Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 11 halda. Annars eru mörgþessara laga glötuð. En í frumtextanum á að vera hægt að kanna fjölda at- kvæða. - í bók þinni Austurljóð, gefur ekki aðeins að líta ljóðaþýðingar, heldur er þar einnig að finna brot úr bókmenntasögu og hugmynda- sögu. Að hvaða leyti eru þessir tveir menningarþættir Austur- landa frábrugðnir því sem gerist á Vesturlöndum? Ja, ef maður vill vera að flokka einstök fyrirbæri, sem Austur- landamönnum er nú ógjarnt, þá má segja, að menning Vestur- landa einkennist af gyðinglegum trúarhugmyndum, svo sem eins ogguðshugmyndinni. En í Austr- inu er þetta með öðrum hætti. Það er eiginlega sama hvort rætt er um hindúisma, búddisma eða taó- isma, að nú ekki sé talað um konf- úsíusisma. Hér er ekki um að ræða fyrirbæri sömu merkingar og í gyðinglegu trúarbrögðunum, gyðingdómi, kristni og islam. Með gildum rökum má halda því fram, að þær austrænu stefnur sem ég áðan nefndi, séu guðlausar. í konfúsíismanum er klárlega eng- inn guð. Þó er þar talað um himin- inn sem samsvarar okkar forsjón. Með góðum vilja má svo sem tengja það einhvers konar guðs- hugmynd. En eins og ég segi, það þarf góðan vilja til. Annars tók Konfúsíus það fram, að verið gæti, að til væru heilagir menn. En hann lét þess um leið getið, að aldrei hefði hann orðið þeirra var. Hvað búddista varðar, þá trúa a.m.k. lærðir menn í þeirra röðum ekki á guð og ekki heldur á til- veru sálarinnar. Þó er til það af- brigði af búddisma, sem kalla má trúarbrögð og alþýða manna hefur að ýmsu leyti svipaðar trúarhug- myndir og gerist meðal trúaðra Vesturlandabúa. Hindúartelja trúarbrögðin ágæt fyrir þá, sem eru ófærir um, að skynja hið æðsta eins og það er. Það er því óhætt að segja, að trúarbrögð í vestræn- um skilningi fyrirfinnist þarna austur frá. En þau skipa ekki öndvegi eins og hjá okkur. - Svo aftur sé vikið að þýðing- um þínum, þá er fyrsta Ijóð bókarinnar eftir kínverska 11. aldar skáldið Ó Jang Sjú, sem m.a. starfaði sem hérðasdómari eins og þú. Raunar birtir þú ekki aðeins íslenska þýðingu ljóðsins, heldur einnig danska. Er það tilviljun, að bókin hefst á þessu Ijóði, eða túlkar það kannske sam- kennd með stéttarbróður liðinna tíma? ér er ljúft að viðurkenna það, að ég hef samúð með þessum stéttarbróð- ur mínum. Þetta var mikill merkismaður og einn af mestu áhrifamönnum kínverskrar sögu. En hann hafði þann óvana að senda háyfirvöldunum tóninn, þótt hann væri ekki í æðstu stöðu sjálfur. Því var svo komið fyrir honum þegar hann orti þetta ljóð, að hann var embættislaus. Hann hafði komið sér upp ágætu lysti- húsi upp til ljalla. Þangað bauð hann vinum sínum og sátu þeir þar við samsöng og að tafli, auk þess sem þeir neyttu bæði matar og drykkjar. Þarna skemmtu menn sér semsagt konunglega. Reyndar var Ó Jang Sjú stór- merkilegur maður. Hann er talinn meðal þeirra, sem lögðu grunninn að síðari tíma menningu Kínveija, bæði hvað varðar hugmyndir um stjórnskipan og heimspeki. Hann tengist nýkonfúsíusismanum, sem var hugmyndafræðilegur grund- völlur Kínveija allt þar til komm- únisminn tók að nokkru leyti við. Hann er jafnvel ásakaður fyrir að eiga, ásamt öðrum, sök á þeirri stöðnun, sem orðið hefur í kín- versku þjóðlífi og menningu allar götur síðan á hans tímum. En hvað þetta ljóð varðar, þá er það aldeilis kostulegt. Þetta er eitt fyrsta ljóðið sem ég rak augun í þegar ég fór að kanna kínversk ljóð, enda með fyrstu ljóðunum frá Kína sem ég þýddi. Ljóðið er nátt- úrulega svolítið svona í grófari kantinum, þannig lagað, að þar er fjallað um óhófslifnað. Annars má ef til vill líkja þessari bók við hugleiðslu eða orkustöðvarnar sem talað er um í líkamanum, þótt þær finnist svo sem hvergi sem líffæri. Ég byija þarna á því grófasta en raða efninu því næst þannig, að andlegheitin koma í lokin. Óg rétt eins og fyrsta ljóð bókarinnar er eftir dómara ög kallast „Héraðsdómarinn og vín- keldan“, þá ber síðasta ljóðið, sem er eftir Tagore, heitið „Dómar- inn“. Spyrli þykir ekki úr vegi, að ljóð þetta fljóti með samtalinu. Það hljóðar svo: Segðu það sem þér sýnist um hann; ég þekki ávirðingar sonar míns. Ég elska hann ekki af þvi hann sé góður, heldur af því að hann er bamið mitt. Hvemig getur þú vitað hve ljúfur hann er þegar þú metur verðleikana gep ávirðingum hans? Þegar ég neyðist til að refsa honum verður hann enn frekar hluti af mér. Þegar ég græti hann grætur hjarta mitt. Eg einn hef rétt til að ásaka og refsa því sá einn má refsa sem elskar. Og vart úr vegi þótt spurt sé, hvort ljóð þetta geti verið í samræmi við gildandi starfsreglur dómara. Eg veit nú satt best að segja ekki, svarar Stein- grímur Gautur, hvoft nokkurt samband er milli lífsstarfs míns og þess tóm- stundagamans að þýða ljóð. Þó gerir svo sem ekkert til að velta vöngum yfir því. Mörg þeirra skálda sem ég þýði í Austurljóðum voru embættismenn. Þetta á ekki hvað síst við um eldri skáldin frá Kína. Menntun þessara manna var m.a. bókmenntalegs eðlis. Þeir fengust svo við störf sem sýslu- menn, dómarar og ráðherrar leggja stund á i okkar samfélagi. Það er aldrei að vita nema menn, sem sýsla við slík störf finni ein- hvern samhljóm í eigin huga og verkum slíkra manna, eins og ég raunar vék að hér áðan varðandi Ó Jang Sjú. Þá má ekki gleyma Indveijanum Tagore. Hann ólst upp í húsi, þar sem stjórnsýsla héraðsins var staðsett, enda var faðir hans einhverskonar sýslu- maður. Annars hef ég stundum verið að velta því fyrir mér, hvers vegna ég sé að steypa mér út í mjög flókna hluti, sem eru á sér- fræðisviði annarra, s.s. textafræð- inga, málvísindamanna, bók- menntafræðinga, sérfræðinga í Austurlandafræðum og slíkra. Hugsanlega tengist þetta reynslu minni sem dómari. Það liggur í því, að menn eru alltaf að leggja flókin mál fyrir dómstóla. Dómar- ar verða því, eftir því sem hægt er, að setja sig inn í strembin mál, sem í raun eru handan þekk- ingarsviðs þeirra. Það útheimtir markvissa leit að niðurstöðu, rétt eins og þegar verið er að þýða ljóð. - Varla ertu að halda því fram, að skáldskapur sé sérfræðinga- verkefni? Nei. Ég er að hugsa til þess, að oft er það þannig, að þegar ég set endanlega íslenska gerð ljóðs á blað, þá hef ég farið í gegnum ýmis fræðirit, þ.á m. frumtexta á máli sem ég kann ekki. Ég hef þá fengið orðabókaþýðingar á frum- textanum og útleggingar sem ég vinn í. Þá er ég í raun og veru að reyna að setja mig inn í texta, sem ég skil ekki fyrir og ekki um ann- að að ræða, en að kynna sér hann eins vel og skilyrði leyfa. Þessi vinna er ekki óskyld dómarastörf- um. - Mér virðast þau skáld sem þú þýðir í bók þinni, blessunarlega laus við einhliða heimspekiþanka sem þjakað hafa mörg evrópsk meginlandsskáld síðustu manns- aldrana. Gefur þetta rétta mynd af aiistrænum skáldskap? Ég er ekki alveg viss um, að Austurlandamenn líti á það sem við köllum heimspeki hjáþeim, á sama hátt og við gerum. I þeirra augum er þetta bara lífið sjálft. Þetta eru lífsviðhorf mannanna og þeir þurfa ekkert að vera að búa til einhverjar kennisetningar um þau. Mér virðist „heimspeki" austrænna skálda anda í ljóðum þeirra, rétt eins og aðrir þættir mannlegrar tilveru. Hinir ýmsu þættir mannlífsins eru mun sam- ofnari hjá Austurlandabúum en hjá okkur á Vesturlöndum. Meðan við sérhæfum, samhæfa þeir. - Ljóðaþýðingar eru sjaldnast á færi annarra en þeirra, sem einn- ig fást við að frumyrkja enda eru þær í eðli sínu skáldskapur en ekki umbreyting skáldskapar frá einu tungumáli til annars. Má vænta útgáfu frumortra ljóða frá þér? Nei! var svarið og ekki ástæða til frekari umræðna um það mál. Skal því snarlega vikið að öðru. - Því fer fjarri, að lögfræðing- ar hafi verið sjaldséðir í hópi ís- lenskra skálda, a.m.k. ekki á síð- ustu öld og fram á þessa. Hins vegar hefur ekki borið mikið á skáldskapariðkun þeirra síðustu áratugina. Er þetta tilviljun, eða á það sér rökræna skýringu? Var það ekki bara þannig hér eins og í Kína, að embættismenn- irnir höfðu betri forsendurtil að stunda þessi störf en flestir aðrir? Þeir höfðu tómstundir, menntun o.s.frv. Og þeir höfðu aðstöðu til að koma verkum sínum á prent. Menntunarmöguleikarnir voru ekki margir hér, nánast eingöngu lögfræði og guðfræði. Það var nú ekki mikið annað. En nú lifum við tíma verkaskiptingar og það er víst orðin starfsgrein að skrifa skáldverk, hvort heldur frumsamin eða þýdd. Það er því ef til vill eðlilegt, að lögfræð- ingum þyki sem þeir þurfi ekkert að vera að bæta þessu á sig. Ann- ars veit ég svo sem ekkert um þetta. - Þótt þú sveijir af þér alla þanka um útgáfu frumortra ljóða í framtíðinni, þá er nokkur slík að finna í Austurljóðum, þ.á m. eitt ort með, og svo vitnað sé beint í þig: „þá kenningu í huga, að fýrir- bæri og atburðir hversdagsins séu tálsýn“. Hvernig samrýmist sú kenning dómarastörfum? Já, þú segir nokkuð. Ég hafði nú bara gleymt þessu, en þegarég fletti bókinni sé ég að það mun vera rétt, að ég hafi sett þetta sam- an sjálfur. En eins og segir í formálanum, þá hef ég í sumum tilfellum ekki verið að þýða tiltekin ljóð frá orði til orðs. Éiginlega vantar mig orð •yfir það sem Danir og Norðmenn kalla „gendiktning". Stundum geri ég svona “gendiktningar", án þess að yrkja út frá ljóðum, heldur ein- hveijum öðrum texta. Það á við um þetta. Þarna er verið að vísa til hugmyndarinnar um frumtómið og spurningarinnar um það, hvort tilveran sé tálsýn. Ég held nú ekki að tilveran sé beinlínis tálsýn. Samt er hún sennilega ekki öll sem sýn- ist. Við slík orð er litlu að bæta og því ráð að fella talið. Vandaður skrifborðsstóll á parkethjólum. \sr q ncn Teg. 270 r'r Litir: Blár, svartur, rauður, grænn j £G Skfífftoíubúnnður , 'Amúioaö &r»$33S900~ fltargtsiiÞlflfeÍfe -kjarni málsins! TÖLVUSTÓLAR HEIMILISINS Vandaður skrifborðsstóll með háu fjaðrandi baki og á parket hjólum. Teg 235 Litir: Blár, svartur, rauður grænn. Kr 12.900,-t iPP HVERJU BARNABOXI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.