Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 43>,
IDAG
H AARA afmæli. Sjö-
I v/tugur verður á morg-
un, mánudaginn 14. apríl,
Olafur Sigurðsson, Út-
garði, Egilsstöðum. Hann
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
SPIL dagsins er frá Macall-
anmótinu í London fyrr í
vetur. Sex lauf er allgóð
slemma í NS ef ekki kemur
út tígull, en aðeins þijú pör
sögðu slemmuna. Þeirra á
meðal Bandaríkjamennimir
Meckstroth og Rodwell:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ ÁKD43
♦ 76
♦ ÁD94
♦ K6
Vestur
♦ G1065
V DIO
♦ G8732
♦ 83
Austur
♦ 72
V G98543
♦ K6
♦ DG9
Suður
4 98
V ÁK2
♦ 105
♦ Á107542
Norður Austur Suður
Rodwell Mittelman Meckst-
roth
1 spaði Pass 2 lauf
2 tíglar Pass 2 hjörtu
3 lauf Pass 4 lauf
4 tíglar Pass 4 hjörtu
4 spaðar Pass 5 lauf
6 lauf Allir pass
Pass
Pass
Pass
Af einhveijum torræðum
ástæðum hafa sterk lauf-
kerfí verið bannfærð í þessu
móti, og því opnar Rodwell
á eðlilegum spaða, en ekki
Precision-laufi, eins og hann
hefði gert að óbreyttu. Út-
spil vesturs var tígull, sem
Meckstrotli tók með ás og
spilaði strax hjarta þrisvar
með trompun í huga. Þegar
vestur stakk laufáttunni í
þriðja hjartað var slemman
töpuð - vömin hlaut að fá
tvo slagi á tromp.
Barry Rigal veltir fyrir sér
hvort ekki hefði verið betra
að spila strax þremur efstu
1 spaða. Ef austur stingur
þriðja spaðann með drottn-
ingu getur suður hent tígli.
Hann nær síðan að trompa
hjarta án þess að gefa annan
slag á tromp. Ekki dugir
austri að henda í þriðja spað-
ann, þyí þá trompar sagn-
hafi litinn frían, tekur ás og
kóng í laufí, og spilar frí-
spaða úr borði til að henda
hinum taparanum. Besta
vömin er reyndar sú að
trompa með níunni (!), en
þá er eina leiðin til vinnings
sú að yfirtrompa og spila
tígli! Sem er langsótt.
Brasilíumaðurinn Gabriel
Chagas fékk út tromp gcgn
sex laufum, en þá er spilið
einfalt: Hann tók tromp aft-
ur, spilaði ÁKD í spaða og
stakk þann þriðja. Henti síð-
an hjarta niður í fímmta
spaðann og gaf aðeins einn
slag á lauf. Annar sagnhafí
- Frakkinn Bompis - fór
strax niður þegar hann fékk
út tígul og svínaði drottning-
unni.
Með morgunkaffinu
Ást er ...
... að hjálpa hvort öðru
að velja föt.
TM Rog. U.S. Pat. Off. — all rights resorved
(c) 1996 Los Angelos Timos Syndicate
ÉG vil ekki smita þig af
kvefinu
HÖGNI IiREKKVISI
'ÉgþarfoÖ fá, U/kiDnn. c& fcatturrœtar-
iCjuUQrunum.*
SKAK
Umsjón Margcir
Pítursson
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Bad Wörishofen í
Þýskalandi í mars í viður-
eign tveggja Þjóð-
veija. Stórmeist-
arinn Raj Tisc-
hbierek (2.490)
hafði hvítt og átti
leik, en Ludwig
Deglmann
(2.245) var með
svart.
33. Bxg7+! og
svartur gafst upp.
Eftir 33. - Bxg7
34. Dd8+ verður
hann mát.
Skákmót á alnet-
inu í kvöld kl. 20.
Þetta er hrað-
mót á danska skákmiðlar-
anum EICS. Hlíðar Þór
Hreinsson er skákstjóri.
Þátttökutilkynningar og
fyrirspurnir sendist á net-
fangið teltreknet.is.
Upplýsingar einnig á ís-
lenskri skáksíðu Daða Arn-
ar Jónssonar:
http://www.vks.is/skak.
HVÍTUR mátar í fjórða leik
Pennavinir
SEXTÁN ára enskur pilt-
ur í Norðaustur-Englandi
með margvísleg áhuga-
mál:
Terry Dawson,
116 Middle Street,
Blackhall,
Hartlepool,
Cleveland,
TS27 4EB,
England.
TVÍTUG brasilísk stúlka
með mikinn íslandsá-
huga:
Carolina Göyos,
Praca Raul Leme No
100, Apt. 22,
Braganca Paulista,
Sao Paulo,
Brazil.
STJÖRNUSPA
cftir Frances Drake
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert félagsvera og átt gott
með að vinna í hóp. Þú
hefur áhuga á umhverfis-
málum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Skemmtanir eru ofarlega á
baugi, og þú sækir skemmti-
stað, sem þú hefur ekki heim-
sótt áður. Kvöldið verður
ánægjuiegt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Starfsfélagi veitir þér óvænt-
an stuðning í dag við lausn
á áríðandi verkefni. Þið farið
svo út saman þegar kvöldar.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) 5»
Þótt þú komir ekki öllu í verk
sem þú ætlaðir þér í dag,
getur þú fagnað góðu gengi.
Hvíldu þig svo heima með
ástvini.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þig langar að skemmta þér í
dag, en vilt fara ótroðnar
slóðir, og breyta örlítið til.
Þú ættir að ræða málið við
ástvin.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ástvinur er eitthvað miður
sín í dag og þarfnast um-
hyggju þinnar. Þið ættuð að
gera ykkur dagamun þegar
kvöldar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Samningar um fjármálin
ganga hægt, og geta leitt til
ágreinings milli vina. Reyndu
að sýna þolinmæði og skiln-
ing.
(23. sept. - 22. október)
Sláðu ekki slöku við í vinn-
unni í dag, og ljúktu skyldu-
störfunum snemma. Þú eign-
ast nýja vini í mannfagnaði
kvöldsins.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Fyrirætlanir þínar varðandi
vinnuna ná loks fram að
ganga, og ættu að færa þér
batnandi afkomu. Slakaðu á
heima í kvöld.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember)
Þér gefast óvæntar frístundir
í dag, sem þú ættir að nota
til að betrumbæta heimilið
með góðri aðstoð fjölskyld-
unnar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hlustaðu á það sem góður
vinur hefur til málanna að
leggja í dag, því hugmyndir
hans eru góðar og henta ykk-
ur vel.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú vilt gjarnan reyna eitthvað
nýtt til að bæta afkomuna,
en kynntu þér málið betur og
hlustaðu á góð ráð starfsfé-
laga.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Vinur getur tekið illa van-
hugsuðum orðum þínum í
dag, og þú ættir strax að
bæta þar um og biðjast afsök-
unar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu
tagi byggjast ekki á traust-
um grunni vísindalegra stað-
reynda.
Vandib
qeymslu matvæla
"Hitastigiö skiptir miklu móii.
I Það ræðst af hitastiginu hvort bakteríur fjölga sér í matvælum.
í Geymið kælivöru við 0-4°C, þá fjölgar bakteríum hægt.
I Kælið mat hratt niður. Hafið mat sem styst í hitastigi 10-50°C.
I Gætið að hitastiginu í kæliskápnum, það er oft hærra en 4°C.
I Hitamælar eru ekki dýrir, en geta komið sér vel.
I Upphitun þarf að ná 75°C til að drepa bakteríur. Gætið einnig að
þessu þegar hitað er í örbylgjuofni.
I Haldið mat heitum við a.m.k. 60°C, til að koma í veg fyrir
að bakteríur fjölgi sér.
HOLLUSTUVERND RIKISINS
Ármúla 1a, Reykjavík. Þjónustu- og upplýsingasími 568-8848.
Eldri borgarar
Bessastaðahreppi
Félagsmálanefnd Bessastaðahrepps býður öllum
íbúum sveitarfélagsins, 60 ára og eldri, til fundar í
Haukshúsum, þriðjudaginn 15. apríl 20.00.
Markmið fundarins verður að undirbúa eða hvetja tili; ‘
stofnunar félags eldri borgara í Bessastaðahreppi.
Á fundinn mæta góðir gestir með fræðsluerindi.
Kaffi veitingar.
Félagsmálastjórinn í Bessastaðahreppi.
Hei Idar JÚGA
jóga f y r i r a 11 a CN
Heildarióga (grunnnámskeið) Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðlsa. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 14. aprfl.
YOCAjé Hii.. fSvffjwÍní'f ’wyyi Hatum 6a ialKlEIiÍ! Sími 511 3100 Ásmundur
Samheppni um hönnun á
minjagripum
Hreppsnefnd Skaftðrhrepps hefur ákveðið að standa fyrir
samkeppni um hðnnun minjagripa. Verkefnisstjórn í
ferðamálum mun sjá um samkeppnina fyrir hönd
hreppsnefndar og vera í nánu samstarfi við handverkshópinn
sem starfar T hreppnum.
Tilgangurinn með samkeppninnt er þrfþœttur:
• Að leita eftir grip, sem getur verið ímynd Skatárhrepps.
• Að hvetia handsverksfólkí heimabyaað oq vekia athyqli
á verkum þeirra.
• Að ýta undir atvinnusköpun í hreppnum.
Um samkeppnina giida eftirfarandi regiur:
• Samkeppnin er öllum opin.
• Hugmyndum má skila í formi fullunninna gripa eða sem teikningum. Einnig skal
skila skriflegri lýsingu á hráefnisnotkun og framleiðsluferli, ásamt sýnishornum af
því hráefni sem nota skal.
• Gripirnir þurfa að vera lýsandi fyrir menningu, sögu og/eða náttúrufar svœðisins.
• Hráefni skal vera íslenskt að svo miklu leyti sem unnt er og œskilegt að það sé
fáanleglí héraðinu.
• Gripirnir þurfa að vera einfaldir I framleiðslu og gerf er ráð fyrir að þeir verði framleiddir
í heimabyggð.
• Keppendur eiga höfundarétt að sínum gripum, en Skaftárhreppur heldur
framleiðslurétfinum á verðlaunuðum hugmyndum.
> Þrenn verðlaun verða veitt:
• Verðlaun fyrir grip, sem gœti orðið ímynd Skaftárhepps, verða því aðeins veitt að
gripur berist sem talinn er þess verður.
• Hugmyndum skal skila á skrifstofu Skaftárhepps í lokuðum umbúðum í síðasta
lagi fyrir lokun skrifstofunnar föstudaginn 25. apríl 1997. Hugmyndirnar skulu
merklar með dulnefni, en fullt nafn höfundar og heimilisfang skal fylgja með í
lokuðu umslagi.
• Þriggja manna dómnefnd mun velja þœr hugmyndir sem hljóta verðlaun.
Trúnaðarmaður dómnefndar er Jóhanna B. Magnúsdóttir, ferðamálafulHrúi, og veitir
hún allar nánari upplýsingar i síma 487 4840.
• Dómnefndin mun skila niðurstöðum sínum laugardaginn 10. maí 1997.
* t