Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þroskaheftir og kynferðisofbeldi BÖRNUM sem verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi hér á landi er yfirleitt ekki tryggð- ur fullnægjandi stuðn- ingur. Búast má við að ekki færri en 50 böm þurfi árlega á sérhæfðri meðferð að halda. Eng- in hópmeðferð stendur þeim til boða, áfalla- meðferð skortir yfir- leitt og lítið eða ekkert skipulag er á því hvem- ig og hvort þeim er veitt langtímameðferð. Þetta em alvarlegar upplýsingar úr svari félagsmálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi við fyrirspum Jó- hönnu Sigurðardóttur um kynferðis- lega misnotkun á bömum. Sérstak- lega þegar litið er til þess, að aðeins 10% af þessum málum eru uppi á yfirborðinu, en það er álit þeirra sem gerst þekkja þessi mál. Líða fyrir niðurskurð ríkisstjórnarinnar Það er ljóst að niðurskurðurinn til heilbrigðismála hefur bitnað aivarlega á þjónustu við þennan hóp barna. Starfsfólk á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hefur aldrei upplifað annað eins. Ásókn þangað og álagið þar hefur aldrei verið meira. Önnur meðferð er kostnaðarsöm fyrir aðstandendur, sjúkra- tryggingar taka hvorki þátt í sálfræði- kostnaði né útgjöldum vegna félagsráðgjaf- ar. Félagsmálastofn- anir geta að vísu kom- ið til móts við þann kostnað, en oft er það aðeins að hluta. Lítil fræðsla, meðferð og stuðningur Þroskaheftir eiga mun frekar á hættu en aðrir að verða fórn- arlömb kynferðisofbeldis. Hér á landi hefur þessum hópi lítið verið sinnt eða hann kannaður með tilliti til kynferðismisnotkun- ar. Ekkert í námsefni hans tekur á þessum málum. Meðferð fyrir fóm- arlömbin verður að auka, segir Asta R. Jóhannesdóttir, og huga sérstaklega að áhættuhópum eins og þroskaheftum. Brýnt er að koma á fót öflugri kynfræðslu þroskaheftra svo að þeir geri sér grein fyrir því hvenær verið er að bijóta gegn þeim. Auk þess þarf að tryggja að þeir fái sömu meðferð og stuðning og aðr- ir. Allt að 70% fórnarlömb kynferðisofbeldis Samkvæmt erlendum könnun- um hefur að meðaltali meira en önnur hver þroskaheft kona orðið fyrir kynferðislegri misnotkun einhverntíma á lífsleiðinni, sem barn eða síðar, en margar þeirra ná aldrei andlegum þroska fullorð- inna. Aðrar kannanir sýna enn Ásta R. Jóhannesdóttir Fermingar Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um 4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði. Er þetta í áttunda sinn sem slíkur blaðauki er gefínn út með upplýsingum á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins. í blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarböm og foreldra um undirbúninginn og fermingardaginn. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn. Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra bama erlendis, tekin verða tali fermingarböm fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleiru. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 3. mars. - kjami málsins! hærri tölur, allt upp í 70%. Mörg dæmi eru um að til Stíga- móta komi þroskaheftar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og síðar - og ekk- ert hafði verið brugðist við því. Þær finna til vanmáttar og von- leysis - og hending er hveiju þroskaheftir segja frá í tilvikum sem þessum. Stjórnvöld að vakna - þrír karlar funda Þroskahjálp hefur reynt að bregðast við með námskeiðum um þessi mál fyrir starfsfólk á sambýl- um fyrir þroskahefta. Og nú félags- málaráðherra með því að skipa þijá karla í nefnd til að gera úttekt á kynferðilegu ofbeldi á heimilum fyrir fatlaða. Það er jákvætt að stjórnvöld hafí vaknað til vitundar um vanda þessa hóps og vilji taka á þessum málum. En hefði ekki jafnréttisráðherrann átt að hafa samráð við Þroskahjálp vegna þessa og skipa þó ekki væri nema eina konu í nefndina? Kvenfólk er oftast þolendur, én karlarnir gerendur í þessum alvar- legu málum. Stuðning við og meðferð fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis verð- ur að auka, en 'einnig að huga sér- staklega að áhættuhópum eins og þroskaheftum. Höfundur er alþingismaður. Hvert stefnir sál- fræðiþjónusta í grunnskólanum? SÁLFRÆÐINGAR hafa unnið við skóla á íslandi í yfir 30 ár, en það var fyrst við setningu grunnskólalaganna 1974 sem sál- fræðiþjónustan var skilgreind. í þeim lögum var lagður grunnur að metnaðarfullu starfi til aðstoð- ar grunnskólabörnunum og fjöl- skyldum þeirra, sem því miður hefur verið dregið úr með hveijum nýj- um grunnskólalög- um. Sem dæmi um minnkandi þjónustu er, að í lögunum frá 1974 var gert ráð fyrir einum sálfræð- ingi á hveija þúsund nemendur, en núna er hlutfallið einn sál- fræðingur á u.þ.b. fimmtán hundruð nemendur. Á sama tíma hefur eftir- spurnin eftir þjón- ustu sálfræðinga aukist gífurlega, þannig að ekki hefur verið hægt að sinna nema brýn- ustu vandamálunum. Kosturinn við sálfræðiþjónustu í skólum hefur verið nálægðin við Sálfræðingar, segja þær Agústa Gunnarsdóttir og Svanhvít Björg- vinsdóttir, hafa áhyggjur af skerðingu sálfræðiþjónustu við grunnskólaböm. börnin og auðvelt aðgengi að þjónustunni þar sem sálfræðingar hafa fasta viðveru í skólanum. Foreldrar og starfsfólk skóla hafa nýtt sér þessa ráðgjafarþjónustu þannig að hægt hefur verið að íeysa mál áður en í óefni er kom- ið. Þessi þjónusta, sem að stórum hluta er forvarnarstarf, hefur ver- ið ódýr fyrir samfélagið og að kostnaðarlausu fyrir þá sem hafa notað hana. Sálfræðingar hafa áhyggjur af skerðingu sálfræðiþjónustu við grunnskólabörn, sem boðuð er í nýjum grunnskólalögum. Þessi þjónusta á að vera hluti af heild- stæðri þjónustu við börn og fjöl- skyldur þeirra, en eins og staðan er í dag vantar mikið upp á. í kjölfar nýrra laga um grunnskól- ann var sett reglugerð um sér- fræðiþjónustu í grunnskólum landsins, sem skerðir verulega þá sálfræðiþjónustu sem börnum og fjölskyldum þeirra hefur staðið til boða. í nýrri reglugerð um sérfræði- þjónustu skóla, sem sett var sl. sumar, er hlutverk sálfræðingsins þrengt til muna. Búið er að draga úr þeirri ráðgjafarþjónustu, sem foreldrum grunnskólabarna hefur staðið til boða fyrir sig og börn sín. í stað þess að hafa barnamið- aða þjónustu, eins og verið hefur, hafa menntamálayfirvöld breytt þessari þjónustu í skólamiðaða þjónustu og störf sérfræðiþjón- ustu skóla eiga fyrst og fremst að beinast að því að efla grunn- skólana sem faglegar stofnanir, sem geti leyst flest þau viðfangs- efni sem upp koma í skólastarfi og leiðbeina starfsmönnum skóla eftir því sem við á. Vandamál barnanna eru enn til staðar og einhver verður að sinna þeim verkefnum, sem sálfræðiþjónusta skóla sinnti áður. Það er ekki nóg að finna þau börn, sem eiga rétt á aðstoð skv. lögum, heldur þurfa að vera til staðar úrræðin sem veita eiga þeim aðstoðina. Þetta samræmist ekki þeirri kröfu, að þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra verði heildstæð, þ.e. að ekki þurfi að leita til margra að- ila í mörgum „kerfurn" til að fá aðstoð. Eins og fram hefur komið er reglugerðin ný og lítil reynsla komin á hana. Nýlega var haldinn fundur með mörgum sálfræðing- um, sem starfa við skóla. Þar kom fram veruleg óánægja með skerta þjónustu, bæði þeirra sem veita þjónustuna og þeirra sem nota hana. Okkar tillaga er, að í lok skóla- ársins 1996-1997, fari fram mat á því hvernig vinna samkvæmt nýrri reglugerð hefur komið til móts við þarfir nemenda og ann- arra þeirra aðila, sem þurfa á þjónustu sálfræðinga í skólakerf- inu að halda. Ágústa er formaður Félags sálfræðinga viðskóla. Svanhvíter formaður Sálfræðingafélags íslands. Svanhvít Ágústa Björgvinsdóttir Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.