Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 56

Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP - SJÓNVARP STEFANÍ A Anna Árnadóttir horfir á Leiðarljós ásamt þremur börnum sinum. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Loforðið (Keeping the Promise) k ir'h Ráðgátur: Tunguska (The X-files: Tunguska) + +'/2 Vopnahléið (NothingPersonal) ir-k-kxh Undur ídjúpum (Magic in the Water) k k Lokadansinn (Last Dance) k ‘L Nótt hvirfilvindanna (The Night ofthe Twisters) k k Auga fyrir auga (Eye foran Eye) k'h Mér hlýtur að finnast þetta gaman ÁRIÐ 1930 hóf göngu sína fram- haldsútvarpsþáttur í Bandaríkjun- um. Hann varð að sjónvarpsseríu árið 1952 og hefur síðan haldið velli allt til dagsins í dag sem vin- sælasta sjónvarpsefnið af sinni tegund þar vestra. Þáttaröðin sem hér um ræðir er Leiðarljós, sem er á dagskrá ríkissjónvarpsins á hveijum virkum degi frá kl. 16.45- 17.30, en í dag verður sýndur þátt- ur númer 585 í þáttaröðinni. Lífið heldur áfram „Ég er að reyna að láta þetta ekki stjórna lífí mínu,“ segir Stef- anía Anna Árnadóttir húsmóðir í Vesturbænum, en hún ásamt ellefu ára dóttur sinni, Hlín, er einn af mörgum aðdáendum þáttanna. „Eiginlega veit ég ekki af hveiju ég horfi alltaf á þetta. Mér hlýtur að finnast þetta gaman og svo er þetta svo skemmtilega illa leikið. Ég vil þó ekki enda eins og marg- ir sem ekki má yrða á þegar þátt- urinn er í gangi. Lífið heldur því áfram þótt ég missi af einum þætti, en ég reyni þó eftir fremsta megni að taka upp þátt ef ég sé fram á að missa af honum. I raun held ég að aðalástæðan fyrir því að ég horfi alltaf á Leið- arljós sé að ég er með fimm börn og kemst því ekki í bíó og horfi á sjónvarpið í staðinn," sagði Stefan- ía. Erfitt að hætta Hlín horfir gjaman á Leiðarljós með mömmu sinni, eða þá að hún hringir og lætur hana taka þáttinn upp ef hún er úti með vinkonum sínum. „Ég fór einu sinni óvart að horfa á þáttinn með stóra systur minni og fannst hann ágætur. Þætt- irnir eru frekar spennandi og það er svo erfítt að hætta að horfa því það gerist alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Núna er ég miklu meira inni í sögunni heldur en systir mín,“ sagði Hlín og bætti við að yngri systir hennar, sem er tveggja ára, væri farin að fylgjast með þáttun- um líka. „Hún kann upphafslagið utan að og syngur það oft.“ Anna Hinriksdóttir er einn af fimm þýðendum þáttaraðarinnar. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi aldrei á nema þann fimmta hvera þátt sem ég þýði og það kemur sjaldan að sök.“ Anna sagði að það væru nokkrir þættir sem stuðluðu einkum að því að fólk ánetjist sápuóperum. „Fyrst og fremst er þetta efni sem höfðar til fólks sem hefur ekki mikið við tíma sinn að gera og vantar jafnvel félagsskap. Efnið er einfalt og fjallað er um mann- legar tilfinningar sem við öll þekkjum og getum fundið okkur samsvörun í, ást, afbrýði og allt sem því fylgir. Algengast er að fólk fer að horfa og byijar jafnvel að þykja vænt um persónurnar og langar til að vita hvernig þeim muni reiða af.“ Hún sagði að sagan byggðist í stórum dráttum á fjölskyldum sem giftast stöðugt innbyrðis, skilja og eiga börn saman. í þáttunum er farið eftir öllum grundvallarregl- HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Afkomandi Sturlunga LJÓSHÆRÐUR og drengjalegur og fullur áhuga á gamla landinu kom Sturla Gunnarsson sem gestur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrir nokkrum árum og hafði meðferðis fyrstu leiknu bíómyndina sína í fullri lengd. Hún heitir Diplo- matic Immunity og er ekki fullkomin en forvitni- leg skoðun á tilfinningalegri og siðferðilegri togstreitu í viðbrögðum fólks á flóknu hættu- svæði. Þessi vestur-íslenski kvikmyndagerðar- maður fékk ýmsar viðurkenningar fyrir þá mynd og áður hafði hann verið útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina After the Axe og fengið verðlaun fyrir aðra slíka, Final Offer. Hér heima vakti nafn hans fyrst athygli fyrir leikstjórn á sjónvarpsþáttum í syrp- um sem kenndar eru við Alfred Hitchcock og The Twilight Zone. Núna á laugardaginn sýnir Stöð 3 glænýja mynd sem bendir til að Sturla Gunnarsson sé enn í uppsveiflu, sakamálamynd- ina Kviðdómurinn, sem hann gerir með nafnkunnum Hollywood-leikurum eins og Keily McGillis, Lauren Hutton og Christopher Plummer. Hver veit nema sá draumur hans rætist, sem hann lýsti þegar hann dvaldist hér, að gera sakamálamynd á íslandi? Föstudagur Sjónvarpið ►23.05 Snillingamir Walter Matthau og George Burns fóru á kostum í Gleðigjöfunum eðaThe Sunshine Boys (1975) eftir leikriti Neils Simon um tvo önuga gamla grín- ista sem koma saman á ný, rétt eins Bessi Bjamason og Ámi Tryggvason gerðu í uppfærslu Borgarieikhússins. I sjónvarpsmyndinni Sólskinsdreng- irnir (The Sunshine Boys, 1995) e r reynt að nýju og er mér ókunnugt um árangurinn en Woody Allen og Peter Falk virðast fullungir í aðalhlutverkin, a.m.k. ápappímum. Leikstjóri erJohn Erman. Stöð 2 ► 13.00 og 0.10 Barbra Strei- sand hefur þörf fyrir að framleiða myndir til að geta valið hlutverk fyrir sjálfa sig. Söngvadramað Stjarna er fædd (A StarlsBorn, I976)erönnur endurgerð gamallar myndar frá 1936 um togstreitu í samskiptum músíkals pars - óþekktu söngkonunnar sem Streisand leikur og rokkstjörnu á fal- landa fæti sem Kris Kristofferson leik- ur. Þetta er heldur þvingaður rómans eins og myndin í heild. Leikstjórinn Frank Pierson á þónokkra spretti. ★ ★ Stöð 2 ►20.55 Dusilmenni (Blank- man, 1994)er bandarísk dellugaman- mynd með Damon Wayans í hlutverki glæponaskelfis. Ekki fyndnari en skatt- skráin. Leikstjóri Michael Binder. ★ Stöð 2 ^22 .35 Par sem flytur inn í draugahús er draugur sem gengur aftur og aftur í kvikmyndum. Kapal- myndin Draugagangur (TheHaunt- ing ofSea Cliff Inn, 1994) er slíkur draugur og Martin og Potter kvarta yfir því að sagan sé ekki mikið flókn- ari en það. Leikurinn þykir þeim bæri- legur - hjá Aliy Sheedy, William Moses, Louise Fletcher o.fl. Leikstjóri er Walter Klenhard. Þau gefa ★ ★ 'h (af fimm mögulegum). Stöð 3 ^21.05, 22.35 og 0.05 Sem oft áður reka myndir Stöðvar 3 bæði mig og handbækurnar á gat - kreppu- sagan Smælingjar (The LongRoad Home, 1991) með Mark Harmon, framhjáhaldsdramað Dýrkeyptur un- aður (Her Costly Affair, 1996) og gamansama spennumyndin Á flótta (Love on the Run). Sýn ^21.00 Hefndarför (The Brava- dos, 1958) er vel frambærilegur vestri með Gregory Peck í hlutverki stór- bónda á slóð fjögurra morðingja eigin- konu sinnar. Leikstjóri er Henry King. ★ ★'/2 Sýn ►23.25 Frú Hugh Grant Eliza- beth Hurley gerir engar rósir í sér- kennilegri og dálítið ruglingslegri breskri hrollvekju Ógnir í Bedlam (Beyond Bedlam, 1993), þar sem hún leikur geðlækni í hættulegri tilrauna- starfsemi. Nokkuð hugvitssamleg í útliti en leikstjórinn Vadim Jean náði betri tökum á fyrstu mynd sinni Leon the Pig Farmer og þeirri nýjustu Clockwork Mice. ★ ★ um sápuóperufræða að hennar sögn og því er Leiðarljós mjög dæmigerð sápa. „Þar sem þetta er dagleg sápa, er þetta vissulega mjög hráunnið, og skemmmtilegt, til dæmis þegar þeir leyfa sér að skipta um leikara í hlutverkunum eins og ekkert sé.“ Ekkert að óttast Þegar haft var samband við Guðmund Inga Kristjánsson í inn- kaupa- og markaðsdeild Sjón- varpsins sagði hann efnið njóta vinsælda miðað við tímann sem það er sýnt á. „Leiðarljós hefur um 5-7% áhorf sem þykir bara virki- lega fínt á þessum tíma dags,“ segir Guðmundur. „Þótt þetta sé ekki vinsælasta efnið á dagskránni þá rauðglóa, og jafnvel springa, allar simalínur ef þáttur fellur nið- ur vegna annarra dagskrárliða. Sjónvarpið hefur því ekki nein áform um það að hætta útsending- um á Leiðarljósi í náinni framtíð og því er ekkert að óttast hjá aðdá- endum þáttanna." Innrásardagurinn (IndependenceDay) kkk Hr. Hörmung (Mr. Wrong) k k'h Steinakast (Sticks and Stones) k'h Kazaam Kazaam k í blíðu og stríðu (Faithful k k'h Billy slær í gegn (Billy’s Holiday) k k Jane Eyre (Jane Eyre) k k Ed (Ed) 'h Dauði og djöfull (Diaholique) k Barnsgrátur (The Crying Child) k Fortíðin spinnur vef I sérflokki þessa helgina er sýning Sjónvarpsins á Fortíðar- vanda (Out of the Past, 1947, sunnudagur ►15.00). Látið ekki hinn leiðinlega íslenska titil hafa áhrif á ykkur því hér er á ferð eitthvert skýrasta og besta dæmið um þá tegund sakamálamynda sem kölluð er „film noir“ og var upp á sitt besta á 5. og 6. áratugnum í Bandaríkjun- um. Hugtakið er búið til af frönskum gagnrýnendum yfir lymskulegar, skuggalegar og oft sálfræðilegar spennumyndir um karla og konur sem flækjast í glæpavef sem einatt er ofinn af þeim sjálfum en samt er eins og þær eigi ekkert val. Persón- umar em reknar áfram af frumstæð- um hvötum, græðgi og losta, og eitar uppi af draugum fortíðar sinnar. Munurinn á þeim góðu og vondu er yfírleitt ekki skýr í þessum myndum. Tónninn er kaldhæðinn, myndatakan í svarthvítum andstæðum og and- rúmsloftið mettað forlagahyggju. í Fortíðarvanda leikur Robert Mitchum einkaspæjara sem verður ástfanginn af viðsjárverðri konu (Jane Greer) sem hann á að finna fyrir jafn viðsjárverðan viðskiptavin (Kirk Douglas) og flækir sig þannig í morð og svik á svik ofan. Endur- gerðin Against All Odds (1984) stendur þessari sígildu mynd Jacques Tourneur leikstjóra, sem er dyggilega studdur af afbragðs handriti og myndatöku, langt að baki. Þökk sé Sjónvarpinu fyrir eftirmiðdagssýning- arnar á sunnudögum á gömlum perlum á borð við þessa. Þær eru afar kærkomnar og mega ekki niður faila. ★ ★ ★ ★ Örlagadísin - Jane Greer í Out of the Past. Laugardagur Sjónvarpið ^21.40 Úrvalslið - eins og handritshöfundurinn Neil Simon og leikstjórinn Mike Nichols - stendur að Herbúðalífi (Biloxi Blues, 1988), gamansamri endurminningu Simons frá herþjónustu sem er framhald Brig- hton Beach Memories. Matthew Brod- erick er prýðilegur að vanda í aðalhlut- verkinu og Christopher Walken rakin skepna sem liðþjálfinn. Einstök atriði eru kostuleg þótt heildin sé veikari en þau. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►23.30 Ástralska spennumyndin Gamlarglæður (The Asian Connection: Old Flames, 1995) er önnur í syrpu sem hófst sæmilega. John Waters leikur einkaspæjarann John Stamford að rannsaka lát kvik- myndaleikara. Stöð 2 ►15.00 Þrjúbíóið að þessu sinni heitir Litlu risaeðlurnar (Pre- hysteria, 1994) og segir frá strák sem eignast óvenjuleg gæludýr - fimm risaeðluunga. Maltin segir myndina fína afþreyingu fyrir krakka á öllum aldri þrátt fyrir flatneskjulegt handrit og leikstjórn feðganna Alberts og Charles Band. Maltin gefur ★ ★ 'h en Martin og Potter eru hrifnari og gefa ★ ★ ★ ★ (af fimm). Stöð 2 ^21.15 Riddaramennskuróm- ansinn Fremstur riddara (First Knight, 1995) er á svipuðum sögumið- um og Excalibur Johns Boorman sem Sjónvarpið sýndi nýlega en stendur henni töiuvert að baki. Richard Gere er hálfhallærislegur sem Lanselot riddari, Sean Connery vörpulegur að vanda sem Artúr konungur en Julia Ormond heillandi í hlutverki Guine-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.