Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 19 HEITÐ á nýjustu ljóðabók Martins Enckells (f. 1954) er langt: dár kárleken ár en dunkel och förödande företeelse (útg. Schildts 1996). Enckell er skáld íhygli og ljóð hans eru ekki talin sérstaklega fínnsk. Hann er sagður sækja áhrif og jafnvel yrkisefni til Asíu, enda hefur hann ferðast mikið um heiminn og dvalist á stöðum sem fáir Norður- álfumenn hafa litið. Eg nefni þetta við hann þar sem við sitjum á Kappelis Café við Södra Esplanden í Helsingfors þungbúinn febrúardag. Hann segir ástæðuna vera að lesandinn sé sjaldan staddur í finnsku umhverfi í ljóðum sínum, fremur þó evrópsku en asísku. Ein ljóðabóka hans nefnist Pravda-Love, önnur Hibakuhsa Go Go og þriðja Kali. Félag lifandi skálda Enckell er ekki ósáttur við hlut ljóða í fínnsku samfélagi. Ljóðabækur seljast að vísu ekki mikið, en áhuginn er töluverður. Hann nefnir að ljóða- dagskrár séu vel sóttar. Þessa „endur- reisn“ megi ekki síst þakka starfi Félags lifandi skálda, en þar hafi ung skáld verið athafnasöm undir forystu Jyrki Kiiskinens, skáldin hafi náð árangri með tímariti sínu og kynning- um af ýmsu tagi. Listahátíðin í Hels- ingfors býður nú upp á dagskrár með ljóðaflutningi. Ljóðabókinni með langa heitið var vel tekið. Ein ljóðabóka Enckells, Kali (1993) kom út í Rússlandi í fyrra og fékk viðurkenningu þar sem besta þýdda ljóðabók ársins. Lárus Már Bjömsson birti úrval ljóða Enckells í þýðingasafni sínu, Veraldir (1993), en í sameiningu stóðu þeir Martin Enckell og Lárus Már að viðamikilli kynningu íslenskrar samtímaljóðlistar í tímaritinu Horisont (1994) sem gef- ið er út í Vasa. Enckell hefur unnið með rússnesk- um skáldum í Pétursborg og stuðlað að fínnsk-rússneskum tengslum í bók- menntum. Vandkvæðin era aftur á móti töluverð að sögn hans. Til dæm- is virðast flest bréf týnast á leiðinni til Pétursborgar eða þaðan til Finn- lands. Það er mikill hugur í Rússum en peninga skortir. Ljóð fínnskumælandi skálda era í sókn þótt enn þekki heimurinn best skáldskap Finnlandssvía eins og Edith Södergrans, Elmer Diktonius, Rabbe Enckells, Gunnars Björlings (vegur hans fer sífellt vaxandi, einkum í Svíþjóð), Solveigar von Schoultz og Bo Carpelans. Frönsk nýheimspeki er mikið rædd meðal fínnskra_ menntamanna og hef- ur sín áhrif. í stað Bob Dylans og Rolling Stones hafa „poppstjömur" dagsins orðið skáld eins og Rainer Maria Rilke og Paul Celan. Engu að síður hefur gætt andstöðu gegn lærð- um skáldskap, hann sagður of inn- hverfur þannig að nýir lesendur nái ekki tökum á honum. Martin Enekell bendir á að mikið sé þýtt á finnsku og nefnir dæmi um merkar þýðingar úr Austurlandamál- um. í fyrra hélt Martin Enckell mál- verkasýningu sem einnig var ljóða- sýning. Þar kynnti hann nýju ljóða- bókina og einnig þýðingu sína á Evr- ópsku dauðabókinni eftir J.K. Ihalain- Dauðinn er áberandi yrkisefni nýju bókarinnar og getur hún stundum minnt á „býsönsk ljóð“ sænska skáldsins Gunnars Ekelöfs, en á furst- SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI 147 PRONTO 154PREST0 316 RENOVO DPTIRDC Gólflagnír IDNAÐARGÓLF Smiöjuvegur 72,200 Kópavogur Símar: 5641740, 892 4170, Fax: 5541769 LISTIR Milli Sinkíang ogTíbet Martin Enckell yrkir sjaldan um Finnland. Indland, Kína og Tíbet og fleiri fjarlæg lönd eru honum ágengari yrkisefni. Jóhann Hjálmarsson fékk þá skýringu hjá skáldinu að ljóðin stæðu þó nær evrópskum hugsunar- hætti og heimspeki en menn vildu viðurkenna. Morgunblaðið/Jóhann Hjilmarsson MARTIN Enckell er sagður yrkja meira um Indland og Tíbet en heimaborg sína, Helsingfors. ana af Emgión er minnst í bókinni. Dauðaþrá og dulúð einkenna þessi ljóð og líka sefjandi hrynjandi og klassískt yfirbragð: sótti heim í draumi K’unlun, fjallgarðinn myrka milli Sinkiang og Tíbet sótti heim móður vora, sótti heim þann sem var sveipaður tunglskini, sótti heim dýrasta svarið, sótti heim illskeytta véfrétt, sótti heim hexagram sem bað i auðmýkt: Lát þér blæða út Nokkurrar tortryggni gætti í garð Martins Enckells fyrir fáeinum árum, einkum vegna yrkisefna hans. Þær raddir eru nú þagnaðar. Fleiri og fleiri líta á hann sem eitt helsta skáld sinnar kynslóðar. r loriaa St. Petersburg Bcach sólarhöfuðborg Flugleióa í ár í brottför 27. mal og 3. júní Verð aðeins 33.885 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára) í 6 nætur í íbúð með 1 svefnherb. á Bcst Westem Sirata. Verð aðeins w.nOkr á mann m.v. 2 fuliorðna í 6 nætur í stúdfóíbúð á BestWestemSirata. Verð á túnabilinu 27. maí til 1. september (að undanskiidum tilboðsferðum 27. maí og 3. júní): Sólarheimur í Barcelona frá 30. maí til 26. september 43.920 tr á mann m.v. 2 fullorðna i tvíbýli í 7 nætur á Hotel Calabria (morgunv. ekki innifalinn). 35.435, wmmm á mann m.v. 2 fulloröna og 2 böm (2-11 ára) í 7 nætur í íbúð m. 1 svefnherb. á Apt. Hotel Ciladines. ' Innifalið: flug, flugvaliarskattar, gisting og íslensk fararstjóm. ^ólarparadísjXostaBrava^^^J Fanals í Lloret de Mar Tímabilið 30.maí - 24. júlí og 15. ágúst- 26. sept. 35.835 39.885 á mann rn.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) í 7 nætur í íbúð með 2 svefnherb. á Alva Park. (46.435kr. f 14nætur.) Tímabilið 2S. júlí til 14. ágúst. á tnann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) f 6 nætur í íbúð rneð 1 svefnherb. á Best Westem Sirata. 40.435 57270 Nýir og glæsilcgir ferðabæklingar Flugleiða, Út í heirn, vor og sumar 9 7, og Flug og bíll 97, liggja framnú á söluskrifstofunum og á ferðaskrifstofum. Wimm á mann m.v. 2 fuliorðna í 6 nætur í stúdíöfbúö á Best Westem Sirata. ' ’ Innifalið: ílng, ílugvallarskattar, gisting, íslcnsk fararstjóm og mtuferðir til og frá ílugveili erlendis. Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn, ferðaskrifstofumar eðasímsöludeild Flugleiðaísfma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. ki. 8 -16.) Vefur Flugleiða á intemetinu: www.icelandair.is Netfang iyrir almennar upplýsingar: info@iceiandair.is á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2 -11 ára) í 7 nætur £ íbúð með 2 svefnherb. á Alva Park. (55.635 kr. í 14 nætur.) Tossa Tímabilið 30.maí -12. jtiní og 19. sept - 26. sept. 41.420 á mann m.v. 2 fuliorðnaT 7 nætur ístúdíóíbúð (Tossa Park. (52.520 kr. i 14 nætur). Tlmabilió 13. júní til 10. júlí og 22. ágúst til 18. sept. 46.020 á mann m.v. 2 fulloröna í 7 nætur í íbúð íslúdíóíbúö áTossa Park. (61.720 kr. í 14 nætur). ’ Innifaiið: flug, flugvallarsKattar, gisting, fslensk fararstjórn og rútuferðir til og frá flugvelii crlendis. NÝJUNGt Greiða má alla uppliæðina með raðgreiðslu. Raðgrciðslur EURO ogVISAtíl 24 mán. Hvcr greiðsla þó að láginarki kr. 2,500- FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.