Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 25 AÐSEIMDAR GREINAR Hefur R-listinn LÆKKAÐ skatta og álögur? FORSVARSMÖNN- UM R-listaflokkanna í Reykjavík er gjarnt á að veija miklar skatta- og gjaldahækkanir sínar með því að segja að skattar og gjöld séu lægri í Reykjavík en í mörgum öðrum sveitar- félögum. Skýringin á því er þó aðeins ein: Sjálfstæðis- menn hafa varðað veg- inn með áherslu á að halda sköttum og gjöld- um niðri. Það eina sem R-lista- flokkamir hafa haft fram að færa í meiri- hlutatíð sinni sl. 3 ár er að hækka skatta og gjöld. Þetta þekkja fjölskyldur í Reykjavík. Nýr holræsaskattur, hækkun vatnsskatts, hækkun rafmagnsreikninga, hita- veitureikninga, bílastæðagjalda, strætisvagnafargjalda og þjónustu R-listinn hefur selt eignir og fyrirtæki, segir Arni Sigfússon, en notar peningana í neyslu þessa árs. fyrir aldraða, allt eru þetta spor R-list- ans. Þessar hækkanir vega svo þungt í rekstri hverrar fjölskyldu að þær hafa hrifsað til sín meirihluta þeirra launahækkana sem samið var um í síðustu kjarasamningum árið 1995. Fóru skuldir langt fram úr öðrum sveitarfélögum? Helstu afsakanir R-listaflokkanna eru þær að nauðsynlegt hafí verið að hækka skatta vegna þess að skulda- staða borgarinnar, í tíð sjálfstæðismanna hafi verið komin í algert óefni. R-listinn skellir skollaeyrum við rök- semdum um miklar lán- tökur til að svara krepp- unni. Engu er svarað um að nú í tíð R-listans, í góðærinu sem ríkir og sést á auknum tekjum sem streyma til borgar- innar, hafa skuldir hlað- ist upp. Þetta gerist þrátt fyrir að í núverandi fjár- hagsáætlun séu 800 milljóna kr. skuldir færð- ar frá borgarsjóði yfir á ný „hlutafélög" til að breiða yfir skuldaaukn- ingu borgarsjóðs. R-listinn hefur gefið til kynna að skuldir Reykjavíkur hafi aukist svo mjög á árunum 1991 til 1994 að skuld- ir á hvem íbúa hafi verið komnar langt fram úr öðrum sveitarfélögum. Þetta er alrangt, þótt sérstaða borg- arinnar hafi verið sú að miklum fjár- munum var varið til sérstakra átaks- verkefna í kreppunni. Þetta kom m.a. fram í orðum þáverandi forystumanns verkalýðshreyfingarinnar, Guðmundar J. Guðmundssonar. Hann lofaði Reylq'avíkurborg fyrir slíka áherslu. Mikil fjárfesting og atvinnuátaksverk- efni sem töldust til reksturs kölluðu á lántökur. 10 stærstu sveitarfélög borin saman Nú, þegar við höfum búið við efna- hagslegt góðæri í tvö ár, sakar ekki að líta til baka. Nýlegar samanburðar- upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru þar einkar gagnleg- ar. R-listinn hefur ekki notað góðærið til að greiða skuldimar. Hann hefur Árni Sigfússon 200 Mynd 4. Hlutfall (%) af heildarskuldum 20 stærstu sveitarfélaganna. Meðaltal samanburðarára frá 1987-1995. Reykjavík er í 19. sæti meöaltal skulda sveHaríélaqa er 100 selt eignir og fyrirtæki en notar pen- ingana í neyslu þessa árs. Það er alvar- legt mein til framtíðar. Þegar borin _eru saman 10 stærstu sveitarfélög á íslandi kemur í ljós að árið 1990 var Reykjavik skuldlægst í þeirra hópi. Jafnframt vora meðaltals- skuldir á mann hjá sveitarfélög þá um 70 þúsund krónur en í Reykjavík 42 þúsund krónur Árið 1992 var kreppunnar farið að gæta í atvinnulífinu. Reykjavík tók öflugt á móti með átaksverkefnum og framkvæmdum. í lok þessa árs var Reykajvík í næstlægsta sæti hvað skuldir varðar þegar 10 stærstu sveit- arfélögin era borin saman. Þá vora skuldir á hvem borgarbúa komnar í 79 þúsund krónur en landsmeðaltalið var þá 89 þúsund krónur. Sjálfstæðis- menn töldu skuldastöðuna gefa svig- rúm til frekari lántöku til átaksverk- efna og framkvæmda (mynd 2). í lok árs 1994 vora skuldimar komnar í 120 þúsund krónur á mann. Þá var Reykjavik í 5. sæti hvað skuld- ir varðar þegar 10 stærstu sveitarfé- lögin eru borin saman. Skuldir á mann í landsmeðaltali sveitarfélaga vora þá 134 þúsund krónur (mynd 3). Þannig hefur Reykjavík alltaf verið langt undir landsmeðaltali bæjarfélaga á Islandi hvað skuldir varðar, þrátt fyrir sérstök útgjöld á krepputímum. Reylq'avík hefur aldrei blandað sér í hóp skuldsettustu sveitarfélaganna þegar 20 stærstu sveitarfélögin á land- inu era skoðuð. (mynd 4) Það sem vekur þó athygli er að þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar for- svarsmanna R-listans um slæma fjár- málastjóm Reykjaríkur undir stjóm sjálfstæðismanna og loforð R-Iistans um að bæta úr því, hefur aðeins eitt gerst á valdatíma hans. Skattar hafa hækkað, gjaldskrár hafa hækkað og skuldir hafa aukist. Höfundur er oddviti sjáifstæðis- mann a i borgarstjórn Reykjavíkur. Staðreyndimar tala sínu máli í FRAMHALDS- SÖGU, sem birtist i formi tveggja greina í Morgunblaðinu 18. og 19. febrúar sl., hefur Gunnlaugur Þórðarson enn einu sinni vegið að eiginmanni mínum, Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingi og sendiherra, sem lést í apríl 1994. Því þessi orð. í framangreindum greinum fór Gunn- laugur Þórðarson mörgum orðum um eigin fræðimennsku, visku, reynslu og þekkingu á landhelgismálum ís- lands og alþjóðlegum hafréttar- málum - svo og doktorsritgerð sína, sem hann sjálfur mun hafa lesið oftar en nokkur annar lifandi maður. Gunnlaugur notaði tæki- færið, nú sem fyrr, til að ásaka Hans G. Andersen (tilgreindur sem landhelgisráð- gjafi utanríkisráð- herra) um skammsýni, blindni og afglöp í tengslum við land- helgismál þjóðarinnar, en þau voru eins og flestir vita ævistarf eiginmanns míns. Staðreyndirnar og staða þessara mála í dag tala hins vegar sinu máli en það mun vera Gunnlaugi ill- bærilegt að hann hafi lítið haft með þróun- ina að gera þótt hann haldi því fram sjálfur að svo hafi verið. Varðandi áhrif Gunnlaugs á þró- un landhelgismála má líkja þeim við sísuðandi flugu, sem að lokum hefur þau „áhrif“ að hendi er sleg- Hans hafði það alla ævi fyrir reglu, segir Astríður Andersen, að svara aldrei skrifum Gunnlaugs. ið til hennar. Reyndar hafði Gunn- laugur aldrei þessi áhrif á Hans G. Andersen, sem hafði það alla ævi fyrir reglu að svara aldrei skrif- um Gunnlaugs. Að doktorsritgerð Gunnlaugs Þórðarsonar hafi gjör- bylt hugsunarhætti og viðhorfi sér- fræðinga um heim allan til hafrétt- armála, eins og hann gefur í skyn, er jafntrúanleg frásögn sem saga um að doktorsritgerð hans hafi slegið öll met í bóksölu í Kamerún, eða að hann hefði fengið aðalhlut- verkið í „La cage aux folles“ á Broadway í New York. Ástríður Andersen WICANDERS GUMMIKORK w í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. j rú||um - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &co t>. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI553 8640 568 6100 %vic/^X\\v\ - Gœðnvam Gjalavara - matar og kafíislcll. Áliir verdllokkar. VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. Hciinslrægir hönnuðir m.a. Gianni Vcrsdcc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.