Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 Vorvörurnar frá 'SiOMtfeK* eru komnar. Verðdæmi: Jakkar frá kr. 5.900. Buxur ffá kr. 1.690. Pils ffá kr. 2.900. Blússur ffá kr. 2.800. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: gn KERFISÞRÚUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Á annað þúsund notendur s\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun 39. útdráttur 20. febrúar 1997 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 32980 Kr. 100.000 4106 Ferðavinningar Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10366 28142 75400 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 4375 22317 27772 32647 65286 72974 17663 26882 31787 61937 69270 75921 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.Í 100 (tvc faldur 694 13082 21451 31041 42109 50833 61389 71840 1185 13401 21463 32030 42164 51324 61581 72005 1224 13496 22468 33708 42625 51781 61940 72049 1547 13498 22702 33738 42906 52372 62584 72561 2317 14136 22731 33771 43069 52541 62612 72703 2907 14571 22836 33969 43086 52784 64008 72781 3347 14964 23295 34296 43195 53113 64828 73263 4346 15148 23554 34318 43344 53421 64956 73384 6324 15149 23946 34576 43407 53934 65267 74160 6522 15810 24281 34715 43853 54561 65693 74547 7412 15877 24476 34898 44095 54652 65867 74956 8072 16063 24907 35005 44349 55227 66147 75131 9758 16085 25331 35130 44374 55322 66301 75230 9891 16564 25573 35266 44701 55426 66810 76148 10138 16751 25643 35818 44846 55499 66912 76477 10260 16859 25861 36003 45766 55740 68025 76716 10290 16872 26024 36019 45785 56381 68183 77706 10321 16947 26955 36414 45816 56486 68370 77726 10399 17871 26974 37436 46241 56980 68388 77728 10606 17904 27073 37990 46570 56988 69014 77842 10735 18027 27438 38293 46718 57283 69512 77891 10783 18474 27589 38508 46762 57864 69753 78175 10857 18571 28290 39191 47604 58908 69932 78234 11037 18830 29184 39770 47923 59099 69983 78250 11202 19060 29419 39851 48452 59473 70807 78622 11409 19510 29623 39956 48645 59514 71155 78695 11636 19918 29812 40356 48925 59518 71207 79201 11788 20601 30069 40446 49217 60423 71236 79285 11993 20907 30419 40913 49281 60460 71362 12917 21021 30997 41177 50127 60736 71646 Heimasiða á Ioterneti: Http//www.itn.is/das/ I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Rödd úr fjöldanum NÚNA þessa dagana standa yfir viðræður um kaup og kjör okkar lands- manna, og á sama tíma er tilkynna fjölmiðlar okkur að bankastjóralaun hafí hækkað um 27-52% á sex árum, um leið og verka- lýðshreyfingin er að berjast fyrir hækkun lægstu launa um 10 þúsund krónur. Þetta finnst mér fulllangt gengið og ég á varla til orð. Hvað er að gerast hér í landinu okkar? Fólk er að æsa sig upp út af ál- veri og mengun í Hval- firði. Það fyllir bíla sína og rútur af fólki og ekur til Reykjavíkur til að mót- mæla, en hvar er baráttu- andinn þegar margbrotið er á okkur í launamálum? Er þetta ekki þjóðfélags- mengun gegn okkur sem verðum að sætta okkur við lúsarlaun? Og þegar digrir pen- ingaverðir velta sér í vel- lystingum, hvers vegna gerir þjóðin ekki eitthvað í þessu og fjölmennir út á götur og torg eins og þeir gera í Albaníu, Júgó- slavíu, og fleiri löndum? Þar lætur fólkið heyra í sér, hér situr hver í sínu horni eða þingmenn rífast hver við annan á Alþingi; fólk lætur níðast á sér og lætur gott heita að ráðist sé á kjör þess og kjör ör- yrkja og aldraðra. Enginn segir neitt, stjórnin er bara látin um allt, og jafn- vel sumir ráðherrarnir segja okkur að engin fá- tækt sé í iandinu, þótt þorri fólks lifi ekki af launum sínum. Alls staðar blasir við okkur óréttlætið og okkur er sagt að nú sé komið góðæri - en hvar er góð- ærið? Ég lýsi hér með eft- ir því. Þetta er ísland í dag. Við hljótum að mega vona að við eigum betri tíma í vændum, fyrir okk- ur, börn okkar og bama- börn, og þjóðarkökunni verði nokkuð jafnt skipt á milli manna. Að bilið minnki milli ríkra og fá- tækra. Við sem búum í góðu og fallegu landi sem er með því besta í heimi þar sem allír ættu að hafa það gott. Ég vona sannar- lega að svo verði í framtíð- inni. Edda Júlíusdóttir, Furugrund 38, Akranesi. Tapað/fundið Jens-næla tapaðist JENS-næla, gull og silfur, tapaðist vestur í bæ 8. jan- úar. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 552 0784. Armband fannst ARMBAND fannst á göngustígnum í Fossvogs- kirkjugarði sunnudaginn 16. febrúar. Upplýsingar hjá Sif í síma 552 4749 eða 568 6868. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR tapaðist í námunda við Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5, eða á bíla- stæðinu fyrir utan. Hann er merktur Dídí. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma bókasafnsins, 554 1577, eða skili á bóka- safnið. Ferðataska tapaðist NÝLEG svört, meðalstór ferðataska með brúnum ólum tapaðist í flugi frá ísafirði til Reykjavíkur með íslandsflugi um há- degisbil^ mánudaginn 27. janúar. í töskunni eru sam- kvæmiskjólar. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 557 6928. Gleraugu í óskilum KVENGLERAUGU hafa verið í óskilum í sölutum- inum á Hagamel frá því 15. febrúar sl. Spurt var um gleraugum en þau voru þá ófundin. Eigandinn er því beðinn um að vitja þeirra aftur í söluturninn. Dýrahald Tomma vantar framtíðarheimili 3JA ÁRA svartan og hvít- an högna, hálfan síams, geltan og bólusettan, þrif- inn og skemmtilegan, vantar nýtt heimili vegna flutninga. Upplýsingar í síma 551 2549. Ketti vantar gott heimili TVEIR faliegir og skemmtilegir kettlingar fást gefins. (Jppl. í síma 565 3672. Á sama stað vantar eins árs gamlan kött gott heimili. Kanína þarf gott heimili SVÖRT ung, snyrtileg dvergkanína þarf að eign- ast gott heimili. Áhuga- samir dýravinir eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 561-2129. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson Staðan kom upp á stór- mótinu í Linares á Spáni sem lauk á sunnudag- inn. Lettinn Aleksei Shirov (2.690) hafði hvítt en Rússinn Vladímir Kramnik (2.740) var með svart og átti leik. Það virð- ist mjög halla á svart, sem er skiptamun undir, en hann lumaði á laglegri leið til að rétta sinn hlut: 28. - Ra3->-! 29. Kcl (Ekki 29. bxa3? - Hb8 og 29. Kal - Rc2+! kemur auðvit- að ekki neinu til leið- ar) 29. - Bf4+!! 30. gxf4 - Dxf4+ 31. Hd2 - Hd8 32. Hedl - Hxd2 33. Hxd2 og hér sættust tefl- endur á jafntefli. Svartur nær þráskák með 33. — Dfl+ 34. Hdl - Df4+. SVARTUR ieikur og heldur jafntefli. COSPER ÉG hef á tiifinningunni að hundurinn sé svangur. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI verður að segja að honum finnst til fyrirmynd- ar, þegar sjónvarpsstöðvar sýna spennuþætti, sem framhald er á dag eftir dag. Oft hefur það verið, að heil vika líði á milli útsendinga og þá vill oft verða erfitt að rifja upp söguþráðinn, þegar svo langt er um liðið. Þegar stöðvarnar sýna framhaldsþætti, sem aðeins eru í tveimur til þremur þáttum er það sjálfsögð þjónusta við áhorfand- ann að ekki líði of langt á milli þátta. XXX ÝLEGA rakst Víkveiji í tölu- blaði tímaritsins Stefnis á umfjöllun um vísitölu, sem hann hafði ekki áður heyrt um. Þetta er svokölluð frelsisvísitala, en markmið hennar er að bera saman efnahagslegt frelsi milli landa og á sama tíma að skoða þróunina innan landanna og áhrif efnahags- legs frelsis á efnahag þjóða. í rann- sókninni eru tekin fyrir 102 lönd á tuttugu ára tímabili og var til- gangurinn að vinna hlutlausan mælikvarða á efnahagslegt frelsi á milli landa, svokallaða frelsisvísi- tölu. Frelsisvísitalan byggir á þremur þáttum: Valfrelsi einstaklinganna, vemd séreignar og viðskiptafrelsi. Með greininni í Stefni er línurit yfir vísitöluna og þegar það er skoð- að er ísland í 31. sæti ásamt Bóliv- íu, Ítalíu, Jamaíku, Máritus og Sví- þjóð. Mest er frelsisvísitalan í Hong Kong, sem trónar í fyrsta sæti og fylgir Nýja-Sjáland á eftir í 2. sæti, þá Singapúr, í fjórða sæti eru Bandaríkin og hinu 5. Sviss, þá eru Bretland og Kanada í 6. sæti, ír- land í 8. og Ástralía í hinu 9. I 10. sæti er Japan, Holland í 11. og í 12. sæti eru þrjú lönd, Belgía, Þýzkaland og Malasía. Það Norður- landanna, sem hefur hæsta frelsis- vísitölu er Danmörk í 16. sæti og Noregur er í 22. sæti. Finnland er í 26. sæti. Minnst er frelsisvísitalan i ríkinu Zaír og Iran. Níkaragva, Sýrland og Alsír eru heldur ekki hátt skrif- uð í 98, 99. og 100. sæti. NOKKUR umfjöllun er um stöðu íslands. Þar segir m.a.: „ís- land er í 31. sæti á þessum frelsis- kvarða og þó svo að landið hafi hækkað mjög á umræddu 20 ára tímabili, erum við mjög neðarlega, ef miðað er við V-Evrópuríki. Af þeim ríkjum eru einungis Portúgal, Grikkland og Kýpur neðar á listan- um. Allar fullyrðingar um að beita þurfi ríkisvaldinu á Islandi til að ná sambærilegum árangri við þær bjóðir sem við viljum bera okkur saman við hljóma því hjákátlega þegar þessar niðurstöður eru skoð- aðar. Sérstaklega er athygisvert að skoða hinar nýríku þjóðir Austur- Asíu, en því hefur oft verið haldið fram að þær hafi ekki farið leið frelsis til að ná árangri. Sú er aldeil- is ekki raunin og ef t.d. Japan er skoðað, sést að þar hefur um langa hríð verið mikið efnahagslegt frelsi. Eignaraðild hins opinbera í fyrir- tækja- og fjármálakerfinu er mjög lág og frelsi til fjármagnsflutninga hefur verið til staðar mjög lengi. Ríkisafskipti af efnahagslífinu eru einfaldlega lítil."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.