Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kjartan sýnir í Sverrissal
SÝNING á nýjum
verkum Kjartans
Ólasonar verður
opnuð í Sverrissal í
Hafnarborg,
laugardaginn 22.
febrúar. Hér er um
að ræða myndir
unnar með bland-
aðri tækni, en við-
fangsefni lista-
mannsins eru sjón-
ræn minni sem ís-
lendingar þekkja
vel, bæði úr samtíð-
inni og úr sögunni.
I myndunum má
sjá, líkt og í óljósri
minningu, bregða fyrir kunnug-
legum útlínum af styttum
þekktra íslendinga,
af stöðum og skjöl-
um sem tengjast
sögu okkar og af
myndbrotum sem
við höfum sum dag-
lega fyrir augunum
án þess að gefa
þeim sérstaklega
gaum.
Kjartan hefur
haldið margar sýn-
ingar og má þar síð-
ast nefna málverka-
sýningu á Kjarvals-
stöðum á síðasta
ári.
Sýningin stendur
til 10. mars og er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 12-18.
Kjartan
Olason
Jóhann G.
Jóhannson
Afmælis-
sýning
JÓHANN G. Jóhannsson opnar
afmælissýningu í Galleríi Borg
við Ingólfstorg laugardaginn 22.
febrúar sem hann nefnir „Hug-
hrif íslenskrar náttúru", en Jó-
hann verður fimmtugur þann
sama dag.
„Jóhann er löngu orðinn lands-
þekktur, bæði sem tónlistarmað-
ur og myndlistarmaður. Á síð-
ustu misserum hefur hann unnið
jöfnum höndum að myndlistinni
og tónsmíðum. Jóhann sýnir nú
um 35 verk sem unnin eru með
vatnslitum og blandaðri tækni,
þar sem hann leitast við að túlka
andstæður og mikilfengleika
hinnar íslensku náttúru“, segir í
kynningu.
Síðan á haustmánuðum 1995
hefur Jóhann stundað nám í
tölvuveri Tónlistarskóla Kópa-
vogs. Við opnun sýningarinnar
mun hann frumflytja tónverkið
Píramídi I, sem er afrakstur frá
tónlistamáminu.
Sýningin er opin virka daga
kl. 12-18 og um helgar kl.
14-18. Henni lýkur sunnudag-
inn 2. mars.
Verk unnin á
hör og pappír
NÚ STENDUR yfir myndlistar-
sýning Hrafnhildar Sigurðar-
dóttur í Galleríi Regnbogans á
Hverfísgötu 54.
Verkin á sýningunni em að
mestu unnin á hör og handgerð-
an pappír. Þau em gerð með
japanskri „shibori“ aðferð, en
það er samheiti yfír aldagamlar
japanskar litunaraðferðir.
Hrafnhildur fæddist 1959 og
hefur haldið fjölda sýninga bæði
hér á landi og erlendis. Á sýning-
unni eru alls 11 verk og em þau
flest unnin með áðumefndum
aldargömlum litunaraðferðum
frá Japan. Verkin á sýningunni
em frá þessu ári og því síðasta
og hafa fæstar myndanna verið
sýndar áður.
Sýningin verður opin virka
daga frá kl. 16-24 og frá kl.
14 til miðnættis um helgar.
Leikið á Nellý
HELGA Þórsdóttir og María
Pétursdóttir fremja gjöming
ásamt leynigesti á diskótekinu
Nellý sunnudaginn 23. febrúar
kl. 17.
Sama dag kl. 22 sýnir leikkon-
an Sigrún Sól einleikinn og ein-
þáttunginn „Ég var beðin að
koma“ eftir Þorvald Þorsteinsson
í leikgerð hennar sjálfrar og
Guðjóns Pedersen.
Aðgangur er ókeypis.
Sönglög
í Hafnarborg
GUÐRÚN Jónsdóttir sópran og
Ólafur Vignir Albertsson píanó-
Ieikari halda tónleika sunnudag-
inn 23. febrúar kl. 20.30 Í Hafn-
arborg í Hafnarfirði. Á efnis-
skránni verða sönglög eftir Karl
0. Runólfsson, Atla Heimi
Sveinsson og Hjálmar Helga
Ragnarsson og ópemaríur eftir
Mozart, Verdi og Donizetti.
Göran
Tunström á
Súfistanum
Heimsbókmenntaklúbbur Máls
og menningar efnir til upplestr-
arkvölds á Súfístanum, bóka-
kaffínu í bókabúð Máls og menn-
ingar, mánudaginn 24. febrúar
kl. 20.30. Tilefnið er að um þess-
ar mundir er sænski skáldsagna-
höfundurinn Göran Tunström
staddur hér á landi í því skyni
að kynna nýjustu skáldsögu sína,
Ljóma, sem nú er komin út hjá
Máli og menningu í þýðingu Þór-
arins Eldjáms.
Tunström er einn þekktasti
skáldsagnahöfundur Svía, en
tvær bóka hans hafa verið þýdd-
ar á íslensku, Jólaóratórían og
Þjófurinn.
Tunström mun lesa kafla úr
nýju skáldsögunni og Þórarinn
Eldjám kafla úr þýðingu sinni á
verkinu. Auk þess mun höfund-
urinn árita bókina fyrir þá sem
þess óska.
Upplestrarkvöldið hefst kl.
20.30 og em allir velkomnir.
Inniskór frá 490
kuldaskór frá 1990
smáskór V
bláu húsi
v/Fákafen
Olivur
við Neyst
MYNDUST
Listhúsiö Fold
MÁLVERK
Olivur við Neyst. Opið daglega frá
10-18, laugardaga frá 10-17 og
sunnudaga frá 14-17. Til 2 marz.
Aðgangur ókeypis.
OKKUR sem skrifum rýni hér í
blaðið, er fyrirlagt að búa til fyrir-
sagnir í samræmi við efnið, en síður
nota nöfn fómardýranna. En ef þetta
nafn er ekki í tengslum við eftirfar-
andi skrif rýnisins, auk þess að vera
myndrænt og beri í sér sterkar skír-
skotanir er hann illa svikinn.
Allir munu sjá að hér er um Fær-
eying að ræða og myndin sem fylgir
skrifinu gefur ótvírætt til kynna að
hann sé málari, mikilverðast þó fær-
eyskur málari.
Ég hef endurtekið vakið athygli á
því áður, að það sé eitthvað í mynd-
um Færeyinga sem gefur til kynna
uppruna þeirra, og að við sjálfir eig-
um enga jafn afmarkaða hliðstæðu
í vinnubrögðum, legg ekki dóm á það
hér af hverju sé meiri ávinningur,
en það gefur til kynna að einstakling-
seðlið sé ríkara í okkur og jafnframt
að hér fyrirfinnst ekki sameiginlegur
menntunarlegur grunnur.
Færeyingar hafa nær alfarið sótt
menntun sína til Listakademíunnar
í Kaupmannahöfn, en þangað sækja
þeir þó ekki einkenni sín, sterka liti
og hijúfleika í vinnubrögðum, heldur
til heimaslóða. Er þá nokkum veginn
sama hvort þeir máli óhlutlægt, sem
þeir gera þó fæstir, eða hálfabstrakt
sem mun fleiri gera, með sterkum
vísunum til formana landsins. Þeir
eru eyjarskeggjar langt úti á Atlants-
hafi eins og við og það höfum við
helst sameiginlegt, að styðjast við
hvassari skil ljósbrigða, nota yfirleitt
sterkari liti og vera með hrjúfari lita-
notkun en meginlandsbúar. Málarinn
Olavur við Neyst, er hér gott dæmi
þar sem hann byggir mikið til á heit-
um, aðallega rauðum litatónum,
dempar þá með bláu sem hann dýpk-
ar svo með svörtu, iífgar með gulum
og hvítum ljósleiftrum.
Ferlið er kannski nokkuð einfalt
og hættan á endurtekningum dijúg,
en málaragleðin ber þetta þó yfirleitt
uppi. Að minni hyggju hafa Færey-
ingar fjarri því tæmt þetta ákveðna
ferli úthverfs innsæis á þjóðlegum
grunni, en mættu að ósekju hyggja
að útvíkkun þess með fjölþættari
formrænum stígandi. Gjarnan yfir-
færa á önnur svið sjónrænan kraft-
birting, því allt eins er hér grunnur-
inn réttlegur fundinn, honum má síð-
ur varpa fyrir róða fyrir innfluttar
staðlaðar fræðikenningar og niður-
soðna heimspeki.
Það eru 33 málverk á sýningunn,
sem virðast flest ný af nálinni og
sérstök einkenni listamannsins
kenndi ég í myndunum „Utsýni af
klettum" (7), „Stemning við höfnina"
(11) og „Verur í snjó“ (23). Einkum
er úrskerandi tjákraftur í síðasttöldu
myndinni.
Bragi Ásgeirsson
Kunnugleg afstrakt
MYNPUST
Listasafn ASÍ —
Ásmundarsal
MÁLVERK
Gunnar Kr. Jónasson. Opið kl. 14-18
alla daga nema mánud. til 2. mars;
aðgangur ókeypis.
LISTASAGAN er sneisafull af
dæmum þess að listagyðjan krækir
í fólk á ýmsum aldri. Ýmsir eru fædd-
ir henni, aðrir hneigjast til hennar á
unglingsárum, en sá hópur er einnig
stór sem hún Iaðar til sín síðar, jafn-
vel eftir að viðkomandi hafa markað
sér bás í lífinu og hafið starf á öðrum
vettvangi.
Fræg dæmi þessa utan úr heimi
eru menn eins og Paul Gauguin
(1848-1903), vel settur verðbréfa-
sali sem fórnaði öllu fyrir listina og
Vasily Kandinsky (1866-1944), sem
var efnilegur lögfræðingur á uppleið
þegar listin náði á honum föstu taki.
Hér á landi má nefna Jóhannes
Kjarval og Jón Stefánsson, sem báð-
ir voru orðnir fullorðnir menn þegar
þeir ákváðu að helga sig listinni.
Þau dæmi um slík umskipti sem
eru jafn dramatísk í eðli sínu eru
vitanlega færri en þau sem fara
hljóðar, en skila listinni samt lista-
fólki, sem hefur ánægju af sínu verki
ogjafnvel ýmislegt fram að færa.
I endurreistum Ásmundarsal við
Freyjugötu, sem nú er orðinn stolt
Listasafns ASÍ, sýnir nú listamaður
úr þessum flokki. Gunnar Kr. Jónas-
son hafði stundað járnsmíðar og aug-
lýsingastörf áður en hann söðlaði um
og tók til við listnám 1986. Frá því
hann lauk námi hefur hann haldið
nokkrar sýningar, m.a. í Listasafni
ASÍ fyrir þremur árum, og er nú
kominn aftur á sama vettvang.
Gunnar sýnir hér fjórtán olíumál-
verk. Þar af eru fjórar stórar mynd-
GUNNAR Kr. Jónasson: Kæti.
ir, sem hinar minni hverfast um. Hér
hefur tekist vel til við uppsetning-
una, þannig að verkin njóta sín öll
nokkuð vel í salnum, sem er orðinn
gullfallegur. Það myndmál sem lista-
maðurinn er að vinna með er komið
frá afstraktmálverkinu, eins og það
náði þroska hér á landi á sjötta og
sjöunda áratugunum.
Það er talsverður leikur sveiglína
í þessum myndum, sem flestar eru
byggðar upp af dökkum grunni. I
stærri málverkunum er léttleikinn
meiri og þar má sums staðar greina
annað línuspil undir því, sem endan-
lega ræður yfírborðinu; minni verkin
eru einfaldari og fastari í forminu
og þar er þéttleiki litanna einnig
meiri. Mest er unnið út frá gulum
og bláum litum og í hreinum litflötum
og leitast við að halda hverri mynd
í jafnvægi innan heildarinnar.
Þetta tekst hvað best í verkum
eins og „Kæti“ (nr. 6) og „Rýmd“
(nr. 14, en af minni málverkunum
má helst benda á „Kjama“ (nr. 7)
og „Hvín“ (nr. 9), þar sem oddboginn
er sterkasta einkennið.
Sé litið til heildarinnar er eðlilegt
að álykta að hér sé á ferðinni lista-
maður sem enn á eftir að velja sér
myndmál. Þó hér sé liðlega unnið og
vel farið með eru efnistök afar kunn-
ugleg, m.a. frá listamönnum eins og
Karli Kvaran og Jóhannesi Jóhannes-
syni. Slík úrvinnsla nú getur því að-
eins verið áfangi á lengra ferli, þar
sem listamaður leitar að sinni per-
sónulegu tjáningu í listinni.
Eiríkur Þorláksson