Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 KRISTNIBOÐSSTARF MORGUNBLAÐIÐ Leikmenn sjá um safnaðarstarfið Dr. Eshetu Abate frá Eþíópíu hefur dvalið hér á landi undanfarna daga í boði Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga og sagt frá starfí lúthersku kirkjunnar þar í landi, sem hefur vaxið hundraðfalt á 38 árum, þ.e. úr 20.000 í 2.000.000 safnaðarmenn nú, 1997. Kjartan Jónsson kristniboði ræddi við Abate um þennan einstæða árangur. Morgunblaðið/Kjartan Jónsson. MEKANE Yesus kirkjan í Eþíópíu leggur áherslu á að lina þjáningar þeirra sem líða. KIRKJAN vex fyrst og fremst fyrir vitnisburð hins almenna safnaðar- fólks. Fólk horfir á líf kristinna manna sem lifa sinn krist- indóm en eru ekki bara nafnkristn- ir. Það sér verk Guðs í lífi þeirra, að líf þeirra breytist þegar þeir verða kristnir. Kristin- dómurinn er ekki að- eins samþykki við ein- hvetja kenningu. Þetta laðar fólk að trúnni. Þetta er lifandi kristin- dómur. Rót þessa er trúin á Jesú Krist og það verk sem hann vinnur í lífi manna. Jesús Kristur lifir og starfar í dag í lífi fólks fyrir heilagan anda og gefur kraft og styrk. Hann er ekki bara ein- hver saga eða goðsögn. Þetta endurspeglast í tilbeiðslunni og í söng. í guðsþjón- ustunum gefst almennu safnaðar- fólki kostur á að segja hvers virði það er að trúa á Jesú Krist. Það segir frá því hvernig hann hefur starfað í lífí þess undanfarna daga. Það segir frá lækningum, frá lausn undan áþján og fíkn. Trúin veitir lífsfyllingu. Það vitn- ar um hve hin nýja trú er miklu betri en gamla Iífíð og allt annað sem það hefur kynnst. Fólk, sem kemst til kristinnar trúar, vitnar um trú sína á vinnustað og fólk í umhverfí þess sér að líf þess hefur tekið breytingum. Þetta vekur eftir- tekt og oft fara vinnufélagar með viðkomandi í kirkju." Það er dr. Eshetu Abate frá Eþíópíu sem segir þetta þegar hann er spurður að því hvernig standi á því að lútherska kirkjan þar í landi hafi vaxið hundraðfalt á 38 árum, þ.e. úr 20.000 í 2.000.000 safnaðar- menn nú, 1997. Hún er ávöxtur af áratuga starfi kristniboða frá N- Ameríku og Evrópu, þar með talið Islandi. Dr. Eshetu hefur dvalið hér á landi undanfarna daga í boði Sambands íslenskra kristniboðsfé- laga og m.a. heimsótt söfnuði í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikað í guðsþjónustum og sagt frá starfi lúthersku kirkjunnar sem kölluð er Mekane Yesus, en það þýðir staður Jesú. Hvarvetna hefur verið gerður mjög góður rómur að máli hans. Sérfræðingur í nýjatestamentisfræðum Dr. Eshetu er frekar lágur vexti og hægur í öllu fasi. Hann lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en við nánari kynni breytist myndin mjög. Þetta er feikilega vel gefinn maður með mikla útgeislun. Hann lauk doktorsprófí frá Concordia háskólanum í St. Louis í Bandaríkj- unum árið 1988 sem sérfræðingur í nýjatestamentisfræðum. Hann hefur starfað sem guðfræðikennari í heimalandinu, lengi sem rektor prestaskóla lúthersku kirkjunnar í höfuðborg Eþíópíu, Addis Abeba, auk þess að vera aðstoðarprestur í stórum söfnuði. Síðustu sex mánuði hefur hann verið kennari við kristni- boðaskóla Norska lútherska kristni- boðssambandsins í Ósló. Hann er giftur og á tvö börn, sex ára gamla dóttur og fjögurra ára son. Dr. Eshetu hefur búið nógu lengi á Vest- urlöndum til að skilja aðstæður vel þar. Það er því mjög gagnlegt fyrir íslensku kirkjuna að fá slíkan mann í heimsókn. Guðleysingi Dr. Eshetu Abate fæddist í S-Eþíópíu árið 1955. Faðir hans komst til kristinnar trúar og varð mjög virkur í kirkju sinni sem ólaunaður prédik- ari en vann fyrir sér með grunnskóla- kennslu. Eshetu fékk því kristið uppeldi. En var það sjálfgefið að sonur prédikara yrði prestur í kirkju föður síns? „Nei. Ég hafði mikinn áhuga á raunvísindum, þegar ég var í menntaskóla, og stóð mig mjög vel í raungreinum. Ég komst að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að hin kristna trú föður míns væri gamal- dags og gagnslaus í nútímasamfé- lagi. Þetta var fyrir tíma kommún- ismans. Það var andinn í skólanum, bæði á meðal nemenda og kennara, sem hafði þessi áhrif á mig. Ég las kenningar um þróun lífsins í líf- fræði og fleiri kenningar í raunvís- indum og komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn gæti vel komist af án Guðs og kristinnar trúar. Lífsspeki mín var sú að lífið væri fólgið í því að borða, drekka, lifa, vinna og deyja. M.ö.o., ég var guðleysingi. Gömlu trúarbrögð þjóðflokksins áttu ekkert rúm í hjarta mínu. Á þessum tíma gerðist spuming- in um tilgang lífsins mjög áleitin. Hvers vegna lífði ég í þessum heimi og hver yrðu örlög mín? Sem guð- leysingi trúði ég að lífið væri skammvinnur unaður og síðan myndi líkami minn leysast upp í frumeindir sínar. Um svipað leyti varð ég alvarlega veikur og ég spurði sjálfan mig: Ef ég verð að engu eða verð bara að ryki þegar ég dey eins og guð- leysingjar segja, hvers vegna lifi ég þá í dag? Ef ég hverf á morgun eða eftir tvö eða þijú ár, hver er þá tilgangurinn með því að lifa núna? Hvers vegna dey ég þá ekki alveg eins? Þessar spurningar voru afar áleitnar og ég spurði sjálfan mig hvort maðurinn ætti sér einhveija von. Þegar ég velti þessum spurn- ingum fyrir mér sá ég engan til- gang með því að lifa á þessari jörð. Þetta leitaði svo sterkt á mig að ég fylltist þunglyndi og vanlíðan. Ég var í slíkri sálarkreppu og sál mín hrópaði svo á markmið og svör að mér var alveg sama hvaðan svör- in kæmu, bara að ég sæi einhveija ástæðu til að lifa og fengi sálarfrið. Mér var jafnvel sama þótt svörin kæmu frá steini eða stól. Svörin, sem lífsskoðun mín gaf mér, voru sem sagt algjörlega ófull- nægjandi og ég hóf að leita svara annars staðar. Ég leitaði til barna- trúarinnar, sem ég hafði átt, og komst að þeirri niðurstöðu að Jesús Kristur hafði svörin við spurningum mínum. Hann var sonur Guðs sem skapaði allt. Þess vegna vissi ég hvaðan ég kom. Hann var hönnuður mannsins og allrar sköpunarinnar. Þá vissi ég að gildin sem hann gaf, siðfræðin og tilgangur hans með líf okkar, er það sem er rétt fyrir líf okkar hér á jörð. Hann er vegur- inn. Þegar lífinu á þessari jörð lýk- ur veit ég að hann hefur sigrað dauðann. Hann er lifandi Drottinn. Ég fékk svör við öllum spurningum mínum í honum. Af þessum sökum hikaði ég ekki við að verða kristinn og sneri baki við mínum gömlu gild- um. Um svipað leyti var mér boðinn námsstyrkur til að læra læknis- fræði í Sovétríkjunum en vegna þess að augu mín höfðu opnast fyr- ir þessum nýja sannleika ákvað ég að læra að kynnast Guði og kristin- dómnum vel og hóf því nám í guð- fræði í staðinn. Ég fór að sækja kirkju og var fljótlega boðið að læra guðfræði við guðfræðiskóla Mekane Yesus kirkj- unnar í Addis Abeba. Ég útskrifað- ist þaðan. Eftir það var ég gerður að umsjónarmanni með guðfræði- fjarnámi í suður-biskupsdæminu og kennari við annan guðfræðiskóla í hlutastarfí. Þremur árum síðar fékk ég námsstyrk frá Norska lútherska kristniboðssambandinu til fram- haldsnáms í guðfræði við Concordia guðfræðiskólann í St. Louis í Bandaríkjunum.“ Virkir leikmenn Aftur að starfí Mekane Yesus kirkjunnar í Eþíópíu. Hvernig er safnaðarstarf kirkjunnar rekið? „í bæjum og borgum stendur safnaðarfólkið sjálft straum af öll- um kostnaði við safnaðarlifið. Það gefur tíund. Hver söfnuður verður að gera fjárhagsáætlun og safna fé í samræmi við það. Starfsmenn eru kallaðir af söfnuðum sínum til starfa. Þeir fá ekki sjálfkrafa emb- ætti út á menntun sína og verða að lúta aga kirkjunnar ef svo ber undir. Á nýjum svæðum, þar sem verið er að koma á fót söfnuðum, er fjárhagsaðstoð veitt frá mið- stjórn kirkjunnar til að greiða laun presta og prédikara. Árið 1995 voru prestar Mekane Yesus kirkjunnar tæplega 500, prédikarar um 1000. Þeir þjóna meira en 3.400 söfnuðum og starfi á um 1.500 nýjum stöðum þar sem söfnuðir verða myndaðir eftir eitt til þijú ár. Þetta þýðir að hver prestur hefur að meðaltali umsjón með sjö söfnuðum og starfi á þremur nýjum stöðum.“ Hvernig er þetta hægt? „Presturinn getur það með hjálp annarra. Hann hefur prédikara sem hjálpa honum. Þeir prédika og kenna. Presturinn kemur í heim- sókn e.t.v. á tveggja mánaða fresti og gefur þá altarissakramentið og vinnur önnur prestsverk sem inna þarf af hendi. Állir söfnuðirnir safn- ast saman einu sinni í mánuði eða á tveggja mánaða fresti og þá fá allir altarissakramentið og prestur- inn vinnur önnur prestsverk sem á þarf að halda. En daglegt starf safnaðanna er borið uppi af meira en 65.000 sjálfboðaliðum. Víða vel- ur söfnuðurinn einn úr safnaðar- stjórninni (öldung), valinkunnan mann, til að útdeila altarissakra- mentinu, skíra, jarða, veita sálu- sorgun o.s.frv. þegar presturinn er ekki til staðar. í rauninni starfar hann sem prestur. Hann fær leyfis- bréf upp á þetta frá biskupsdæminu ásamt handayfirlagningu og fyrir- bæn. Leyfið gildir í tvö ár. Síðan er hægt að endurnýja það aftur og aftur á tveggja ára fresti ef þurfa þykir. Margir fleiri leggja hönd á plóginn í söfnuðunum. Ungt fólk hjálpar til og kennir í sunnudaga- skólum, æskulýðsfélögum, kórum o.s.frv. Unga fólkið semur lög sín og texta sjálft og kemur því sífellt með nýjan boðskap. Safnaðarfólkið kann mjög vel að meta þetta og mörg laganna verða almennings- eign. Á þennan hátt fær kristindóm- urinn form innlendrar menningar. Ýmiss konar uppfræðsla fer fram fyrir sjálfboðaliða sem taka þátt í safnaðarstarfinu. Námskeið eru t.d. haldin fyrir sunnudagaskólakenn- ara tvisvar eða þrisvar á ári í þijá til fimm daga í senn. Einnig útbýr kirkjan efni sem sunnudagaskóla- kennarar geta stuðst við í starfi sínu. Stundum eru haldin námskeið fyrir prédikara og presta heima í héraði en þó ekki reglulega." Markmið starfs kirkjunnar „Mekane Yesus kirkjan lítur á manninn sem eina heild. Hún lítur ekki á hann sem líkama eingöngu eða veru þar sem sálin ein skiptir máli heldur vill hún lifa samkvæmt kristinni sköpunartrú sem metur allt mannlífið sem mikilvægt. Það þýðir ekkert að prédika yfir hungr- uðum manni. Fyrst verður að gefa honum að borða. Vegna þess hve mörgu er áfátt í velferðarmálum Eþíópíu leggur kirkjan mikla áherslu á að veita ýmiss konar fé- lagslega aðstoð og þróunarhjálp. Allt slíkt starf er vitnisburður um kærleika Jesú Krists og hefur oft laðað fólk að kristindómnum og verið upphaf þess að nýir söfnuðir hafa myndast. Safnaðarstarf og þróunar- og mannúðarstarf helst því í hendur." Vaxtarverkir „Hinn mikli vöxtur kirkjunnar okkar er ekki sársaukalaus. Ýmis vandamál eru honum samfara. Sér- trúarhópar gera usla í söfnuðunum og læða að efa um trúargrundvöll safnaðarfólks, skírnarskilning þess, skilning þess á heilögum anda o.s.frv. Þetta hefur gert það að verkum að sumir hafa látið endur- skíra sig. Prédikararnir gera sitt besta til að kenna fólkinu en stund- um fá tilfinningarnar að ráða ferð- inni og sumir yfirgefa kirkjuna. Uppfræðsla er því mjög mikilvæg. Það er lika vandamál, sérstak- lega í sveitunum, hve prestarnir þurfa að eyða miklum tíma í stjóm- unarstörf vegna þess hve þeir hafa umsjón með mörgum starfsstöð- um.“ Fleiri kristniboðar? Er enn þörf á kristniboðum í Eþíópíu? „Það er ekki mikil þörf fyrir kristniboða til boðunarstarfa. Við höfum fólk sem getur séð um það. En okkur vantar ennþá fólk með sérhæfða menntun, sem skortur er á í Eþíópíu, t.d. lækna og hjúkran- arfólk, fjármálafræðinga, sérfræð- inga á sviði þróunarstarfa, guð- fræðinga til að kenna á bibh'u- og prestaskólum o.s.frv. Svo þurfum við á fjárhagsaðstoð að halda, sér- staklega við þróunarverkefnin. Kristniboðarnir, sem nú starfa inn- an Mekane Yesus kirkjunnar, eru flestir í sérhæfðum störfum." Menningarspj öll? Eyðileggja kristniboðar menn- ingu Eþíópíumanna? „Kristindómurinn er boðskapur til allra þjóða, til fólks í hvaða menningu sem er. Hér er enginn munur á Eþíópíu og íslandi. Kristniboði eða sá sem flytur boð- skap Jesú Krists þarf að hafa næmi og skilning á því að hann er að koma til skila ákveðnum boðskap. Hann á ekki að flytja menningu sína með boðskapnum. Markmiðið er að hinn kristni boð- skapur íklæðist menningu viðtak- endanna og verði á þann hátt ekki framandi. Kristindómurinn vinnur gegn því sem eyðileggur líf manna í sérhverri menningu sem hann kemur til, t.d. ómannúðlegum sið- um, illsku í hvers konar mynd o.s.frv. Gömlu kristniboðarnir gerðu ýmis mistök vegna þess að þeir þekktu ekki menningu innfæddra. Þeir höfðu heldur ekki alltaf marga valkosti. í upphafi þýddu þeir sálm- ana sína af því að engir aðrir voru til. Þeir fluttu orgel með sér frá Evrópu og notuðu evrópsk messu- form. Þeir vora börn síns tíma og DR. Eshetu Abate.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.