Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR FYRIR fáeinum dögum var því slegið upp sem nokkurri frétt að sjávarútvegsráð- herra teldi koma til greina, í ljósi þess að illa horfir um sam- komulag í Smugudeil- unni svonefndu, að ís- lendingar setji einhliða kvóta á veiðar sínar þar. Að sjálfsögðu var svo í næstu fréttatím- um rætt við Kristján Ragnarsson (röðin var Þorsteinn - Kristján að þessu sinni) og tók hann undir þessa hug- mynd. Ég get fyrir mitt leyti sagt um þessi sinnaskipti þeirra félaga að batnandi mönnum er best að lifa. Verst er að það hefur tekið augu þeirra þijú ár að opnast. Staðan nú er nefnilega í engu frábrugðin því sem átti við veturinn '93 - ’94 þegar umræður voru miklar um framhald veiðanna, sem hófust síð- sumars 1993. Þá eins og nú var deilan í harðahnút, einn árangurs- laus samningafundur hafði verið haldinn og ljóst var að fjöldi út- gerða hugðist senda skip sín til veiða sumarið eftir. Það stefndi með öðrum orðum í miklar og stjórnlausar veiðar. Virðum ákvæði Haf réttarsáttmálans Haustið og veturinn ’93 - ’94 lagði ég ítrekað til að stjórnvöld settu einhliða kvóta á veiðar ís- lenskra skipa í Barentshafi, eða a.m.k. lýstu því yfir að veiðarnar yrðu takmarkaðar ef ástæða þætti til. Ég tók hins vegar eindregna afstöðu með útgerðarmönnum og sjómönnum hvað snerti rétt þeirra til að fara til veiða á þessu úthafssvæði, en það vildu sumir ónefndir banna eins og kunnugt er. Ég tók á þessum tíma sæti í svonefndri úthafsveiðinefnd og þar hélt ég þessum sjónarmiðum fram. Sömuleiðis í Sjávarút- vegsnefnd Alþingis, í viðtölum við fjölmiðla og í nokkrum blaða- greinum. í tveimur greinum í Morgunblaðinu dagana 3. og 4. febrúar 1994 fjallaði ég um þetta atriði og þar segir m.a.: Þrjú ár eru langurtími til að ná áttum í ekki flóknara máli, segir Steingrímur J. Sigfússon, vegna hugleiðinga sjávarút- vegsráðherra um kvóta á Smuguveiðamar. „Við eigum að fara til veiða á hinu alþjóðlega hafsvæði í Barents- hafi, í Smugunni, jafnframt því sem við könnum betur og eftir atvikum látum reyna á réttarstöðu Norð- manna til að lýsa einhliða yfir físk- verndarlögsögu við Svalbarða. Ég tel ekki ósanngjarnt að íslendingar stefni að því að veiða á þessu ári 25-40 þúsund tonn af bolfíski á þessu svæði og líklegt að það magn náist. (Veiðin varð 36.971 tonn.) Ég tel að við getum með sterkum rökum réttlætt slíkan hlut.“ í framhaldinu voru tíunduð margvísleg rök fyrir því að við gætum með fullum rétti gert til- kall til ákveðinnar hlutdeildar í nýtingu fiskstofna á þessum slóð- um og þar sagt m.a.: „íslensk stjórnvöld eiga að taka fram og lýsa því yfir að þessar veiðar verði ekki óheftar og stjórn- lausar og með því uppfylla það ákvæði eða þá skyldu Alþjóða- hafréttarsáttmálans sem á okkur hvílir. En þar er eins og kunnugt er tekið fram að aðildarríkin skuld- bindi sig til að ganga ekki nærri þeirri auðlind sem nýtt er, þó um veiðar á ftjálsu úthafí sé að ræða. Að lokum þarf að liggja fyrir að íslendingar séu hvenær sem er til- búnir til viðræðna við önnur ríki um þessar veiðar og eru þá uppfyllt- ar þær tvær skyldur sem aðildarríki Alþjóðahafréttarsáttmálans undir- gangast gagnvart veiðum á úthaf- inu utan 200 mílna. Slíkar veiðar eru frjálsar, eins og kunnugt er, sbr. 116. gr. Hafréttarsáttmálans, en samkvæmt greinum 117 og 118 hvíla ofangreindar skyldur um hóf- samlega nýtingu og vilja til sam- ráðs á þeim sem veiðarnar stunda." í raun þarf ekki að segja öllu meira. Að ofan kemur fram megin- rökstuðningurinn fyrir því að setja veiðunum ákveðin takmörk. Við áttum, og eigum enn, að standa fast á rétti okkar, sem m.a. Al- þjóðahafréttarsáttmálinn veitir okkur, en gera það í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar sem okkur ber að virða. Það er mitt mat að þannig hefði staða okkar orðið sterkari, líklegra að hagstæðir samningar næðust og við óumdeilanlega staðið betur að vígi gagnvart ásökunum um óábyrgt framferði. Betra er seint en aldrei segir annað gamalt máltæki og á einnig við hér þó þijú ár séu nokkuð lang- ur tími til að ná áttum í ekki flókn- ara máli. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. ÞAÐ KOM mörg- um á óvart í fyrir- spurnatíma Alþingis í sl. viku þegar um- hverfisráðherra gerði möguleika á bygg- ingu magnesíumverk- smiðju á Suðurnesj- um tortryggilega og sagði að ýmislegt þyrfti að breytast til að hún yrði að veru- leika. Það sem átti að breytast voru tölur um C02-mengun frá verksmiðjunni en upplýsingar um hana birtust í skjali á Al- þingi fyrir 2 vikum. Þær tölur sem fram komu um C02-mengun af magnesíumverk- smiðju voru gripnar af hálfu ráðu- neytisins úr bráðabirgðayfirliti um þessa fyrirhuguðu verksmiðju tæplega 2 ára gömlu og síðan notaðar af hálfu Hjörleifs Gutt- ormssonar til fyrirspurnar. Ráð- herranum voru afhentar nýjar áætlanir um mengunarvarnir nokkru áður en hann svaraði um- ræddri fyrirspurn og honum því í lófa lagið að vitna til nýrra stað- reynda frekar en láta sem þær væru ekki til. Staðreyndin er sú að í dag er verið að tala um 155 þús. tonn af C02 á ári út í and- rúmsloftið í stað 2,5 milljóna tonna þrátt fyrir 100% meiri framleiðslu, þ.e. 50.000 tonna ársframleiðslu. Þetta mun takast vegna þeirra áætlana magnesíummanna að þvo gróðurhúsalofttegundina C02 tvisvar í gegnum vothreinsibúnað og að rafmagn verði notað í stað olíu við framleiðsluna eins og kost- ur er. Þetta þýðir til samanburðar um 60% minni mengun en vegna 50.000 tonna stækkunar sem fyr- irhuguð er hjá Járnblendiverk- smiðjunni. Þessar upplýsingar lágu allar fyrir hjá umhverfis- ráðherra þegar hann svaraði fyrirspurninni en samt sá hann ástæðu til að varpa skugga yfir þessa verksmiðju, sem Suð- urnesjamenn líta á sem stærsta og mikil- vægasta einstaka verkefni svæðisins í áratugi. Þessi verk- smiðja getur skipt sköpum fyrir atvinnu- lífið hér á erfiðum tím- um og þegar góður kostur, sem sameinar góðar mengunarvarnir, umhverfí- sval og atvinnumöguleika er í boði, þá er ábyrgðarleysi að reyna að koma fæti fyrir slíkt. Ég tel í ljósi þess sem fram hefur komið, segir Kristján Pálsson, nauðsynlegt að endur- skoða starfshætti Holl- ustuverndar. Hvalfjörður er viðkvæmt landbúnaðarhérað Það verður að segjast eins og er að í stóriðjumálum hafa verið gerð ýmis mistök. Er þar skemmst að minnast mótmæla Kjósveija sem hafa fullyrt að Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga spúi svörtum reyknum í tíma og ótíma yfir Hvalfjörðinn. Það hefur komið í ljós að þessi gagnrýni þeirra Kjósveija hefur verið hárrétt, verksmiðjan hefur Einhliða kvóti í Smugunni - þremur árum of seint Steingrímur J. Sigfússon Magnesíum- verksmiðja og Suðurnesin Kristján Pálsson PCI lím og fuguefiii »! Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ALHLIÐATOLVUKERFl BÓKHALOSHUGBÚNAÐUR fyr/r WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Vísitalan og verðtrygging NÝLEG bandarísk skýrsla um út- reikning á vísitölu neysluverðs hefur vakið okkur til umhugsunar um hlut- verk og gildi verðtryggingar hér á landi. í skýrslunni, sem var unnin fyr- ir fjárlaganefnd öldungadeildarinnar af nefnd undir formennsku Michaels Boskins prófessors við Stanford há- skóla, er komist að þeirri niðurstöðu að neysluverðsvísitalan (e. consumer price index) hafí ofmetið verðbólguna um 1,1% á ári undanfarin ár. Boskin-nefndin bendir m.a. á eft- irtalin atriði máli sínu til stuðnings: • Vísitalan mælir verðbreytingar á sömu vörum og þjónustu frá einu tímabili til annars, en nær ekki að mæla mikilvægar breytingar á inn- kaupahegðun neytenda. Ef t.d. app- elsínur hækka í verði kaupa neytend- ur frekar epli og sala á appelsínum dregst saman, ef innbundnar bækur hækka í verði kaupa nejitendur papp- írskiljur. Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO fc». ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚU 29 • PÓSTHÓLF B360 • 128 REYKJAVlK SÍMI553 8640 1 568 6100 Jens Pétur K.Jensen Sigríður Finsen • Breytingar í smásöluverslun. Bandaríkjamenn versla nú mun meira en áður (líkt og íslendingar) í afsláttarverslunum, þetta þýðir að stærri hluti innkaupanna fer fram á lægra verði en áður. • Það sem vegur þó þyngst í þessu, er það að vísitalan vanmetur áhrif tækniframfara, aukinna vörugæða og tilkomu nýrra vara á markaðinn. Þótt sama vara sé seld á hærra verði en áður, er hún nú margfalt öflugri og endingarbetri og bilar minna. Aukin gæði leiða til hækkunar á vís- tölunni, en neytandinn er samt sem áður betur settur. Boskin-nefndin leggur áherslu á að vísitölunni verði breytt þannig að í staðinn fyrir að mæla verðbreyting- ar á ákveðnum vörum, verði reynt að reikna með breyting- um á kauphegðun venjulegs heimilis frá degi til dags. Þetta er reyndar hægara sagt en gert og krefst nýrra vinnuaðferða. Ef af breytingum verður mun það hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið. Ef verð- bólgan er í raun minni en útreikningar sýna, mun hagvöxtur reiknast hæni en áður vegna skekkjunnar. Vísitalan er nefnilega víða notuð til að leiðrétta áhrif verðbólgu eða verð- tryggja ákveðna þætti. Skattkerfið tekur tillit verðbólgu og velferðargreiðslur ýmiss konar eru vísitölutengdar. Breyting á útreikningi vísitölunnar, myndi því hafa áhrif á bandarísku fjárlögin og minnka fjárlagahallann. Boskin-skýrslan er því mikið til umræðu vestanhafs um þessar mundir. Alan Greenspan, formaður stjórnar seðlabanka Bandaríkjanna, kom inn á þessi mál á fundi með fjárlaganefnd öldungadeildarinnar þann 21. janúar sl. Hann tók undir efni skýrslunnar en minnti jafnframt á að þessi áhrif á mælingu verðbólgu væru ekki allar til hækkunar. Rann- sóknir sérfræðinga bandaríska seðla- bankans, þar sem litið er á tengsl birtra verða, framleiðslu og fram- leiðni, renna stoðum undir þá skoðun að verðbólgan sé ofmetin. til Verðtrygging í lánsvið- skiptum einkaaðila, segja þau Sigríður Fin- sen og Jens Pétur K. Jensen, er óvíða jafn- mikii og á íslandi. Hér á landi er vísitala neysluverðs notuð við útreikning verðtryggingar á fjármagnsmarkaði. Hagstofan hef- ur reiknað þessa vísitölu frá því mars 1995 og tók hún við af eldri vísitölu framfærslukostnaðar. Núverandi út- reikningur á vísitölu neysluverðs byggist á neyslukönnun sem fram fór árið 1990. Gerð var önnur neyslu- könnun árið 1995, sem verður tekin upp við vísitöluútreikninga síðar á þessu ári. Verð á öllum vörum og þjónustuliðum er kannað og safnað tvo fyrstu virka daga hvers mánaðar. „Ekki er tekið tillit til útsöluverðs, en mark er tekið á tilboðsverði í öðr- um verslunum en matvöruverslunum ef það gildir lengur en einn mánuð“ (Hagtíðindi, des 1992, bls. 487). Verðtrygging í lánsviðskiptum einkaaðila er óvíða jafnmikil og á íslandi. Vísitalan er einnig niikið notuð við alls kyns útreikninga er varðar hag einstaklinga og fyrir- tækja. Hversu mikið eiga ábendingar Boskin-skýrslunnar við hér á landi? Höfundar eru hagfræðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.