Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristmundur
Jónsson fæddist
í Reykjavík 1. apríl
1920. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
vikur 10. febrúar
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Krist-
mundsson sjómað-
ur og Magnea Tóm-
asdóttir. Hann var
elstur af sex systk-
inum: Hin eru: 1)
Gunnar Tómas, f.
13. júní 1921, d. 16.
janúar 1995, 2)
Halldóra, f. 25. júlí 1922, 3)
Jarþrúður Gréta, f. 12. janúar
1925, 4) Auður Sigurbjörg, f.
10. april 1926, og 5) Inga Hall-
veig, f. 19. mars 1928.
Hinn 10. maí 1941 kvæntist
Kristmundur eftirlifandi eigin-
konu sinni Steinunni Ingi-
Okkur langar að kveðja með
nokkrum orðum kæran afa og
tengdaföður, Kristmund Jónsson,
húsasmíðameistara, sem er látinn.
Kristmundur ólst upp í foreldra-
húsum við mikið ástríki og góða
siði. Eins og títt var á þeim tíma
hóf Kristmundur snemma almenn
störf. Átta ára fór hann fyrst í
sveit og dvaldist síðan lengst af á
sumrin að Galtalæk í Landsveit
og minntist oft þeirra stunda með
mikilli ánægju. Hann vann í mörg
ár hjá Fiskhöllinni áður en hann
hóf nám í trésmíði hjá Jóni Sig-
urðssyni húsasmíðameistara, hann
lauk sveinsprófi vorið 1951. Ætíð
J,síðan vann Kristmundur við iðn
sína fyrst með tengdaföður sínum,
Guðmundi Jónssyni, og síðan um
langt skeið sem sjálfstæður at-
vinnurekandi og byggði fjölda
húsa hér í borg. Síðustu árin starf-
aði hann sem trésmiður hjá Olíu-
verslun íslands, Olís. Þess tíma
minntist Kristmundur alltaf með
hlýhug.
Árið 1941 var mikið hamingjuár
í lífi Kristmundar en 10. maí 1941
það ár gekk hann í hjónaband með
eftirlifandi eiginkonu sinni Stein-
unni Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
en hún er fædd hér í Reykjavík
7. febrúar 1922. Steinunn reyndist
Kristmundi alla tíð mikil stoð og
stytta, ekki síst í veikindum hans.
Þau hjón voru mjög samrýnd. Þau
Steinunn eignuðust fímm börn og
eru fjögur á lífi en eitt dó í frum-
bernsku.
Ekki er ofmælt að Kristmundur
hafi verið mjög fær í iðn sinni,
enda sýr.di hann vandvirkni og
samviskusemi hvað sem hann tók
sér fyrir hendur. Trygglyndur var
hann og vinafastur og nutu þess
fjölskylda hans og samstarfsmenn.
Kristmundur var mikill íjölskyidu-
maður, fjölskyldan átti allan hans
huga. Kristmundur var ákaflega
hlýr maður, nokkuð dulur en glað-
ur og líflegur í sínum hópi. Alla
tíð var mjög stutt í brosið, hann
sá ætíð hið spaugilega. Hann var
góðgjarn, skilningsríkur og tillits-
samur, svo að gott var að eiga
hann að, og þess nutum við feðgar
oft.
Gaman þótti Kristmundi að sjá
sig um, hafði farið víða erlendis
og hér á landi. Þó þótti honum
vænst um sæiureitinn í Grímsnes-
inu. Þar höfðu þau hjón byggt sér
lítið en hlýlegt sumarhús og rækt-
að upp lítið skógarijóður enda
voru þau hjón mikið fyrir skóg-
rækt og íslenska náttúru. I Gríms-
nesinu voru þau hjón öllum stund-
um. Þangað var farið allar helgar
á sumrin og einnig dvöldu þau þar
löngum stundum eftir að þau
hættu að stunda vinnu. Við feðgar
minnumst margra ánægjulegra og
góðra stunda bæði í Grímsnesinu
og á heimili þeirra hjóna.
björgu Guðmunds-
dóttur, f. í Reykja-
vík 7. febrúar 1922.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Jónsson húsasmíða-
meistari og kona
hans María Sveins-
dóttir. Börn Krist-
mundar og Stein-
unnar voru fimm og
eru fjögur á lífi, eitt
dó i frumbernsku:
1) María, f. 3. mars
1941, 2) Magnea, f.
28. mars 1946, 3)
Helga, f. 24. febr-
úar 1950, og 4) Guðmundur f.
8. júlí 1962. Barnabörn Krist-
mundar og Steinunnar eru tíu
og barnabarnabörnin sjö.
Utför Kristmundar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Okkur, sem nú fylgjum Krist-
mundi síðasta áfangann, finnst
mikill sjónarsviptir að honum við
hvarf hans úr samfélagi okkar.
En það sem mest er um vert er
það, að hann skilur eftir í hugum
okkar allra, sem þekktum hann,
bjarta og hreina minningu um
persónu sem bar með sér góðvild,
hlýju og yl og gerði lífið bjartara
og betra umhverfis sig. Gott er
að minnast hans og minningin um
hann mætti verða okkur áminning
til eftirbreytni. Eftir er mikill
söknuður, enginn fyllir hans skarð,
en minningin um góðan, tryggan
og göfugan mann lýsir okkur sem
þekktum hann best.
Mestur er söknuðurinn hjá
eiginkonunni, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra, sem sjá á bak
kærum eiginmanni, föður, afa og
langafa, en þau eiga bjartar minn-
ingar um hann sem þau geta yljað
sér við með Guðs hjálp. Guð varð-
veiti þau og blessi í sorg þeirra.
Daði Guðmundsson og
Guðmundur Hjálmarsson.
Mig langar til að skrifa nokkrar
línur um mann sem var okkur
afar kær. Hann og amma Lilla,
kona hsns, hafa verið stór hluti
lífs okkar í næstum 15 ár. Feimin
kom ég á þeirra fund, en hlýlegt
og þétt handtak tók af allan vafa;
ég var strax velkomin í fjölskyld-
una og vinátta þróaðist sem aldrei
hefur borið skugga á.
Kiddi hafði mikla mannkosti til
að bera. Elstur af fjörugum systk-
inahópi hafði hann þurft að axla
mikla ábyrgð á unga aldri. Góð-
semi, greind, hlýleiki, góð kímni-
gáfa, rólyndi, dugnaður og hjálp-
semi voru eiginleikar sem fleyttu
honum farsællega gegnum lífið
með yndislegan lífsförunaut sér
við hlið. Aldrei hallmælti hann
neinum manni, heldur reyndi að
sjá skoplegar og jákvæðar hliðar
á öllu. Álltaf var hann tilbúinn að
veita góð ráð og hjálpa ef á þurfti
að halda, hvort sem var að smíða
skápa, festa hillur eða bara eitt
eða annað. Allt lét í höndum hans
enda einstakur hagleiksmaður.
Öllum leið vel í návist hans og
virðing fyrir honum sjálfsögð.
Þegar sjúkdómur sá, sem nú hefur
borið hann ofurliði, greindist fyrir
mörgum árum, tók hann því eins
og hetja, alltaf var hann jákvæður
og duglegur.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast slíkum öðlingsmanni.
Börnin og ég söknum hans en ylj-
um okkur við minningarnar um
góðan mann og frábæran afa.
Elsku Lilla mín og börn, guð
styrki ykkur í sorg ykkar.
Þórunn, Steinunn,
Rannveig Anna,
Ásthildur og Sigurður.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þijóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þannig orti Sigurður Kristófer
Pétursson. Hann andaðist úr
holdsveiti 43 ára gamall árið 1925
eftir áratuga baráttu við holds-
veikina og þar af dvöl á holdsveik-
raspítalanum í Laugarnesi frá
1898. Þessar ljóðlínur koma upp
í huganum, þegar hugsað er til
margra ára baráttu Kristmundar
Jónssonar við erfiðan og ólækn-
andi sjúkdóm, sem læknavísindin
kunna enn lítil eða engin ráð við.
Sjúkdómur þessi hófst fyrir átta
til níu árum. Hann olli í byijun
lítilsháttar máttleysi og síðar löm-
un í höndum en breiddist síðan
hægt og hægt um allan líkamann,
uns svo var komið, að Kristmund-
ur gat ekki lengur talað. Þar kom,
að hann hætti að geta gengið
nema við staf. Þá tók við hækja,
síðan tvær hæjur og þá hjólastóll.
Að lokum gat hann ekki hagrætt
sér hjálparlaust í stólnum. En and-
inn, hugurinn, var óbugaður. Hann
fylgdist með öllu, sem fram fór í
kringum hann og í þjóðfélaginu
og skildi allt, sem sagt var við
hann án þess að geta svarað.
Honum var gefínn ótrúlegur styrk-
ur, andlegur styrkur í hinni löngu
og erfiðu sjúkdómsraun. Það var
stutt í bros eða glampa í augum,
þegar hann gat ekki tjáð sig leng-
ur með öðrum hætti.
Sá er mikill sigurvegari - mikil
hetja - er sigrast á stórum hörm-
um og mætir örlögum sínum,
hversu dapurleg sem þau kunna
að vera, með brosi á vör. Það vek-
ur undrun og aðdáun að kynnast
körlum og konum, sem horfast í
augu við dauða sinn árum saman.
Þau finna stöðugt nálæg hans í
þeirri öruggu vissu, að endalokin
nálgast fet fyrir fet. Ég hygg, að
maðurinn - í öllum vanmætti sín-
um - sé aldrei stærri né sterkari
en þá. Maðurinn sjálfur, dýpstu
eðlisþættir mannssálarinnar, er
aldrei sterkari en á slíkum örlaga-
stundum.
Foreldrar Kristmundar, hjónin
Jón Kristmundsson og Magnea
Tómasdóttir, bjuggu um langt ára-
bil í húsinu Eyvík í Grímsstaða-
holti. Jón stundaði sjómennsku í
áratugi, fyrst á skútum og síðar
á togurum. Hann fór í land og
hætti sjómennsku í byijun síðari
heimsstyijaldarinnar og stundaði
eftir það ýmiss konar vinnu í landi
eftir því sem til féll.
Magnea annaðist alla forsjá
heimilis þeirra og barna langtím-
um saman, þegar maður hennar
var fjarverandi á sjónum. Örlög
hennar voru að heyja harða bar-
áttu um barnahópinn sinn á árun-
um milli heimsstyijaldanna, þegar
heimskreppan beið við hvers
manns dyr og margir urðu að beij-
ast af öllum mætti fyrir lífi sínu
og sinna. Jón og Magnea eignuð-
ust sex börn, tvo sonu og fjórar
dætur, og var Kristmundur þeirra
elstur. Báðir synirnir eru nú látn-
ir, en Gunnar, sem var næstur í
aldursröðinni, andaðist 16. janúar
1995. Dætumar eru allar á lífi,
en þær eru Halldóra, Jarþrúður,
Auður og Inga.
Kristmundur var vel meðalmað-
ur á hæð, vel vaxinn og ljós yfirlit-
um. Hann var mikið hraustmenni
framan af ævi, þrekmikill og dug-
legur að hveiju sem hann gekk.
Hann vakti athygli hvar sem hann
kom fyrir einstaka prúðmennsku,
hógværð og velvilja í hvívetna.
Hann var einstakur heimilisfaðir,
umhyggjusamur og mikill og
ástríkur faðir.
I honum biundaði listamann-
seðli. Ilann var drátthagur vel og
hafði framúrskarandi fallega rit-
hönd. Allt, sem hann smíðaði og
lagði hönd að, ber honum fagurt
vitni. Hann hafði mikið yndi af
tónlist og lék bæði á orgel og
píanó, enda þótt hann hefði ekki
tíma né tækifæri til að stunda nám
í þeirri fögru listgrein. Þá söng
hann um árabil í kórum, m.a. í
Karlakór iðnaðarmanna og Breið-
fírðingakórnum. Hann átti fjöl-
margar ánægjustundir við að
hlýða á fagra, sígilda tónlist, eink-
um eftir að heilsan bilaði.
Kristmundur Jónsson stundaði
nám í húsasmíði og lauk prófi árið
1951 frá Iðnskólanum í Reykjavík
og fékk meistararéttindi í þeirri
iðngrein nokkrum árum síðar.
Aðalævistarf hans voru því hús-
byggingar og starfaði hann all-
lengi hjá Olís, einkum við bygging-
ar bensínstöðva víða um land.
Hann byggði sér hús í Rauðagerði
10 á sjötta áratugnum og bjó þar
í áratugi á efri hæðinni ásamt fjöl-
skyldu sinni. Um svipað leyti
byggði hann sumarbústað austur
í Grímsnesi. Þar átti hann og þau
hjón óteljandi ánægjustundir við
útiveru og gróðurrækt í fagurri
og friðsælli náttúru.
Kristmundur kvæntist góðri og
elskulegri konu, Steinunni I. Guð-
mundsdóttur, sem hefur staðið
eins og klettur við hlið hans, eink-
um eftir að heilsa hans bilaði, þrátt
fyrir, að hún sé sjálf haldin alvar-
legum og ólæknandi sjúkdómi
(parkinsonsveiki).
Ég minnist meira en fimmtíu
ára traustrar og einlægrar vináttu
Kristmundar Jónssonar nú þegar
leiðir skiljast. Við áttum saman
óteljandi ánægjustundir. Svo
undarlegt sem það kann að virð-
ast, nemur dauðinn vini okkar
ekki aðeins á braut heldur færir
þá jafnframt nær okkur en lífið
sjálft getur að jafnaði gert. Kær,
látinn vinur verður okkur, sem
eftir stöndum enn kærari, bund-
inn okkur enn sterkari böndum
með auðlegð góðra og ljúfra
minninga. Sönn vinátta á sér
morgun en ekkert kvöld og ekk-
ert sólarlag. Auðlegð hennar þrýt-
ur aldrei, hversu oft sem hennar
er notið.
Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans auð-
ur, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
(Tómas Guðm.)
Árin og eilífðin breiða hulu
gleymskunnar yfir lífsferil vorn. í
þeim efnum rennur ævi vor allra
og einum ósi. Sá, sem galar hæst
á mannfélagsins haug, hlýtur
sömu örlög alveg eins og hinn, sem
fórnar lífi sínu í hógværð og lítil-
læti í skugga fánýtrar mammons-
dýrkunar og lífsgæðakapphlaups.
En - við lifum öll í verkum okkar
og störfum. Og lengst varir minn-
ingin um þá sem gegnt hafa skyld-
um sínum við lífið og tilveruna af
trúmennsku, þegnskap og dreng-
skap. Við, sem þekktum Krist-
mund Jónsson og áttum vináttu
hans í áratugi, vitum að hlutur
hans verður stór í þeim efnum.
Ég votta eiginkonu hans, börn-
um, tengdabörnum, systrum og
öðrum ástvinum dýpstu samúð
mína. Það má vera þeim huggun
stór á skilnaðar- og saknaðarstund
að eiga ljúfar minningar um elsku-
legan drengskaparmann, sem í
engu mátti vamm sitt vita.
Og nú - þegar leiðir skiljast -
þakka ég honum heils hugar fjöl-
margar ógleymanlegar ánægju-
stundir og óska honum fararheilla
og Guðs blessunar yfir dauðans
djúp.
Jón Sigtryggsson.
í dag verður til moldar borinn
afi minn, Kristmundur Jónsson
húsasmíðameistari.
Afi var elstur sex systkina.
Hann ólst upp í Eyvík á Holtinu
sem í mínum barnshuga hafði yfír
sér ævintýralegan blæ. Af frá-
KRISTMUNDUR
JÓNSSON
sögnum afa frá uppvaxtarárunum,
ríkti þar gjaman glaumur og gleði
og sólin skein þar oftar en við eig-
um að venjast. Þetta var á milli-
stríðsárunum og hart í búi á heim-
ili hans eins og hjá svo mörgum
öðrum. Faðir hans, Jón, sem lést
áður en ég fæddist, var til sjós.
Því var það amma Magnea sem
sinnti barnaskaranum ásanít því
að þurrka fisk, því full þörf var á
að ná í hveija þá krónu sem kost-
ur var á til að ala önn fyrir þess-
ari stóru fjölskyldu. Það kom því
í hlut afa, sem elsta barns, að
aðstoða hana við heimilishaldið og
uppeldi yngri systkinanna.
Ungur að árum stofnaði afi sitt
eigið heimili ásamt ömmu minni,
Steinunni Guðmundsdóttur. Þegar
afi var um þrítugt, kvæntur maður
með þijú börn, hóf hann nám í
húsasmíði og starfaði við það til
loka starfsævinnar, lengst af fyrir
Olís. í þá daga nutu námsmenn
engrar aðstoðar í formi námslána
eða styrkja. Því reyndi á sam-
heldni hjónanna til að nám hans
gæti orðið að veruleika.
Með tilkomu minni í þennan
heim fékk afí nýtt hlutverk, að
vera afí aðeins 39 ára gamall. Því
hlutverki sinnti hann af mikilli
kostgæfni eins og öllu öðru sem
hann tók sér fyrir hendur. Reynd-
ar var hann mér meira en afí, því
ég bjó á heimili hans í 5 ár og
dvaldi stóran hluta æsku minnar
þar að þeim tíma loknum. Amma
og afi áttu mjög fallegt samband
sem sjaldan bar skugga á. Þau
voru afar samheldin og til staðar
fyrir hvort annað þegar á þurfti
að halda. Afi var liðtækur við öll
heimilisstörf og í eldhúsinu töfraði
hann fram hina Ijúffengustu rétti.
Þegar ég komst til vits og ára og
kynntist öðrum heimilisfeðrum
varð mér ljóst að þessi framtaks-
semi hans var alls ekki almenn
meðal manna af hans kynslóð.
Margar góðar minningar á ég frá
þessum árum. Á aðfangadag kom
það í hlut okkar afa að fara í
kirkjugarðinn og keyra út jólagjaf-
ir. Á þessum ferðum okkar lentum
við í ýmsum ævintýrum, villtumst
í sandgryfjunum í Kópavogi og
komum á síðustu stundu í jólas-
teikina og lokuðumst inni í Foss-
vogskirkjugarði sem þá var læst
tímanlega enda flestir komnir í
jólabaðið seinnihluta þessa dags.
Afi lyfti mér upp á vegginn, klifr-
aði sjálfur upp og hoppaði niður.
í látunum flækti hann buxurnar í
hliðið, reif buxurnar, datt og
skrámaði sig allan. Honum þóttu
þetta ekki mjög hetjulegar aðfarir
og tók af mér það loforð að ég
segði engum frá þessu. Ég átti
ekki mjög auðvelt með að þegja
yfir þessu, fannst þetta reyndar
bráðfyndið svona eftirá, og hafði
orð á þessu öðru hvoru næstu árin.
Þá fór afi að hlæja og sagði: „Þig
hlýtur að hafa dreymt þetta,
stelpa.“
Afa var margt til lista lagt.
Hann var afar handlaginn, góður
teiknari og mjög músíkalskur.
Hann kom úr söngelskri fjölskyldu
og þegar systkinin komu saman
var glatt á hjalla. Hann spilaði á
píanó og eingöngu eftir eyranu.
Uppáhaldsdægurlögin mín raulaði
ég fyrir hann og hann spilaði þau
fyrir mig þó að hann hefði aldrei
heyrt þau áður. Og þegar við vor-
um tvö saman í gamla Skódanum
hans söng hann fyrir mig, uppá-
haldslögin sín.
Síðustu árin voru afa erfið. Það
má segja að sjúkdómurinn sem
lagðist á hann hafi smátt og smátt
tekið frá honum nær allt nema
hugann og fallega brosið hans
sem náði svo vel til augnanna.
Þessum örlögum sínum tók hann
með jafnaðargeði. Án efa hefur
samvistin við ömmu allt til hinstu
stundar gert honum þetta bæri-
legra. Hamingjuríkri ævi er lokið
og minningin um góðan afa, sem
svo margt var vel gefið, lifir.
Farðu vel, vinur.
Erna Jóna Sigmundsdóttir.