Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 25 AÐSEIMDAR GREINAR Hefur R-listinn LÆKKAÐ skatta og álögur? FORSVARSMÖNN- UM R-listaflokkanna í Reykjavík er gjarnt á að veija miklar skatta- og gjaldahækkanir sínar með því að segja að skattar og gjöld séu lægri í Reykjavík en í mörgum öðrum sveitar- félögum. Skýringin á því er þó aðeins ein: Sjálfstæðis- menn hafa varðað veg- inn með áherslu á að halda sköttum og gjöld- um niðri. Það eina sem R-lista- flokkamir hafa haft fram að færa í meiri- hlutatíð sinni sl. 3 ár er að hækka skatta og gjöld. Þetta þekkja fjölskyldur í Reykjavík. Nýr holræsaskattur, hækkun vatnsskatts, hækkun rafmagnsreikninga, hita- veitureikninga, bílastæðagjalda, strætisvagnafargjalda og þjónustu R-listinn hefur selt eignir og fyrirtæki, segir Arni Sigfússon, en notar peningana í neyslu þessa árs. fyrir aldraða, allt eru þetta spor R-list- ans. Þessar hækkanir vega svo þungt í rekstri hverrar fjölskyldu að þær hafa hrifsað til sín meirihluta þeirra launahækkana sem samið var um í síðustu kjarasamningum árið 1995. Fóru skuldir langt fram úr öðrum sveitarfélögum? Helstu afsakanir R-listaflokkanna eru þær að nauðsynlegt hafí verið að hækka skatta vegna þess að skulda- staða borgarinnar, í tíð sjálfstæðismanna hafi verið komin í algert óefni. R-listinn skellir skollaeyrum við rök- semdum um miklar lán- tökur til að svara krepp- unni. Engu er svarað um að nú í tíð R-listans, í góðærinu sem ríkir og sést á auknum tekjum sem streyma til borgar- innar, hafa skuldir hlað- ist upp. Þetta gerist þrátt fyrir að í núverandi fjár- hagsáætlun séu 800 milljóna kr. skuldir færð- ar frá borgarsjóði yfir á ný „hlutafélög" til að breiða yfir skuldaaukn- ingu borgarsjóðs. R-listinn hefur gefið til kynna að skuldir Reykjavíkur hafi aukist svo mjög á árunum 1991 til 1994 að skuld- ir á hvem íbúa hafi verið komnar langt fram úr öðrum sveitarfélögum. Þetta er alrangt, þótt sérstaða borg- arinnar hafi verið sú að miklum fjár- munum var varið til sérstakra átaks- verkefna í kreppunni. Þetta kom m.a. fram í orðum þáverandi forystumanns verkalýðshreyfingarinnar, Guðmundar J. Guðmundssonar. Hann lofaði Reylq'avíkurborg fyrir slíka áherslu. Mikil fjárfesting og atvinnuátaksverk- efni sem töldust til reksturs kölluðu á lántökur. 10 stærstu sveitarfélög borin saman Nú, þegar við höfum búið við efna- hagslegt góðæri í tvö ár, sakar ekki að líta til baka. Nýlegar samanburðar- upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru þar einkar gagnleg- ar. R-listinn hefur ekki notað góðærið til að greiða skuldimar. Hann hefur Árni Sigfússon 200 Mynd 4. Hlutfall (%) af heildarskuldum 20 stærstu sveitarfélaganna. Meðaltal samanburðarára frá 1987-1995. Reykjavík er í 19. sæti meöaltal skulda sveHaríélaqa er 100 selt eignir og fyrirtæki en notar pen- ingana í neyslu þessa árs. Það er alvar- legt mein til framtíðar. Þegar borin _eru saman 10 stærstu sveitarfélög á íslandi kemur í ljós að árið 1990 var Reykjavik skuldlægst í þeirra hópi. Jafnframt vora meðaltals- skuldir á mann hjá sveitarfélög þá um 70 þúsund krónur en í Reykjavík 42 þúsund krónur Árið 1992 var kreppunnar farið að gæta í atvinnulífinu. Reykjavík tók öflugt á móti með átaksverkefnum og framkvæmdum. í lok þessa árs var Reykajvík í næstlægsta sæti hvað skuldir varðar þegar 10 stærstu sveit- arfélögin era borin saman. Þá vora skuldir á hvem borgarbúa komnar í 79 þúsund krónur en landsmeðaltalið var þá 89 þúsund krónur. Sjálfstæðis- menn töldu skuldastöðuna gefa svig- rúm til frekari lántöku til átaksverk- efna og framkvæmda (mynd 2). í lok árs 1994 vora skuldimar komnar í 120 þúsund krónur á mann. Þá var Reykjavik í 5. sæti hvað skuld- ir varðar þegar 10 stærstu sveitarfé- lögin eru borin saman. Skuldir á mann í landsmeðaltali sveitarfélaga vora þá 134 þúsund krónur (mynd 3). Þannig hefur Reykjavík alltaf verið langt undir landsmeðaltali bæjarfélaga á Islandi hvað skuldir varðar, þrátt fyrir sérstök útgjöld á krepputímum. Reylq'avík hefur aldrei blandað sér í hóp skuldsettustu sveitarfélaganna þegar 20 stærstu sveitarfélögin á land- inu era skoðuð. (mynd 4) Það sem vekur þó athygli er að þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar for- svarsmanna R-listans um slæma fjár- málastjóm Reykjaríkur undir stjóm sjálfstæðismanna og loforð R-Iistans um að bæta úr því, hefur aðeins eitt gerst á valdatíma hans. Skattar hafa hækkað, gjaldskrár hafa hækkað og skuldir hafa aukist. Höfundur er oddviti sjáifstæðis- mann a i borgarstjórn Reykjavíkur. Staðreyndimar tala sínu máli í FRAMHALDS- SÖGU, sem birtist i formi tveggja greina í Morgunblaðinu 18. og 19. febrúar sl., hefur Gunnlaugur Þórðarson enn einu sinni vegið að eiginmanni mínum, Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingi og sendiherra, sem lést í apríl 1994. Því þessi orð. í framangreindum greinum fór Gunn- laugur Þórðarson mörgum orðum um eigin fræðimennsku, visku, reynslu og þekkingu á landhelgismálum ís- lands og alþjóðlegum hafréttar- málum - svo og doktorsritgerð sína, sem hann sjálfur mun hafa lesið oftar en nokkur annar lifandi maður. Gunnlaugur notaði tæki- færið, nú sem fyrr, til að ásaka Hans G. Andersen (tilgreindur sem landhelgisráð- gjafi utanríkisráð- herra) um skammsýni, blindni og afglöp í tengslum við land- helgismál þjóðarinnar, en þau voru eins og flestir vita ævistarf eiginmanns míns. Staðreyndirnar og staða þessara mála í dag tala hins vegar sinu máli en það mun vera Gunnlaugi ill- bærilegt að hann hafi lítið haft með þróun- ina að gera þótt hann haldi því fram sjálfur að svo hafi verið. Varðandi áhrif Gunnlaugs á þró- un landhelgismála má líkja þeim við sísuðandi flugu, sem að lokum hefur þau „áhrif“ að hendi er sleg- Hans hafði það alla ævi fyrir reglu, segir Astríður Andersen, að svara aldrei skrifum Gunnlaugs. ið til hennar. Reyndar hafði Gunn- laugur aldrei þessi áhrif á Hans G. Andersen, sem hafði það alla ævi fyrir reglu að svara aldrei skrif- um Gunnlaugs. Að doktorsritgerð Gunnlaugs Þórðarsonar hafi gjör- bylt hugsunarhætti og viðhorfi sér- fræðinga um heim allan til hafrétt- armála, eins og hann gefur í skyn, er jafntrúanleg frásögn sem saga um að doktorsritgerð hans hafi slegið öll met í bóksölu í Kamerún, eða að hann hefði fengið aðalhlut- verkið í „La cage aux folles“ á Broadway í New York. Ástríður Andersen WICANDERS GUMMIKORK w í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. j rú||um - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &co t>. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI553 8640 568 6100 %vic/^X\\v\ - Gœðnvam Gjalavara - matar og kafíislcll. Áliir verdllokkar. VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. Hciinslrægir hönnuðir m.a. Gianni Vcrsdcc.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.