Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 13 LANDIÐ Ferming '971* Strákan "... Jakki 9.900 Buxur 4.900 Vesti 3.900 Skyrta 2.900 Bindi 1.900 Hátíðarfatnaður: (vesti og buxur) 10.900 Skyrta m. klút 4.900 Næla 1.500 ...ótelpur Kjólar, velúr, stuttir með kínakraga 6.900 Litir: Blátt. vínrautt. grænt. svart. Kjólar síðir með kínakraga 8.900 Litir: Blátt, vinrautt, grænt, svart. Buxur 4.900 Krossar 1.500 Skór 3.500/3.900 ■ - nýjar vðrur dagiega. FRÍAR BREYTINGAR Á FERMINGARFATNAÐI Laugavegi, sími 5111717. Kringlunni, s. 568 9017 Tafir á snjó- mokstri vegna óhapps Búðardal - Snemma á mánudags- morgun urðu tafir á snjómokstri vegna óhapps sem varð við sýslu- mörk Dalasýslu og Snæfellsness á Skógarströnd. Þórarinn Steingrímsson var að ryðja snjó á snjómokstursbíl og kom að þykkum skafli við rista- hlið. Hann hífði tönnina upp en snjórinn var of þykkur og olli því að plógurinn rakst í ristarnar og bíllinn lenti upp á tönninni. Framr- úðan mölbrotnaði og ökumaðurinn lenti með brjóstkassann á stýrið. Hann er með verk fyrir brjósti en er að öðru leyti ómeiddur. Bíllinn er ótrúlega lítið skemmd- ur og mun að öllum líkindum vera kominn í lag á miðvikudag. Hins vegar er óvíst með tönnina sem er illa farin. Að sögn Þórarins verða ekki frekari tafir á snjóm- okstri því verktakafyrirtæki hans Stórtak er með aðra tönn til taks. Morgunblaðið/Sig. Fannar. BÖRNIN á Selfossi vita hvar þau eiga að henda pappírnum. „Flótta- fólkið“ eins og samhent Góð reynsla af pappírssöfnun fjölskylda Á HÓTEL Læk á Siglufirði voru 32 í gistingu og 55-60 manns í fæði þá daga sem hús voru rýmd á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Þeir sem héldu til á gistiheimilinu Hvanneyri borðuðu á Hótel Læk. Hjónin Sóley Erlendsdóttir og Birgir Hauksson eiga og reka hótelið og aðspurð um þreytu eftir þessa gestkvæmu helgi hlógu þau við og sögðu að ekki væri um neina þreytu að ræða því að „flóttafólkið" hefði verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Að sögn Birgis var danssalur Hótelsins nýttur sem leikherbergi og var elsta kynslóðin dugleg að hafa ofan fyrir þeim yngri með sög- um og ýmsum uppákomum. „Yndislegt vetrarorlof" Þær Lilja Ástvaldsdóttir og Ásdís Magnúsdóttir sem dvöldu ásamt fjölskyldum sín- um á Hótelinu í þrjá sólar- hringa sögðu dvölina líkasta yndislegu vetrarorlofi. Allir hefðu lagst á eitt með að gera Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir DANSSALUR hótelsins var nýttur sem leikherbergi og gólfið var kjörinn staður til að byggja úr kubbum og til annarra leikja. dvölina sem notalegasta og mikið hefði verið gert fyrir börnin svo þau hefðu sem bet- ur fer ekki áttað sig á hætt- unni sem ríkt hefur undanfar- ið, en talsverður uggur hefur verið í fullorðna fólkinu og það hefur að sjálfsögðu rætt málin sín á milli en jafnframt reynt eftir fremsta megni að halda börnunum utan við þá um- ræðu. Selfossi - Söfnun á dagblaða- og tímaritapappír í helstu þéttbýlis- kjörnum á Suðurlandi hófst í maí á síðasta ári. Reynslan af söfnun- inni hefur lofað mjög góðu og hefur verulegt magr. af pappír safnast eða u.þ.b. 62 tonn. Það gera að meðaltali 9 tonn á mán- uði. Skiptingin á milli sveitarfélag- anna er áhugaverð og virðast Eyrbekkingar og Selfyssingar standa sig best í skilum á pappír í sérstaka söfnunarkassa. Meðal- tal pappírs á hvern íbúa á Eyrar- bakka er 7,24 kíló og 8,21 kg á hvern íbúa á Selfossi. Önnur sveitarfélög standa þessum tveimur nokkuð að baki en árang- ur þeirra er engu að síður góður og betri en á höfuðborgarsvæð- inu. Kann það að vera vegna sér- takra söfnunarkassa sem Sunn- lendingar hafa getað nálgast í og við verslanir á Suðurlandi. Nú er í undirbúningi söfnun á pappírsfernum af mjólkurafurð- um í samvinnu MBF og Gáma- þjónustunnar. Greinilegt er að Sunnlendingar eru vel meðvitaðir um mikilvægi endurvinnslu á pappír og vonast Sorpstöð Suður- lands eftir góðu samstarfi við þá í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.