Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GERINAR Fólksflótti og atvinnuuppbyg'ging HVERSU stór hluti atvinnulausra er raunverulega tilbúinn fyrir vinnu- markaðinn, það er að segja getur unnið og er reiðubúinn að hefja vinnu fljótt? Hvar á landinu er þetta fólk? Við skulum aðeins skoða það mál. Fjölgun skráðra at- vinnulausra í höfuð- borginni nærri tífaldað- ist á árabilinu 1991 til 1996, úr 364 manns 1991, í 3.300 árið 1996. Atvinnulausum hefur ekki aðeins ijölgað heldur fer langvarandi atvinnuleysi jafnt og þétt vaxandi. Tímabundnir erfið- leikar eins og árstíða- bundið aflaleysi á ýms- um stöðum á landinu geta leitt ti! hagsveiflu eða tímabundins at- vinnuleysis, sem síðan hverfur þegar ástandið _ batnar. Kerfislæga at- vinnuleysið eða langtímaatvinnuleys- ið er að festast í sessi og hverfur ekki af sjálfu sér jafnvel þó batni í ári. Fólksflutningar til Reykjavíkur Ljóst er, að vegna stórfram- kvæmda sem Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og stóriðjufyrirtæki hafa þegar ákveðið, koma milljarðar króna inn í íslenskt efnahagslíf og hafa margfeldisáhrif. Búast má við ^efnahagsbata og að störfum sem í boði eru fjölgi stórlega á nær öllum sviðum um land allt. En þá er ekki alveg víst að at- vinnuleysið í Reykjavík fari minnk- andi þó umsvifm aukist. Fjórðungur allra starfa í Reykja- vík er unninn af fólki sem skráð er í öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. Það gæti þýtt, að ef 100 störf í Reykjavík skapast, þá falla 25 af þeim til ann- arra en Reykvíkinga. Reykjavík hefur líka sérstöðu á annan hátt. Á milli áranna 1991 og 1993 íjölgaði fólki í Reykavík á vinnumark- aði um 3.200 eða nær 6%, en störfum um 1.200. Atvinnuleysið margfaldaðist Fjölgun starfa í Reykjavík var nægileg til að mæta eðlilegri fjölgun Reykvíkinga sjálfra á þessu tímabili, en alls ekki líka fjölgun aðfluttra og þeirra sem oúa í nágrannasveitarfélögunum. Það er staðreynd að 18% af þeim sem árið 1996 þáðu atvinnuleysis- bætur í Reykjavík hafa á árunum 1993-1996 flust til Reykjavíkur annars staðar frá á landinu, og þar er einn þriðji frá nágrannabyggðar- lögum. Það er líka staðreynd að á sama tíma hafa 20% þeirra, sem nú njóta fjárhagsaðstoðar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, búið annars staðar en í Reykjavík. En við skulum gæta okkar á svona tölum og ekki einfalda málið um of, Atvinnuleysi í höfuð- borginni, segir Pétur Jónsson, er bein afleið- ing af atvinnuástandinu á öllu landinu. ekki benda á blóraböggla því þeir eru ekki til. Þessir fólksflutningar eru ekki landsbyggðinni að kenna. Þetta er einfaldlega einkenni íslensks þjóðlífs. Reykjavík er vissulega höfuðborg landsins, hefur algjöra sérstöðu allra byggðarlaga á íslandi. Hún nýtur þess í mörgu en fær einnig að gjalda þess líka. Fjölbreytt mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf dregur fólk í þéttbýlið. Atvinnuleysið fylgir með. Atvinnu- leysi í Reykjavík er bein afleiðing af atvinnuástandinu á öllu landinu. Langtímaatvinnuleysið er ekkert einkamál Reykjavíkur, það er vissu- lega vandamál allrar þjóðarinnar. Þessi búsetuþróun er alls ekki bundin við ísland, hún er þekkt um allan heim. Þetta verðum við að hafa í huga og forðast þröngsýn landshluta- eða hreppasjónarmið í þessu efni. Ef það tekst að virkja Reykvíkinga og fólk alls staðar á landinu, sem er í vítahring langtímaatvinnuleysis, eru meiri líkur til þess að efnahags- batinn verði það sem vonast er eftir og verði ekki bara þensla sem skap- ar verðbólgu, ávísun á lélegri af- komu. Reykjavíkurborg leggur m.a. þess vegna vaxandi áherslu á að þróa úrræði til að virkja þá langtíma- atvinnulausu. Fleiri þurfa að koma að þessu máli líka. Miðstýring fjárveitinga En önnurþróun og alvarleg er líka að verða. Arið 1993 fluttust 760 manns fleiri frá Reykjavík til útlanda en til Reykjavíkur frá útlöndum. Enn versnaði þetta árið 1995, því þá var talan orðin um 800 manns, flest fólk á besta aldri, 20 til 40 ára, og svo börn yngri en 14 ára. Nú á seinustu mánuðum virðist samt að þessi vonda þróun sé að stöðvast. Við hugsum oft um okkur sjálf eftir hreppum og landshlutum. Við ættum að hætta því. Við erum öll íslendingar og þurfum á öllu okkar að halda ef við eigum að vera sæmi- lega gild í samfélagi þjóða. Sérmenntað starfsfólk sækir þangað sem annað er fyrir, til að forðast faglega einangrun. Það gildir nefnilega í þessu efni, að „maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. Ef tekið er mið af því sem er erlendis er höfuðborgarsvæðið lágmarks- byggð til að þar geti þrifist öflug mennta- og fræðasetur og sérhæfð starfsemi, sem eitthvað kveður að. Leiðin til úrbóta er ekki fólgin í þeim þröngsýnishugsunarhætti að vera að forfæra sérhæfinguna milli landshluta eftir geðþótta með fyrir- greiðslum eða „pólitískum" tilskip- unum. Nauðsynleg þróun staðnar við slíka nauðungarflutninga allri þjóð- inni til óþurftar. Þeir sem gera slíkt eiga margt ólært. Hlutur ríkisins Baráttan við atvinnuleysið er í flestum löndum skoðað fyrst og fremst sem viðfangsefni ríkisins. Þátttaka ríkisins til úrbóta getur ekki verið fólgin í því, að miðstýra fjármunum opinberra sjóða í tiltekn- ar atvinnugreinar víða um land. At- vinnugreinar sem einhveijum stjórn- málamönnum eru þóknanlegar. Það þarf annað til, það þarf að auðvelda fólki aðgang að þessum ijármunum, fólki sem sér nýja möguleika og hef- ur dugnað og kraft til að nýta sér þá. En það þarf að gera fleira. Aukin áhersla verði lögð á mennt- unarþáttinn í baráttunni við atvinnu- leysið, því æ færri störf verða í boði fyrir þá sem litla menntun hafa. Gerð verði úttekt á iðn- og starfs- menntunarmálum og leita verður óhefðbundinna leiða til að auka fram- boð á slíkri menntun. Slíkt hefur lengi skort. Skoðaðir verði ýmsir möguleikar í samvinnu við aðila vinnumarkað- arins til dæmis með því að taka upp sveigjanlegri vinnutíma en tíðkast hefur, tii dæmis 25 eða 30 stunda vinnuviku og fleira í þeim dúr. Launastefnan verði önnur en nú er Að taxtalaun séu það lág að þau teljist nær hungurmörkum og jafnist á við framfærslustyrk Félagsmála- stofnunar er óheyrilegt. Slík launa- stefna festir langtímaatvinnuleysi betur í sessi en flest annað. Það skiptir miklu máli að vinnu- miðlanir um land allt verði styrktar og þeim gert kleift að stunda árang- ursríka ráðgjöf og virka ráðningar- þjónustu. Það eru m.a. þau úrræði sem duga oftast til að ná fólki út úr langtímaatvinnuleysinu. Það er von mín að frumvarp félagsmálaráð- herra, sem liggur nú fyrir Alþingi, geti með nokkrum breytingum stuðl- að að úrbótum, einkum þó utan Reykjavíkur. Ljóst er að engar auðveldar lausn- ir eru til í atvinnumálum til framtíð- ar heldur verður að vinna jafnt og þétt að því að auka atvinnu alls stað- ar á landinu. Stórframkvæmdir skapa mörg störf beint og óbeint meðan á framkvæmdum stendur. Að þeim loknum gæti atvinnuleysi auk- ist að nýju ef ekki er að gert áður. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkur. Pétur Jónsson Þá veit maður það í GAGNRÝNI minni um nýtt orgel í Kópa- vogskirkju nefndi ég, að nauðsynlegt væri að sá, eða þeir, sem velja orgel í kirkjur landsins, komi fram í dagsljósið. - Það ánægjulega gerð- ist, að sá sem virðist eiga stærstan þáttinn í því vali, gaf sig fram, - Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar og þar með hefur maður einhvem áþreifanlegan til að tala við og mætti það vera lærdómsríkt ýmsum öðrum, sem einlægt vísa frá Heródesi til Pílatusar. í upphafi greinar Hauks í Mbl. 7. febr. sl. telur hann upp fjórar org- elverksmiðjur sem hann, ásamt nem- anda sínum Erni Falkner, hafi heim- sótt á meginlandinu, í leit að orgeli fyrir Kópavogskirkju. Engu er við þetta að bæta, nema þá helst því að til greina hefði komið að bjóða orgel- hönnuðum frá þessum ijórum verk- smiðjum upp til íslands og þeir beðn- ir að meta stærð og fleira í því um- hverfi sem átti að verða framtíðar- heimili hijóðfærisins, en orgelsmið- irnir sjálfir, ef góðir eru, vita oft betur organistum hvað hentar þessu viðkvæma samspili, kirkja og orgel. Næst telur Haukur upp verkefnin sem Öm Falkner lék á fyrstu kynn- ingartónleikunum. Haukur hefur eft- ir umsögn, sem Hörður Áskelsson viðhafði um Örn þegar hann tók 8. undanstigspróf á orgelið, en það mun vera það próf sem Örn síðast tók. Engu hef ég heldur við þessa upp- talningu að bæta og trúi ég vel að umsögn Harðar um næmi Arnars fyrir innihaldi verkanna. (Slíkt getur líka átt sér stað um þá sem ekkert leika á hljóðfæri.) : Námsskrá tónlistarskólanna, og viðtekin regla er, að 8. stigspróf er vegvísir upp í burtfar- arprófsáfanga, eða upp í einleikaradeild, þar sem opinberir einleiks- tónleikar eru hluti prófsins. Þangað til þessum áfanga er náð, telst viðkomandi nem- andi og deilt hefur ver- ið um hvort um nem- endatónleika eigi yfir- leitt að skrifa opinbera gagnrýni. Þetta þyrfti söngmálastjóri að vita, sem jafnframt er skóla- stjóri Tónskóla þjóð- kirkjunnar. Hitt endur- tek ég, frá gagnrýni minni, að próf segja oft takmarkaða sögu. í upphafi næsta þáttar í grein Hauks tekur hann undir með mér að upplýsingar um orgelið hafi vant- að í efnisskrá. Síðan vitnar Haukur í mína grein þar sem minnst er á sólóraddir orgelsins, segir að Örn hafi notað sólóraddir, en vitanlega séu þær miklu fleiri, sem er óvenju- leg og undarleg yfirlýsing. Fram að þessu erum við Haukur nokkuð sammála, að frádregnum við- bótarlínum mínum nokkrum, en héð- an af skilur á milli. Á umræddum tónleikum í Kópa- vogskirkju var verið að vígja nýtt orgel, eðlilegt var því að fjallað væri um orgelið, hver átti að hræðast það? Varla trúi ég að Hauki tækist einu sinni að sannfæra sóknarnefnd- ir um að maður heyri betur hljóm- gæði hljóðfæris með því að sitja á orgelbekknum en að sitja niðri í kirkj- unni og heyra þar hvernig góðum hljóðfæraleikara tekst að láta hljóð- færið lifa í kirkjunni, en fyrir kirkju- gesti á hljóðfærið, ekki hvað síst, að hijóma. (Auk þess vissi Haukur að ég kom á kirkjuloftið í þann mund sem smiðirnir voru að ljúka við að setja orgelið upp.) Haukur er mér eðlilega ekki sam- Mistökin, segir Ragnar Björnsson, eru til að læra af þeim. mála um stærð orgelsins, þar sem hans var valið. Síðan notar hann þumalfíngurreglu um stærð orgels með hliðsjón af sætafjölda, 100 sæti og 10 raddir. „regla“ sem enginn notar í alvöru. Ef svo væri, hvað þá með orgelið í Dómkirkjunni með 38 raddir og tæplega 700 í sæti? (Að mínu mati kæmi öðruvísi orgel með færri röddum betur út í þeirri kirkju.) Miðað við þessa reglu væri orgelið í Kristskirkju 10 röddum of stórt, en hver vildi fórna þar broti úr rödd, svo vel fallast þar kirkja og orgel í faðma. Eftir þessu ætti orgelið í fyrr- verandi kirkju Hauks, Akranes- kirkju, að vera 12 röddum of stórt og held ég að Haukur hafi sjálfur valið það hljóðfæri. Svona fullyrðing- ar getur söngmálastjóri ekki borið fram fyrir nokkurn fullvaxinn organ- leikara, í hæsta lagi fyrir einhverjar nefndir, sem eðlilega þekkja ekki þessi lögmál. Sl. sumar spilaði ég á mörgum orgel- tónleika í Danmörku (öll orgelin voru dönsk). A einum stað Iék ég á „minna“ orgel í stórri kirkju, eigi að síður fyllti orgelhljóm- urinn kirkjuna. Síðustu tónleikarnir voru í Frúarkirkjunni í Kaupmanna- höfn, kirkjan tekur um 700 manns í sæti, eða álíka marga og Dómkirkj- an í Reykjavík, 1.200 tekur hún aft- ur á móti ef bætt er við aukastólum. Orgelið hefur aftur á móti ekki nema 92 raddir, annað tveggja er þá, að orgelið er allt of stórt, eða allt of lítið, ef notuð er regla Hauks. Málið er vitanlega, að raddafjöld miðast við allt aðrar reglur og flóknari en Haukur nefnir, og sumar þær reglur eru kannski hvergi skráðar. Söngmálastjóri vitnar mikið í sinn eigin smekk, samanber: „að mínu Ragnar Björnsson mati þá er smekkur fyrir styrkleika afar mismunandi", og síðar „ég hef persónulega meiri ánægju af að hlusta á hið síðarnefnda", „... ég tel þá meira að segja þjóna tónlistinni best“. Um smekk og mér finnst er erfitt að deila, sumir hafa t.d. svo heilagan smekk að engin rök bíta. Báðir eigum við þó að vita eftirfar- andi. Ekki eru til þau hljóðfæri sem skila allri tónlist jafnvel, frekar en að tónlistarsalir séu til sem skila allri tónlist jafnvel. Þú nefnir píanó og píanóleik. í samkomuhúsi einu á höf- uðborgarsvæðinu er flygill af stærstu gerð, í litlum sal. Þegar spurt var að því hvort flygillinn væri ekki of stór fyrir þennan sal, mun svarið hafa verið að þá spiluðu menn bara veikar. Ágæti söngmálastjóri, gæði hljóð- færis felast ekki í raddafjöld eða stærð. Þótt þú nefnir að spiia megi Reger á Kópavogsorgelið, trúi ég ekki að þér sjálfum dytti í hug að spila stærri verk hans á það orgel. Þótt raddafjöldi orgelsins nægði kannski, svarar kirkjan ekki því kalli, hvað þá öðrum ennþá viðameiri verk- um. Og enn eitt, um leið og þú, Haukur, vilt leggja fram þinn smekk til ákvarðanatöku, verður þú, á sama hátt, að leggja smekk annarra til jafns við þinn, en þar með eru sumir komnir í erfið mál, en til eru stað- reyndir nokkrar sem ekki skyldi loka augunum fyrir. Einnig, að um leið og orgelval er háð smekk eins manns, hlýtur valið að verða einhæft „inton- ation-“ in getur orðið andþrengsla- leg, því þar kemur organistinn að hljóðfærinu. Örn Falkner, organisti kirkjunnar, á ekki að verða bitbein þessara skrifa. Honum er óskað góðs gengis í glímunni við stigin fyrir ofan 8. stigið. Eg vona að einhvern lærdóm megi draga af þessum skrifum okkar Hauks. T.d. að orgelnefnd, ef til er, sé ekki skipuð af Hauki, sem síðan skipar sjálfan sig, einn nemanda sinn og þriðja aðila sem hann velur sjálf- ur. Þá aðeins fá orgel að syngja út, þegar ekki þarf að troða svo upp í hljóðraufarnar, vegna þess hvað raddirnar eru margar, að þær þurfi að syngja c.b.c., með lokuðum munni. „Stærð orgels í Kópavogskirkju og raddafjöldi var m.a. ákvarðaður með hliðsjón af því að um þriggja borða hljóðfæri með pedal er að ræða,“ skrifar Haukur. Ef hægt á að vera að skiija þessa málsgrein hljóðar hún svo að fyrst hafi verið ákveðið að hafa nótnaborðin þijú, að viðbættum pedal, og síðan, eða þess vegna hafi raddafjöldinn verið ákveðinn. Þarna hleypur minn ágæti skólabróðir og kollega klaufalega á sig og fróðlegt væri að vita hvar hann hefur „pikkað upp“ þessa sína kenningu . Venjulega, og eina rétta leiðin er sú, fyrst að ákveða hvað kirkjan þolir margar raddir, og hvernig og síðan ákveða hvort þurfi að deila þeim á tvö eða þijú nótna- borð og pedal og þá getur verið álita- mál hvort 32 raddir eru betur settar á þrem borðum heldur en tveim, vegna allra þeirra möguleika sem orgelsmíði býður upp á í dag. Það er misskilningur, Haukur, að ég hafi nefnt nokkurn ábyrgan fyrir orgelinu í Fella- og Hólakirkju. Ég skil skrif þín nú svo að þú hafir stig- ið út úr skugganum og er það vel. Þú stingur upp á því að við hittumst við hin ýmsu orgel, líklega ásamt sóknarnefndum og því þá ekki með öllum sóknarbörnunum?, ræðum út- lit, stærðir og kannski persónulegan smekk. Heldur þú virkilega, Haukur, að það gæfi nýtanlegar niðurstöður? Miklu frekar held ég að sóknarnefnd- ir og sóknarmeðlimir gætu dregið einhvern lærdóm af skrifum okkar. Engum nýkeyptum orgelum verður skilað aftur, né einstökum röddum. En mistökin eru til að læra af þeim og gagnrýni takmarkast ekki við sungna línu, eða spilaðar nótur, held- ur einnig við búninga, ljós, sviðs- mynd, hárgreiðslu, förðun, hreyfing- ar pg hljóðfæri, ekki hvað síst orgel. Ég gæti, eins og þú Haukur, tínt fram yfirlýsingar útlendinga, en læt það vera. Ef við erum ekki færir um að standa við yfirlýsingar okkar á eigin forsendum, þá eigum við að þegja. Hittumst heilir í næsta stríði,. Þinn gamli kollega og skólabróðir. Höfundur er organisti og tónlistargagnrýnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.