abraham Lincoln, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta. Hann
er fyrsti háskólamenntaði maður-
inn sem kemst til æðstu metorða
í Kína.
Deng valdi Jiang sem arftaka
sinn árið 1989 og hann er þegar
orðinn forseti landsins, leiðtogi
flokksins og æðsti yfirmaður hers-
ins. Jiang er sjötugur og þykir
mjög ólíkur Maó og Deng, sem
voru komnir af bændum og gengu
ekki menntaveginn. Jiang er hins
vegar stórborgarbúi, háskóla-
menntaður tæknikrati, og var að
hluta til valinn vegna þess að öld-
ungarnir í forystusveit kommún-
istaflokksins hrifust af gáfum
hans, lærdómi og kunnáttu í er-
lendum tungumálum.
Kínverskir embættismenn segja
að Jiang sé traustur í sessi
sem æðsti leiðtogi Kína en
orðrómur hefur verið á kreiki
um að valdabarátta hafi geis-
að í Peking um skeið. And-
stæðingar Jiangs eru sagðir
hafa gagnrýnt hann fyrir að
safna að sér fleiri titlum en
hann eigi skilið og þeim
gæti tekist að vílq'a honum
frá.
Virðist óttast
valdarán hersins
Jiang hefur lagt mikla
áherslu að rækta tengslin við
kínverska hershöfðingja og
þykir það til marks um póli-
tíska kænsku en endurspegla
um leið veikleika hans og áhyggjur
vegna hugsanlegs valdaráns hers-
ins.
Erfitt er að meta hver stefna
Jiangs verður þar sem hann hefur
verið uppnefndur „vindhaninn" og
er sagður haga seglum eftir vindi.
Hann er þekktari fyrir varkámi
en framsækna stefnumótun og
hann er fyrsti leiðtoginn sem hefur
enga reynslu af hermennsku. Hann
nýtur því mun minni virðingar inn-
an hersins en Deng.
í öðrum Asíuríkjum hafa valda-
Li Peng og fleiri
valdamenn gætu
reynst honum
hættulegir
skipti stundum leitt til valdaráns
þegar nýr leiðtogi nýtur minni
stuðnings innan hersins en fyrir-
rennarinn og Jiang virðist óttast
þennan möguleika. Hann er sagður
hafa fyrirskipað fræðimönnum að
semja ritgerð um valdarán í öðrum
löndum og eitt sinn þegar hann
ávarpaði kínverska lögreglumenn
gerði hann það á bak við skothelda
hlíf.
Hann hefur því lagt mikla
áherslu á að styrkja stöðu sína
innan hersins og honum hefur
gengið betur að fá hershöfðingjana
á sitt band en flestir höfðu búist
við. Margir telja að hann hafi ver-
ið vanmetinn allan stjórnmálaferil-
inn og reynst betri og þrautseigari
stjómmálamaður síðustu árin en
andstæðingar hans áttu von á.
Hlynntur
ríkisafskiptum
Jiang nam verkfræði í rússnesk-
um skóla og talar rússnesku reip-
rennandi. Hann er einnig nokkuð
fær í ensku og rúmensku, sem
hann lærði þegar hann starfaði í
verksmiðju í Rúmeníu. Hann á það
til að heilsa japönskum gestum
með nokkmm orðum á japönsku
og vitnar í rúmenska skáldið Mihai
Eminescu þegar hann hittir Rúm-
ena. Ennfremur vitnar hann stund-
um í ávarp Lincolns í Gettysburg
1863 þar sem bandaríski forsetinn
lagði áherslu á jafnrétti og frelsi
og hugmyndir sínar um lýðræðis-
lega stjóm í þágu fólksins.
Jiang þykir ekki eins hvatvís og
Maó og Deng, sem voru báðir mikl-
ir hugsjónamenn. Hann er hlynnt-
ur auknu frjálsræði í efnahagsmál-
um en leggur áherslu á að farið
verði hægt í sakirnar og virðist
þeirrar skoðunar að ríkisvaldið
þurfi að gegna veigamiklu hlut-
verki í efnahagslífinu.
Deng var stoltastur af þróuninni
í borgum eins og Shenzhen í suður-
hluta landsins, þar sem efnahagur-
inn blómstraði vegna einkafyrir-
tækja og samstarfs við erlend
fyrirtæki. Lífskjörin hafa stórbatn-
að í þessum borgum en áhrif
kommúnistaflokksins minnkað.
Jiang virðist hins vegar ánægð-
ari með gang mála í Shanghai, þar
sem afskipti ríkisvaldsins af efna-
hagnum eru meiri. Hann
virðist tregur til að einka-
væða ríkisfyrirtæki, en ekki
af hugsjónaástæðum, heldur
vegna þess að hann óttast
götumótmæli verkamanna
sem gætu misst vinnuna
vegna einkavæðingarinnar.
Ekki flekkaður af
blóðbaðinu
Jiang er ekki talinn eins
valdboðsgjarn og forverar
hans. Hann ræddi við lýð-
ræðissinna sem tóku þátt í
námsmannamótmælunum
árið 1987 og hvatti þá til að
snúa sér aftur að náminu.
Hann er ekki talinn hafa
verið með í ráðum þegar ákveðið
var að beita hernum til að kveða
niður mótmælin og var í Shanghai
á þeim tíma.
Hann hefur þó tekið hart á and-
ófi gegn kommúnistaflokknum.
Hann bannaði dagblað í Shanghai
árið 1989 vegna gagnrýni þess á
flokkinn og fyrirskipaði aftökur
nokkurra lýðræðissinna eftir blóðs-
úthellingarnar í Peking. Flokkur-
inn hefur hert tök sín undir stjórn
Jiangs á síðustu árum, þannig að
því sem næst allir andófsmenn
landsins eru annaðhvort í útlegð
eða fangelsi.
Tvíræð stefna
Jiang tók þátt í menningarbylt-
ingunni en það hafði þó ekki áhrif
á frama hans eftir að henni lauk
árið 1976. Hann var skipaður að-
stoðarráðherra í iðnaðarráðuneyt-
inu árið 1982 og borgarstjóri
Shanghai 1986.
Litið var á Jiang sem hæfan og
umbótasinnaðan borgarstjóra en
hæfileikar hans sem gestgjafa eru
taldir hafa ráðið úrslitum um að
hann komst til æðstu metorða í
kommúnistaflokknum. Deng og
helsti keppinautur hans, Chen Yun,
voru tíðir gestir í Shanghai og
Jiang lagði sig í framkróka við að
sýna þeim fyllstu virðingu.
Öldungarnir hrifust af þessum
vel menntaða manni og þótt þeir
deildu um flest voru þeir sammála
um að Jiang væri best til þess fall-
inn að taka við leiðtogahlutverk-
inu. Þeir völdu hann að hluta til
vegna þess að hann var óflekkaður
af blóðbaðinu í Peking en tvíræð
stefna hans var honum einnig til
framdráttar. Deng leit á hann sem
umbótasinna en Chen áleit hann
harðan kommúnista, sem hægt
væri að treysta til að standa vörð
um flokkinn og draga ekki um of
úr ríkisafskiptunum í efnahagnum.
Li á marga
óvildarmenn
Margir telja að enginn stjórn-
málamaður í Kína verði jafn öflug-
ur og valdamikill og Deng á næstu
árum og að hópur áhrifamanna í
stjórnmálaráði flokksins geri út
um málin og taki stærstu ákvarð-
anirnar. Fari svo gæti Li Peng
gegnt miklu hlutverki, en hann
hefur verið forsætisráðherra frá
árinu 1987 og deilt völdunum með
Jiang frá blóðsúthellingunum í
Peking.
Li, sem er 68 ára, hefur oft virst
öflugri stjórnmálamaður en Jiang
og er sagður metnaðargjam og
JIANG Zemin, LI Peng, forsætis-
forseti Kína. ráðherra Kína.
Yfirvöld vilja forðast að óánægja námsmanna og verkafólks fái útrás við andlát Dengs
Deng dásamaður
í viðvörunargrein
Reuter. Peking.
ÞÁTTUR Deng Xiaopings í at-
burðunum á Torgi hins himneska
friðar í byijun júní 1989 er
dásamaður í opinberri minningar-
grein um drottnara Kína, sem
kínversk yfirvöld sendu frá sér í
gær. Er það túlkað sem viðvörun
til Kínveija að hafa sig hæga á
þessum tímamótum.
„Frammi fyrir pólitískum róst-
um innanlands sem á alþjóðavett-
vangi seint á níunda áratugnum
og í upphafi þess níunda var af-
staða [Kommúnista] Flokksins og
ríkisstjómarinnar, rækilega studd
af félaga Deng Xiaoping og öðr-
um öldungum, ótvíræð,“ sagði í
greininni.
Að fmmkvæði stúdenta hófst
barátta fyrir lýðræðisumbótum í
Kína vorið 1989. Á endanum var
alþýðuhemum sigað á umbóta-
sinna og lyktaði mótmælum
þeirra með blóðbaði er skrið-
drekasveitir voru sendar inn á
Torg hins himneska friðar. Áætl-
að hefur verið að þá hafi mörg
þúsund manns týnt lífi.
Vestrænir stjómarerindrekar í
Peking sögðu hina beinu skírskot-
un til baráttu stúdenta fyrir lýð-
ræðisumbótum vera augljósa við-
vörun. Kínverskir leiðtogar eru
sagðir vilja tryggja að stúdentar
og verkamenn grípi ekki tækifær-
ið við andlát Dengs og tjúki út á
götur til að fá útrás fyrir óánægju
sína, m.a. vegna atvinnuleysis og
mikillar verðbólgu.
Stjórnvöld í Peking vilja aukin-
heldur forðast endurmat á stjórn-
arárangri Dengs og atburðunum
á Torgi hins himneska friðar, að
sögn stjórnarerindreka. Hermt er
að morðin á torginu séu enn ofar-
lega í hugum fjölmargra í Kína
sem hafi verið gróflega misboðið
með því mikla ofbeldi sem beitt
var gegn friðsamlegum mótælum
lýðræðissinna. „Skilaboðin eru
þessi: „Lítið ekki á þetta sem
ykkar tækifæri til þess að rifja
það upp. Nú er hvorki stund né
staður“,“ sagði vestrænn
stjórnarerindreki.
Hann sagði að jákvæður undir-
tónn væri í minningargreininni
og eftirmenn hans væru ekki til-
búnir að hefja rökræður um
árangur Dengs, eins og drottnar-
inn gerði sjálfur strax eftir dauða
Maós. „Þeir eru ekki komnir á
70:30 stigið,“ sagði hann og skír-
skotaði til þess dóms Dengs um
stjórnartíð Maós að hún hefði
verið 70% jákvæð en 30% nei-
kvæð.
Vel smurð kúgunarvél
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International sögðu í gær,
að ein arfleifð Dengs væri „vel
smurð harðræðis- og kúgunar-
vél.“ Af ótta við óstöðugleika
eftir andlát Dengs var kúgun
aukin á síðasta ári, að sögn
Amnesty, einkum bitnaði það á
hópum sem þorðu að viðra
óánægju sína.
Hvöttu samtökin kínverska
ráðamenn til að halda áfram
umbótum á sviði dóms- og rétt-
arfars. „Valdaskiptin að Deng
frágengnum verða prófsteinn á
hvaða stefnu mannréttindamál
kunna að taka í Kína,“ sagði í
yfirlýsingu Amnesty.