Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 49 I DAG Arnað heilla JT/\ÁRA afmæli. Björn OUviðar Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, er fímmtugur í dag, föstu- daginn 21. febrúar. Hann og kona hans Jóhanna Sig- rún Þorsteinsdóttir taka á móti gestum á Fiðlaranum, 4. hæð, á afmælisdaginn milli kl. 17.30 og 19.30. BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson ÞYNGSTA þrautin í vörn- inni er oft sú að velja réttan tíma til staldra við og hugsa. Lesandinn er í vest- ur, í vörn gegn íjórum spöð- um suðurs. Suður gefur; allir á hættu. Nordur ♦ ÁD102 y Á73 ♦ D1064 4 102 Vestur ♦ 43 V 95 ♦ ÁG98 ♦ ÁG965 Vestur Nordur Austur Suður 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Þú leggur af stað með hjartaníu. Sagnhafi skoðar blindan í fáeinar sekúndur, lætur síðan lítið úr borði og drepur tíu makkers með kóng. Spilar svo strax tígli að blindum. Þú lætur lítinn tígul, tían úr blindum og kóngur frá makker. Lauf kemur til baka upp á kóng sagnhafa og ás hjá þér. Hvernig líst þér á? Þú leggst undir feld og íhugar málið, en það breyt- ir engu um niðurstöðuna úr því sem komið er. Þú hefur valið rangan tíma til að hugsa. Norður ♦ ÁD102 V Á73 ♦ D1064 ♦ 102 Vestur ♦ 43 V 95 ♦ ÁG98 ♦ ÁG965 Austur ♦ 7 V DG1082 ♦ K73 ♦ 8743 Suður ♦ KG9865 V K64 ♦ 52 ♦ KD Rétta vörnin er augljós, eftir á að hyggja - að hoppa upp með tígulás og spila hjarta. Makker getur þá tekið fjórða slag varnarinn- ar á hjarta þegar hann kemst inn á tígulkóng síðar. Þá vörn er auðvelt að finna á blaði ef spurt er; „Hvað gerirðu þegar sagnhafl spila tígli að blindum?" En við borðið er enginn sem spyr slíkra spurninga. Mesti vandinn í reynd er oft sá að vita hvenær maður er í vanda. GULLBRÚÐKAUP. Heiðurshjónin Harold og Guð- rún (Lilla) Femal, 106 Birchwood Drive, Shawano, Wisconsin 54166 í Bandaríkjunum, áttu gullbrúðkaup þann 30. nóvember 1996. Þau hafa eignast fjóra syni og átta barnabörn. Þau stofnuðu og byggðu öflugt bílabjörgunarfyrirtæki og hafa synir þeirra fjórir nú tekið við rekstri þess. Lilla og Harold heimsækja pft frændur og vini á íslandi sem einnig hafa notið gest- risni þeirra í ríkum mæli vestra. Með morgunkaffinu Ást er... . . . að gæta að þvísem þú seturá prent. TM Reg. U.S. Pat. Off — all riQhts roserved (c) 1997 Los Angeies Times Syndcaic ENGAR afsakanir, ég veit að þú ætlar bara út á leik- völl. ÞETTA er rétt hjá þér, Pétur. Ég er til í að bíða í eitt ár með að kaupa bilinn. AF hveiju má ég aldrei neitt? HÖGNIHREKKVISI STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc J FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert umburðarlyndur, tryggur og þaulhugsar áð- uren þú tekur ákvörðun. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú ert upptekinn af skatta- málum og öðru viðkomandi fjárhag. Það hefur forgang núna að gera áætlanir fyrir framtíðina svo þú ættir að ráðfæra þig við sérfræðing. Naut (20. apríl - 20. ma!) (ffö Aflaðu þér frekari upplýs- inga áður en þú heldur áfram með ákveðið verkefni. Það fer vel í persónulegum sam- skiptum ef þú sýnir skilning. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þetta er góður tími til að koma lagi á óreiðuna í kring- um þig og þú þarft að tjá þig, sérstaklega hvað sam- eiginlegan fjárhag varðar. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þér líður betur og finnur fyrir meira öryggi en áður. Sameiginleg fjármál ganga vel upp núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú getur verið beittur til orðs og æðis ef þú þú vilt það við hafa. Hugsaðu áður en þú talar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það gæti komið sér vel í framtíðinni ef þú eignaðist erlendan pennavin og þjálf- aðir tungumálakunnáttuna. Vog (23. sept. - 22. október) Bíllinn þinn þarf á viðgerð að halda, en gerðu ekkert vanhugsað. Þú eignast nýja vini í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Rjfe Þú ert örlátur og hlýr og hefur góð áhrif á fólk. Þetta er góður tími til viðskipta. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) áU Þú finnur þér nýjan farveg til að sinna áhugamálum þín- um og ættir að sýna nýjum félögum drengskap. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú ert tilbúinn til að vinna hörðum höndum til að ná því markmiði þínu að vera sjálf- stæðari í vinnunni. RAÐSTEFNA Sunnudaginn 23. febrúar Ráðstefna um málefni miðborgar Reykjavíkur og stofnun nýrra heildarsamtaka hagsmunaaðila he6bou hefct t/pp úrh^l && haJp, éuær ífarsiijnngcu'-f' Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert eirðarlaus og þarft meira næði. Þó þú hafir þörf fyrir að fara einförum ertu félagslyndur að eðlisfari. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hittir spennandi, hæfi- leikaríkt fólk sem hefur upp- örvandi áhrif þig hvað nám varðar og eða rannsóknir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ■ D A G S K R A Kl. 11:00-12:30 Fjallað um skipulags-, samgöngu-, samkeppnis-, markaðs-, bíiastœða-, og umferðarmál. Kl. 12:30-13:30 Umrœðuhópar og hádegishlaðborð Kl. 13:30-13:45 Niðurstöður umrœðuhópa. Kl. 13:45-15:00 Stofnfundur Miðborgarsamtakanna. Sljórn nýrra miðborgarsamtaka verður skipuð fulltrúum frá Samtökum um Laugaveg, Miðbæjarfélaginu, Skólavörðustíg, Hverfisgötu og hliðargötum. Laugavegssamtökin og Miðbæjarfélagið munu starfa áfram sem sjálfstæðar deildir innan nýju samtakanna. Skráning í síma 551 1440 HÓTELBORG Radstefnugjald er kr. 1500,- og innifalid er hádegisverdar- hladbord Hótel Borgar. Stofn- fundur Midborgarsamtakanna | kl. 13:45 er opin öllum. RANNÍS Mun ný samskiptatækni breyta viðskiptaháttum í sjávarútvegi? Fundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna og Rannsóknarráðs íslands, föstudaginn 21. febrúar kl. 16.00 í Borgartúni 6. Uppboðsmarkaöir á vörum (commodity exchange) hafa lengi verið hornsteinn viðskipta með málma og ýmsar nýlenduvörur, eins og kaffi, kakó og te. Með tilkomu almennrar tölvunotkunar og internetsins er þessi viðskiptamáti að færast inn á ný svið, eins og kjöt og grænmetisviðskipti, þar sem geymslutími vöru er skemmri og gæðamat ekki einhlítt. Með raf- eindavæddum vörumörkuðum ná miklu fleiri kaup- endur og seljendur saman, markaðurinn verður gagn- sær, sveiflur á mörkuðum jafnast, viðskipti verða hraðari og milliliðir færri. Ný vídd færist inn í við- skiptín, m.a. framvirk sala á fiskafurðum. Mun þessi viðskiptatækni ryðja sér til rúms í fiskviðskiptum? DAGSKRÁ Setning fundar. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvst. Rannsóknarráðs íslands. INFOMAR-ESB verkefnið um rafræn viðskipti. Susan Holmes, verkefnastjóri INFOMAR, fráVega Group Plc í Bretlandi. Uppbygging alþjóðlegs rafræns viðskiptakerfis með fisk. Luc Schelfhout, framkvæmdastjóri SCS í Belgíu, sýnir viðskiptakerfi fyrir grænmeti og ræðir almennt um sérstöðu fiskafurða. SCS á stærsta hlutdeild í rafrænum uppboðsmörkuðum fyrir sjávarútveg í Evrópu. Miðlun á fiskikörum (karabankar) og skilgreining gæða í viðskiptum með ferskan fisk. Fulltrúar frá íslandsmarkaði, Reiknistofu fiskmarkaðanna og Umboðsmiðlunar. íslensk þátttaka í INFOMAR. Gylfi Aðalsteinsson, framkvst. Marstar ehf. Umræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.