Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 41
aði þau með þessu ljúfa viðmóti,
sem mætti öllum sem áttu sam-
skipti við hana.
Mér er sérstaklega minnisstæður
einn sunnudagseftirmiðdagur nú
eftir nýárið, þegar Hulda lá á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í hinsta
sinn. Við systir mín og mágur heim-
sóttum hana, en vikan áður hafði
verið henni afar erfið og það svo
að hún hafði orð á, sem var mjög
óvenjulegt. Huldu leið svo miklu
betur þennan dag og við nutum
þess að riija upp gamla daga og
eins og alltaf komum við ríkari af
hennar fundi. Þetta var kveðju-
stundin og fyrir hana erum við
þakklát.
Kæra Hulda, hafðu þökk fyrir
allt. Nú hvílir þú í faðmi Guðs föð-
ur, sem af sínum kærleik hefur
veitt þér hvíld hjá sér.
Við Erla vottum fjölskyldu Huldu
Þórðardóttur okkar dýpstu samúð.
Ásgeir P. Ágústsson.
Okkur systur langar að minnast
hennar Huldu, elskulegrar föður-
systur okkar, í nokkrum línum. Hún
var okkur ómetanleg aðstoð á ungl-
ingsárum, þegar við fórum úr sveit-
inni, suður í skóla og vinnu. Hún
opnaði fyrir okkur heimili sitt og
gerði allt fyrir okkur. Henni var svo
eðlilegt og sjálfsagt að gefa af sér,
styðja og hvetja okkur óharðnaða
unglingana. Okkur systrum þótti
ósköp vænt um hana Huldu og með
árunum gerðum við okkur betur
grein fyrir hve dýrmæt þessi hjálp
var okkur.
Huldu var margt til lista Iagt og
það var sama hvað hún tók sér fyr-
ir hendur, allt var jafn vel gert,
sérstaklega málverkin hennar.
Hún var alltaf hlý og kát og
æðrulaus í öllum sínum erfíðleikum.
Við þökkum fyrir að hafa átt
þig að, elsku Hulda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Þórólfur, Valgerður,
Gústi, Erla og böm, Guð styrki
ykkur í sorg ykkar.
Þóra Vigdís, Sesselja Björk
og Bryndís Hulda Guð-
mundsdætur frá Miðhrauni.
Hulda, sú hjartahlýja og góða
kona, hefur nú kvatt okkur. Hún
var ávallt brosandi og í góðu skapi,
öðruvísi man ég ekki eftir henni.
Svo sporlétt var Hulda að hún gekk
aldrei, heldur hálfhljóp við fót, og
eins og títt er með þannig fólk, var
hún með eindæmum greiðvikin.
Þegar ég heimsótti þau hjónin,
Huldu og Þórólf frænda, var ávallt
tekið á móti mér með opnum faðmi
og bros á vör. Til þeirra var gott
að leita, því þau kunnu þá list að
gleðjast með manni þegar vel gekk
og hjálpa þegar hjálpar þurfti við.
Hulda var búin að beijast lengi
við krabbamein og orðin helsjúk í
lok sumars þegar móðir mín dó
eftir stutt veikindi. Nokkru eftir
að mamma dó dreymdi mig að ég
sat hjá Huldu. Bað ég hana að
skila kveðju til mömmu. „Ég skal
gera það, en ég fer ekki alveg
strax,“ svaraði hún. Síðan eru sex
mánuðir, sex mánuðir sem fáir áttu
von á að Hulda lifði, en viljastyrkur
hennar var mikill og hún var ekki
tilbúin fyrr en nú.
Sárt er fyrir elskulegan frænda
minn að sjá eftir eiginkonu og fé-
laga, og fyrir börnin þeirra að sjá
á eftir umhyggjusamri móður sem
ávallt hugsaði fyrst um hag fjöl-
skyldunnar, síðast um sjálfa sig.
Ég og fjölskylda mín sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til Þór-
ólfs, Erlu, Gústa, Valgerðar, Ellu
og annarra aðstandenda.
Guð, blessaðu minningu Huldu
Þórðardóttur.
Sigríður Hanna
Jóhannesdóttir.
HRÓAR
JÓHÖNNUSON
Á lífsleiðinni verða á veginum
margar manneskjur sem marka
misjafnlega djúp spor í sálarvitund-
ina. Ein af þeim manneskjum sem
skilja eftir sig djúp spor í minni
vitund er Hulda Þórðardóttir.
Upp í hugann koma minninga-
brot frá uppvaxtarárum í Stykkis-
hólmi. Fjölmargar heimsóknir í
Miðgarð, húsið þeirra Þórólfs við
Höfðagötuna. Þetta litla hús
fannst manni hafa svo risastórt
eldhús. Þar voru töfraðar fram
kræsingar á svipstundu. Þær voru
ófáar veislurnar sem við nafnarn-
ir sátum þar, sama hvaða tíma
dagsins sem var. Hún virtist vita
það fyrirfram þegar við urðum
svangir.
Þegar horft er til baka gerir
maður sér grein fyrir því að stærð
eldhússins markaðist af manneskj-
unni sem þar réð ríkjum. í návist
hennar fann maður hlýju, yfirveg-
un, umhyggjusemi og glaðværð.
Allt eiginleikar sem einkenndu
Huldu alla tíð. Þannig var það alls
staðar sem hún bjó síðar á lífsleið-
inni. Er stigið var inn úr dyrunum
hjá henni blöstu við skrautmunir,
sem hún hafði búið til af sinni al-
kunnu snilld. Þegar þessi kenni-
leiti voru komin fram og maður
horfði framan í brosandi andlit
hennar, var komið þetta þægilega
andrúmsloft, sem alltaf fylgdi
henni. Þessi grannvaxna kona,
sem hafði svo stóra sál tók ætíð
vel á móti manni og alltaf var stutt
í smitandi hlátur hennar. Það var
auðvelt að fá Huldu til að hlæja.
Þá er ógetið þeirra fjölmörgu
ferðalaga innanlands, sem ég fékk
að njóta með þeim hjónum. Þar
var það glaðværðin sem réð ríkj-
um. Hámarkið var síðan þegar áð
var í grasi gróinni brekku til að
losna úr rykinu, leyfa okkur krökk-
unum að hlaupa um og síðast en
ekki síst fékk Hulda sér kaffisop-
ann, en á þeim drykk hafði hún
mikið dálæti.
I því harða veikindastríði sem
hún háði undir það síðasta kom í
ljós hversu mikinn andlegan kraft
hún hafði. Löngu eftir að líkamleg-
ur styrkur var horfinn, lifði eftir
ótrúleg andleg orka, þar sem
kjarkurinn bilaði ekki. I mínum
huga vann hún þetta stríð, líkt og
hún ætlaði sér alltaf.
Blessuð sé minning Huldu Þórð-
ardóttur.
Ágúst Jóhannesson.
Elsku amma okkar. Þú ert alltaf
innblástur fyrir okkur öll. Þú hefur
alltaf vitað hvað er mikilvægast í
lífinu. Verðgildi þín í lífinu sjást á
þeirri vináttu og ást, sem þú sýnd-
ir okkur öllum.
Og amma, fjölskylda okkar
hefði ekki verið sú sama án hjálp-
ar þinnar og ástar. Okkur þykir
vænt um þig um alla framtíð.
Hulda, Halldór, Ragnar,
Þórólfur, Ágúst og
Erling Óskar, Noregi.
í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar og kórfélaga Huldu Þórðardótt-
ur. Þau hjónin Hulda og Þórólfur
gengu til liðs við okkur í Kór Átt-
hagafélags Strandamanna fyrir
nokkrum árum, en Erla dóttir
þeirra stjórnaði kórnum um árabil.
Hulda var einstaklega traustur
og virkur félagi. Ævinlega var hún
fyrsta manneskjan til að bjóða
fram krafta sína, þegar einhver
verk þurfti að vinna. Hún var list-
feng, teiknaði, málaði og saumaði.
Einnig bakaði hún einstaklega
ljúffengar kökur sem við nutum
oft góðs af. Þrátt fyrir langvar-
andi og erfið veikindi var Hulda
alltaf brosmild og ljúf í viðmóti.
Þannig minnumst við hennar og
kveðjum með hlýju og þökk fyrir
samveruna.
Kæra Erla, Þórólfur og aðrir
aðstandendur, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd kórfélaga,
Laufey Eysteinsdóttir.
+ Hróar Jóhönnuson var
fæddur í Kópavogi 20. febr-
úar 1965. Hann lést á heimili
móður sinnar í Kópavogi 5.
febrúar síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Fossvogs-
kirkju 14. febrúar.
Hvað veldur því að ungt fólk í
blóma lífsins tekur sitt eigið líf?
Hvaða réttlæti er það þegar sumir
beijast við illvígan sjúkdóm með
hugrekkinu og lífsþorstanum einum
saman þá útskrifa aðrir sig úr þessu
jarðlífi og skilja eftir sig sár sem
aldrei munu gróa? Sjálfsvíg ungs
fólks er þjóðarmein sem nú þarf að
taka föstum tökum og er þessi minn-
ingargrein lítið lóð á vogarskálarnar
til að opna umræðu um þessi mál á
opinberum vettvangi. Hróar Jó-
hönnuson, æskufélagi minn og vinur
eins lengi og ég man eftir mér, er
dáinn. Hann skilur okkur vini sína
og ættingja eftir spyrjandi spurninga
sem enginn mun geta svarað. Það
mun enginn geta sett sig í spor þess
einstaklings sem ákveður og síðan
tekur sitt eigið líf, ekki nema að
hafa reynt það sjálfur en lifað það af.
Eitt vitum við þó - að það svart-
nætti, kvöl og vonleysi, sem hijáir
+ Þorbjörg Helga Óskarsdótt-
ir fæddist í Reykjavík 18.
nóvember 1932. Hún lést á
Landspítalanum 7. febrúar síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði 18. febrúar.
Látin er kær mágkona mín, Þor-
björg Helga Óskarsdóttir, eftir
hetjulega baráttu við erfíðan sjúk-
dóm. Það mun hafa verið fyrir rúm-
um 40 árum er ungt fólk var á
skemmtun fyrir austan fjall er
Sveinn bróðir minn hitti fyrst Helgu
sína. Hún hafði tekið eftir honum
fyrir utan danshúsið og er hann
kom inn gekk hann þvert í gegnum
salinn til hennar og bauð henni í
dans. Hún mun hafa hugsað sig
aðeins um og sagði síðan já og segja
má að þar hafi þeirra dans í gegn-
um lífíð hafíst. Ér Sveinn og Helga
hófu að byggja hús sitt að Grænu-
kinn 16 hér í Hafnarfirði bjó Helga
í foreldrahúsum og vann Sveinn þá
í Rafha og tók aukavinnu þar sem
hún gafst ásamt að vinna í húsinu.
Heyrði ég það sagt að oft hafí
Svenni verið þeyttur er hann fór
með strætó til Helgu sinnar inn í
Reykjavík eftir erfíðan og langan
dag, en í þá daga voru þernur í
strætó og munu þær stundum hafa
ýtt við honum er komið var að þeirri
stoppustöð er hann var vanur að
fara úr.
Við systkinin fylgdumst vel með
en Sveinn er elstur okkar átta
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
viðkomandi einstakling veldur þvi
að ákvörðun er tekin sem endar
þessa jarðvist þrátt fyrir að engin
vissa sé fyrir því hvað taki við eftir
dauðann.
Ég hef þekkt Hróa allt mitt Iíf.
Á veturna vorum við saman nær
upp á hvern einasta dag en á sumr-
in var Hrói næstum krúnurakaður
og sendur norður í Laxárdal í sveit.
Hann var nokkuð sérlundaður
krakki og síðan unglingur og þeir,
sem þekktu hann ekki vel áttu það
oft og tíðum til að misskilja hann.
Ég hafði hins vegar gaman af þess-
um dyntum í Hróa, enda vissi ég
að hann hafði oft innri þörf fyrir
að slíta sig úr hinum ríkjandi gildum
og fara sínar eigin leiðir.
Allt það sem Hrói tók sér fyrir
hendur náði næstum fullkomnun.
Hann var dverghagur á við og
snemma lærðum við vinir hans að
þarna færi sannur listamaður. Hrói
gat nefnilega smíðað allt, skorið út
og rennt við eins og hann hefði aldr-
ei gert neitt annað. En hann hafði
önnur áhugamál og stundaði þau
af kappi.
Frá fyrstu tíð var hann hinn
mesti veiðigarpur. í Kópavoginum
var manndómur manna mældur eft-
systkina og líkaði okkur mjög vel
við Helgu frá fyrstu tíð. Ér árin
liðu og fleiri systkini flugu að heim-
an var einn liður fastur, það komu
allir heim á Garðaveg 5 á sunnudög-
um í kaffi. Var þá oft mikið fjör
er menn ræddu landsins gagn og
nauðsynjar og systkinabömin
kynntust vel. Síðar er böm systkin-
anna stækkuðu og stofnuðu sín
heimili og eignuðust böm, myndað-
ist nýr kjarni. Þá tognar á milli
systkina en slitnar ekki.
Helga bjó fyölskyldu sinni hlý-
legt, gott og fallegt heimili sem
gott var að heimsækja. Böm Sveins
og Helgu eru Lára, Björk og Dröfn
sem allar eru vel giftar og bama-
bömin átta talsins. Helgu þótti
mjög vænt um bömin sín, tengda-
syni og barnabömin. Hún var mikil
húsmóðir og mikil hagleikskona
sem kom ekki síst fram í þeim fatn-
aði er hún saumaði og pijónaði af
sérstökum myndarskap.
Sveinn og Helga áttu sinn sælu-
reit sem er sumarbústaður þeirra
ir því hversu mörg síii maður veiddi
og náði að safna í fískabúr eða það
til gerðar fötur. Þetta var vandaverk
þar sem þari var mikill og þurfti
maður því að dýfa fötunni leifturs-^.
nöggt undir þarabreiðuna og ausa
upp vatninu og vona að síli hefði
veiðst. Hrói sá fljótlega að þessi
aðferð var ómöguleg og fann upp
aðferð sem margfaldaði veiðina en
reitti jafnframt mæður okkar til
reiði. Aðferðin fólst í því að stela
hveitisigtum úr eldhúsum heimila
okkar og nota þau til að klófesta
sílin. Hrói varð umsvifalaust síla-
kóngur Kópavogs og tel ég óvíst
að met hans hafí nokkum tímann
verið slegið. Sigtin hinsvegar ryðg-
uðu í eldhússkúffunum vegna selt-
unnar í sjónum. Já, hann Hrói var **
veiðikló og skipti þá ekki máli hvern-
ig veiðar hann stundaði, hann var
jafnvígur á laxinn, silunginn, ijúp-
una og gæsina.
Eins og oft gerist þá skildu leiðir
þegar unglingsárunum sleppti. Við
hittumst sjaldan en þegar við hitt-
umst var glatt á hjalla og gamlir
tímar rifjaðir upp.
Nú hefur Hrói vinur farið til
þeirra heima sem hann trúði á og
vona ég að þar líði honum vel og
hann fínni hamingjuna. Ég mun
sakna hans mikið og bið fyrir mína
hönd og fjölskyldu minnar góðan
guð að styrkja þá sem stóðu Hróari
næst, í sorg þeirra.
Jón Kristinn Snæhólm.
uppi í Kjós og voru þau mjög sam-
hent í allri natni í gróðursetningu
og uppbyggingu. Helgu kynntist ég
sem næmri og góðri konu sem gott
var að eiga að vini. Hún sagði hik-
laust sína meiningu og ef hún varð
ósátt við mann kom hún aftur og
leitaði sátta því ekki þoldi hún að
vera ósátt. Ég tók fljótt eftir því í
fari Helgu að hún var ekki að hnýs-
ast í annarra manna mál og kunnf*~
því líka illa af öðrum. Helga bar
veikindi sín af miklu sálarþreki og
hún ætlaði að beijast og það gerði
hún. Það voru nánast þeir einir sem
næst henni stóðu sem vissu hve
veikindin voru alvarleg því aðrir sáu
hana eins og hún átti að sér, káta,
vel tilhafða og kvika í hreyfíngum.
Sveinn stóð sem klettur við hiið
Helgu sinnar og hjúkraði henni af
mikilli umhyggju og ást sem ég
dáist mikið að.
Nú er komið að kveðjustund.
Eftir stöndum við hnípin og sorg-
mædd en þakklát fyrir samfylgdina
og vináttuna. Ég og fjölskylda mín
og móðir biðjum góðan guð að
styrkja Svein, Láru, Björk, Dröfnf'*
tengdasyni, bamabörn og aldraðan
föður í söknuði og sorg, en eftir
lifir minningin góð um Þorbjörgu
Helgu Óskarsdóttur.
Gylfi Ingvarsson.
t
Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúft og hlýju
vegna andláts og útfarar systur okkar,
JÚLÍÖNU FRIÐGEIRSDÓTTUR,
sem andaftist á Sólvangi 6. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Kristveig Friftgeirsdóttir,
Sigurlaug Friftgeirsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför
sr. SIGMARS I. TORFASOIMAR.
Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks
heimahlynningar á Akureyri.
Guðri'ður Guftmundsdóttir,
Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Kristmundur M. Skarphéðinsson,
Helgi Sigurðsson,
Steingrímur Sigurjónsson,
Ásgrímur Þ. Ásgrímsson,
Björn Sverrisson,
Harpa Á. Sigfúsdóttir
Stefania Sigmarsdóttir,
Valgerftur Sigmarsdóttir,
Marta Kr. Sigmarsdóttir,
Aðalbjörg Sigmarsdóttir,
Guðmundur Sigmarsson,
og barnabörn.
ÞORBJÖRG HELGA
ÓSKARSDÓTTIR