Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MOZFELDT á tall viö Gísla Gunnarsson sagnfræðlng. MOZFELDT messar á hinu forna biskupssetri, Görðum. BÆNDURNIR í Brattahlíð, Laura og Ole. Grænlands mnn fögrum firði Hópur íslenskra sagnfræðinga ferðaðist um Eystri-Byggð á Grænlandi sl. sumar og bar margt athyglisvert fyrir augu og eyru. Am- aldur Indriðason slóst í för með sagnfræð- ingunum og segir frá ýmsu af því sem fyrir augu og eyru bar í ferðinni Ljósmyndir Amaldur Indriðason. SKÍRN í klrkjunnl í Qaqortoq. BYGGÐALEIFAR norrænna manna í Eystri-Byggð skoðaðar. AÐ var komið undir morgun í bænum Narsaq og við Kristján sátum enn með Grænlendingunum í herbergi 201. Þeir voru nokkrir saman, eitthvað komnir á þrítugsaldurinn, fjörugir og gamansamir og skildu ekki að nokkur maður vildi blanda bragð- sterkan vodka með Jolly Cola, ein- asta gosdrykknum á staðnum. Sam- ræðurnar höfðu farið um víðan völl þessa nótt og ýmis mál höfð í flimt- ingum. Kom í ljós að Grænlending- arnir höfðu ekki mikið álit á Eiríki rauða eða áhuga á sögu og byggða- ieifum norrænna manna á Græn- landi, sem við höfðum komið til að skoða. Þeir hlógu bara. Sögðu að Eiríkur hefði verið draugur og ábyggilega hommi. Meiri áhuga höfðu þeir á að tala um sögu forfeðra sinna og þjóðmálin á Grænlandi í dag. Einn þeirra var hávaxinn og mjósleginn með mikið slétt og biksvart hár niður á bak og svartklæddur allur. Hann var svip- mikill, fremur skarpleitur, með hátt enni og kvik brún augu sem lágu djúpt, kinnbeinastór með sterklegar tennur, snaggaralegur í hreyfíngum en dulur og þegjandalegur framan af. Þegar leið á nóttina varð hann málglaðari. Hann sagði okkur sög- una af því þegar veiðimaðurinn kom utan af fjörðunum inn í Narsaq með veiðiriffil og hóf að skjóta á fólk af handahófi. Þetta var fyrir fáeinum árum. Áður en tókst að handsama hann hafði maðurinn sært nokkra bæjarbúa til ólífis, þar á meðal bróð- ur unga mannsins. Nú sat morðing- inn í fangelsi í Danmörku. Það ríkti þögn í herberginu þegar ungi Græn- lendingurinn rakti söguna og hóf svo að segja okkur hvernig hann og fé- lagar hans mundu fara með morð- ingjann þegar og ef hann einhvem- tíman yrði látinn laus. Áður en við kvöddumst í morguns- árið sagði hann okkur frá því að hann ætlaði að gerast seiðmaður og væri í læri sem slíkur. Og þegar hann yrði fullnuma, sagði hann og horfði út um gluggann á litla hótel- herberginu, mundi hann geta breytt sér í fugl og flogið út um þennan glugga. Gleðskapurinn með Grænlending- um þessum var „lærdómsrík drykkju- vaka“ eins og ferðalangur hafði síðar á orði. Þeir voru vel að sér um sögu sína og gerðu sér far um að upplýsa okkur um sitt Grænland í nútíð og fortíð. Af sögu norrænna manna á Grænlandi höfðu þeir hins vegar lítið yndi og kærðu sig eiginlega ekkert um hana. Skopuðust fremur að henni en hitt. Svipað viðhorf höfðu komið fram í tali bændanna í Brattahlíð daginn áður. Þetta er skiljanleg af- staða. Hvað gat Grænlendinga svo sem varðað um landnám íslendinga á Grænlandi mörgum árhundruðum fyrr? Saga norrænna manna kom þessu unga fólki sýnilega lítið við. Og það hafði einnig fjarska lítinn áhuga á heimsfrægri metsölubók um Grænlendinga, Lesið í snjóinn. Félag- ar okkar höfðu fregnað af sögu Pet- er Hoegs um landa þeirra Smillu en höfðu ekki mikinn áhuga á fyrirbær- inu. Þeir ætluðu að bíða eftir mynd- bandinu. Af hvetju ekki að sjá hana í bíói? Það er ekkert bíó á Græn- landi. Og engar kýr heldur. Og eng- ir þjóðvegir. Klukkan sjö um morguninn braust prófessor Helgi Þorláksson inn í her- bergi 201 og ræsti af miklum mynd- arskap okkur herbergisfélaga minn, Kristján Sveinsson sagnfræðing, svefndrukkna mjög. Þetta var þriðji dagurinn á Grænlandi og nú átti að sigla inn stóru grænlensku fírðina og fara upp að Grænlandsjökli. Fyrstu nóttina höfðum við sofíð í Brattahlíð þar sem við skoðuðum rústir Þjóðhildarkirkju og fleira markvert, alls 29 sagnfræðingar í ráðstefnu- og söguskoðunarferð Sagnfræðingafélags Islands til Grænlands síðastliðið sumar; skoða skyldi leifar af byggðum norrænna manna og sitja ráðstefnu í Qaqortoq um nágrannana ísland og Grænland. Ferðin tók alls átta daga og var með eindæmum lærdómsrík og skemmti- leg með afbrigðum. Sól skein í heiði flesta dagana nema undir það síð- asta þegar fór að rigna og við frétt- um síðar að það hefði ekki hætt að rigna eftir það og rigndi allt sumar- ið. Við sáum því Grænland skarta sínu fegursta og er óhætt að fullyrða að hópurinn hafí heillast bæði af landi og þjóð og ekki síst hinni fomu sögu Eystri-Byggðar. Hjá grænlenskum bændum Handan Eiríksfjarðar gegnt Brattahlíð liggur Narssarssuaq sem samanstendur af flugvelli, tiltölulega stóru nýtískulegu hóteli og minja- safni um veru bandaríska hersins, er lagði völlinn í seinni heimstyijöld- inni. Flugvellinum er haganlega fyr- irkomið í nokkrum halla en flugvall- arstæði eru sjaldgæf í grænlensku fjörðunum. Frá Narssarssuaq er siglt með ferðamenn á bátum til Bratta- hlíðar og út í firðina; bátar og þyrlur og snjósleðar á vetrum eru helstu samgöngutækin í landinu. Gistirými í Brattahlíð er lítið og fábrotið, ekki nema svefnpokapláss. Þar sofa menn saman í herbergjum ýmist í kojum eða á gólfum en það væsti ekki um ferðaglaðan hópinn. Strax um kvöld- ið þegar við höfðum sigit frá flugvell- inum til Brattahlíðar lóðsaði prófess- or Sveinbjörn Rafnsson okkur um rústimar en eins og kunnugt er nam Eiríkur rauði land í Brattahlíð og þar var miðstöð vesturferða íslendinga samkvæmt Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Var margt skrafað og skeggrætt yfir rústum Eiríks og félaga í grænlenska kvöld- kulinu. Sveinbjöm hafði komið til Brattahlíðar fyrir 20 árum og sagði að lítið hefði breyst. Þetta er byggð sem tekur ekki miklum breytingum, sagði hann. Þegar hópurinn fór í gönguferð um Brattahlíð morguninn eftir þáð- um við Kristján morgunkaffi hjá sæmdarhjónunum Ole og Laura Frederiksen. Báru þau fram ljúffeng- ar skonsur og kaffí og te og viðbit gott og geislaði gestrisnin af hús- freyjunni. Við höfðum gengið fram á hana við fjárhúsin þar sem hún var að nótera í rollubók og hún bauð okkur í morgunkaffi. Heimili þeirra Ole minnti á venjulegt íslenskt sveitaheimili. Innandyra var ákaf- lega snyrtilegt og myndir af ættingj- um og forfeðrum voru um alla veggi. Og satt var það, sem við höfðum heyrt sagt, að hin dæmigerðu græn- lensku timburhús virka stærri séð innanfrá en utan. Sögðu þau að sér félli vel við íslendinga en aðrir ferða- menn voru þeim fremur til ama; það var að heyra á frúnni að of mikið væri af þeim. Lítið miðaði okkur í þá átt að fá viðhorf þeirra til Bratta- hlíðar sem sögufrægs norræns stað- ar. Hjónin voru mun ræðnari þegar við spurðum út í sögu þeirra á staðn- um, fjölskylduna, búskapinn, hvernig þorskurinn hefur horfið úr firðinum og út í fjarlægðir og samgöngur á Grænlandi. Þau stunda sauðfjárbú- skap með íslensku lagi ásamt tveim- ur sonum sínum (þau eiga líka fjórar dætur) en Brattahlíð og nágrenni er helsta landbúnaðarsvæði landsins og þar er að fínna bestu afréttarlönd norðan Alpafjalla, að sögn Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings, Grænlandsfara og leiðsögumanns hópsins. Höfðu þau um 500 fjár og m.a. 11 hross af íslenskum uppruna. Faðir Ole, Otto Frederiksen, kom frá Qaqortoq eða Julianeháb árið 1924 og settist að í Brattahlíð en hann hafði ungur kynnst sauðfjárbúskap. Hann var frumkvöðull og nýjunga- maður og hóf þarna sauðfjárbúskap en slíkur búskapur hafði ekki áður þekkst sem atvinnugrein á Græn- landi. Dró húsfreyjan fram gamla vasabók með bókhaldi Ottós en greinilegt er að fólk þetta heldur saman minjum um fjölskylduna og hefur sterka söguvitund. Hún náði einnig í ljósmyndaalbúm og sýndi stolt myndir af danska kóngafólkinu í heimsókn í húsi sínu þegar haldið var uppá 1000 ára afmæli landnáms Brattahlíðar. Gott ef þar voru ekki þessar ljómandi góðu skonsur einnig. Frá Ole og Laura héldum við í bátinn. Fyrir höndum var þriggja tíma stím út Eiríksfjörð til Narsaq. Á leiðinni í bátinn var tilvalið að líta í pósthúsið í Brattahlíð. Þar inni er einnig myndbandaleiga smá í sniðum en innan um grænlenskar náttúru- lífsmy.ndir mátti sjá titla eins og „Cliffhanger" og „Under Siege 2“. Grænlendingar horfa mikið á mynd- bönd að því er okkur var sagt og bæta þau upp bíóleysið. Myndbönd fínnast allstaðar. Var það t.d. skemmtilega táknrænt í lítilli ný- lenduvöruverslun Ole Knudsen í Narsaq að örgustu klámmyndir voru á boðstólum - hjá frosna kjötinu. Sögulegar mlnjar Narsaq er fallegur lítill bær og þar rekur íslendingurinn Helgi Jóns- son snyrtilegt hótel. Við skoðuðum hýbýli séra Henrik Lund en hann samdi m.a. grænlenska þjóðsönginn. Innandyra var lágt til lofts og þar var lítið heimilisorgel svo tilvalið þótti að syngja íslensk ættjarðarlög við undirleik Daníels Jónassonar. Minntist safnvörður þess ekki að gestir safnsins hafí sungið þar inni í annan tíma. Fróðlegt var að koma í bæjarsafnið í gömlum verslunarhús- um við höfnina. Þar er grænlenskt hús byggt að gamalli fyrirmynd eða frá þvi um síðustu aldamót. Húsin voru áður fyrr hringlaga en urðu síðar ferhyrnd eins og þetta sem var aðeins 12 fermetrar en þar gátu búið allt upp í 14 manns. Sagði okk- ur safnstjórinn, Rie Oldenburg, að áður fyrr hefði einn af hveijum þrem- ur kajakveiðimönnum týnt lífi við veiðarnar. Það gat gerst þegar fyrir- vinnan féll frá að tveir eða þrír aðr- ir veiðimenn tóku að sér fjölskylduna og heimilið. Má draga þá ályktun að af þeim ráðahag séu sprottnar sögur af flöllyndi grænlenskra kvenna, sem munu eiga sér litla stoð sagði safnvörður. Einnig heyrðum við þá frægu og ótrúlegu sögu af kajakveiðimanninum sem rak frá veiðistöðvum sínum á Grænlandi að ströndum Skotlands og fannst úti fyrir Aberdeen ennþá á lífi. Hann mun hafa látist skömmu síðar. Skammt frá fískverkunarhúsum í Narsaq (nafnið þýðir slétta) er þýfð- ur völlur sem notaður er sem bithagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.