Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 14
14 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
YFIR kaffibollanum í Staðarskála skiptast bílstjórarnir á skoðunum.
FARIÐ yfir minnisatriði áður en lagt er af stað
Vöruflutningabílstjóramir eru oft fyrírferð-
armiklir á þjóðvegunum. Þeir leggja oftast
í hann þegar aðrir em að ná leiðarenda, og
þegar nóttin er skollin á má segja að þeir
ríki á vegunum. Starf þeirra hefur tekið
miklum breytingum á síðustu árum og ein-
yrkjunum fækkar óðum. Anna María Boga-
dóttir og Sigríður Björg Tómasdóttir
fengu smjörþefínn af þessum karlaheimi.
ÖKURITINN umdeildi fylltur út í lok ferðar.
ÞETTA eru vinnuþjarkar sem víla ekki fyrir
sér að vaka heilu sólarhringana.
DAGUR er að kveldi kominn,
klukkan orðin hálfsex og
vinnudagur flestra á enda.
Bílstjórar vöruflutninga-
bíla eiga aftur á móti langan akstur
fyrir höndum, norður yfir heiðar eða
suður með sjó. Við erum stödd á
Vöruflutningamiðstöðinni í Reykja-
vík og ætlum að sitja með í flutn-
ingabílum norður til Akureyrar.
Áður en lagt er af stað þarf að lesta
bílana og flutningamiðstöðin iðar
af lífí. Alls kyns vörur eiga eftir
að fara út á land, bleiur, dósamat-
ur, grænmeti, fískmeti og hjólbarð-
ar, svo eitthvað sé nefnt.
Við vöruskemmuna er fjöldinn
allur af flutningabílum. Þetta er
engin smásmíði, bílarnir vega tíu
til fimmtán tonn ólestaðir og marg-
ir eru með tengivagna. Þeir geta
því verið allt upp í tuttugu og sjö
metrar á lengd. Það virðist ókleift
upp í bílinn en vanir bílstjórarnir
vippa sér léttilega þangað upp. Inni
í bílunum er heimilislegt og snyrti-
mennskan er í fyrirrúmi. Sætin eru
mjög þægileg og aftan við þau er
uppbúið svefnpláss. Þetta er annað
heimili bílstjórans. Hér eyðir hann
að meðaltali fimmtíu tímum á viku
og sefur tvær nætur í viku hverri.
Bíllinn er búinn margs konar þæg-
indum og öryggisbúnaði, m.a. síma,
talstöð, flóknu mælaborði, radar og
ágætis hljómflutningstækjum.
Þetta er ekkert í líkingu við bílinn
þann sem hægt er að ímynda sér
að Bjössi hafi ekið með mjólkina
forðum.
Bílstjórinn sem er sestur við stýr-
ið er snaggaralegur og röskur.
Hann gæti vel talist fullrúi nýrrar
kynslóðar bílstjóra. Bílstjórastarfíð
krefst ekki jafnmikilla líkamalegra
átaka þótt enn sé um hörkupúl að
ræða. ímynd hins tröllvaxna bíl-
stjóra með uppbrettar ermar og
loðna handleggi er kannski á und-
anhaldi í takt við nýja tíma og
umskipti í samgöngum og flutning-
um. Auk þess að keyra þurfa bíl-
stjórarnir í flestum tilvikum að lesta
og losa bílana. Áður fyrr var það
gert með handafli en nú hefur
tæknin létt mönnum störfin til
muna. Hraði er það sem allt gengur
út á í atvinnugreininni í dag. Nú
er svo komið að hægt er að panta
vörur frá Reykjavík til afhendingar
daginn eftir, nánast hvar sem er á
landinu. Á meðan væntanlegir neyt-
endur dvelja í draumaheimi sjá bíl-
stjórarnir um að vörumar berist á
tilsettum tíma.
Klukkan hálfsjö er lestun lokið
og lagt af stað. Höfuðborgin er lýst
upp með rafmagnsljósum en eftir
því sem bílnum miðar áfram fækk-
ar ljósastaurunum. Áður en varir
eru ljósgeislamir frá bílnum eina
lýsingin auk endurkastsins frá um-
hverfisvænu glitstaurunum við veg-
arkantana. Bílstjórinn upplýsir að
staurarnir séu úr endurunnu hey-
rúlluplasti og litaðir gulir. Ljósgjaf-
inn er kastarar á þaki bílsins og
geislar þeirra lýsa leiðina. Þeir
minna á geisla sem er varpað á tjald
í kvikmyndahúsi. I þetta sinn er
ekkert tjald, einungis myrk nóttin
sem er eins og lifandi kvikmynd.
En ólíkt því sem fer fram í kvik-
myndahúsum er þessi mynd engin
blekking. Á þjóðveginum er hvorki
tómatsósa né taka tvö.
Umhverfið er magnað og sí-
breytilegt. Stjörnur og dansandi
norðurljós þekja himininn og yfír-
lýsingar um að rómantíkin sé ekki
lengur til staðar í bílstjórastarfinu
virðast úr lausu lofti gripnar. En
það eru ekki froststilla og norður-
ljós í hverri ferð. Á íslandi eru veð-
ur válynd og starf bílstjórans mark-
ast af því. Til að fylgjast með færð-
inni nýta bílstjórar sér fjarskipta-
tæknina, símann og talstöðina. „Á
að élja fyrir norðan?“ spyr bílstjór-
inn félaga sinn sem er á suðurleið.
Betri fjarskiptatækni hefur aukið
öryggi bílstjóra og er mikilvægur
hluti af starfsumhverfi þeirra.
Þrátt fyrir framfarir í samgöng-
um, mega mannanna verk sín lítils
þegar náttúruöflin eru annars veg-
ar. Skeiðarársandur var löngum
farartálmi og nýlegt hlaup í Skeið-
ará einangraði íbúa austan sands á
ný. Skarð var rofið í hringveginn
með þeim afleiðingum að aksturs-
vegalengd frá Höfn til Reykjavíkur
lengdist um helming.
Bílstjórar sem áður óku um
sandinn voru nauðbeygðir til að
fara norður fyrir landið. Þeir slóg-
ust í för með bílstjórum sem þekkja
norðurleiðina eins og lófann á sér.
Auk þess að fá hjá þeim upplýs-
ingar um vegi og færð voru þeir
boðnir velkomnir í kvöldmatinn.
í kvöld eru „plokkfiskur, hangi-
kjöt og naut“ á matseðlinum í Fer-
stiklu, eða Stiklunni, sem er hefð-
bundinn áningarstaður bílstjór-
anna. Þar er snætt og skrafað.
Þeir sem hafa verið lengi í starfinu
rifja upp gamla tíma. Þá uppfyllti
ein ferð í viku kröfur neytandans
enda tók langan tíma að komast á
milli staða. Með betri vegum og
betur búnum bílum hefur hag-
kvæmni í landflutningum aukist
gífurlega.
Þetta er ein ástæða þess að flutn-
ingar á landi hafa aukist mjög.
Neysluvara sem áður var flutt með
skipum er nú að mestu flutt með.
bílum. Fiskflutningar á landi hafa
einnig færst í vöxt því í mörgum
tilfellum er hagkvæmara fyrir skip-
in að landa í næstu höfn og láta
bíla aka með aflann til vinnslu.
Atvinnugreinin hefur í raun gjör-
breyst á síðustu 25 árum. Þá var
svonefnd einyrkjastarfsemi algeng-
ust. Menn óku sínum eigin bílum
og voru eigin herrar. Á síðustu
árum hefur þróunin verið sú að
fyrirtækjum í greininni hefur fækk-
að og þau stækkað. Sjóflutninga-
fyrirtæki hafa fjárfest í landflutn-
ingafyrirtækjum og nú er svo kom-
ið að stærstu fyrirtækin sem sjá
um flutninga á landi eru að miklum
meirihluta í eigu stóru skipafélag-
anna, Eimskips og Samskipa. Það
er mál manna að haldi þetta áfram
leggist einyrkjastarfsemin af. Enn
eru samt nokkrir sem streitast á
móti en þeir mega sín lítils í sam-
keppni við hina stóru.
Þessar breytingar hafa haft í för
með sér margvíslegar afleiðingar
fyrir bílstjóra. Hjá stærri fyrirtækj-
um er bílstjórinn aðeins einn af fjöl-
mörgum launþegum og því kominn
í allt aðra aðstöðu en þegar sá hinn
sami var sjálfstæður atvinnurek-
andi. Atvinnugreinin ber þess enn
merki að hafa byggst upp á litlum
sjálfstæðum einingum. Flutninga-
bílstjórar eiga t.a.m. ekkert stéttar-
félag eða hagsmunasamtök. Raunin
er líka sú að ekkert samræmt launa-
kerfi er til. Sumir bílstjórar eru á
föstum mánaðarlaunum, aðrir á
tímakaupi, enn aðrir fá greidda
ákveðna upphæð fyrir ferðina og
svo mætti lengi telja. Allir eiga það
hins vegar sameiginlegt að vinna
mikla yfírvinnu, og launin hafa
byggst á henni. Hingað til hafa
laun almennt verið há í greininni
og starfíð eftirsótt.
En það má heyra á bílstjórum
að það er fleira en launin sem laða
að. „Maður er stanslaust á ferð og
flugi og alltaf að fást við eitthvað
nýtt,“ segir einn. „í þessu starfí
verður alls kyns fólk á vegi manns,“
bætir annar við. Það vekur þó at-