Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 29 \SI segja viðræðutilraunir árangurslausar AÐGERÐAÁÆTLUN DAGSBRUNAR OG FRAMSOKNAR Verkföll ímars Morgunblaðið/Kristinn Fyrirtæki Fundir Atkvæðagreiðsla Verkfallsboðanir VERKFALL Mjólkin, ísgerð þríðjudag 25. febrúar kl. 16.00 fimmtudag 27. febrúar kl. 6.30-10.00 Fyrir kl. 17.00 föstudag 28. febrúar 9. mars Höfnin Samskip mánudag þriðjudag Fyrir kl. 17.00 3. mars 4. mars miðvikudag kl. 13.00 kl. 8.00-17.00 5. mars 12. mars Eimskip kl. 15.30 kl. 8.00-17.00 Sama 12. mars Löndun mánudag þriðjudag Fyrirkl. 17.00 3. mars 4. mars miðvikudag kl. 12.00 kl. 11.30-13.30 5. mars 12. mars Olía/bensín 3. til 3. til Fyrir kl. 17.00 6. mars 6. mars föstud. 7. mars 16. mars Allsherjarverkfall 10. til 13. mars Fyrir kl. 17.00 föstud. 7. mars 23. mars Tillaga þessi verður lögð fyrir samninganefnd í dag. FORMENN landssambanda Alþýðusambands íslands og forseti sambandsins á fréttamannafundi í gær, þar sem skorað var á aðildarfélögin að hefja þegar boðun aðgerða sem fari vaxandi fram eftir marsmánuði og endi með allsherjarverkfalli 23. mars, hafi samningar ekki tekist. Nýjar reglur um verkföll Allsherj arverkfall hefjist 23. mars TRÚNAÐARMANNARÁÐ verkalýðs- félaganna Dagsbrunar og Framsóknar samþykktu í gær tillögu að aðgerða- áætlun félaganna sem lögð verður fyr: ir samninganefnd félaganna í dag. í aðgerðaáætluninni eru lögð til verkföll á vinnustöðum sem hæfust 9. mars ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Vinnustaðafundur var haldinn í Mjólkursamsölunni kl. 16 í gær og í framhaldi af honum hófst svo at- kvæðagreiðsla meðal starfsmanna um verkfallsboðun. Opnuð verður kjör- deild á fimmtudag fyrir þá starfsmenn sem ekki gátu tekið þátt í atkvæða- greiðslunni í gær. Verkföll hjá skipafélögum og i löndun 12. mars Tillagan gerir ráð fyrir að boðað verði til verkfalls í Mjólkursamsölunni á föstudag sem hæfist á miðnætti 9. mars. Þann 4. mars eiga að fara fram atkvæðagreiðslur félagsmanna hjá Eimskipi og Samskipum og meðal lönd- unarverkamanna um verkfallsboðun 12. mars. Dagana 3.-6. mars fara fram atkvæðagreiðslur starfsmanna hjá olíu- félögunum um verkfall sem lagt er til að hefjist á miðnætti 16. mars og dag- ana 10.-13 mars fer fram atkvæða- greiðsla meðal allra félagsmanna verkalýðsfélaganna um boðun allsheij- atverkfalls sem hefjast á 23. mars. Ekki verður farið út í póstatkvæða- greiðslur hjá Dagsbrún og Framsókn en atkvæðagreiðslumar fara fram á vinnustöðum vegna vinnustöðvana í einstökum fyrirtækjum en almenn at- kvæðagreiðsla fer svo væntanlega fram á skrifstofu verkalýðsfélaganna vegna tillögu um boðun allsheijarverkfalls. Á mánudag komu fulltrúar fjöl- margra verkalýðsfélaga á suðvest- urhorninu saman hjá Dagsbrún þar sem farið var yfir aðgerðaáætlun félags- ins og rætt var um fyrirhugað samráð um verkfallsaðgerðir á næstu vikum. MEÐ breytingunum sem gerðar voru á vinnulöggjöfinni á seinasta ári var ákvæðum um verkföll og verkbönn breytt frá því sem verið hefur og settar reglur um at- kvæðagreiðslur um afgreiðslu samninga og verkfallsboðun. 20% þátttaka og meirihlutinn samþykki • Ekki er lengur hægt að taka ákvörðun um verkfall á almennum félagsfundi heldur verður að fara fram almenn leynileg atkvæða- greiðsla meðal félagsmanna þar sem meirihlutinn ræður. Má fram- kvæma hana með tvennskonar hætti. Almenn atkvæðagreiðsla getur farið fram á kjörfundi eða í kjördeildum og þarf þá að lág- marki 20% þátttöku félagsmanna til að hægt sé að boða verkfall með lögmætum hætti. Telst tillag- an samþykkt ef meirihlutinn styð- ur hana. Hins vegar er hægt að viðhafa póstatkvæðagreiðslu, líkt og gildir um verkfallsboðanir lijá opinberum starfsmönnum. Krafan um 20% þátttöku á ekki við um póstatkvæðagreiðslur heldur ræð- ur einfaldlega meirihluti þeirra sem þátt taka. Ef vinnustöðvun er einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað er heimilt að taka ákörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til. Þarf fimmt- ungur atkvæðisbærra starsmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og meirihlutinn að styðja tillögu um vinnustöðvun til að hón sé lögmæt. Skilyrði að viðræður hafi reynst árangurslausar • Það skilyrði er sett í vinnulög- gjöfinni að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemj- ara svo heimilt sé að boða verk- fall. Tilkynna þarf ákvörðun um verkfall sjö sólarhringum áður en hún á að hefjast. Verkalýðsfélögin þurfa að kjósa sérstakar kjör- stjórnir til að annast framkvæmd atkvæðagreiðslna og útbúa þarf kjörskrá yfir alla félagsmenn. Alltaf er hægt að aflýsa vinnustöðvun • Samninganefnd eða öðrum fyr- irsvarsmönnum er jafnan heimilt að aflýsa boðaðri vinnustöðvun. Hins vegar eru sett ýmis skilyrði fyrir frestun á boðuðu verkfalli. Það má gera einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa, án sam- þykkis gagnaðilans en þó með því skilyrði að frestunin sé kynnt honum með minnst þriggja sólar- hringa fyrirvara. Einnig er heim- ilt að fresta vinnustöðvun með samþykki beggja samningsaðila. 7 0 þúsund kr. lág- markslaun VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur og Víkurbarðinn á Húsavík undirrituðu nýjan kjarasamning í gær. Samkvæmt honum hækkar lágmarkstaxti í 70 þúsund krónur á mánuði 1. mars nk. Jafnframt hækka allir taxtar um 5 þúsund krónur við undirritun og aftur um 5 þúsund krónur 1. janúar 1998. Samningurinn gildir til 1. mars. 4-8 starfsmenn starfa að jafnaði hjá Víkur- barðanum en fyrirtækið er ekki í VSÍ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagðist,-f vera mjög ánægður með þennan samning. Stjórnendur Víkurbarðans hefðu með honum fallist á kröfugerð Verkamannasambandsins og gott bet- ur því þeir hefðu fallist á að krafan um 70 þúsund króna lágmarkslaun kæmi til framkvæmda strax 1. mars, en í kröfugerð VMSÍ væri gert ráð fyrir að 'ágmarkslaun yrðu 65 þúsund krónur við undirritun og 70 þúsund 1. janúar 1998. Magnús L. Sveinsson Kröfur VR og Dags- ' brúnar áþekkar SAMNINGANEFNDIR Verzlunar: mannafélags Reykjavíkur og VSÍ héldu samningafund í gær. Fátt mark- vert gerðist á fundinum en frekari viðræður eru þó fyrirhugaðar. Síðdeg- is komu fulltrúar Dagsbrúnar á fund, - með forystumönnum VR til að ræða stöðu kjaramála og kynna þeim að- gerðaáætlun félagsins. Magnús L. Sveinsson sagði að í ljós hefði komið að áherslur félaganna í kiaramálum væru mjög áþekkar, bæði félögin vildu gera fyrirtækjasamninga, í kröfugerð beggja væri farið fram á hækkun lægstu launataxta í 70 þúsund kr. og Dagsbrún vildi einnig prósentu- breytingar launa en VR hefur lagt fram kröfur um blöndu krónutölu- og pró- sentuhækkana launa um 17% á samn- ingstímanum. Landssambönd ASÍ hafa hins vegar farið fram á krónutöluhækk- un launa í sinni kröfugerð. „Við erum að skoða málin og það er óhjákvæmilegt að setja sig í stell- ingar ef ekki takast samningar á; næstu dögum,“ segir Magnús, að- spurður um undirbúning aðgerða með- al félagsmanna í VR. Rafiðnaðarmenn Atkvæði greidd um verkfall í dag MIÐSTJÓRN Rafiðnaðarsambandsins samþykkti síðdegis í gær að hefja undirbúning að verkfalli. Stefnt er að því að boða verkfall á einstökum vinnustöðum um miðjan mars og allsír- heijarverkfall 23. mars. Rafíðnaðarmenn hjá Reykjavík- urborg greiða atkvæði í dag um tillögu um verkfall 10. mars. Það nær m.a. til starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Tillaga um verkfall hjá RARIK 14. mars verður póstlögð til starfsmanna í þessari viku. Þá verður boðað verk- fall hjá fjármálaráðuneytinu 17. mars, en það nær m.a. til Landspítalans, RÚV og Flugmálastjórnar. Auk þess hefur miðstjórn Rafiðnaðarsambands- ins til skoðunar að boða verkfall á einstökum vinnustöðum eins og fisfc- vinnsluhúsum, loðnubræðslum, Búr- felli, Sogi og álverinu í Straumsvík, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafíðnaðarsambandsins. Guðmundur sagði að engir fundir væru boðaðir með samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins og viðsemj- endum. Samningafundir síðustu mán- aða hefðu verið árangurslausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.