Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 35 BRANDÍS KRISTBERGSDÓTTIR + Brandís Krist- bergsdóttir fæddist í Reykja- vík, 12. október 1987. Hún lést 17. febrúar síðastliðinn á barnadeild Hringsins. Foreldr- ar hennar eru Ing- iríður Brandís Þór- hallsdóttir, f. 12.9. 1956, og Kristberg Óskarsson, f. 14.2. 1957. Systur Brandísar eru Harpa Stefánsdótt- ir, f. 16.5. 1983, og Bergþóra Kristbergsdóttir, f. 3.9. 1992. Móðurforeldrar Brandísar eru Guðríður Jóels- dóttir, f. 11.11. 1928, og Þór- hallur B. Ólafsson, f. 13.11. 1926. Föðurforeldrar Brandís- ar eru Jóhanna M. Þorgeirs- dóttir, f. 7.9. 1926, og Öskar Sumarliðason, f. 25.6. 1920, d. 1.6. 1971. Útför Brandísar fer fram frá Áskirhju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. „Brandís dó í morgun.“ Mér finnst ég enn heyra rödd dóttur minnar þegar hún hringdi í mig síðastliðinn mánudag. Fyrir réttum fimm árum greind- ist Brandís með hvítblæði. Hún var lögð inn á barnadeild Hringsins og allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að hjálpa henni. Það skipt- ust á skin og skúrir í lífi hennar. Brandís sýndi mikið þrek og dugnað og aldrei kvartaði hún þótt hún lægi vikum saman í rúminu. For- eldrar hennar voru hjá henni til skiptis og viku aldrei frá henni. Eg á ljúfar minningar um Bran- dísi, hún var skemmtilegt bam, skynsöm og mjög þroskuð. Hún var mjög handlagin, dugleg að teikna og mála; allt föndur lék í höndum hennar. Það má segja að hún hafi sjaldan verið iðjulaus. Nú er Brandís farin yfir móðuna mikiu. Ég hef þá trú að henni líði vel og að hún sé í birtu og yl. Minningarnar sem hún skilur eftir í hjörtum okkar munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Inga, Kiddi, Harpa og Bergþóra, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Brandís mín, ég þakka þér fyrir allar Ijúf stundimar sem við áttum saman. Sofðu, litla sólskins- bamið mitt. Svífðu inn í drauma- landið þitt. Amma Guðríður. Brandís frænka okkar er látin aðeins níu ára gömul. Við finnum til djúprar sorgar og samúðar með foreldmm Brandísar, þeim Ingu og Kidda, og Hörpu og Bergþóm systr- um hennar. Ekkert fær snortið mann meir en lát fallegs og yndis- legs bams sem á svo margt éftir að upplifa. Brandís greindist með hvítblæði fyrir 5 áram þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul. Var það hennar nánustu mikil skelfingarfregn því um illvígan sjúkdóm var að ræða. í hönd fór erfið meðferð en batinn var þó það góður að árið eftir gat hún hafið skólagöngu með jafnöldr- um sínum í Langholtsskóla og átti þijú góð og eðliieg ár. Vom flestir orðnir vongóðir um að unnist hefði á sjúkdómnum en síðastliðið sumar tók hann sig upp að nýju sýnu verri en áður. Eftir mergskipti í Svíþjóð í haust kviknuðu vonir um bata að nýju, en fyrir stuttu dofnuðu þær vonir og kvaddi ástkær frænka okkar þennan heim og fór á vit þeirra heimkynna þar sem við mun- um öll hittast seinna. Við minnumst æðmleysis hennar, hins góða skaps og ljúfa bross sem hún var svo óspör á. Komst enginn hjá því að fyllast mikilli væntumþykju og aðdáun í hennar garð. Snemma kom í ljós að Brandís var hand- lagin og listfeng, eins og foreldrarnir, og hafði gaman af að dunda sér við ýmiss konar föndur. Vegna þessa hæfileika undi hún sér oft ótrúlega vel þegar hún var rúmföst og gat ekki leikið sér eins og önnur börn. Sameiginlegur áhugi og hæfíleikar Brandísar og Hörpu systur hennar á ýmiss konar föndri og listsköpun brúaði aldursbilið á milli þeirra. Sýndi Harpa systur sinni mikla umhyggjusemi og var henni góður félagi. Litla systir Brandísar, Berg- þóra, sem nú er fjögurra ára var systur sinni mjög kær. Hún er þess fullviss að Brandís muni vaka yfir sér. Fjölskylda Brandísar hafði gam- an að útivist á sumrin og þá ekki sist að fara í veiðiferðir. Reyndar þarf ekki að fara lengra en út í garðinn þeirra til að komast í gott samband við náttúruna, þar sem eru há tré, grasflöt með stóram álfasteini, lítill kofí, kanínan þeirra og kötturinn. Undu systurnar þrjár og félagar þeirra sér þar saman löngum stundum. Minnisstæðar eru ferðir okkar með fjölskyldum Brandísar og Steinu, systur Óskars afa hennar. Ferðimar á Snæfellsnes og í Ámes vom sérlega vel heppnaðar enda vom veðurguðirnir okkur einstak- lega hliðhollir. Er þar sterk minn- ingin af Brandísi 5 ára að byggja kastala í ljósum fjömsandinum og sólskini á Búðum. Naut hún þar lífsins ásamt systmm sínum og frænkunum Önnu Dís og Kristrúnu. Var ánægjulegt að sjá hvemig hún var að ná þrótti aftur eftir erfiða meðferð undangengins árs. Foreldrar Brandísar vom mjög samhent um að hjúkra Brandísi og gera henni lífið sem fyllst en mikil röskun var á högum fjölskyldunnar þegar Brandís var sem veikust. Margir sýndu hlýhug og stuðning í garð Brandísar og fjölskyldu henn- ar. Að frátöldum ættingjum og vin- um má einnig nefna einstaklega gott viðmót og þjónustu starfsfólks á barnadeild Landspítalans. Hjálp- aði það Brandísi mikið í veikindum hennar og fannst henni hún vera svo gott sem heima hjá sér þegar hún dvaldist á spítalanum. Er ör- ugglega erfitt fyrir hjúkranarfólkið eins og aðra að þurfa að sjá á eftir þessari yndislegu stúlku eftir margra ára baráttu og finna fyrir vanmætti sínum. Stuðningur Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var ómetanlegur og veitti Brandísi margar gleðistundir. Má þar nefna útilegur í Vatnsdal þar sem m.a. var farið í flugferðir í dalnum, ferð til Legolands í Kaup- mannahöfn og ferð til Dublin á Ir- landi. Var Brandís alsæi með þessar ferðir. Heimsóknir og stuðningur Peggy Helgason var Brandísi einnig mikils virði. Elsku Inga, Kiddi, Harpa og Bergþóra, við vonum að ykkur megi áfram auðnast að halda þeim mikla styrk og hugrekki sem þið hafið hingað til sýnt. Megi hin góða minning um Brandísi styrkja ykkur. Pétur Árni, Þorgeir, Sumar- liði og Margrét Dröfn Óskars- börn og Jóhanna amma. Á sinni stuttu ævi hefur Brandís bróðurdóttir mín verið mér áminn- ing um það hversu hver stund lífs- ins getur verið dýrmæt. Hún virtist hafa sérstakt lag á að njóta lífsins og laða það besta fram hjá þeim sem í kringum hana vom og gera hveija stund sérstaka. í sínum lang- varandi veikindum lagði hún aldrei árar í bát, sama á hveiju gekk. Léttlyndi hennar og lífsþróttur gerði það að verkum að alltaf réð bjartsýnin ríkjum. Það var eins og ekkert gæti stöðvað hana. Við Kristrún, sjö ára dóttir mín, heim- sóttum Brandísi aðeins tveimur dögum áður en hún yfirgaf þennan heim. Þá var illmögulegt að ímynda sér að hún ætti stutt eftir. Hún sýndi okkur og lækninum sínum m.a. erfiðan spilagaldur sem við gátum ómögulega ráðið fram úr. Hún naut þess greinilega að fást við slík krefjandi verkefni og áttu þær frænkurnar síðan góða stund saman við að leysa ýmsar þrautir og spjalla saman. Kristrún sótti það stíft alla tíð að fá að heimsækja frænku sína eða að fá hana í heimsókn. Áttu þær saman margar góðar stundir og fór alltaf vel á með þeim. Sér- staklega virtust þær njóta sín f garðinum heima hjá Brandísi þar sem alltaf virtust vera næg við- fangsefni, enda foreldrarnir mjög áfram um að búa sem best að dætr- um sínum hvað það varðar. Kanín- an, kötturinn, rólan í stóra trénu, eldhúsið og garðskúrinn þar sem sem svo margt spennandi er að fínna tengist allt leikjum þeirra. Leikfélagamir í hverfinu vom margir og vom ávallt velkomnir að slást í hópinn. Garðurinn mun ör- ugglega eiga eftir að vekja margar minningar þegar fram í sækir því Brandís lagði sitt af mörkum við að móta hann þó í smáum stíl væri. Þeir em t.d. ófáir krossamir sem settir hafa verið á grafir smáfugla við lóðamörkin. Hún hafði að sjálf- sögðu smíðað þá sjálf af mikilli natni. Greinilegt var að Kristrún tók hana sér til fýrirmyndar í leikjum sínum og hafði mikið gagn og gam- an af. Utilegur með fjölskyldu sinni voru henni mikil upplyfting. Á fjöl- skyldumótum okkar systkinanna og frændfólks okkar hittust þær frænkurnar og nutu þess að leika sér saman og rannsaka umhverfið. Þá var ýmislegt tínt til og komið með heim í tjald til nánari skoðun- ar og jafnvel varðveislu. Ekkert vantaði heldur upp á frásagnimar af ævintýrum þeirra, t.d. þegar krían gerðist full nærgöngul á Stapa. Það þarf ekki að ijölyrða um það hversu veikindi Brandísar hafa reynt á foreldra hennar og systur. Þau hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og dugnað í að halda eðlilegu fjöl- skyldulífí þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur. Það var Brandísi mikils virði. Þar átti Harpa systir hennar stóran hlut að máli. Skarð það sem Brandís skilur eftir sig verður ekki fyllt en við sem hana þekktum munum varðveita minningamar frá samvemstundun- um með henni og njóta þeirra um langa framtíð. Hafsteinn Óskarsson. Brandís var skemmtileg og hún var bara góð við mig. Mér þykir vænt um hana. Þegar ég var stund- um hjá henni á spítalanum lékum við okkur að spilum, gestaþrautum, í Polly pocket og líka stundum I tölvunni. Þegar hún var ekki veik bjuggum við stundum til dmllukök- ur í garðinum heima hjá henni. Það var gaman. Það var líka gaman að fara í útilegu með Brandísi, fara með henni í fjöruferðir og alls kon- ar leiki. Brandís var líka mjög flink að teikna alls konar myndir. Núna er hún dáin og er engill. Ég sakna hennar en ég veit að henni líður vel uppi hjá Guði. Vaktu minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlif. (Hallgrímur Pétursson) Kristrún Hafsteinsdóttír. Við eigum margar góðar minn- ingar um Brandísi. Flestar tengjast þær sumarfríum og fjölskyldusam- veru. Allar em þær ljúfar og skemmtilegar. Minningar úr útileg- um, veiðiferðum og fjölskylduboð- um. Við eigum eftir að sakna Brandísar, en við emm þakklát fyr- ir það að hafa þekkt hana og eiga allar góðu minningarnar um hana, því í gegnum þær mun hún lifa í hjörtum okkar. Elsku Inga, Kiddi, Harpa og Bergþóra, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Björgvin, Sigrún, ísafold og Kolbjörn. Ég held um smáa hendi, þvi gatan hér er grýtt, þá get ég líka fundið, hvort þér er nógu hlýtt. Ég veit mér skylt að ráða og rata fýrir þig, - en raunar ert það þú, sem leiðir mig. Æ snertir þú við þyrni? - Hann fól hin friða rós, og fógur tárin myrkva þitt skæra hvarmaljós. Mér rennur það til hjarta og reyni að gleðja Þig. - en raunar ert það þú, sem huggar mig. Þú spyrð um svarta skýið, sem skyggir fyrir sól, og skrælnuð mösurblöðin, er fjúka um laut og hól. Ég leitast við að ráða þær rúnir fyrir þig, - en raunar ert það þú, sem fræðir mig. Nú þreytast smáir fætur, svo faðminn þér ég býð. Ég fel þig ljúft að hjarta, og stundin sú er blíð. Þú andar hægt og rótt og þín rósemd grípur mig, - svo raunar ert það þú, sem hvilir mig. (Jakobína Johnson) Inga og Berglind Þórðardætur. Vemdi þig englar, elskan mín þá fögru augum lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fýrir þér, engll ert þú og englum þá of vel kann þig að litast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku Brandís, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur, en ég veit að nú ert þú á góðum stað þar sem þér líður vel. Það er svo margt sem mig langaði að segja um þig og allan þann tíma sem við áttum sam- an, en ég sé núna eftir margar til- raunir að ég get það ekki. Eg get ekki lýst með orðum hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Þín frænka, Guðríður Þóra. Orðvana stöndum við og skiljum ekki tilganginn þegar böm eru frá okkur tekin, börn sem em að hefjja lífið eru hrifin burt frá ástvinum sínum og félögum. Nú hefur hún Brandís verið tek- in frá okkur. Hún var nemandi í 4. VE í Langholtsskóla, prúð og falleg stúlka sem lengi hafði barist við skæðan sjúkdóm. Mamma hennar var myndmenntakennari við skólann. í haust gátu þær ekki komið því Brandís þurfti að dvelja langdvölum í Svíþjóð til lækninga. Við fylgdumst með henni úr fjar- lægð, bréfaskipti fóru á milli henn- ar og bekkjarins, við vorum vongóð um að allt gengi vel. „Ég hélt allt- af að hún kæmi aftur,“ sagði bekkjarbróðir hennar þegar við sögðum þeim að hún væri dáin. Það héldum við líka. Hvernig er hægt að útskýra fyrir bömum þeg- ar við skiljum ekki sjálf? Þá er aðeins hægt að reyna að hugga og þerra tár. Mestur er missir fjölskyldunnar, fátt getur verið sárari reynsla en missir bams. Minningin um elsku- lega dóttur og systur er huggun harmi gegn. Kæru Ingiríður, Krist- berg, Harpa og Bergþóra og aðrir aðstandendur. Við í Langholtsskóla vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilss.) Ema M. Sveinbjarnardóttir. Kveðja frá bekkjar- systkinum Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór K. Laxness) Hún Brandís er dáin. Það er ótrú- legt og það er sorglegt að hún skuli ekki koma aftur til okkar. En við vitum að nú er hún komin til himna- ríkis og henni líður vel - hún er ekki lengur veik. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að hún verði einmana í himnaríki - ailt góða fólkið sem býr þar tekur hana að sér og sýnir henni hvar allt er. Allt sem við eigum eftir hér eru minningar um góða stelpu - skemmtilegar, hlýjar og fallegar minningar. Brandís sagði okkur skemmtilegar sögur, hún teiknaði fallegar myndir, hún skrifaði fal- lega, hún drakk alltaf kókómjólk í nestistímunum, hún hafði yndi af köttum og öðmm dýmm og þannig gætum við haldið endalaust áfram. Við í 4. bekk VE í Langholts- skóla viljum biðja Guð að styrkja mömmu hennar, pabba hennar og systurnar hennar tvær í þeirra miklu sorg. Minningin um Brandísi mun alltaf lifa með okkur. Bekkjarsystkinin og Vilborg kennari. Elsku Brandís. Mig dreymdi draum meðan þú varst veik. Við vorum tvær einar að byggja kofa uppi í tré í stóram garði, sem var fullur af dýmm. Ég óskaði mér að þannig yrði það þegar þér myndi batna. Ég á margar góðar minning- ar um þig. Þú varst svo góð við dýr og gast lokkað þau til þin. Þú meiddir þau aldrei og varðst leið ef þú fréttir af slæmri meðferð á dýmm. Ef allir væm eins og þú, myndi dýmnum líða vel. Þú varst góð vinkona. Ég kveð þig með söknuði. Þín vinkona, Rósa Björk Bergþórsdóttir. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Þar er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halldórsson.) Við tileinkum Brandísi þetta er- indi úr sálminum eftir B. Halldórs- son og þökkum innilega allt sem hún gaf af sér til okkar. Við sem fyrrverandi nágrannar á Hjallavegi 23 sendum innilegar samúðarkveðjur til foreldra, systr- anna og annarra ættingja. Hvíl í friði, elsku Brandís. Guðmundur, Helena og Simon Haukur. Sérfræðingar í blóniaskreytinguin við öll tækifæri I HfÍ| blómaverkstæði B I ISlNNA*-1 Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.