Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 36
36 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Ritari orkumálastjóra Orkustofnun óskar eftir ad ráða ritara orkumálastjóra. Hæfniskröfur: • góð kunnátta í íslensku og þokkaleg færni í ensku og einu Norðurlandamáli, • haldgóð reynsla af tölvuvinnslu (Word og Excel), • reynsla af ritarastörfum s.s. ritun eftir tal- rita, skjalavarsla o.fl., • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, • skipulagshæfileikar. Um er að ræða áhugavert og krefjandi framtíð- arstarf. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstofn- ana. Umsóknir beristtil Liðsauka ehf. fyrir 15. apríl nk. Athygli skal vakin á því að umsóknareyðu- blöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9—14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. Skipholti 50c, 105 Reykjavík, sími 562 1355. ( Ljósritunarvélar) Við leitum að rafeindavirkja eða rafvirkja til að starfa við viðhald og uppsetningar á Ijósritunar-vélum. Viðkomandi mun einnig sinna tæknilegri ráðgjöf við sölumenn og viðskiptavini Nýherja. ( Framscekió fyrirtœk]) Hjá Nýherja starfar hresst fólk sem leggur metnað sinn í að bjóða íslensku atvinnulifi upp á góða þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsinga-tækni. Við leitum að fólki sem hefur góða undirstöðuþekkingu og vill halda áfram að bæta sérþekkingu sína. ( Nánari upplýsinga)r Nánari upplýsingar eru veittar hjá Björgvini Friðrikssyni, deildarstjóra skrifstofuvéla-verkstæðis. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 3. april. Umsóknir er haegt að setja inn á heimaslðu Nýherja httpV/www.nyherji.is eöa senda i umslagi merktu 'Ljósritun'. NÝHERJI Skaftahlíó 24 - 569 7700 Lagerstarf Innflutnings- og smásölufyrirtæki með 1 vönduð og þekkt heimilistæki miðsvæðis í Reykjavík óskar eftir að ráða lagermann sem allra fyrst. Starfiðfelst í umsjón með lagerfyrirtækisins, afgreiðslu pantana auk ýmissa verkefna tengd- um þjónustu og verslun. Vinnutími kl. 9—18. Leitað er að ábyrgum aðliða, sem hefur áhuga á góðu framtíðarstarfi hjá traustu fyrirtæki. Umsóknarfrestur ertil og með 3. apríl nk. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Fólk og þekking /MSks. Lidsauki ehf. W Skipholt 50c, 105 Reykjavík, sími 562 1355, fax 562 1311. Fræðslumiðstöð Rejigavíkur Foldaskóli — náttúrufræði í Foldaskóla í Grafarvogi er laus staða kennara og fagstjóra í náttúrufræði (líf-, eðlis- og efna- fræði). Kennslan er einkum á unglingastigi en fagstjórnin snýr að ölum árgöngum (1 . — 10. bekk). í skólanum hefur á undanförnum árum verið unnið að uppbyggingu náttúrufræðigreina á unglingastigi. A næsta ári verður unnið að umbótum í 1.—7. bekk, ásamtsamþættingu við nýsköpun og tengingu við atvinnulífið. Leitað er eftir kennara með sérþekkingu og lifandi áhuga á nýbreytni í skólastarfi. Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason skólastjóri, í síma 567 2222 í skólanum og 565 6651 heima. Umsóknarfrestur ertil 24. apríl og ber að skila umsóknum til skólastjóra. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is REYKJALUNDUR Endurhæfingar- miðstöð Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir: Geð/verkjasvið. 5 daga deild, unnið á tví- skiptum vöktum, engar næturvaktir, unnið þriðja hvert sunnudagskvöld. Miðtaugakerfissvið: 7 daga deild, mjög fáar næturvaktir, unnið þriðju hverja helgi. Hæfingar- og gigtarsvið. 7 daga deild, unnið þriðju hverja helgi, mjög fáar næturvaktir. Hjartasvið. 5 daga deild, unnið á tvískiptum vöktum, engar næturvaktir, unnið þriðja hvert sunnudagskvöld. Deildarstjóra vantar á sambýlið Hlein, engar helgarvaktir, eingöngu unnið á morgunvöktum. Á Reykjalundi er unnið í teymisvinnu. Mörg sviðanna eru sérstök og bjóða upp á margar nýjungar, sem ekki er að finna annars staðar. Námstækifæri eru mörg, ásamtvinnu meðfag- fólki, sem stendur mjög framarlega á sínu sviði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða deild- astjórar sviðanna í síma 566 6200. Sölustarf í verslun Max ehf., sem er framarlega á sviði fram- leiðslu á útivistar- og kuldafatnaði, óskar eftir að ráða sölumann í verslun. Starfið felst í sölu, ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini. Leitað er að frískum og þjónustulunduðum aðila, sem hefur reynslu af sölu í verslun. Vinnutími kl. 9.00-18.00 Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk. Athygli skal vakin á því að umsóknareyðu- blöð og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9—14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. Skrifstofustörf Skrifstofustarf hjá útgáfufyrirtæki í Reykjavík. Um er að ræða starf innan áskriftardeildar og felst í ýmsum verkefnum, s.s. innheimtu, skráningu, viðhaldi skráa o.fl. Framtíðarstarf í spennandi og lifandi starfsumhverfi. Vinnutími kl. 9—17. Símavarsla hjá útgáfufyritrtæki í Reykjavík. Starfið felst í símavörslu og móttöku viðskiptavina. Leitað er að hressum og þjónustulunduðum aðila í gott framtíðarstarf. Vinnutími kl. 9—17. Bókhaldsstarf hjá heildverslun í Reykjavik. Starfiðfelst í um- sjón með bókhaldi, gerð tollapappíra, verðút- reikningum o.fl. Um er að ræða framtíðarstarf hjá góðu fyrirtæki. Vinnutími kl. 9—17. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl nk. Umsóknareydublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. Skipholt 50c, 105 Reykjavik, simi 562 1355, fax 562 1311. . HEIMSFERÐIR. Fararstjóri — sumarstarf Innanlandsdeild Heimsferða leitar eftir spænskumælandi konu/manni í sumarstarf sem fararstjóri á vegum fyrirtækisins. Um er að ræða dagsferðirfrá Reykjavíktil helstu merkisstaða í nágrenni borgarinnar auk möguleika á lengri ferðum um landið allt. Viðkomandi þarf að vera vel mælandi á spænsku, hafa ánægju af og færni í að um- gangast fólk, vera úrræðagóður og skjótur að bregðast við óvæntum aðstæðum. Æskileg er reynsla af fararstjórn og/eða þekking á ferðamálum ásamt góðri þekkingu á íslandi, landi og þjóð. Tekið á móti skriflegum umsóknum hjá Heimsferdum ehf., Austurstræti 17, 101 Reykjavík. Dalvíkurskóli Lausar eru til umsóknar kennarastöður í eftir- töldum greinum: Hannyrðum, tónmennt og almennri bekkjarkennslu. Einnig er laus staða við bókasafn skólans. í skólanum eru um 280 nemendur í 1.-10. bekk. Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhuga- sömu fólki sem vill vinna með okkur að þróun- ar- og uppbyggingarstarfi. Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið innanlands og utan. í skólanum ríkir góður starfsandi, starfsaðstaða er góð og vel er tekið á móti nýju starfsfólki. Umsóknarfrestur er til 21. apríl. Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði o.fl. gefur skólastjóri í símum 466 1880 (81) og 466 1162. DALVÍKURSKDLI Skrifstofustarf Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskareftir að ráða til sín starfskraft til starfa hálfan dag- inn. Um er að ræða almenn skrifstofustörf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og haft góða tölvu- og bókhaldskunnáttu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 3. apríl, merktar: „Vön — 144".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.