Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 13. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRIL 1997 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: SAMTÖKIN „Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs" voru stofnuð sl. þriðjudag og eins og nafn- ið bendir til er ætlun þeirra að standa fyrir ræktunar- átaki á suðvesturhorni landsins. Ástand gróður- fars á þessu svæði er mjög bágborið, jarðvegseyðing mikil og víða eyðimerkur. Landnámssvæðið, sem nær yfir Reykjanes, að Ölfusá, að Þingvallavatni og í Botnsdal í Hvalfirði, er 3 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða 3% af ís- landi, og þar búa um 180 þúsund manns, eða 70% þjóðarinnar. Samtökin hafa því valið sér verðugt verkefni við að búa íbúun- um vistlegt umhverfi og stöðva þá gróður- og jarð- vegseyðingu, sem að tals- verðu leyti má rekja til aldagamals þéttbýlis í landnámi Ingólfs. Samtökin eru öllum Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. opin, en reiknað er með því, að aðilar verði sveitar- félögin í landnáminu, fyr- irtæki, stofnanir, félaga- samtök og einstaklingar og gert er ráð fyrir sam- starfi við ríkið og stofnanir þess. Fjárframlög frá þess- um aðilum eiga að kosta gróðurátakið, sem á að vera viðbót við það land- græðslu- og skógræktar- verkefni, sem nú er unnið að um land allt. Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, einn helzti hvatamaðurinn að stofnun nýju samtakanna, segir að gróðurfar í landn- ámi Ingólfs sé í verra ástandi en víðast hvar á landinu, gróður fátækleg- ur og jarðvegseyðing víða. Hreinar eyðimerkur sé þar að finna og nefnir sérstak- lega 25-30 ferkílómetra eyðimörk á Miðnesheiði, sem blasi við öllum ferða- mönnum, sem fara um Keflavíkurflugvöll. Þijú meiriháttar sandfokssvæði eru í landnáminu, í Hafn- arhrauni, við Þorlákshöfn og norðan og vestan Skjaldbreiðar. Hraun eru þakin rýrum gróðri eða gróðurlaus, svo og mó- bergshálsar og fjöll. Veðurfarsleg gróður- skilyrði eru góð, en þrátt fyrir það er gróðurþekjan talin enn á undanhaldi nema á friðuðum svæðum, þar sem gróður er í fram- för. Áætlað er, að um 20 milljónir tijáplantna hafi verið gróðursettar á síð- ustu áratugum, en það er hvergi nærri nóg til að bæta upp eyðinguna. Forvígismenn samtak- anna munu nú leita leiða til að nýta þau 50-70 þús- und tonn af mómold, grasi og húsdýraáburði, sem tal- in eru falla til árlega á höfuðborgarsvæðinu, til þess að bæta frjósemi jarð- vegs. Fjár verður aflað til að kosta dreifinguna og síðar til gróðursetningar á allt að 5 milljónum trjá- plantna árlega. Því má með sanni segja, að stórt sé hugsað í þessum efnum, enda ekki vanþörf á. En með samtakamætti íbú- anna, fyrirtækja, sveitar- félaga og annarra op- inberra aðila verður væntanlega kleift að ráð- ast í verkefnið. Það mun skila betra og fegurra mannlífi og umhverfi er fram líða stundir. GRÓÐURÁTAKí LANDNÁMIINGÓLFS Hetja í Gúlaginu í MORGUNBLAÐ- inu miðvikudaginn 26. febrúar sl. var frétt um andlát rússneska skáldsins Andre Sinjav- skys. Hann var, ásamt rithöfundinum Yuli Daniel, handtekinn og sóttur til saka 1965 fyrir „andsovézk rit“ og dæmdur í sjö ára erfiðisvinnu í þræla- búðum í Gúlaginu. Hann var látinn laus. 1973 fluttist hann til Frakklands ásamt konu sinni, Maríu Rozanovu og syni þeirra. Ég hitti hann nokkru síðar, eða í júní 1975 þarsem þau bjuggu í einu úthverfa Parísarborgar og átti við hann sam- tal sem birtist í Morgunblaðinu, og einnig, aukið og endurbætt í Félaga orð. Hann var þekktastur fyrir skáldsögu sína, Réttur er settur og bar hún höfundarnafnið Abram Terz og var fyrst gefin út á Vestur- löndum undir því nafni, einnig hér á íslandi. Sinjavsky var ásamt Solz- henitsyn þekktasti rithöfundur og andófsmaður Sovétríkjanna og var sagt að þeir tveir hefðu jafn mikil áhrif í kalda stríðinu og allur her- afli Bandaríkjanna! Sinjavsky er einhver eftirminni- legasti maður sem ég hef hitt og átt samtal við. Ógnleg reynsla birt- ist ekki í biturleik og neikvæðri afstöðu til umhverfisins, þvert á móti þá var uppbyggilegt að hitta þennan sterka andstæðing sovézka kerfisins. Hann var hlýr og viðfeld- inn og miklu lílcari andhetju en ein- hverri persónugerðri karimennsku sem gæti ógnað umhverfinu við minnsta tækifæri. En hann ógnaði umhverfi sovézka kommúnismans og fyrir það var honum breytt í gúlagþræl og síðar útlaga. En hann lifði allt af, nema veik- indi sín undir lokin. Sinjavsky var svo vel að sér að ástæða var til að undrast þekkingu hans, ekki- sízt á íslenzkri sögu og þjóðmenningu. María gafst aldrei upp meðan maður hennar var í þrælabúð- um. Bréfaskipti þeirra eru heimskunn. Þegar ég stóð andspænis henni þama í íbúð þeirra skildi ég hvers vegna þessi kona lét ekki bugast andspæn- is sovétkerfinu; ákveðin, einörð, kallaði augsýnilega ekki allt ömmu sína. Hún var þessleg að henni hæfði fremur hetjuhlutverk en manni hennar. Samt féll mér hún vel og við áttum öll góða stund saman. Sinjavsky sagði að andrúmið í Sovétríkjunum hefði verið kafka- ískt. „í verkum Kafka er sama and- rúm og nú ríkir í Sovétríkjunum. Ég held að Kafka hafi vitað eða a.m.k. grunað hvað gerast mundi í Rússlandi, Dostojevsky sá það einn- ig fyrir.“ Og Sinjavsky var staðráð- inn í því að taka ekki þátt í þess- ari kampavínsveizlu kommúnis- mans. í fyrrnefndu samtali segir svo: „Sinjavsky tókst ekki einungis að lifa af í þrælabúðunum, heldur fann hann tilgang lífi sínu og köllun þama í eyjaklasanum, í einangrun og niðurlægingu dauðaklefanna rís hugsun hans og skáldskapur hæst. Á fimmta ári fangabúðavistar hans segir Sinjavsky: „Lífið er mikilvæg- ara en við höldum." Og síðar: „Mað- ur ætti að þakka fyrir hvern þann lærdóm sem lífið lætur i té“. En vel að merkja, bókin hefst á þessum orðum: „Ég verð að tala umbúða- laust því að lífið er stutt.““ Sinjavsky lagði mest upp úr frelsi og menningu. Fágun sem á rætur í ræktaðri menningu einkenndi ekk- isízt þennan eftirminnilega andófs- mann. „Ég ann menningu íslend- inga“, sagði hann. „Ég hef lesið íslenzkar fornsagnir á rússnesku og undrazt hvað íslenzk málsmenn- ing er á háu stigi. Ef allar þjóðir í heiminum ættu jafn mikla máls- menningarhefð, væru mörg óleyst vandamál nú leyst. Þekking fólksins á eigin hefð og arfi er aðdáunar- verð. Og ég veit að ísland er ekki í augum íslendinga aðeins staður þar sem þeir verða að lifa, heldur á hver steinn í þessu landi mál og getur talað við fólkið um arf, sem lifir og blómgast enn á okkar dög- um. Það er mjög athyglisvert. Og ekkisízt að sagnir og sagnaminni lifa á vörum fólksins. Allt vekur þetta bjartsýni." Á þessi bjartsýni enn rétt á sér? Höfum við enn þessi tengsl við arf- leifð okkar, eða eru þau að rofna? Við andlát Andre Sínjávskys er ástæða til að íhuga hvar við stönd- um; hvort við rísum enn undir áliti hans eða hvort við erum í óða önn að falla inní gutlandi yfirborðs- kennda einsmenningu sem á ein- ungis grunnar rætur arfans og er jafnlaustengd við jörðina og hann. Okkur hefur verið trúað fyrir mik- illi og sérstæðri arfleifð. Ég veit ekki hvort við gerum okkur grein fyrir því. Auden sagði í ljóði sem hann orti um ísland eftir síðari heimsókn sína hingað að við værum ekki andleg ruddamenni - ekki enn. Ekki enn - eða hvat? M. HELGI spjall B. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. apríl m TLANTSHAFSBANDA- lagið er að ganga í ffWSk. endurnýjun lífdaga og m Wm er að öðlast nýtt hlut- verk og nýjan tilgang. Á því leikur enginn vafi, að fyrirhug:uð stækkun bandalagsins og viðræðurnar við Rússa af því tilefni hafa veitt nýjum krafti inn í allt starf bandalagsins og í höfuðstöðvum þess ríkir nú andrúm áhugaverðra og fijórra hug- mynda og umræðna og sú tilfinning, að Atlantshafsbandalagið sé á ný að verða einn af þeim lykilþáttum, sem framtíð Evrópu byggist á. Færa má sterk rök að því, að Atlantshafsbandalagið sé að breyt- ast úr vamarbandalagi 16 Evrópuríkja í öryggiskerfi flestra ríkja í álfunni. Ef horft er til upphafs, markmiðs og sögu Atlantshafsbandalagsins er stækkun þess eðlileg. Raunar má segja, þegar horft er um öxl, að það sé heilög skylda banda- lagsins að taka allmörg ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu undir sinn verndarvæng. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað höfðu Sovétríkin lagt undir sig hvert ríkið á fætur öðru í næsta nágrenni við sig. Bandalagið var stofnað til þess að stöðva þessa framsókn hins kommúníska heims- veldis. Það tókst. Næstu áratugi á eftir gerðu a.m.k. þijú og jafnvel fjögur þeirra ríkja, sem fallið höfðu undir járnhæl kommúnismans tilraun til þess að bijótast undan því oki. Hinn 17. júní árið 1953 brauzt út uppreisn meðal verkamanna í Austur-Þýzkalandi, sem var barin niður. Árið 1956 kom til uppreisnar í Poznan í Póllandi og síðar á því ári hin örlagaríka uppreisn Ungveija, þegar sovézkir skrið- drekar voru sendir inn í Búdapest. Enn er í fersku minni tilraun Tékkóslóvaka til þess að bijótast undan veldi Sovétmanna 1968. í öllum tilvikum var valdi Rauða hersins beitt gegn almennum borgurum en nágrannaríkin innan Atlantshafsbanda- lagsins gátu ekkert að gert. í ljósi þessarar sögu er það heilög skylda Atlantshafsbandalagsríkjanna, nú þegar kalda stríðinu er lokið að gera ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þessara ríkja og annarra, sem féllu undir einræði komm- únismans og þá ekki sízt Eystrasaltsríkj- anna, til frambúðar enda er það forsenda fyrir því, að friður ríki í álfunni um langa framtíð. Það er mikið til í því, sem sagt hefur verið, að með stækkun Atlantshafs- bandalagsins og samningum við Rússa sé loks verið að ganga frá friðarsamningum um alla Evrópu eftir að hernaðarátökum lauk við lok heimsstyijaldarinnar síðari. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Breta, sagði í ræðu fyrir nokkrum vikum, að þær ákvarðanir, sem teknar yrðu á næstu fjór- um til fimm árum, mundu móta Evrópu í áratugi. í þessu felst, að nú undir lok þessarar aldar er verið að móta framtíð og þróun Evrópuríkja langt fram á 21. öldina. Ekki eru allir sammála þessu mati. Sumir telja, að sú stækkun Atlantshafs- bandalagsins, sem stendur fyrir dyrum þýði að verið sé að kveðja gamla góða NATO og við taki viðamikið og þunglama- legt bákn, sem eigi ekkert skylt við það merka vamarsamstarf fijálsra þjóða, sern stöðvaði framsókn kommúnismans í Evr- ópu. Einn af þeim, sem lagzt hefur gegn stækkun bandalagsins er Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem skrifaði grein í Los Angeles Times og Washington Post í janúarmánuði sl., þar sem hann varaði við stækkun og í febrúar skrifaði einn af helztu diplómöt- um Bandaríkjamanna á síðustu áratugum, George F. Kennan, grein í New York Times, þar sem hann lýsti þeirri skoðun, að stækkun Atlantshafsbandalagsins væru örlagaríkustu mistök, sem gerð hefðu ver- ið í bandarískri utanríkispólitík frá lokum heimsstyijaldarinnar. Rök hans voru þau að stækkun bandalagsins mundi efla þjóð- ernissinna og hernaðarsinna í Rússlandi og ýta undir andúð á Vesturlöndum. Stækkun mundi hafa neikvæð áhrif á lýð- ræðisþróunina í Rússlandi og þvinga Rússa til þess að taka upp utanríkisstefnu, sem yrði Vesturlöndum andsnúin. Og loks mundi stækkun gera það nánast ókleift að fá Dúmuna til þess að staðfesta START II samninginn og að fallast á frekari fækk- un kjamorkuvopna. Svipaðar raddir hafa heyrzt í auknum mæli í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins og sumir telja, að það verði ekki auðvelt verk að fá bandarísku öldunga- deildina til þess að samþykkja stækkun. En teningunum hefur verið kastað og á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsríkj- anna í Madrid í júlí verður tekin ákvörðun um, hvaða Evrópuríkjum verður boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu í fyrstu lotu. ÞAR SEM FYRIR liggur, að ákvörðun verður tekin um stækkun banda- lagsins er næsta spuming sú, hvaða ríkjum verður boðin aðild að þessu sinni a.m.k. Yfírleitt er gert ráð fyrir, að Póllandi, Tékklandi og Ungveijalandi verði boðin aðild og um það er áreiðanlega almenn samstaða. Þjóðveij- ar, sem hafa bersýnilega mikil áhrif innan bandalagsins eins og við er að búast, leggja fyrst og fremst áherzlu á aðild þessara þriggja ríkja. Það byggist vafalaust á því, sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag, laugardag, og er haft eftir Andris Skele, utanríkisráðherra Lettlands, sem er í opin- berri heimsókn í Svíþjóð um þessar mund- ir og sagði í viðtali við Svenska Dagblad- et, að „Þýzkaland reki þaulhugsaða stefnu gagnvart Rússlandi". Utanríkisráðherra Slóvaka var í heim- sókn hér í liðinni viku en ljóst er, að eng- inn stuðningur er innan bandalagsins við að bjóða Slóvakíu aðild. Stjórnarhættir í Slóvakíu em taldir afleitir og þar ríki nán- ast einræði og skoðanakúgun. Auk þess er því haldið fram, að Slóvakar ekki sízt hafi grætt stórfé á því að selja stríðandi aðilum í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu vopn. Frakkar leggja mikla áherzlu á, að Rúmenar fái aðild og ítalir reka harðan áróður fyrir aðild Slóveníu. Það er hins vegar alls óvíst, hvort þessi tvö ríki verða með, en hugsanlegt að annað hvort þeirra komi við sögu. Eystrasaltsríkin leggja gífurlega áherzlu á að fá inngöngu í Atlantshafs- bandalagið nú. Líkumar á því, að svo verði eru hins vegar takmarkaðar, ef nokkrar. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú, að viðbrögð Rússa við stækkun yfírleitt hafa verið mjög hörð og samningaviðræð- ur við þá af þeim sökum mjög erfiðar. Eystrasaltsríkin em í næsta nágrenni við Rússland og menn óttast, að það væri of mikil ögmn við Rússa að samþykkja aðild þeirra. Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna gera minna úr andstöðu Rússa. Þeir benda á, að andstaðan við aðild þeirra sé ekki með- al almennings í Rússlandi heldur valda- hópsins í Moskvu. Litháar létu gera skoð- anakönnun í Rússlandi um afstöðu al- mennings til þessa máls og niðurstaða hennar var sú, að 70% Rússa teldu þetta vera mál, sem Eystrasaltsríkin sjálf ættu að taka ákvörðun um. Við íslendingar kunnum lítt að meta þá fyrirvara, sem Bandaríkjamenn höfðu á viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna á sínum tíma en margt bendir til þess, að nú séu Bandaríkjamenn meðal helztu stuðningsmanna þess, að ríkin þijú fái aðild að bandalaginu. í undirbúningi er einhvers konar sáttmáli milli Bandaríkj- anna og Eystrasaltsríkjanna, sem sumir segja, að muni að hluta til fela í sér eins konar Marshall-aðstoð við þessi ríki. Það er hins vegar ljóst, að Eystrasalts- ríkin örvænta ekki, þótt svo fari að þeim verði ekki boðin aðild að Atlantshafs- bandalaginu að þessu sinni, að því til- skyldu, að þess sé vandlega gætt í væntan- legum samþykktum Madrid fundarins í sumar, að engum leiðum verði lokað í sam- Hverjir fá aðild? bandi við aðild þeirra síðar meir. Þau leggja eftir sem áður ríka áherzlu á að efla og styrkja tengsl sín við bandalagið með nánu samstarfi við það. Viðræðurn- ar við Rússa A ÞRIÐJUDAG- inn hefjast í Moskvu viðræður milli Prímakovs, ut- anríkisráðherra Rússlands, og Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, um væntanlegt samkomulag á milli Rússa og bandalags- ins, sem yrði eins konar undanfari stækk- unar bandalagsins. Þessar viðræður eru í beinu framhaldi af Helsinki fundi þeirra Jeltsíns og Clintons, þar sem samkomulag tókst í grundvallaratriðum um samkomu- lag, ef svo má að orði komast og þær lín- ur lagðar að samningar á milli Rússa og Atlantshafsbandalagsins yrðu undirritaðir fyrir lok maímánaðar. Samningagerðinni er ekki lokið og auð- vitað er hugsanlegt, að þessar viðræður fari út um þúfur. Þó eru líkumar á sam- komulagi meiri en minni. Prímakov er gamall leyniþjónustuforingi og fulltrúi gamla skólans í Rússlandi og mikill áhrifa- maður í sovétkerfinu. í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins ber mönnum hins vegar saman um, að eftir að hann varð utanríkisráðherra Rússlands sé auðveldara að semja við Rússa en áður vegna þess að þeir viti að hveiju þeir gangi, sem ekki hafi verið raunin a.m.k. seinni árin í utan- ríkisráðherratíð Kozyrevs. Ef samkomulag tekst við Rússa má búast við, að sett verði upp í Brussel sér- stakt NATO-Rússlandsráð, sem haldi reglulega fundi í mánuði hveijum, þar sem saman komi fastafulltrúar Atlantshafs- bandalagsríkjanna og sérstakur fastafull- trúi Rússa. Sérstök skrifstofa verði sett upp með föstu starfsliði til þess að þjóna þessu nýja ráði og umtalsverður fjöldi rúss- neskra embættismanna og hernaðarfull- trúa hafi fast aðsetur í Brussel og eigi náin samskipti við starfsmenn Atlantshafs- bandalagsins. Hugmyndin virðist vera sú, að á vett- vangi slíks samstarfs verði Rússum veittar upplýsingar um allt það helzta, sem sé að gerast og geijast á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins og með þeim hætti verði byggt upp gagnkvæmt traust á milli þeirra og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Sú spuming vaknar af þessu tilefni, hvort Rússum verði veittar nákvæmar upplýs- ingar um viðbúnað og tækjabúnað í varn- arstöðvum Atlantshafsbandalagsins eins og t.d. hér á Keflavíkurflugvelli. Því svara háttsettir hemaðarfulltrúar bandalagsins hins vegar neitandi og segja, að alla vega yrðu slíkar upplýsingar ekki veittar nema með samþykki íslenzkra stjórnvalda. Ef samkomulag af þessu tagi verður undirritað í lok maímánaðar við Rússa og stækkun bandalagsins verður ákveðin í júlí er ljóst, að umsvifin á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins og í tengslum við það munu aukast gífurlega á næstu ámm. Mikill fjöldi nýrra starfsmanna kemur þá til starfa í Brassel og að mörgu er að hyggja, þegar hafizt verður handa um að aðlaga herafla hinna nýju NATO ríkja að því varnarkerfí, sem fyrir er. Þótt hlutur okkar íslendinga í þessu samstarfi sé ekki stór er þó ljóst, að við verðum að vera undir það búnir að leggja til aukinn mannafla, þó ekki sé nema til þess að geta sinnt lágmarksþátttöku í stór- auknu samstarfi á vettvangi bandalagsins og í tengslum við það. Til viðbótar má svo bæta við, að vel er hugsanlegt, að aðild Svíþjóðar og Austur- ríkis að bandalaginu eigi eftir að koma til alvarlegrar umræðu á næstu árum en sú aðild er að sjálfsögðu ekki jafn viðkvæm og þeirra ríkja, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Inn í umræður um framtíðarhlutverk Atlantshafsbandalagsins koma svo að sjálfsögðu vangaveltur um aukið samstarf ESB ríkjanna í varnarmálum t.d. á vett- vangi Vestur-Evrópubandalagsins en ljóst FRÁ HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/Golli art * er, að langflestar þjóðir innan og utan Atlantshafsbandalagsins leggja gífurlega áherzlu á áframhaldandi þátttöku Banda- ríkjamanna í vamarsamstarfi Evrópuríkja og vera bandarísks herafla í Evrópu, þótt mjög hafi fækkað í honum á þessum ára- tug eins og eðlilegt er. Afstaða ís- lands AFSTAÐA ÍS- lands til stækkunar Atlantshafsbanda- lagsins er alveg skýr. í stefnuræðu þeirri, sem Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, flutti á Alþingi hinn 2. október sl. vék hann að þessum málum og sagði m.a.: „íslenzk stjómvöld styðja eindregið fyrir- ætlanir um stækkun bandalagsins og líta svo á, að hér sé um að ræða einstakt sögu- legt tækifæri til að festa í sessi lýðræði og stöðugleika í Mið- og Austur-Evrópu. Því tækifæri megi ekki glata. Hitt er hins vegar öllum augljóst, að stærri ríkin í bandalaginu munu taka á sig þyngstar byrðar og mestar skuldbindingar vegna stækkunar þess og hljóta þar með auðvit- að að ráða mestu um hvernig og hversu hratt bandalagið stækkar. Engu að síður er fyllsta ástæða til þess að Island skipi sér í hóp þeirra bandalagsríkja, sem vilja fara hratt fram. Rússland hefur enn sem komið er lagst gegn þessari stækkun. Ekki sízt hafa tals- menn Rússlands verið afdráttarlausir þeg- ar kemur að hlut Eystrasaltsríkjanna. Rússar geta þó aldrei haft neitunarvald í málinu. Atlantshafsbandalagið er varnar- bandalag í eðli sínu og það getur ekki leitt til öryggisleysis fyrir stórveldi á borð við Rússland, þótt hin þijú smáu baltnesku ríki verði aðilar að því. Það má ekki skipta Evrópu upp á ný með þeim hætti, sem áður hefur verið gert. Slíkt tilheyrir liðinni tíð og er angi af úreltum þankagangi. Evrópa hefur öryggishagsmuna að gæta, en hitt skiptir meira máli, að í húfi er réttur fijálsra ríkja til að ákveða sjálf í hvaða alþjóðasamtök þau vilja ganga. Atlantshafsbandalagið er reiðubúið til sér- staks samráðs og samninga við Rússa til þess m.a. að fylgja eftir þeim sjónarmið- um, að Rússlandi geti ekki stafað ógn af því að Mið- og Austur-Evrópuríki bætist í hóp þeirra lýðræðisríkja, er mynda Atl- antshafsbandalagið. Ákvörðun bandalagsins um stækkun liggur fyrir. Gert er ráð fýrir því, að á leiðtogafundi þess á næsta ári verði fyrstu ríkjunum boðið til aðildarviðræðna. Afar þýðingarmikið er að gæta þess sérstak- lega, að þau ríki, sem ekki verða valin í fyrstu atrennu, lendi ekki á nýju gráu svæði í öryggismálum. Nú er útlit fyrir, að- Eystrasaltsríkin, sem við íslendingar höfum tengzt sérstökum vináttuböndum, verði ekki tekin inn í Atlantshafsbandalag- ið í fyrstu lotu. Því þarf að ganga þannig frá málum, að ótvírætt sé, að þau verði tekin inn síðar og búa þannig um hnútana í millitíðinni, að þessi ríki verði tengd með sýnilegum nánum og traustum böndum við Atlantshafsbandalagið og önnur sam- tök í álfunni." Eins og af þessum ummælum forsætis- ráðherra sl. haust má sjá fer ekkert á milli mála, hver afstaða íslands er til þeirra miklu mála, sem nú eru á döfinni í okkar heimshluta. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur í nýlegri ræðu ítrekað þessa afstöðu og lýst þeirri skoð- un, að stækkun bandalagsins væri mikil- væg til þess að þurrka út skiptingu Evr- ópu. Hann hefur jafnframt sagt, að það væri óviðunandi, ef litið væri svo á, að einstök Evrópuríki væru útilokuð frá að- ild og í því sambandi lagði utanríkisráð- herra sérstaka áherzlu á stöðu Eystra- saltsríkjanna. Við Islendingar höfum verið aðilar að Atlantshafsbandalaginu frá upphafí. Á tímum kalda stríðsins lögðum við mikið af mörkum með því að samþykkja að hafa erlenda herstöð í landi okkar, sem leiddi til djúpstæðs klofnings meðal þjóð- arinnar, sem stóð í áratugi. Það er mikil- vægt, að við fylgjumst vel með þeirri þróun, sem nú er að verða í Evrópu og að við tökum fullan þátt í starfí hins nýja og stækkaða Atlantshafsbandalags í framtíðinni ekki síður en á þeim 50 árum, sem senn eru liðin frá stofnun þess. „Ef samkomulag tekst við Rússa má búast við, að sett verði upp í Brussel sérstakt NATO-Rússlands- ráð, sem haldi reglulega fundi í mánuði hverjum, þar sem saman komi fastafulltrú- ar Atlantshafs- bandalagsríkj- anna og sérstakur fastafulltrúi Rússa. Sérstök skrifstofa verði sett upp með föstu starfsliði til þess að þjóna þessu nýja ráði og umtalsverður fjöldi rússneskra embættismanna og hernaðarfull- trúa hafi fast að- setur í Brussel og eigi náin sam- skipti við starfs- menn Atlants- hafsbandalags- ins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.