Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í janúar sýnir að atvinnurekendur vilja fækka starfsfólki um þrjátíu á landinu öllu Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli í helstu atvinnugreinum f janúar 1996 og 1997 Janúar 1996 P—1 Janúar 1997 Fiskiðnaður Iðnaður Byggingarstarfsemi ■50 tSL %+110 -65 C 1+30 Samgöngur Sjúkrah.rekstur ^ S5í -40'- í -351 ___| 1+15 g. Önnur þjónustustarfs. r~i+20 HWðo SAMTALS 030 .vniaafeúJ Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæði og landsbyggðinni í jan. 1997 issii Landsbyggúin éö Fiskiðnaður Iðnaður Byggingarstarfsemi Verslun og veitingastarfsemi Samgöngur Sjúkrahúsarekstur Önnur þjónustustarfsemi SAMTALS ■5/11 ' ' | ■10 Heimild: Þjóðhagsstoínwi * Islenska útvarpsfélagið kaupir tvö aðgangsþjónustufyrirtæki á alnetsmarkaði Treknetog Islandia sameinuð ATVINNUREKENDUR töldu æskilegt að fækka starfsfólki um 30 manns á landinu öllu, samkvæmt niðurstöðu atvinnukönnunar Þjóð- hagsstofnunar sem fram fór í jan- úarmánuði. Þetta er svipuð niður- staða og hefur orðið í þessum at- vinnukönnunum síðastliðin tvö ár og virðist nokkuð gott jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í heildina tekið. Eftirspurn eftir vinnuafli er mest í iðnaði og byggingarstarfsemi, en vilji til fækkunar kemur helst fram í sjúkrahúsrekstri, fískiðnaði og verslun og veitingastarfsemi, að því er fram kemur í frétt frá Þjóðhags- stofnun. Atvinnurekendur á höfuðborgar- svæðinu vildu í það heila tekið fækka um 15 manns og atvinnurek- endur á landsbyggðinni vildu fækka um sama fjölda. I sjúkrahúsrekstri á höfuðborgarsvæðinu vildu stjórn- endur fækka um 50 manns, en í byggingarstarfsemi vildu þeir fjölga um 20 manns og svonefndri ann- arri þjónustustarfsemi um 60 manns. ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur keypt tvö aðgangsþjónustufyrir- tæki á alnetsmarkaði, Treknet, sem áður var aðallega í eigu Tölvu- skóla Reykjavíkur og starfs- manna, og Islandia, sem var í eigu 8 einstaklinga og tölvuáhuga- manna. Fyrirtækin verða samein- uð í nýju alnets- og margmiðlunar- fyrirtæki íslenska útvarpsfélags- ins sem stofnað verður formlega í byrjum mars. Islenska útvarpsfélagið verður aðaleigandi hins nýja hlutafé- lags, en viðræður standa yfir við fleiri fyrirtæki á fjölmiðla- og alnetsmarkaði um þátttöku í fé- laginu. Atvinnurekendur á landsbyggð- inni vildu fækka mest í fiskiðnaði og þjónustustarfsemi eða um 50 manns í hvorri starfsgrein. Eftir- spurn eftir starfsfólki var mest í iðnaði, þar sem vilji var til að íjölga um 120 manns. Eftirspurnin var einkum í málmiðnaði. Atvinnuleysi í síðasta mánuði var 5,2% samanborið við 5,9% í sama mánuði í fyrra. Eftirspurn í málmiðnaði Þjóðhagsstofnun gerir þessar kannanir þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Fjöldi fyrir- tækja sem könnunin nær til er rúmlega 300 og þau eru í öllum atvinnugreinum nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu fyrir utan sjúkrahús. Svör bárust frá 270 fyrirtækjum og 260 fyrir- tæki eru í pöruðum niðurstöðum. Umsvif fyrirtækjanna er um 41% af þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til og hún spannar um 75% af allri atvinnustarfsemi í landinu. í fréttatilkynningu frá íslenska útvarpsfélaginu kemur fram að með kaupunum hafi ÍÚ stigið fyrsta skrefið inn á margmiðlun- armarkaðinn en fyrirtækið ákvað sl. haust að stofna og reka al- nets- og margmiðlunarfyrirtæki. Fyrst um sinn verður starfsemi Treknet og Islandia með svipuðu sniði og verið hefur, en gert er ráð fyrir að sameinaður rekstur þeirra hefjist í nýju húsnæði ís- lenska útvarpsfélagsins við Krók- háls í maí. Hallgrímur Thorsteinsson sem veitir þessari starfsemi íslenska útvarpsfélagsins forstöðu, sagði í samtali um ástæður þess að ÍÚ færi inn á þetta svið væri fyrst og fremst þær að þarna væri orð- inn til sjálfstæður miðill sem ekki væri unnt að hundsa en færi engu að síður vel saman við þá starf- semi sem íslenska útvarpsfélagið væri með fyrir. Til að mynda félli hún vel að áskriftarsölu fyrirtæk- isins vegna sjónvarpsins. Á vefsíðum nýja fyrirtækisins verður meðal annars að finna fréttir Bylgjunnar og Stöðvar 2, dagskrár allra miðlanna og upp- lýsingar um einstaka þætti, áskriftarþjónustu og fasteignasíð- ur. Áskrifendum að sjónvarpsmiðl- um íslenska útvarpsfélagsins mun standa til boða tenging við alnetið á sérkjörum, að því er segir í fréttatilkynningunni. Koparkóngi slepptgegn tryggingu Tókýó. Reuter. YASUO HAMANAKA, sem eitt sinn réð lögum og lofum í koparviðskipt- um heims, hefur verið látinn laus gegn 50 milljarða jena tryggingu, einni viku eftir að hann viðurkenndi hlut sinn í einu mesta viðskipta- hneyksli sögunnar. Hamanaka hefur játað sig sekan af ákærum um fjársvik og skjalafals vegna óleyfilegra viðskipta, sem kostuðu Sumitomo fyrirtækið 2.6 milljarða dollara. Þótt Hamanaka játaði þegar réttarhöld hófust í máli hans 17. febrúar á hann enn eftir að mæta fyrir rétt nokkrum sinnum. Heimildir í japanska dómsmála- ráðuneytinu herma að þar sem Ham- anaka hafi játað hafi dómstóllinn lík- lega komizt að þeirri niðurstöðu að engin ástæða sé til að ætla að hann reyni að eyðileggja sönnunargögn aða flýja land til að komast hjá fang- elsisivist. Viðurlög við hinum tveimur ákæruatriðum eru allt að 15 ára fangelsi. Veijendur Hamanaka hyggjast sýna fram á að tapið hafi ekki verið honum einum að kenna. --------» » ♦--- Disneykaupir íPixarverinu Los Angeles. Reuter. WALT DISNEY fyrirtækið hefur samþykkt að kaupa allt að 5% í kvik- myndaverinu Pixar Animation Studi- os samkvæmt samkomuiagi sem veitir framleiðanda metsölumyndar- innar Toy Story meiri hlutdeild í hagnaði af kvikmyndum sem hann framieiðir. ♦ ♦ ♦-- Aðalfundur LÍSU AÐALFUNDUR LÍSU, samtaka um samræmd_ landfræðileg upplýsinga- kerfi á íslandi, verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 13:00 á Grand Hótel. Auk hefðbundinna dagskrárliða, samkvæmt lögum félagsins, verður gerð grein fyrir álitsgerð og tillögum nefndar um endurskoðun á starfsemi samtakanna. Þá verður einnig stutt kynning á styrkjum til verkefna á sviði landfræðilegra upplýsinga. Fasteignasalan KJÖRBÝLI ^ 564 1400 NÝBÝLAVEGUR 14 200 KÓPAVOGUR FAX 5543307 Opið virka daga 9.30-12 og 13-18 2JA HERB. FURUGRUND 42 - LAUS. Sérlega falleg 56 fm íb. á 3ju hæð í góðu húsi. Park- et, góðar innr. Ákv. sala. V. 5,5 m. LAUGARNESVEGUR - 2JA. Falleg 60 fm (búð á jarðhæð. LAUS. Áhv. 2 m. V. 4,850 m. NÝBÝLAVEGUR - 2JA M. BÍL- SKÚR. Bráðskemmtileg 54 fm íbúö á 2. hæð ásamt 22 fm bílskúr. Áhv. byggsj. 2,5 m. V. 5,9 m. Góð kjör f boði. 3JA HERB. HEIÐARHJALLI - SÉRINNG. Glæsileg 85 fm ný fullbúin 3ja herb. íbúð á garðhæð 15-íb. húsi. Stórkostlegt útsýni. Áhv. 3,4 m. V. 7,9 m. ÁSTÚN - 3JA Bráðfalleg 74 fm íb. á efstu hæð I góðu fjölb. Parket á allri ib. Þessa þarftu að skoða. V. 6,9 m. ÁSTÚN 10 - 3JA. Falleg 80 fm íb. á 3ju hæð. Inngangur af svölum. Útsýni. V. 6,8 m. FANNBORG - ÚTSÝNI. Ný í sölu sérl. falleg 3ja herb. endaíbúð á efstu hæð f góðu fjölb. Frábær staðs. Stórar suður- svalir. KLEPPSVEGUR - 3JA - STÓR. Gullfalleg 102 fm íb. á 3. hæð. Nýtt parket. Fallegt útsýni og góð staðsetning. Áhv. 4,4 m. V. 7,3 m. FURUGRUND 32 - L/EKKAÐ VERÐ. Falleg 67 fm íbúð á 2. hæð. Park- et. Áhv. byggsj. 3,4 m. Verð aðeins 5,9 m. FANNBORG - 3JA. STÓRAR SUÐURSVALIR. Sérlega falleg og rúmgóð 85 fm fbúð á 3. hæð. Ca 20 fm svalir með gífurlegu útsýni. V. 6,8 m. ENGIHJALLI - 3JA. Sérl. falleg 88 fm íb. á 8. hæð (A) í nýviðg. lyftuh. Suð- vestursvalir og útsýni. 4RA HERB. OG STÆRRA EFSTIHJALLI - 4RA. Gullfalleg 87 fm ib. á 2. hæð (efstu). Norðvesturútsýní, suð- ursvalir, nýtt eldhús o.fl. V. 7,1 m. ESPIGERÐI - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI. Sérlega falleg 110 fm 4-5 herb. íb. á 8. hæð í eftirsóttu lyftuh. Stórar stofur. V. 10,6 m. LUNDARBREKKA - 5 herb. Sérlega falleg 110 fm endaíbúð I vestur á efstu hæð I góðu fjölbýli. Nýtt parket. Frábært útsýni. Áhv. 4,4 m. V. 7,9 m. HÆÐARGARÐUR Skemmtileg 76 fm efri sérhæð ás. innr. rislofti yfir hluta íb. Parket. Ákv. sala. V. 6,9 m. SÉRHÆÐIR GRÆNAMÝRI - SELTJ. Glæsileg ný 112 fm efri sérhæð sem afhendist fullb. án gólfefna. Áhv. 2,5 m. 125 ára láni. V. 10,6 m, KÁRSNESBRAUT - 5 HERB. stór- glæsileg ca 135 fm íb. á 2. hæð I nýl. þríb. ás. 32 fm bílsk. Sérl. vandaöar innr. EIGN í SÉRFLOKKI. Áhv. 1,7 m. V. 11,2 m. TÓMASARHAGI - EFRI SÉR- HÆÐ. Sérlega virðuleg og rúmgóð efri hæð í þríbýli. 3 stórar stofur (arinstofa) og 3 svherb. Áhv. 5,5 m. V. 11,8 m. ÁLFHÓLSVEGUR - SÉRHÆÐ. Glæsileg 135 fm efri sérhæð í nýl. tvíb. m. 23 fm bílsk. Arinn, parket, vandaðar inn- rétt. EIGN í SÉRFLOKKI. V. 11,5 m. BORGARHOLTSBRAUT. Skemmtileg 122 fm efri sérhæð ásamt 36 fm bflsk. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Áhv. 4,2 m. V. 9,3 m. HJALLABREKKA. Gullfalleg 110 fm efri sérhæð í tvíbýli m. 30 fm bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Áhv. 6 m. góð lán. v. 9,8 m. RAÐHUS SELBREKKA. Fallegt 250 fm endarað- hús með innb. 30 fm bílsk. V. 12,3 m. EINBÝLI HLÍÐARHJALLI - KÓP. Glæsilegt213 fm tvd. einb. m. innb. bílskúr innst við lokaða götu. Frábært útsýni. Skipti mögul. Áhv. bsj. 3,5 m. V. 16,5 m. VALLARGERÐI - KÓP. Sérl. fallegt 152 fm tvílyft eldra einb. ásamt 54 fm bílsk. sem er innr. að hálfu sem trésm.verkst. Áhv. bsj. 3,5 m. Verð 12,2 m. HOLTAGERÐI - KÓP. Sérl. fallegt og vel við haldið 161 fm einb. á einni hæð m. innb. bílsk. Frábær staðs. Útsýni. V. 13,1 m. KÁRSNESBRAUT - EINB. M. 50 FM BÍLSKÚR. Fallegt 170 fm tvílyft einb. Nýtt eldhús og bað. Þessu húsi fylg- ir 50 fm tvöf. bílsk. m/mikilli lofthæð og stóru plani fyrir framan. Hentar fyrir t.d. bílaverkst. o.fl. V. 11,2 m. í SMÍÐUM HEIÐARHJALLI - BREKKU- HJALLI. Neðri sérhæðir í húsi sem er fullbúið að utan en tilb. til innr. að innan. Mjög er vandað til alls frágangs t.d. eru pípul. rör í rör, innb. lagnir fyrir halogen- lýsingu o.fl. Til afh. strax. V. 9,9 m. GALTALIND 10. 3 og 4 herb. íbúðir sem afhendast fullbúnar, án gólfefna, í júlí /97. Mögul. á bllskúr. Bæklingur með nán- ari uppl. á skrifstofu. V 7,9 m 3ja herb. og 8,9 m 4ra herb. Bílskúr v. frá 1,0 m. Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.sali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.