Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 38
^r38 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BOÐVAR JÓNSSON + Böðvar Jóns- son, fyrrver- andi verksmiðju- stjóri, fæddist í Holti í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu, 8. desember 1911. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sverrisson, bóndi í Holti og- síðar út- gerðarmaður og yf- irfiskmatsmaður í Vestmannaeyjum, f. 22. jan. 1871, d. 5. mars 1968, og Solveig Magnúsdóttir, f. 20. ágúst 1879, d. 21. apríl 1955. Þau eignuðust fimmtán börn sem öll náðu fullorðinsaldri og eru sex þeirra á lífi. Böðvar ólst upp í foreldrahúsum í Álftaveri og í Vestmannaeyj- um. Árið 1937 kvæntist Böðvar Ágústu Magnúsdóttur, f. 9. ág- úst 1912, d. 24. júní 1960. Árið 1937 fluttu þau til Reykjavíkur *** þar sem Böðvar var lengst af verksmiðjustjóri hjá Vinnufata- gerð íslands hf. og síðar hjá Föt hf. sem m.a. rak verslanir Andersen og Lauth. Hann var auk þess í sljórn ýmissa ann- arra fyrirtækja. Seinni kona Böðvars er Betsy Ágústdóttir f. 28. nóvember 1919. Þau gengu í hjónaband 18. nóvember 1967. Böðvar og Ágústa eignuðust fjögur böm. Þau em: 1) Jón Einar, verk- fræðingur, forstjóri Ratsjárstofnunar, f. 27. júli 1936. Kona hans er Arndís S. Amadóttur og eiga þau þrjú böm og eitt bamabam. 2) Hrafnhildur, bók- menntafræðingur í Kanada, f. 28. októ- ber 1944. Eiginmað- ur hennar er Eugene Krenci- glowa og eiga þau eina dóttur. 3) Magnús, læknir, f. 4. október 1949, nýraasérfræðingur á Landspítalanum, í sambúð með Ástu Sigurbrandsdóttur. Fyrri kona Magnúsar er Lovísa Fjeldsted og eiga þau fjögur böm. 4) Viðar, viðskiptafræð- ing^ur, f. 22. nóvember 1951, framkvæmdastjóri Foldar, fast- eignasölu. Kona hans er Anna Ó. Guðnadóttir og eiga þau eina dóttur. Böm Betsyar og fyrri manns hennar, Karls Krist- manns, f. 21. nóvember 1911, d. 19. janúar 1957, em: Ingi- björg, Viktoría, Kolbrún Stella, Kristmann, Ágúst og Friðrik. Útför Böðvars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mikill heiðursmaður er horfínn af lífsins sviði. Tengdafaðir minn Böðvar Jónsson var glæsilegur á a» velii, með svipmikið andlit, há kinn- bein, augun sindrandi blá, teinrétt- ur í baki og virðulegur í fasi. Klæða- burðurinn óaðfinnanlegur og hveiju tilefni hæfði sérstakur fatnaður, hvar sem hann fór var eftir honum tekið. Yfirleitt var hann frakka- klæddur með hatt á höfði. Samfylgd hans fyllti mig stolti. Hann bar ald- urinn vel og ef eitthvað var yngdist hann með árunum og það er óhætt að fullyrða að ellikerling var ekki samfylgdarkona hans. Hann var heilsuhraustur og þakkaði forsjón- inni þá náðargjöf. Þegar ég varð hluti af fjölskyldu Böðvars var hann á þeim aldri sem menn hafa lokið ævistarfi sínu og sest í helgan stein. Þótt hann léti t Ástkær frændi okkar, SÆMUNDUR ÞÓRÐARSON, Neshaga 5, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala 24. febrúar. Viðar H. Jónsson, Ingunn B. Jónsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA KRISTÍN GUÐLAUGSDÓTTIR, sem lést á Kumbaravogi 14. febrúar 1997, hefur verið jarðsungin f kyrrþey. Innilegar þakkirtil starfsfólks Kumbara- vogs. Stella Ragnheiður Sveinsdóttir, HallgrímurSveinsson, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Björg Sveinsdóttir, Ragnar Haraldsson, Pálmi Sveinsson, Alfa Malmquist, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Elskulegur sonur okkar, ALBERT SÖLVI KARLSSON, Eiðsvallagötu 28, Akureyri, sem lést á heimili sínu 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Barnaheill. Kristín Albertsdóttir, Karl Hólm Helgason. af störfum féll honum aldrei verk úr hendi. Meðal annars starfaði hann við fyrirtæki mágs síns við verðútreikninga og tollskýrslugerð allt fram á þetta ár. Hann var óþreytandi við að hlúa að systkinum sínum og aldráðri tengdamóður sem lést í hárri elli fyrir fáum árum. Trygglyndi og manngæska voru meðal mannkosta hans.' Hann var mikill bókamaður og hafði drukkið í sig mikinn fróðleik á langri ævi. Bókasafni sínu sinnti hann af mikilli alúð og allt var þar í röð og reglu eins og í umhverfi hans öllu. Fyrir 44 árum reisti hann sér glæsilegt hús sem stendur efst á Háteigsvegi í Reykjavík. Þar bjó hann alla tið síðan og bar húsið og heimilið honum fagurt vitni. Við- haldi öllu var vel sinnt og nostrað í garðinum. Hann vílaði ekki fyrir sér að slá grasblettinn á sumrin og þegar hann hafði á vorin lokið við að snyrta trén kom hann færandi hendi með trjágreinar í arininn. Böðvar elskaði allt sem lífsand- ann dró og var þá sama hvort um var að ræða gróður jarðar, smá- fugla eða mannanna böm. Hann var ríkur maður og ríki- dæmi hans fólst ekki síst í góðri eiginkonu, mannkostabörnum og barnabörnum, systkinahópnum stóra og brosandi, fullur stolti sagð- ist hann hafa átt sjö systur og sjö bræður, var einhver ríkari? Böðvar var tíundi í röð þessara systkina og sex lifa bróður sinn. Hann fylgdist vel með framgangi náttúrunnar, m.a. með því að fylgj- ast með hlyninum við stofu- gluggann. Þannig vissi hann ná- kvæmlega hvenær einn árstími tók við af öðrum og á haustin horfði hann á þrestina beigja sig út af reyniberjum í garðinum. Menn af kynslóð tengdaföður míns muna tímana tvenna. Á kreppuárunum var hann orðinn fulltíða maður og töluvert eldri þegar heimsstyijöldin síðari skall á. Við sem yngri erum eigum oft erfítt með að setja okkur inn í hugarheim þessa fólks en lífs- reynsla langrar ævi kenndi honum að meta betur allt það góða sem lífíð hefur upp á að bjóða. Tengdafaðir minn var hamingju- samur maður, víðförull, víðlesinn og fróður um flesta hluti. Hann hafði skoðanir á mönnum og mál- efnum en bar samt sem áður virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Þó að hann hefði um það fá orð held ég að honum hafi oft þótt nóg um hinar öru framfarir og breytingar í þjóðlífinu. Hann var af þeirri kyn- slóð þar sem starf konunnar fólst í að sinna heimili og börnum og held ég að stundum hafi hann furð- að sig á þessu brölti okkar kvenn- anna. Því tók hann þó með stóískri ró eins og öðru. Þeir sem hafa kynnst sorginni láta hveijum degi nægja sína þján- ingu og eru þakkalátir fyrir gjafir lífsins. Tengdafaðir minn fór ekki varhluta af sorgum. Ungur að árum missti hann tvo bræður sína í sjó- slysi, seinna systurina Aðalheiði 36 ára gamla og á miðjum aldri knúði þyngsta sorgin dyra þegar hann missti eiginkonu sína Ágústu Magnúsdóttur frá fjórum börnum. Hann bar harm sinn í hljóði en lagði sig allan fram um að veita börnum sínum allt það besta. Hann gekk síðar að eiga Betsy Ágústsdóttur eða Stellu eins og hún er betur þekkt. Það var mikið gæfu- spor. Gagnkvæm ást þeirra, virðing, kærleikur og hlýja sem frá þeim stafaði hefur orðið þeim sem næst þeim stóðu góð fyrirmynd. Þau voru samtaka í flestu og höfðu gaman af að ferðast. Upp úr áramótum ár hvert fóru þau að leggja á ráðin um ferð á suðrænar slóðir, oftar en ekki fóru þau til Kanaríeyja en heimsóttu auk þess m.a. Spán, Bandaríkin, Norðurlönd- in og fyrir mörgum árum lágu leið- ir þeirra alla leið til Malasíu. Ferða- lögin gáfu þeim mikið og veit ég að tengdafaðir minn hafði gaman af að bera saman ólíkt þjóðlíf, gróð- urfar og verðlag landanna sem hann heimsótti. Á síðastliðnu ári urðu ferðirnar til útlanda tvær, önnur til Kanaríeyja að vorlagi og í júlí ferð- uðust þau um Thailand. Segja þessi ferðalög meira en mörg orð um ungan anda og góða heilsu tengda- föður míns. Það var sama hvert ferðast var, alltaf sendu þau póst- kort og sögðu frá því sem þau höfðu fyrir stafni og því sem fyrir augu bar. Böðvar tengdafaðir minn var orð- vandur maður og fáa þekki ég sem tókst að segja svo ótal margt með fáum vel völdum orðum. „Þau eru ekkert betri sjálfskaparvítin en önn- ur víti,“ sagði hann og brosti í kampinn og „líkklæðin hafa enga vasa“, eru dæmi um þetta. Ég á einungis góðar minningar um sam- fundi við tengdaföður minn. Orð voru yfirleitt óþörf en ást sína og væntumþykju sýndi hann mér og fjölskyldu minni með hlýju faðmlagi og jiéttu handabandi. Ég minnist með þakklæti heim- sókna til tengdaforeldra minna þar sem borðin svignuðu undan kræs- ingum, sama hvort boðið var til veislu eða litið var inn á sunnudags- eftirmiðdegi. Þá sat tengdafaðir minn alltaf í hásæti sínu við borðs- endann, þar sem hann sómdi sér best og sagði gjarnan frá ýmsu sem drifíð hafði á daga hans á langri og viðburðaríkri ævi. Á gamlárskvöld ár hvert tókst mér og fjölskyldu minni að endur- gjalda gestrisni þeirra þegar fjöl- skyldur okkar söfnuðust saman á heimili okkar, nú síðast fyrir tæpum tveimur mánuðum. Tengdafaðir minn var þá farinn að finna fyrir lasleika en hélt þó reisn sinni enn sem fyrr. Ég held að fjölskyldan hafi á þessum tímapunkti skynjað að líklega væri þetta síðasta gaml- árskvöldið okkar saman. Sú varð raunin því nú hefur heiðursmaður- inn Böðvar Jónsson lagt upp í sitt síðasta ferðalag. Eins og fyrir önn- ur ferðalög var hann vel undirbúinn og hafði m.a. lagt á ráðin um jarðar- för sína og greftrunarstað. Kankvís sagði hann að syndaregistur sitt væri hvorki stórt né mikið og mætti örlögum sínum með þeirri reisn sem var honum eðiislæg. Að leiðarlokum kveð ég tengda- föður minn með ljóðlínum úr ljóði eftir Jónas Hallgrímsson: Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi þvi hér enginn höfðingja liðinn; fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. Anna Ó. Guðnadóttir. Mig langar til þess að minnast Böðvars Jónssonar með örfáum orð- um. Ég var svo lánsöm að eignast hann fyrir tengdaföður. Vel hefur forsjónin vandað það val, því hann hefur reynst mér sem elskuríkur faðir og sannur vinur í þau 27 ár, sem leiðir okkar hafa legið saman. Þegar ég kom fyrst heim á Há- teigsveg tóku þau Böðvar og Stella mér opnum örmum og varð mér strax hlýtt til þeirra. Andrúmsloftið kringum þau fannst mér ákaflega gott og félagsskapurinn eftirsókn- arverður. Stella brosmild og já- kvæð, Böðvar rólegur, jafnlyndur og þægilegur í viðmóti. Þar sem við bjuggum í sama húsi urðu kynni okkar betri og samgangurinn meiri en ella. Höfum við átt margar góð- ar stundir saman, bæði hér heima og á námsárum okkar Magnúsar vestanhafs, en þangað komu þau oft að heimsækja okkur. Böðvar var vel gefinn maður og mjög vel að sér um hina ótrúleg- ustu hluti. Áhugasvið hans var vítt og minnið gott. Oft var fljótlegra að fletta upp í honum en alfræði- orðabókinni. Böðvar sagði mér eitt sinn frá fyrstu kynnum sínum af skóla. Kennslukonan vildi athuga hvort hann þekkti stafina og var stafað um hríð. Síðan var byijað að kveða að og kom þá í ljós að drengurinn var fluglæs. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki, að þú kynnir að lesa?“ spurði kennslukonan. „Nú, þú spurðir ekki,“ svaraði hann af þeirri hæversku, sem honum var töm. Ekki vissi hann hvenær hann lærði að lesa. Það hafði komið af sjálfu sér, þar sem systkinahópur- inn var stór og alltaf einhver að stagla. Ekki var um það að ræða, að ganga menntaveginn, þrátt fyrir góðar gáfur og hæfileika til náms, sem böm hans öll hafa erft. Böðvar var laginn við allt hand- verk og hafði gott verksvit. Ófá em þau heimilistæki, sem hann gat fengið til þess að endast talsvert lengur en áætlað var. Síðast á að- fangadag gerði hann við þvottavél- ina mína og firrti mig miklum vand- ræðum. Böðvar var höfðinglegur á velli og mjög vel á sig kominn. Bar hann alls ekki með sér árafjöldann. Ein- hvern veginn kom það mér í opna skjöldu þegar hann veiktist svo skyndilega og ljóst var hvert stefndi. Veikindum sínum tók hann með einstöku æðruleysi, spaugaði jafn- vel og sagði að „af þessu þyrfti þó varla að borga skemmtanaskatt!" Böðvar var í mínum augum og bama minna sem klettur. Traustur og áreiðanlegur, en líka elskulegur og ávailt reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd. Það var mín óskhyggja, að við myndum alltaf eiga hann að. Mér finnst við hafa misst mikið, en ég veit að það er vegna þess, að við höfum verið svo lánsöm að þekkja hann. Blessuð sé minning hans. Lovísa Fjeldsted. Við andlát og útför Böðvars Jóns- sonar leita á hugann margar og ljúf- ar minningar. Atvikin höguðu því svo að við Böðvar urðum fyrir 40 árum spila- félagar í brids-klúbbi. Ekki var nú klúbburinn sá stofnaður til lofs og frægðar en kunningsskapur okkar varð brátt að taustri vináttu. Spilakvöldin veittu okkur viku- lega yfir vetrarmánuðina ómælda ánægju. Enda þótt spilin væru stundum í rýrara lagi voru umræð- urnar við kaffiborðið ávalit fjörugar og ánægjulegar. Dægurmálin að sjálfsögðu krufin rækilega. Böðvar var gæddur góðri greind og kímni hans naut sín vel á spilakvöldum. Böðvar var í áratugi verksmiðju- stjóri hjá Vinnufatagerð íslands og naut hann alla tíð bæði trausts og virðingar hjá starfsfólki jafnt sem eigendum. Hann átti einnig sæti í stjóm Fata hf. og Andersen og Lauth hf. Hann var traustur og virk- ur stuðningsmaður íslensks iðnaðar, enda náinn vinur og samstarfsmaður margra er þar voru í forsvari. Böðvar kunni margt að segja um lifnaðarhætti, búskap og sjósókn á fyrri hluta þessarar aldar, enda var faðir hans Jón Sverrisson víðkunnur fræðaþulur um fortíðina. Þegar Böðvar í byijun þessa árs fékk upplýst að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm vildi hann fá að vita, hve langur tími væri þar til kæmi að endalokum. Honum var sagt að hugsanlega væm það aðeins tveir mánuðir. Þessum tíðindum tók hann með slíku æðmleysi, að ekki var hægt annað en að dást að hetju- legri rósemd hans. Er hann skýrði okkur spilafélögum frá þessu tók hann fram að í raun væri sér ekk- ert að vanbúnaði, þótt lífshlaup sitt væri senn á enda. Þetta virtist næst- um vera átakanlegra fyrir okkur en hann. Það er ekki hægt annað en bera djúpa virðingu fyrir slíku jafn- aðargeði, þegar helfregn blasir við. Það er gott til þess að vita, að margir af hans góðu mannkostum hafa gengið að erfðum til niðja hans. Að lokum er sérstök ástæða til að senda síðari konu hans Betsy (Stellu) bestu þakkir fyrir ástúð hennar og nærgætni, svo og rausn- arlegar móttökur á spilakvöldum í þijá áratugi. Blessuð sé minning þessa heið- ursmanns. Guðmundur Guðmundarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.