Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 53
morgunblaðið MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 53 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SIONVARP Móður- sýki á báða bóga Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege atRuby Ridge)_ Sannsögulcg spcnnumynd ★ ★ Framleiðandi: Edgar J. Scherick Associates Leikstjóri: Robert Young. Handritshöfundur: Lionel Chetwynd. Kvikmyndataka: Donald M. Morgan. Tónlist: Patrick Williams. Aðalhlutverk: Laura Dern, Randy Quaid, Kirsten Dunst, Joe Don Baker og Diane Ladd. 91 mín. Bandaríkin. Victor Television Productions/Stjörnubíó 1997. Útgáfudagur: 24. febrúar. Bönnuð börnum innan 16 ára. Randy og Vicky Weaver eru bókstafstrúarfólk. Þau trúa að heimsendir sé nærri, og láta því Biblíuna leiða sig á staðinn sem þau geta lifað á ásamt börnum sínum óhult fyrir vonsku alheims- ins. Smám sam- an þróast sann- leikur þeirra yfir í kynþátta- hatur. Randy er einfaldur hermað- ur að upplagi, og fer að selja ólög- mæt vopn til að fæða fjölskyldu sína. Þegar alríkislögreglan kemst í málið fer allt úr böndunum. Þetta er hryllilegur og átakanlegur sannleikur. Hér sannast að sjaldn- ast veldur einn ef tveir deila. Myndin sýnir á skýran hátt öfga- trúafólk sem leiðist smám saman lengra inn í sinn eigin sannleika, og lýsir einnig hermönnum vel sem mikla fyrir sér raunverulegar að- stæður til að fá njóta sín og mis- nota þannig vald sitt. Úr þessu verður ein allsheijar móðursýki á báða bóga sem endar í miklum harmleik. Myndin er vel gerð í alla staði. Hún heldur athygli áhorfandans allan tímann, því hún orkar mjög tvímælis, og ögrar þannig áhorf- andanum. 011 tæknileg vinnsla og sérstaklega leikstjómin er góð, og fara þau Laura Dem og Randy Quaid á kostum sem hin trúuðu hjón. Hér er á ferð óvenju sterk og góð sjónvarpsmynd. Hildur Loftsdóttir DíMin n&fo |_V’ i I RIRMYND Finndu þér fyrirmynd Þú skalt komast að þvl hvað þjálfarinn þinn hefur gert til að ná árangri. Faxafeni • Langarima • Skipholti SatnaOu 5 holltailum ocj þu taaO t 000 hi afslátt al þriggja mánaöa koitum i Mætti og Gatoradc btúsa og dutl frá Sól hl. OLIVER Stone, kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Stone hugsanlegur leikstjóri „Mission Impossible 2“ TOM Cruise og samstarfsmaður hans Paula Wagner, sem fram- leiddu myndina „Mission Im- possible" saman, eru nú að reyna að ná samningum við leikstjórann Oliver Stone um að hann taki að sér að skrifa og leikstýra fram- haldi „Mission Impossible". Þrátt fyrir að myndin hafi sleg- ið í gegn þegar hún var frumsýnd síðastliðið sumar voru margir gagnrýnendur ekki hrifnir og margir aðdáenda sjónvarpsþátt- anna ekki heldur vegna örlaga aðalpersónanna í myndinni. Stone og Cruise hafa ekki unn- ið saman síðan Stone leikstýrði Cruise í myndinni „Born on the Fourth of July“ þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið í deiglunni hjá þeim, þar á meðal mynd um Alex- ander mikla sem Stone er að skrifa handritið að. Stone vinnur nú að myndinni „U - Turn“ og lauk nýlega við fyrstu skáldsögu sína, „A Child’s Night Dream“ sem St. Martin útgáfan hefur í hyggju að gefa út. Aðalfundur 1997 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félags- ins, Bfldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 28. febrúrar 1997 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægilegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera slíkt skriflega. HAMPIÐJAN v\ V w'/’ A' ^ Grænn lífseðill - gagnast þér allt lífið - Framkvœmdaaðilar Grana lífseðilsins eru Iþróttirfyrir alla og Heilsuefiing. gar í lauginni, fimmtudaginn 27. febrúar, haldnir á eftirtöldum stöðum: Húsavik: Sundlaugin Laugarbrekku, kL 17 - 19. Kynning á sund- leikfimi. Ráðgjöf og blóðþrýstingsmælingar. Húsvíkingar! Munið sundleikfimina á þriðjudögum kl. 21. Hveragerðú Sundlaugin Laugaskarði kL 18- 20. Ráðgjöf og mælingar. Hafnarjförður: Suðurbæjarlaug kL 17-19. Riðgjöf, mselingar og annað til skemmtunar og fróðleiks. Akranes: JaðarsbakkalaugkL 17-19. Ráðgjöfog mælingar. Reykjavík: Laugardalslaug kL 7 - 9 og 17 - 19, Árbœjarlaug kL 7-9, Breiðholtslaug kL 1130 - 1330, VesturbæjarlaugkL 1130- 1330, Sundböllin kL 17 - 19. Ráðgjöf, blóðfitu- og blóðþrýstingsmælingar. n SPARISJÓÐURENN -fyrirþigogþltw Hellbrlgðla- og IrygglngHmálftráðuneyllð < -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.