Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 37 /W\ KENNARAHÁSKÓLI ÍSLAND5 Laust starf háskólakennara Við Kennaraháskóla íslands er laus til um- sóknar staða dósents í uppeldis- og kennslu- fræðum með áherslu á eigindlegar rannsókn- araðferðir, ráðgjöf og leiðsögn í skólastarfi. Aukfullgilds háskólaprófs skulu umsækjendur hafa viðurkennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undir- búning. Reynsla af kennslu og skólastarfi er nauðsynleg. Umsókn fylgi ítarleg skýrsla um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og önnur störf. Þau verk, sem umsækjendur óska að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Ráðning ertil tveggja ára frá 1. ágúst 1997. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir berist Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Upplýsingar veitir kennslustjóri KHÍ í síma 563 3800. Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslustöð Vestmannaeyja auglýsir eftir hjúkrunarframkvæmdastjóra. Heilsugæslustöðin er staðsett í sama húsi og sjúkrahúsið. Þetta er notalegur vinnustaður með fjórum heimilislæknum og mikið af skemmtilegu samstarfsfólki. I Vestmannaeyjum búa 4.800 manns og því alltaf nóg að gera. Eyjarnar státa af mikilli náttúrufegurð og góðu mannlífi. Tveir grunn- skólar eru starfandi ásamt framhaldsskóla sem útskrifar stúdenta, iðnnema, vélstjóra og einnig er stýrimannaskóli. Hér er mikið tónlist- arlíf m.a. tveir kórar, lúðrasveit og tónlistarskóli. Blómlegt safnaðarlíf er í bænum. íþrótta- og æskulýðsstarfsemi er mikil og öflug, golfvöllui á heimsmælikvarða og ekki má gleyma Þjóðhátiðinni. Við leitum að góðum hjúkrunarfræðingi með menntun og/eða reynslu í heilsugæslu. Nánari upplýsingargefur hjúkrunarforstjóri í síma 481 1955. Skapandi starf við auglýsingahönnun Morgunblaðið óskar að ráða starfsmann til starfa við auglýsingahönnun. Þetta ertækifæri fyrir þig, sem hefur reynslu af notkun QuarkX- Press, til að starfa í skapandi og skemmtilegum félagsskap þar sem þú færð tækifæri til að láta sköpunarhæfileika þína njóta sín. Þú þarft að geta unnið hratt og örugglega. Unnið er á vöktum kl. 8—17 og 13—20. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur ertil 6. apríl nk. CrllÐNl ÍÓNSSON RÁÐGjÖF & RÁÐNINGARHÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKjAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Líknarfélag — hlutastarf Líknarfélag vantartrausta eldri konu til að sjá um og afgreiða í lítilli verslun í Reykjavík. Starfið er um 10 tímar á viku og þarf viðkom- andi að hafa bíl til umráða. Upplýsingar um aldur, fyrri störf og kaupkröfur þurfa að berasttil afgreiðslu Mbl. fyrir 3. apríl, merktar: „Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum." Hornafjörður Fræðslu- og menningarsvið Kennarar óskast Kennarar óskast til starfa við Grunnskóla Hornafjarðar. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, sérkennsla, handmennt. Grunnskóli Hornafjarðar er einsettur skóli í kröftugu bæjarfélagi. Grunnskóli Hornafjarðar samanstendur af fjórum skólaeiningum. Nesjaskóli 1.-3. bekkur. Hafnarskóli 4.-7. bekkur. Heppuskóli 8.-10. bekkur. Mýraskóli 1.-7. bekkur. Nánari upplýsingar gefur Hallur Magnússon í síma 478 1500. Hornafirði, 26. mars 1997. Bæjarstjóri Hornafjarðar. Leikskólakennarar Á Selfossi eru starfræktir fjórir leikskólar, Álf- heimar, Ásheimar, Glaðheimar og Árborg. í þeim öllum blómstrar gott leikskólastarf, en okkur vantar fleiri leikskólakennara til starfa. Nánari upplýsingar gefa: Eygló Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri Glaðheima í síma 482 1138, Helga Geirmundsdóttir, leikskólastjóri Ásheima í síma 482 1230, Ingibjörg Stefánsdóttir, leikskólastjóri Álfheima í síma 482 2877, Steinunn Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Árborgar í síma 482 2337 eða Heiðdís Gunnarsdóttir leikskólafulltrúi í síma 482 1408. Fiæðsluiráðstöð ReykjavílÁir Húsaskóli Kennara vantarfrá páskumtil loka skólaárs til að kenna 6 ára börnum. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu af kennslu yngri barna. Upplýsingar veitir Valgerður Selma Guðna- dóttir skólastjóri í síma 567 6100 í skólanum og heima í síma 567 3001 og Kristín V. Þórð- ardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 567 6100 í skólanum og 554 5091 heima. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354)535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Lykil Hótel Óskum eftir að ráða starfsfólk eldra en 22 ára í eftirtalin störf: Gestamóttöku, næturvörslu, herbergjaþrif, matreiðslumenn, framreiðslumenn, mat- reiðslunema, framreiðslunema og önnur störf. Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf, sumarstörf og framtíðarstörf. Umsóknir með mynd og meðmælum skulu sendast afgreiðslu Mbl. fyrir 5. apríl, merktar: „H - 416". Hótel Örk - Hótel Valhöll - Hótel Norðurland Hótel Garður - Hótel Cabin Verktakafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfskrafti vanan vélum og með meirapróf. Fjölbreytt og mikil vinna í boði. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 4. apríl, merktar: „V - 406". Starfsmaður óskast Hard Rock Cafe í Reykjavík óskar eftir starfs- manni til að gegna starfi gjaldkera í verslun okkar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verslunarstarfi og sölumennsku. Viðkomandi þarf að vera metnaðargjarn, sam- viskusamur og hafa líflega og skemmtilega framkomu. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 22 ára. Tekið verður á móti umsækjendum fimmtudag og föstudag 27.-28. mars, milli kl. 16.00-18.30. \wém\ SphiH Hólmavíkurhreppur Sveitarstjóri á Hólmavík Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps auglýsir eftir sveitarstjóra til starfa frá og með maímánuði 1997. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólmavíkurhrepps, Hafnarbraut 19, 510 Hólma- vík, í síðasta lagi fimmtudaginn 10. apríl 1997. Nánari upplýsingarveitirStefán Gíslason, sveitarstjóri, í síma 451 3510. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Staða hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðin á Vopnafirði auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra. Um er að ræða afleysingar- stöðu í 8-10 mánuði frá 1. júlí 1997. Einnig vantar hjúkrunarfræðing til sumaraf- leysinga frá 1. júní 1997. Þá vantar hjúkrunarfræðing til starfa við hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1997. Nánari upplýsingar veita: Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, vs. 473 1225, hs. 473 1478, og Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri, Sundabúð, vs. 473 1320, hs. 473 1168. Hólmavíkurhreppur Leikskólakennarar Leikskólinn á Hólmavík óskar að ráða leik- skólakennara í full störf eða hlutastörf frá 1. júní nk. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólmavík- urhrepps, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, í síð- asta lagi fimmtudaginn 10. apríl 1997. Nánari upplýsingar veita Guðríður Guðjóns- dóttir leikskólastjóri í síma 451 3411 og Stefán Gíslason sveitarstjóri í síma 451 3510. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. "W' IÐNSKÓUNN f REYKJAVfK Rafeindatæknifræð- ingar, verkfræðingar Kennara vantar í rafeindavirkjun, bæði í tölvu- greinum og öðrum rafeindagreinum. Ráðning í báðar stöðurnar erfrá 1. ágúst 1997. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri rafiðna eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til ritara skólameistara í síðasta lagi 28. apríl 1997. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.