Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 11 Morgunblaðið/Golli Töfrar NIS og DIS OTKUN þæginda- eða hentifána (FOC) á kaupskipum heimsins hófst fyrir al- vöru skömmu eftir síðari heimsstyrjöld. Á nokkrum áratugum urðu Líberíumenn og Panamamenn mestu siglingaþjóðir heims - á pappírnum, skipin hafa einvörðungu formleg tengsl við þessi fátæku þróunarlönd. Flotar skráðir á Vesturlöndum minnkuðu hratt. Norska Stórþingið setti 1987 lög um sér- staka, alþjóðlega skipaskrá fyrir Noreg, NIS, þar sem slakað var mjög á skilyrðum fyrir skrán- ingu. Árangurinn varð sá að skipastóllinn jókst á ný og var hinn fjórði stærsti í heimi um 1990. Eftir sem áður er einnig við lýði hefðbundin skráning í þeim Evrópulöndum sem farið hafa þessa leið. Danir fylgdu i kjölfarið 1988 með DIS en þar voru jafnframt sett lög um svonefnd nettólaun, þ.e. að sjómenn á farskipum skyldu verða skatt- lausir; hér á landi fá þeir sem kunnugt er sjó- mannaafslátt. Markmið Dana var að auðvelda útgerðum að ráða danska sjómenn þrátt fyrir há laun, þau lækkuðu sem nam ógreidda skattin- um. Leyft er að hafa erlenda menn í áhöfn sam- kvæmt reglum DIS og NIS. ITF gegn hentifánum Bent hefur verið á að skattalegar aðgerðir af þessu tagi myndu ekki gagnast íslenskum útgerðum jafn mikið og dönskum. Launakostn- aður myndi ekki minnka jafn mikið vegna þess að skattheimta er hlutfallslega talsvert minni hér. En Danir náðu eins og Norðmenn að stöðva skipaflóttann auk þess sem ákvæðin um skatt- leysið ollu því að þorri starfa í dönskum skipum var þegar 1993 mannaður innlendum sjómönn- um, hlutfallið var aðeins 30% á norsku skipunum. Alþjóðasamband flutningaverkamanna, ITF, berst hart gegn notkun hentifána og sætti sig aðeins með semingi við að stéttarfélög í Noregi og Danmörku samþykktu nýju reglurnar. Sam- bandið fullyrðir að með hentifánum sé grafið undan öryggi sjómanna og samtakamætti þeirra. Verið sé að notfæra sér umkomuleysi fátæklinga í þriðja heiminum og traðka á rétti þeirra. Bent er á að sum félögin vanræki allt viðhald og skipin séu manndrápsbollar. ITF gerir ekki mikið úr ólíkum hagsmunum sjómanna í fátækum ríkjum og iðnríkjunum. I nýlegum bæklingi sambandsins er þó viður- kennt að „komið geti til deilna“ af slíku tagi innan þess. Talsmenn Eimskip fullyrða að sjómenn á þeirra vegum séu aldrei á verri kjörum en lág- marksviðmiðun ITF mælir fyrir um, en haft er eftir fulltrúa ITF hér að honum sé meinað að sjá ráðningarsamningana. Stöður á kaupskipum* í jan. 1997 Fjöldi íslend- ingar Útlend- ingar Skipstjórar 26 81% 19% Stýrimenn 46 65% 35% Vélstjórar 55 65% 35% Loftskeytam. 1 100% - Brytar/matreiðslum. 26 54% 46% Bátsmenn/hásetar 105 68% 32% Vélaverðir 27 37% 63% Þernur/messar 4 75% 25% Samtals 290 64% 36% Stöður á kaupskipum* 1989-97 Fáni kaupskipa* í rekstri í jan. -JQ97 danskur/ Henti- Sam- íslenskur norskur fáni tals Eimskip 1 1 11 13 Samskip - 2 2 4 Önnur skipaf. 3 3 3 9 Samtais 4 6 16 26 Samtals 1990 24 0 16 40 Kaupskip innan Sambands (slenskra kaupskipaútgerða Dulin eða opinber aðstoð? NEFND á vegum samgönguráð- herra samdi árið 1993 drög að lögum um íslenska alþjóðaskipa- skráningu og voru þau byggð á svipuðum lögum í Noregi og Dan- mörku. Ekki varð úr framkvæmd- um á Alþingi. í greinargerð nefndarinnar er m.a. sagt að ástæða þess að útgerð- ir skrái skip sín undir erlendum fánum séu lægri laun skipverja, mönnunarreglur, ýmis opinber gjaldtaka s.s. stimpilgjöld, sér- ákvæði kjarasamninga og vinnutil- högun um borð, reglur um fjár- mögnun skipakaupa og ýmis op- inber þjónusta, átt er við skipaskoð- un. Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, telur aðferðir Svía vænlegri en Dana og Norðmanna. Sænskar útgerðir sem stunda sigl- ingar á alþjóða- leiðum í harðri samkeppni fá áætlaða skatta og launatengd gjöld sjómanna endurgreidd ráði þeir Svía á skipin og sigli undir sænsk- um fána. Þetta tryggir sennilega að stór hluti farmannastéttarinnar verði innlendur og stuðlar þannig að end- urnýjun í atvinnugreininni. Engin ný skráning er búin til fyrir skipin, enginn sænskur hentifáni. Benedikt viðurkennir að allar aðferðir af þessu tagi geti verið vafasamar. Hætta sé t.d. talin á að reglur Dana brjóti gegn mann- réttindasamþykkt Sameinuðu þjóð- anna, þar sem bönnuð er mismunun eftir þjóðerni og kynþætti. „Einnig hefur Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, þegar hnippt í Dani vegna þessa og talið að þeir væru á gráu svæði,“ segir Benedikt. Hann telur samt útilokað fyrir íslendinga að beita ekki í einhverj- um mæli aðferðum sem grannþjóðir telji óhjákvæmilegar og sakar stjórnvöld hér um tómlæti gagnvart málinu. Fækkun vegna tæknilegrar þróunar verði auðvitað ekki stöðvuð en tryggja þurfi að íslensk far- mannastétt og verkkunnátta henn- ar hverfi ekki af sjónarsviðinu. „ Allt snýst um að halda áætlun“ MAGNÚS Harðarson er 42 ára gamall yfirstýrimaður á Brúarfossi, 9.600 brúttó- tonna skipi og jafnframt er hann varaformaður Stýrimannafélags Islands. „Mér finnst gott að sigla,“ segir Magnús. „Eg hef gaman af því enn þá, mað- ur kynnist mörgu, fólki og menningu af ýmsu tagi. Það er að vísu farið að verða lítið um að geta farið i land erlendis, það er einfaldlega svo mikið að gera í höfn og stopp- að stutt. Áður vorum við upp í tíu daga heima, áður en gámarnir komu til sögunnar, núna eru þetta tveir eða þrír dagar, jafnvel minna. Við erum 12 daga á sjó, síðan heima tvo daga, þá tekur við seinni ferðin og við vitum að næst er tveggja vikna frí. Þetta er orð- ið mjög vel skipulagt.11 Hann segir starfið hafa breyst mjög að því leyti að nú snúist allt um að halda áætlun og því oft meiri streita en fyrr. Þegar verið sé að lesta eða losa þurfi allt að ganga hratt fyrir sig. Gæta þurfi vel að merk- ingum og þess háttar, pappírsvinnan sé mikil. Menn hafi lítinn tíma til að sitja og spjalla eða taka í spil. Tveir stýrimenn skipta sólarhringnum á milli sín í sex tíma vaktir og á sigl- ingu hittast þeir varla nema uppi í brú. Frí- stundum er mikið eytt í að horfa á myndbönd en allir skipverjar eru nú í einsmanns- klefum. Magnús hallast að því að íslend- ingar verði að gripa til stuðnings- aðgerða við farmannastéttina. „Reyndar er ég viss um að það borgar sig þegar upp er staðið fyrir útgerðirnar að nota íslensk- ar áhafnir sem bera hag fyrirtæk- isins fremur fyrir brjósti en út- lendir starfsmenn. Við erum van- ir slæmu veðri og kippum okkuv ekki upp við það, siglum oft úr erlendri höfn til að halda áætlun þótt aðrir hafi það náðugt og beri fyrir sig óveður." Magnús Harðarson Lífeyrissjóöur Tæknifræðingafélags íslands Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 588-9170. Myndsendir: 560-8910. AÐALFUNDUR Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands 15. apríl 1997, kl. 17:30 á Kirkjusandi, 5. hæð. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Arsreikningur 1996. 3. Tillaga um sameiningu við Lífeyrissjóð arkitekta. 4. Kosningar. 5. Önriur mál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinnl Rekstraraðili: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.