Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 39 STEFAN SIGURSVEINN ÞORS TEINSSON + Stefán Sigur- sveinn Þor- steinsson fæddist á Horni í Hornafirði 29. desember 1910. Hann lést á Höfn 7. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 15. febrúar. Stefán Þorsteinsson frá Horni er kvaddur hinstu kveðju frá Hafnarkirkju í Horna- firði, þegar þetta er ritað. Hann var upprunninn á Horni og átti þar sitt heimili rúman helming æviskeiðs- ins, sem varð 86 ár, en bjó síðustu fjóra áratugi á Höfn og innti af hendi lungann úr ævistarfi sínu þar við frystihúsið. Með honum er geng- inn afar góður og gegn maður, traustur og tryggur sínu starfí og hlutverki og sannur máttarstólpi sinna heimahaga, þótt hann bærist manna minnst á. Mig langar því að minnast þessa ágæta móður- bróður konu minnar nokkrum orð- um. Foreldrar Stefáns, Þorsteinn Þor- steinsson frá Uppsölum og Felli í Suðursveit og Halldóra Jónsdóttir frá Hvalnesi í Lóni, staðfestust hjá ættfólki hennar, sem áður var kom- ið að Horni, og voru þau þar í hús- mennsku, sem kallað var. Var Þor- steinn einnig smiður kallaður, en slíkir fengu sjaldan góðan frið til eigin búskapar, og þeim guldust illa laun. Á Horni voru fyrir annálaðir hagleiksmenn, svo sem sagan um franska smíðatólaskápinn að björg- unarlaunum ber vitni um. Stefán kom þarna í heiminn fjórtán árum á eftir yngstu systurinni Sigurrós, tengdamóður minni, og sagði hún okkur, hve tregt hún hefði aðlagast því að vera ekki lengur yngsta bam- ið. Við þessar aðstæður var að sjálf- sögðu ekki mulið undir Stefán, en hann þroskaði af eigin rammleik þann góða efnivið, sem í honum bjó. Þótt ekki væri mikið umleikis hjá foreldmm Stefáns, komu saman í þeim miklir og merkir ættbogar. Þorsteinn var af þeim ættum Suður- sveitunga, sem meðal annars em raktar til Sigurðar Arasonar bónda á Reynivöllum og Guðnýjar Þor- steinsdóttur, sem uppi vom kring- um aldamótin 1800, og lengra aftur til prestaætta, sem of langt yrði að rekja. Af þessari ætt er svo margt margt vitsmuna- og gáfna- fólks, rithöfunda, presta og stjórn- málamanna, að ég er löngu farinn að vísa til þeirra sem sniílinganna úr Suðursveit. Best hefur Þórbergur lýst þeim frændum sínum í bók sinni I Suðursveit, einkum kaflanum Um lönd og lýði. Annar strengur í erfð- um þessa fólks lýtur að sérstakri hæfni til handverks og tækjabúnað- ar, svo sem allt leiki í höndum þeirra frá byijun og án þvingaðs lær- dóms, og virðist það ekki síst hafa fylgt Þorsteinsgreininni og Stefán hafa þegið ríkulega af þeim brunni, og veit ég þess ýmis önnur dæmi. Halldóra var einnig af gáfuðu og aðsópsmiklu fólki, dóttir Jóns yngra Stefánssonar á Hvalnesi í Lóni, og átti ættir að rekja víða um Austur- og Suðurland og þar með til ýmissa kunnra ætta. Frændi hennar Stefán Jónsson, frétta- og alþingismaður, hefur lýst dramatísku lífshlaupi þessa fólks í bók sinni Að breyta fjalli, svo að ekki verður um bætt. Starfsferill Stefáns má teljast glöggt dæmi um hömlur á færi fyrri kynslóða á að brjótast úr einangrun til umsvifa og fremdar. Á ungum aldri stundaði Stefán sjósókn í upp- gangsbænum Neskaupstað. Þótti hann afbragðs sjómaður og átti til dæmis hvað drýgstan þátt í að bjarga bátnum, sem hann var á og hét Björg eftir systur hans á Horni, eftir áföll af brotsjó. Þessa framtíð gaf hann upp á bátinn til þess að snúa heim og annast móður sína aldraða. Ekkert skorti heldur á einlæga heimatryggð. Vegleys- ur og einangrun lögð- ust á sömu sveifina, að við hjónin hlutum að hitta þau fyrsta sinni austur á Horni, og varð það árið 1950. Hafði Stefán þá komið upp húsnæði yfir þau Nönnu og Halldóru dóttur þeirra, með Halldóru ömmu í horn- inu, og tryggt sér atvinnu við rekst- ur radíóvita fyrir flugþjónustuna og um leið vamarliðið á Stokks- eyri. Vakti furðu mína, að óskóla- genginn sveitamaður tækist á hend- ur slíka þjónustu, og ekki síður hve allt var þar óaðfínnanlega hreint og fágað og vel um gengið. Ekki leið á löngu, þar til Stefán fengi færi á að reyna sig við stærri umsvif véla og tækjabúnaðar, þegar flökunar- og aðrar fískvinnsluvélar héldu innreið sína í frystihúsin frá árinu 1956, sama árinu og hann hóf störf hjá frystihúsinu á Höfn. Kom þá enn í ljós sama hæfni hans til að setja sig inn í hvern þann tæknibúnað, er hann lagði sig eftir. Fór brátt orð af honum sem töfra- manni í að halda slíkum vélum gangandi, hvað sem í skærist. í því sambandi kemur ýmislegt upp í hugann. Meðan gamla frystihúsið var enn við lýði, rak að því árin 1967-68, að fella varð gengi krón- unnar tvisvar. Við athugun rekstr- arreikninga bar svo við, að frysti- húsið á Höfn skar sig úr, svo að vegna þess hefði ekki þurft neina gengislækkun. Minnugir lýsingar Þórbergs á yfírburðum Hornafjarð- armánans fórum við hagfræðingar hjá Efnahagsstofnun að kalla frystihúsið því sama nafni. Ekki veit ég, hve margir töframenn voru á þeim bæ, en Stefán var áreiðan- lega einn í þeim hópi. Var hann í alla staði svo velvirkur, að haft er eftir Óskari heitnum frystihús- stjóra, að hann væri sem handlama, ef Stefáns nyti ekki við. Þegar gömlu vinnsluvélarnar fylgdu með í nýja frystihúsið, var haft á orði, að þær væru orðnar viðkvæmar, svo að þær yrðu látnar ganga til að spara fjármagnskostn- að af nýjum, meðan Stefáns nyti við, en lengur mundi það ekki geta gengið. í heimsókn í frystihúsið síð- ar urðum við hjónin vitni að því, hvað þetta gæti þýtt. Flökunarvélin tepptist, allt fór í strand og uppi varð fótur og fít: Stebbi! Orða- og fumlaust snaraðist Stefán að vél- inni, greiddi úr bendu og losaði stíflu, fór yfir stillingar og setti í gang. Afstýrt var lengri stöðvun framleiðslulínunnar og bónustjóni, öllum til mikils léttis. Summan af mörgum slíkum töfum gæti orðið æði mikið tjón, og því ekki að efa að Stefán var mjög verðmætur starfsmaður, né heldur að tuttugu og tveggja ára starfi hans í frysti- húsinu hafi fylgt mikið álag. Síðustu átján árin, frá því að Stefán lét af reglubundnu starfí, hafa sjálfsagt verið eitt fijóasta og mest gefandi tímabil ævi hans. Þá hafði hann betri tíma til að vera bömum sínum og barnabömum allt, sem hann vildi og þurfti að vera þeim, létta undir með þeim, hlaupa undir bagga, ef svo bar undir, og vera þeim félagi. Eðliskostir hans hafa fengið hvað best notið sín í þessu hlutverki, hlýja hans og hljóðlát hjálpsemi. Hinu sama áttu allir að mæta af honum. Fundum okkar Stefáns bar síðast saman á liðnu sumri. Afkomendur Sigurrósar systur hans og fjölskyld- ur þeirra komu saman tii niðjamóts í Nesjum á aldarafmæli hennar og boðuðu til þess ættingja í heimahög- unum. Stefán hafði þá ekki lengur þrek til að taka þátt í slíkri hátíð, en kom þó til minningafundar að Horni, sem nú er eyðibýli. Okkur var öllum mikil gleði að hafa hann, síðastan þeirrar kynslóðar, með okkur á þeirri minninga- og ætt- ræknistund undir dæmigerðum úr- igum hornfírskum himni. Þar mun- um við hann síðast og best, stand- andi á hlaðinu og grasi grónum tóftum útihúsanna á fæðingarstað sínum. Við blessum minningu hans og vottum Nönnu og fjölskyldunni innilega hluttekningu. Bjarni Bragi Jónsson. t Hjartkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Langholtsvegi 60, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 19. febrúar síðastliðinn. Guðmundur Magnússon, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANIMA JÓHANNESDÓTTIR, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumb- aravogi þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Jóhannes Sigmundsson, Kristjana Sigmundsdóttir, Hrafnhildur S. Jónsdóttir, Brynjólfur G. Pálsson, Sólveig Ólafsdóttir, Sigurður Sigmundsson, Sverrir Sigmundsson, Anna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og ástkær frænka, SIGRÍÐUR J. JÓHANNESDÓTTIR frá Skálholtsvik, til heimiiis á Austurbrún 2, Reykjavík, andaðist i Landspítalanum að kvöldi 19. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rannveig Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Þórdís Jóhannesdóttir og frændfólk hinnar látnu. t /l^"l Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, w % ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Kleifarstekk í Breiðdal, i *j| Laugateigi 5, . JB Reykjavík, lést á Landspítalanum 19. febrúar. M ki Nanna Emilsdóttir, Danfel Emilsson, Erna H. Þórarinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Drápuhlíð 23, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 19. febrúar síðastliðinn. Guðmundur Gíslason, Sigríður Guðmundsdóttir, Arnar Guðmundsson, Elín Fanney Guðmundsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Ólöf Svava Guðmundsdóttir, Hlöðver S. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, fyrrverandi símstjóri, lést þann 13. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þyri Jensdóttir, Auður Jensdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI STEINGRÍMSSON, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést í Landspítalanum 19. febrúar. Ása Karlsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Karl Tryggvason, María Terttu Tryggvason, Björn Tryggvason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingveldur Marfa Tryggvadóttir, Hallgrímur L. Hauksson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mtn, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGNEUA GUÐMUNDSDÓTTIR, Markholti 7, Mosfellsbæ, andaðist á elliheimilinu Grund, þann 17. febrúar. Verður jarðsungin frá Lága- fellskirkju, laugardaginn 1. mars, kl. 14. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vin- samlega látið elliheimilið Grund njóta þess. Þórður A. Jónsson, Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán M. Jónsson, Guðmundur V. Þórðarson, Maria Kristjánsdóttir, Bergþóra Þórðardóttir, Viggó Jensson, Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.