Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ I.O.O.F. 9 = 1782268V2 = H. □ Glitnir 5997022619 III 1 Frl. O Helgafell 5997022619 VI 2 Frl. I.O.O.F. 7 = 17802268'/z =9.0 I.O.O.F. 18 = 1772268 = III. 8'/2 5.H. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Gestir samkomunnar eru Kari og Jóhannes Ólafsson. Allir velkomnir. Tilkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Reykjavíkurmeistaramót í 15 km skíðagöngu (H) verður haldið í ÍR-skálanum í Hamragili nk. laugardag, 1. mars, kl. 14.00. Skráning á móttstað kl. 13.30. Ef veður er óhagstætt kemur tilkynning í Ríkisútvarpinu kl. 10 fyrir hádegi keppnisdaginn. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 551 2371. Skíðafélag Reykjavikur. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Opið hús - Sai Baba Opið hús verður hjá Sálarrann- sóknarfélagi (slands á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 20.30 í húsnæöi Sjálfeflis á Nýbýlavegi 30, gengið inn frá Dalbraut. Nokkrir félagar SRFI eru nýkomnir frá Indlandi þar sem þeir heimsóttu Sai Baba. Guðmundur Einarsson og Guð- rún Hjörleifsdóttir munu segja frá ferðinni og sýna myndir. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. RínucrSShí I Rythmic leikfimi Kinversk leikfimi SELTJARNARNES • VESTURBÆR húsi sundlaugar Seltjarnarness BREIÐHOLT • ÁRBÆJARHVERFI Danshöllin Drafnarfclli 2 Upplýsingar í síma 552 6266 iglýsingar FERDAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI S68-2S33 Mánudagur 3. mars kl. 20.30. Myndakvöld í Mörkinni 6 Snæfell - Lónsöræfi. Ath. að þetta myndakvöld er ekki á hefðbundnum degi. Inga Rósa Þórðardóttir kemur frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og kynnir gönguleiðina frá Snæ- felli til Lónsöræfa o.fl. Nánar auglýst síðar. Ferðafélag íslands. Kristið samfélag Kletturinn, kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Halldór Lárusson predikar. Allir velkomnir. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin. Tekurðu mikið inn áþig? ★ Sveiflastu í skapi eftir áhrif- um umhverfis þíns? ★ Hefurðu upplifað það að framkoma, hegðan og tal annars fólks hefur breytt líð- an þinni í einni svipan? ★ Langar þig til að læra að losna undan slíku og ráða sjálf(ur) líðan þinni alla daga? Ef svo er, komdu þá á námskeið um næstu helgi þar sem farið verður í ofangreint efni og kenndar hagnýtar leiðir sem skila mjög góðum árangri. Námskeiðið er laugardag og sunnudag frá kl. 10.00-15.30. Kennari: Kristín Þorsteinsdóttir. Verð kr. 8.000 - innifaldar í verði eru veitingar í hádegi báða dag- ana. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 554 1107 milli kl. 9.0012.00 f.h. virka daga. Þeir, sem ekki ná í gegn á síma- tíma, er velkomið að mæta á námskeiðið án skráningar. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20. Örn Leó Guðmundsson prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vanda- málum. FERMINGARMYNDIR Komdu og skoöaðu hvaö er í boöi BARNA ^ÍJÖLSKYLDB LJOSMYNDIR Sí mi 588-7644 Armúla 38 Amerískar fléttimottur. C3VIRKA Mörkinni 3, s. 568 7477. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir KONA hringdi og vildi þakka Rósu B. Blöndal fyrir grein sem hún skrif- aði í Bréf til blaðsins og heitir Ahætta kærleikans. Henni finnst þetta falleg og vel skrifuð grein og hún vildí óska þess að prestam- ir okkar skrifuðu eitthvað líkt þessu í anda kærleik- ans. Gott verk hjá „Snúð og Snældu" GÍSLI Ólafsson kom að máli við Velvakanda og vildi færa Leikfélaginu „Snúð og Snældu" þakkir sínar fyrir leikverkið „Ástandið" sem hann hafði mjög gaman af að sjá. „Snúður og Snælda“ er leikfélag innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og heldur fé- lagið upp á 7 ára afmæli um þessar mundir. Gísli hvetur fólk til að fara og sjá þetta skemmtilega verk. Veggjakrot „BURT með klisjumar - upp með veggjakrotið“ stóð í fyrirsögn í Morgun- blaðinu 20. febrúar. Var þar vitnað í einhvem menningardagskrárstjóra í Stokkhólmi sem hélt fram ,jaðarstarfsemi“ hvers konar, s.s. veggjakroti sem hann taldi til undirheima- listar. Ekki skal ég deila við menningardagskrárstjór- ann um veggjakrot. Vel getur verið að það eigi heima sums staðar. Ég vil hins vegar leyfa mér að benda þeim sem vilja fjar- lægja veggjakrot af húsum sínum, að hjá G.J. Foss- berg vélaverzlun á Skúla- götu 63 fæst nú sérstakt efni á úðabrúsum til að fjariægja veggjakrot. Virðingarfyllst, Einar Örn Thorlacius, forstjóri G.J. Fossberg vélaverzlunar. Tapað/fundið Kanínubangsi fannst KANÍNUBANGSI fannst rétt við Sjómannaskólann 22. febrúar. Upplýsingar í síma 553 7425. Kanaríeyjafarar - handtaska í óskilum BLA handtaska með skóm í, ómerkt, fannst í farangri sem kom frá Kanaríeyjum 4. febrúar. Upplýsingar í síma 552 4031. Myndavél fannst Á SUNNUDAG fannst lítil myndavél í hulstri við Rauðavatn. Eigandi hringi í síma 567 2087 eða 562 1000 (Aðalsteinn). Dýrahald Kettlinga vantar gott heimili ÞRÍR fallegir, loðnir kettl- ingar, 6 vikna, kassavanir óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 552 7949 eftir klukkan 5. Dísarpáfagaukur tapaðist GRÁR dísarpáfagaukur með gulum doppum hvarf frá heimili sínu í Goðheim- um mánudaginn 24. febr- úar. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 581-2089. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á nor- ræna VISA-bikarmótinu í Þórshöfn í Færeyjum um daginn. Daninn Steffen Pedersen (2.420) var með hvítt, en Helgi Áss Grét- arsson (2.470) hafði svart og lék síðast 36. - Dd8- e7?? í ívið lakari stöðu. Hvítur reyndist mega drepa svarta peðið á a5: 37. Dxa5! - Dxe4 38. Dd8+ - De8 39. Dd6+ - De7 40. Db8+ - De8 41. Dxb4+ og svartur gafst upp, því hvítur hef- ur unnið manninn til baka og á tvö samstæð frípeð. Lokastaðan í VISA- bikarkeppninni liggur nú fyrir: 1. Curt Hansen, Danmörku 65,79, 2. Jó- hann Hjartarson 50,17, 3. Hannes H. Stefánsson 49,5,4. Tiger Hillarp-Pers- son, Svíþjóð 47,0, 5. Mar- geir Pétursson 42,5, 6. Rune Djurhuus, Noregi 39,72, 7. Einar Gausel, Noregi 35,46, 8. Jonathan Tisdall, Noregi 35, 9. Þröstur Þórhallsson 33,43, 10. Ralf Ákesson 30,93, 11. Helgi Áss Grétarsson 25, 12. Jonny Hector, Svi- þjóð 24.63. Auk þessara tólf kemst John Ami Nils- sen í úrslitamótið fýrir Færeyinga og einu boðs- sæti á eftir að ráðstafa. HÖGNIHREKKVÍSI Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfa- skriftum og tónlist en hún leikur á píanó: • Taknko Yonezawa, 3 Minami Ogiyama, Furano-shi, Hokkaidou, 076 Japan. ÞÝSKUR frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Helmuth Rosteck, HailstSdter Weg 16, D-90425 Niimberg, Germany. TUTTUGU og eins árs fínnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Marika Lehto, Kivelantie 13, 16200 Artjarvi, Finland. TUTTUGU og átta ára jap- önsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvikmyndum og bréfaskriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake, Kawaguchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. SAUTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum og tungumál- um en hún nemur nú ensku og frönsku og hyggst bæta spænsku, þýsku og tákn- máli við síðar: Sofia Edgar, Vattiösa Skogsbo, 53391 Götene, Sweden. Víkveiji skrifar... AÐ ER ekki nýtt að mikið kapphlaup hefjist, þegar vel árar, um að ná sem stærstum bita af kökunni og mýmörg dæmi eru til því til sönnunar. Fagurgali og gylliboð hvers konar, frá þeim sem selja vöru og þjónustu, eru ráð- andi í auglýsingum og má þar nefna auglýsingar bílasölufyrir- tækja, sem reyna að sannfæra landsmenn um, hvað það sé í raun og veru lauflétt eða „fislétt“ að kaupa sér nýja bifreið, séu lán nýtt til kaupanna. Eins og komið hefur fram hér í Morgunblaðinu, voru upphaflegar auglýsingar um hina „fisléttu fjármögnun" mjög umdeildar, að ekki sé meira sagt, enda var þeim breytt, þannig að auknar upplýsingar komu fram í auglýsingum, um raunverulegan kostnað. Víkverji telur þó að aug- lýsendur hafi ekki gengið nógu langt í að betrumbæta upplýsinga- gildi auglýsinga sinna. xxx Ó FANNST Víkveija sem þessi auglýsingamáti kæmist ekki í hálfkvisti við uppátæki ákveðinna aðila í ferðaþjónustu, þegar sumaráætlanir ferðaskrif- stofa voru kynntar á dögunum. Þeir sem selja sumarleyfisferðir hafa tekið upp á því ótrúlega ný- mæli að bjóða ferðalöngum upp á að greiða sumarfrí sín með rað- greiðslum til tveggja eða þriggja ára! Hér finnst Víkverja fyrst kasta tólfunum. Eins og tilkoma greiðslukorta og stöðugt aukin notkun þeirra hafi ekki nú þegar haft þau áhrif að fólk eyðir stöð- ugt meira um efni fram og er að eyða tekjum sem enn á eftir að afla. xxx FLESTIR taka sér sumarfrí ár hvert, enda samningsbundið að launþegar eiga rétt á slíku. Auðvitað er það mjög mismun- andi, hvort fólk fer ár hvert í sum- arfrí til annarra landa, eða eyðir fríi sínu hér á landi. En ef fjöl- skylda ákveður nú að fara þrjú ár í röð í sumarfrí til annars lands og velur ávallt að greiða fyrir ferð- ina með þriggja ára raðgreiðslum, þá stendur hún frammi fyrir því eftir þrjú ár, að vera að greiða niður þrjú undanfarin sumarleyfí á raðgreiðslum, þegar hún fer að hugsa um hvernig hún ætli að veija sumrinu árið 2000. Er þetta ekki fullkomlega út í hött?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.