Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ANDRÉS grípur í að smíða rokka og fleira þegar minna er að gera í viðgerðunum. Snældan er úr eik en annað úr afgöngum frá Límtrésverksmiðjunni á Flúðum og úr birki sem Andrés dregur til sín þegar skógurinn fyrir ofan Miðfell er grisjaður. haft gaman að öllu sem héti timb- ur, að gera allskonar vitleysu úr því. Andrés segist mest fá gamla muni, 100 til 200 ára gamla. Mikið af kommóðum og kistum frá síð- ustu aldamótum. Elsti hluturinn er frá 1793, ártalið var grafið á skáp- inn. Hann segir að yfirleitt séu þetta hlutir sem hafi tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna, vegna þess að þeir hafi verið í eigu forfeðra þeirra. Hann segist hafa gaman af því að segja eigendunum sögu hlutanna, þegar það takist að fínna á þeim ártöl eða aðrar upplýsingar. Á milli grípur hann í að smíða rokka, litla burstabæi og fleira. „Ég dunda við þetta á milli þess sem ég er fluttur á spítala! segir Andrés, „ég væri orðinn kolbrjálað- ur ef ég hefði ekkert fyrir stafni.“ Hann segist vera úti á verkstæði alla daga vikurnnar, jafnt helga sem rúmhelga, það er að segja þeg- ar heilsan leyfði. í hörkuveiði á nærbuxunum Á vorin skiptir Andrés um ham. Þá fer hann af stað á húsbílnum og lemur vötn allt sumarið. „Mér líður best inni á fjöllum og Veiðivötn eru í mestu uppáhaldi.“ Hann er búinn að panta veiðileyfi þar næsta sum- ar, segist mega fara hvenær sem hann vilji. Það verði þá 29. sumarið í Veiðivötnum. „Ég fer oftast heim um helgar, þá er svo margt fólk þarna. Ég er lítið gefínn fyrir það að vera í mannfjölda." Hann segist einnig halda upp á Deildarvatn á Sléttu, þar sé eitt fallegasta umhverfí sem hann þekki. „Þar vaknaði ég einu sinni klukkan sex um morgun og fór út til að pissa á stuttum nærbuxum einum fata. Þá var eins og vatnið syði, víkin sem ég var við var full af bleikju eins og þar væri síldar- torfa að vaða. Ég greip flugustöng- ina, kastaði út og dró tvær bleikju- ur í snatri, hrasaði svo á steini og braut stöngina. Svo fór um sjóferð þá en þegar þarna var komið sögu áttaði ég mig á því að ég var enn bara á nærbuxunum. En það gerði ekki svo mikið til því það var glamp- andi sól og 15-20 stiga hiti.“ Andrés segist hafa mesta ánægju af því að veiða í rólegheitum og geti ekki verið lengi í einu með flugu eða spún. „Ég veiði mest með spún og maðk og hvíli mig með letingja." „Og kveikir svo í pípunni á milli,“ skýtur Sigurður Sigmundsson, vinur og nágranni Andrésar og fréttarit- ari Morgunblaðsins, inn í samtalið. Andrés segist svo til eingöngu stunda silungsveiði, hann hafi ekki efni á því að stunda laxveiðar. Hann segist veiða í soðið og vel það. Hann heldur nákvæma skrá yfir veiðarnar. í fyrrasumar var heildaraflinn 502 kg. Mesti aflinn var þó árið 1974 þegar Andrés land- aði 1,2 tonnum yfír sumarið, mest úr Þórisvatni. Hann segist ekki fara inn á verk- stæðið allt sumarið, hafi ekkert þangað að gera og það þýði ekki fyrir fólk að koma með hluti í við- gerð þegar komið sé fram í maí. Tími hamskiptanna nálgast óðfluga og Ándrés er búinn að taka til veiði- græjurnar fyrir sumarið. Streita á ekki að þekkjast „Blommi er óstressað- asti maður sem ég þekki,“ segir Sigurður. „Já, streita á ekki að þekkjast," segir Andrés. „Ég var orðinn svo stressaður þegar ég veiktist að ég var hættur að geta sofið. Þá áttaði ég mig á því að ef ég vildi tóra svolítið lengur, þá yrði ég að hrista stressið af mér. Ég held að það sé það mikilvægasta sem fólk getur gert þegar það fær fyrir hjartað," segir hann. „Ég finn það alltaf á hjartanu þegar eitthvað bjátar á en maður verður bara að hætta að hugsa um það, annars fer heilsan alveg. Því hef ég gætt þess síðustu árin að láta ekkert fara í taugarnar á mér, sama hvað gengur á,“ segir Andrés B. Helgason. Dunda við smíðar á milli spítalaferða ANDRRÉS B. Helgason, Blommi í Miðfelli, hóf búskap í Miðfelli 3 í Hrunamannahreppi árið 1950, eftir að hann kvæntist Gerdu Doretz Hermannsdóttur. Gerda var í hópi þýsku kvennanna sem fluttu hingað 1949. Stuttnefnið Blommi erþannig til komið að Andrés var skírður Blómkvist en tók síðar upp nafnið Andrés og notar Blómkvist sem millinafn. En sveitungarnir eru van- ari eldra nafninu og nota það. Fyrsta alifugla- sláturhúsið Andrés og Gerda voru fyrst með kúabúskap í átján ár. Þá hætti hann að geta komið nálægt þurrheyi vegna sykursýki og varð að hætta með kýmar. í staðinn fyllti hann útihúsin af hænsnum og hélt áfram með svínaræktun. „Árið 1968 keypti ég frá Þýska- landi vélar og setti upp alifuglaslát- urhús. Þetta er fyrsta nútíma ali- fuglasláturhúsið á íslandi,“ segir Andrés. Hann fór til Þýskalands til að læra handbrögðin og hóf slátrun kjúklinga fyrir Sunnlendinga. „Ég var með hænsnaræktina með en fljótlega varð svo mikið að gera við Eftir að Andrés B. Helgason veiktist fyrír fímmtán ámm og hætti að geta búið segist hann ekkert hafa gert. Það er ekki allskostar rétt því hann hefur verið duglegur að hjálpa fólki við að gera við gamla muni, eftir því sem heilsan leyfír. En eingöngu yfír vetur- — — ■ inn. A vorin skiptir hann um ham og fer að stunda veiðar og fer ekki inn á verkstæðið aftur iyrr en að hausti. Helgi Bjamason blaðamaður og Sigurður Sigmundsson fí*éttaritari heimsóttu Blomma í Miðfelli. MAGNÚS G. Jónsson á Kópsvatni aðstoðar Andrés við járnsmíði. Hér eru þeir að gera við vefstól. FJÖLMARGIR hlutir hafa verið gerðir upp í Miðfelli og hér eru nokkur sýnishom. Lengst til vinstri er orgel sem Isólfur Páls- son smíðaði á fyrri hluta aldarinnar, þá koffort frá síðustu aldamótum og lengst til hægri er 100-150 ára gamall vefstóll sem Andrés hefur farið höndum um. slátrun fyrir aðra að ég hætti alveg í búskapnum og einbeitti mér að slátruninni." Verð að hafa eitthvað fyrir stafni Andrés seldi alifuglasláturhúsið 1979 þegar hann veiktist fyrir bijósti. Það var síðar flutt í Árnes í Gnúpveijahreppi. Þremur árum síðar fékk hann svo blóðtappa. „Eft- ir það hef ég ekkert gert,“ segir Andrés. Þótt Andrés segist ekkert hafa gert síðastliðin fimmtán ár liggur mikið eftir hann og nágrannarnir dást að atorkuseminni. Þeir segja að hann loki sig inni á verkstæði sínu allan veturinn og fari varla af bæ. Á vorin skipti hann svo um ham og stundi veiðarnar stíft allt sumarið. „Já ég fór að fikta við að laga gamla muni á veturna en á sumrin er ég við veiðiskap," segir hann. Viðgerðimar komu þannig til að Andrés var beðinn um að gera við tvo gamla stóla. Brosandi segir hann frá því að það hafi tekið tvö ár en svo hafí þetta undið svo upp á sig að ekki hafi sést fram úr verk- efnum alla tíð síðan. Hann er ólærð- ur en segist frá barnæsku hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.