Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 27 AÐSENDAR GREINAR VIÐ íslendingar stærum okkur gjarnan af því að vera meðal auðugustu þjóða heims. Við erum vel menntuð, heilbrigðisþjónusta er á háu stigi, þjóðarframleiðsla á íbúa er með því hæsta er þekkist og almenn velferð skipar okkur tvímælalaust á bekk tíu ríkustu þjóða. Og ekki er allt upp talið, þegar veraldlegum gæðum sleppir og reynt er að verðleggja okkar andlega ríkidæmi erum við í algjör- um sérflokki: Að eigin sögn eru íslendingar allra þjóða hamingju- samastir! Það er því ansi kaldrana- leg staðreynd að þessi hamingju- sama þjóð sem bæði vegna verald- legs og andlegs ríkidæmis gengur mikið upp í að líkja sér við auðug- ustu þjóðir Vesturlanda er í algjör- um sérflokki hvað varðar áhuga- leysi og afskiptaleysi í aðstoð við Þriðja heiminn. íslendingar vilja að rödd þeirra heyrist á alþjóðlegum vettvangi. Til að tryggja þetta höfum við verið ansi dugleg að taka þátt í alþjóð- legri samvinnu og samstarfi. Mér sýnist þó að þátttaka okkar sé oft á tíðum á mörkum hins siðlausa. Hér vil ég nefna að ísland er eitt af stofnlöndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Samkvæmt stofnsamþykkt stofn- unarinnar eru markmið hennar þrí- þætt: í fyrsta lagi að tryggja stöð- ugan hagvöxt, næga atvinnu og góð lífsskilyrði í aðildarlöndunum. í öðru lagi að stuðla að auknum heimsviðskiptum og iafnri sam- keppni á alþjóða mörkuðum. Og í þriðja lagi að stuðla að efnahags- legri framþróun aðildarlandanna, sem og Ianda utan stofnunarinnar. Innan OECD er ísland í góðum hópi því stofnunin hefur á að skipa öllum helstu iðnríkjum veraldar. Til að stuðla að síð- astnefnda þættinum í starfsmarkmiðum OECD hefur meðal annars verið sett á stofn svokölluð þróun- arsamvinnunefnd, oft- ast kölluð DAC. Þró- unarsamvinnunefndin samanstendur af lönd- um sem sinna þróun- araðstoð og hefur þau markmið að samræma þróunarstarf land- anna, meta árangur þróunaraðstoðar þeirra reglulega, og stuðla að því að aðildarlöndin uppfylli alþjóð- legar samþykktir um þróunarað- stoð. Fjögur af aðildarlöndum OECD eru ekki þátttakendur í þróunar- samvinnunefndinni. Þetta eru Grikkland, Tyrkland, Mexíkó og síðast en ekki síst ísland. ísland er hér í hópi þeirra þriggja landa inn- an OECD sem enn teljast þróunar- lönd samkvæmt alþjóðlegum skil- greiningum. Og hver skyldi nú vera ástæðan fyrir fjarveru Islands úr þróunar- samvinnunefndinni? Eflaust hafa íslensk stjórnvöld góð og gild rök fyrir því. Þó læðist að mér sá grun- ur að höfuðástæðan sé íslenskur tvískinnungur á háu stigi. Við vilj- um taka þátt þar sem hagsmunum okkar er vel borgið, en standa fyr- ir utan þá samvinnu þar sem til okkar eru gerðar sambærilegar kröfur og gerðar eru til annarra ríkra þjóða. Eitt af baráttuefnum þróunar- samvinnunefndarinnar hefur verið að þrýsta á aðildar- löndin að uppfylla ára- tugagamla samþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem felur í sér að iðn- ríkin veiji a.m.k. 0,7% af vergri þjóðarfram- leiðslu til þróunarað- stoðar. Því miður hefur gengið erfiðlega að uppfylla þetta loforð og á undanförnum árum hefur þetta hlut- fall að meðaltali verið lægra en 0,5%. Það er hinsvegar eftirtektar- vert að þau lönd sem við íslendingar teljum okkur standa næst, þ.e. Noregur, Danmörk og Svíþjóð, veita að meðaltali 1% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunarað- Þróunaraðstoð íslend- inga, segir Hermann Orn Ingólfsson, hefur á undanförnum árum verið um það bil 0,1% af vergri þjóðarfram- leiðslu. stoðar. Á sama tíma og frændur okkar á Norðurlöndunum eru allra þjóða fremstir er Island tvímæla- Íaust fallkandítat á þessum vett- vangi. Þróunaraðstoð íslendinga hefur á undanförnum árum verið u.þ.b. 0,1% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Svo lesandinn haldi ekki að um prentvillu sé að ræða er rétt að undirstrika þessa sorglegu stað- reynd: Opinber framlög íslands til þróunaraðstoðar eru 15% þess sem Alþingi hefur ályktað að veita skuli til þessara mála og hver íslendingur veitir einungis einn tíunda hluta af því sem nágrannar okkar á Norður- Íöndum veita til þróunaraðstoðar. Þetta er lægsta hlutfall sem þekkist sé miðað við þau rúmlega 20 lönd sem standa að þróunarsamvinnu- nefndinni. Með því að standa fyrir utan þróunarsamvinnunefndina komast íslensk stjórnvöld hjá því á snjallan hátt að þurfa að svara fyrir áhuga- leysi og framkvæmdaleysi á sviði þróunaraðstoðar. Stjórnvöld vita þó upp á sig sökina í þessum efnum og hvað eftir annað hafa íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel helstu leiðtogar þjóparinnar lýst því yfir að nú muni íslendingar taka sig á og auka framlög til þróunaraðstoð- ar. Þessi loforð virðast þó vera inn- antóm prð, sett fram til að fegra ímynd íslands á alþjóða vettvangi, því engar eru efndirnar og framlög til þróunaraðstoðar hafa staðið í stað á undangengnum árum. Á sama tíma hafa fátækari þjóðir Evrópu aukið framlög sín til þróun- araðstoðar verulega. Spánveijar og Portúgalar veita hiutfallslega u.þ.b. þrefalt hærri upphæðum til þróun- araðstoðar en íslendingar og Tyrkir hafa á stundum skotist fram úr okkur hvað varðar framlög til þró- unaraðstoðar. Allt eru þetta þjóðir sem ekki eru hálfdrættingar á við ísland hvað varðar þjóðarfram- leiðslu á íbúa og það er sérstaklega athyglisvert að þróunarland eins og Tyrkland, með einn tíunda hluta af þjóðarframleiðslu íslands, skuli sjá sér fært að veita meiri aðstoð en við. Staðreyndirnar tala því sínu máli, íslendingar eru allra þjóða naumastir þegar kemur að því að aðstoða hina fátæku borgara Þriðja heimsins. Það er þó mikilvægt að benda á það sem vel er gert í þessum efnum og því ber að nefna að sú litla þróun- araðstoð sem fram fer á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands hefur skilað jákvæðum árangri. Stofnunin er með samstarfssamn- inga í fjórum löndum Afríku þar sem verkefni sem tengjast fiskveið- um eru nánast allsráðandi. Ekki má heldur gleyma þeirri starfsemi sem fram fer á vegum Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Sú starfsemi hefur tví- mælalaust sannað tilverurétt sinn og er óskandi að skólinn eigi eftir að styrkjast í framtíðinni. En sennilega er von mín um aukna þróunaraðstoð óskhyggja ein, því sem dæmi um ótrúlegt áhugaleysi og stefnuleysi íslenskra stjórnvalda hefur ekki ennþá þótt ástæða til að skapa heildarstefnu í þróunarmálum á vegum íslenska ríkisins. Það hefur m.a. haft í för með sér að nánast ógerningur er fyrir Þróunarsamvinnustofnun að móta markvissa stefnu og skynsam- lega nýtingu íjármuna til langs tíma. Og það virðist vera sama hvar drepið er niður fæti í hinni íslensku stjórnmálaflóru, stefnuleysið virðist algjört og áhuginn í lágmarki. Því auglýsir undirritaður hér með eftir stefnumarkmiðum íslenskra stjórn- málamanna á þessu sviði. Ætla ís- lendingar að standa við loforð sín um framlög til þróunaraðstoðar? ætlum við að taka virkan þátt í samfélagi þjóðanna og byggja upp þennan heim sem við lifum í? eða ætlum við að vera stikkfrí í þessum efnum og viðurkenna, bæði fyrir sjálfum okkur og öðrum, að því miður höfum við ekki efni á að hjálpa íbúum Þróunarlandanna? Sérstaklega væri áhugavert að heyra frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, því það verð- ur að teljast alvarlegt áhyggjuefni ef íslensk ungmenni eru haldin sömu einangrunarhneigð og þröng- sýni og eldri flokkssystkini þeirra, sem virðast ennþá halda að Zimbabwe heiti Ródesía, Nelson Mandela sitji bak við lás og slá, og að það mikilvægasta í þessum heimi .sé að eiga fótanuddtæki og þvotta- vél sem tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Höfundur er verkfræðingur með M.Sc.-gráðu á sviði tækniaðstoðar og þróunarsamvinnu. Af þ rónnarað sto ð og þvottavélum Hermann Örn Ingólfsson Að megna vindinn Meðal annarra orða Við þvílíkar hugleiðingar fer ekki hjá því að sú spuming vakni hvort misvitrir stjórnmálamenn séu ef til vill helsta mengunarvandamál okkar. Njörður P. Njarðvík spyr: Getum við vænst þess að þeir fjúki burt? EITT af mörgu sem heyrst hefur haft eftir pólitískum ráðamönnum í umræðum og deilum um væntanlegt álver á Grundar- tanga, er að mengunarvarnir þurfi ekki að vera þar svo grimmilegar, af því að þar sé vindasamt og því fjúki loftmengun óðar burt. Eitthvað á þessa leið hljóðaði sú kenn- ing, og ber vitni um þvílíka andlega nær- sýni að maður bókstaflega blygðast sín. Að minnsta kosti vona ég, að erlendir sendi- herrar, og raunar engir útlendingar, hafi tekið eftir þessum ummælum. Hvert fýkur loftmengunin? Út úr gufuhvolfinu kannski? Ég er hræddur um ekki. En eitthvert fer hún, og ummælin bera ekki vott um víðáttu- mikið ábyrgðarsvæði. Ég hélt sannast að segja, að mönnum væri almennt orðið ljóst, að loftmengun er heimsvandamál sem sér ekki landamæri og krefst samábyrgðar allra manna ef við ætlum afkomendum okkar þann munað að fá að draga andann um ókomnar aldir. Aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu er eitt helsta áhyggjuefni allra hugsandi manna, en þeir sem hafa einberan skyndi- gróða að hugsjón, eru auðvitað alltaf að telja okkur trú um að við séum alltof svart- sýn: Þetta fýkur allt saman burt! Skainmtímahugsun Það er einmitt þess konar skammtíma- hugsun sem virðist helsta einkenni of margra íslenskra stjórnmálamanna. Og stundum er engu líkara en sumir þeirra gerist í raun talsmenn hinna erlendu auð- hyggjumanna í stað þjóðarinnar sem kaus þá til forystu. Það mætti ætla, að erlend fjárfesting gerði fjárfestana að einhvers konar velgjörðamönnum. Þó ætti öllum að vera ljóst, að þeir fjárfesta aðeins þar sem þeir sjá mesta hagnaðaiwon. Og reynslan hefur sannað, að þeir reyna yfirleitt að hliðra sér hjá eins miklum mengunarvörnum og þeim er leyft að komast upp með. Fjöl- þjóðleg fyrirtæki stunda ekki veigjörðir, þau sækjast eftir hagnaði, og þeim er hjartan- lega sama um land okkar. Við fréttum einmitt þessa dagana, hvern- ig Ijölþjóðleg fyrirtæki og stórveldi lita á lönd fámennra þjóða. Nú er stungið upp á því að kjarnorkuúrgangur heimsins verði geymdur í Thule á Grænlandi. Þar á að verða hættulegasti ruslahaugur heimsins. Dettur einhveijum í hug að verið sé að hugsa um líf Grænlendinga? Og í þeirri bandarísku skýrslu sem flytur þetta fagnað- arerindi, er sagt að ísland sé einnig nefnt sem heppilegur geymslustaður fyrir kjarn- orkuúrgang. Eldfjallaland! Kannski gjáin nýja í Vatnajökli þyki heppileg? Þarna sjáum við í hnotskurn þá umhyggju sem borin er fyrir okkur íslendingum. Annað dæmi um bráðræðið og óðagotið í svona umfangsmiklum og afdrifaríkum málum snýr að virkjunum. Sagt hefur verið að Columbia Ventures hafi veitt svo skam- man frest, að ekki sé margra kosta völ. Þetta er alvarlegt mál og snertir í raun alla framtíðarsýn á nýtingu orkulinda okkar annars vegar og umhverfis- og gróðurvernd hins vegar. Eiga erlendir fjárfestar, sem birtast skyndilega, að stjórna einhvers kon- ar fumkenndum viðbrögðum og koma í raun í veg fyrir heildaráætlun í virkjunarmálum? Grundvallarspurning Eins og fyrri daginn er því líkast sem stjórn á málefnum okkar íslendinga sé fólg- in í því að hrekjast áfram stefnulaust og bregðast við tilviljunum. í upphafi skyldi endirinn skoða, segir íslenskur málsháttur, sem mörgum gengur erfiðlega að læra. Forystumenn okkar haga sér of oft eins og maður í vanskilum, sem sér ekki til neinna átta í þrengingum sínum. Framtíðar- sýn þeirra sjáum við ekki, enda virðist hún ekki til. í afstöðu til stóriðju hafa allar ákvarð- anir miklar og varanlegar afleiðingar. Mis- tök getur verið erfitt og jafnvel ógerlegt að leiðrétta. Þetta eru of alvarleg mál fyrir framtíð lands og þjóðar, til þess að við getum látið bjóða okkur illa grundaðar yfir- lýsingar um að allt muni verða í lagi og það sem ekki verði lagi, muni fjúka burt. Grundvallaratriði málsins liggja ljós fyrir. Annars vegar er nýting orkulinda með virkjunum, sem hafa í för með sér mikið umhverfisrask á hálendi íslands, og meng- andi stóriðja. Því öll stóriðja er mengandi. Spurningin er aðeins hversu mikil sú meng- un er. Hversu mikla stóriðju vill þjóðin? Við höfum sementsverksmiðju á Akranesi, áburðarverksmiðju í Gufunesi, stækkað ál- ver í Straumsvík, járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Og nú er talað um álver á Grundartanga, álver á Keilisnesi, magnes- iumverksmiðju. Og allt við Faxaflóa! Og fleiri hafa áhuga á að reisa hér álver. Hversu langt á að ganga? Hins vegar eru sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar. Við beijumst við gróð- ureyðingu, við viljum fá hingað erlenda ferðamenn, við viljum njóta náttúru lands- ins, við viljum njóta fegurðar hennar og kyrrðar til andlegrar endurnæringar, við viljum framleiða vistvænar afurðir og við viljum auglýsa land okkar sem hreint land, -ómengað, hreint vatn og tært loft. Og við viljum skila þannig landi í hendur afkom- enda okkar. Hvað á að verða um þessa ímynd? Áður en við tökum afdrifaríkar ákvarð- anir um erlenda stóriðju, sem við vitum ekki hvert muni leiða okkur, verðum við fyrst að spyija okkur sjálf grundvallar- spurningar: Hvað ætlum við okkur? Hvers konar þjóð ætlum við að vera í framtíð- inni? Ef við gerum það ekki, áður en við tökum þessar afdrifaríku ákvarðanir, getur svo farið, að við fáum aldrei tækifæri til að svava þeirri spurningu og munum ekki geta ráðið framtíð okkar sjálf. Við þvílíkar hugleiðingar fer ekki hjá því að sú spurning vakni hvort misvitrir stjórn- málamenn séu ef til vill helsta mengunar- vandamál okkar. Getum við vænst þess að þeir fjúki burt? Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.