Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRVM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. APRÍL1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eldsvoði í Vestmannaeyjum Bjargað úr brennandi húsi yestmannaeyjum. Morgnnbladid. ÍBÚA var bjargað naumlega út um lítinn glugga á efri hæð er eldur kom upp í íbúðarhúsinu Mjölni við Skóla- veg 18 í Vestmannaeyjum í gær- morgun. Húsið er tvílyft steinhús, klætt timbri að innan, og urðu á því miklar skemmdir. Lögreglumennirnir Jón Bragi Arnarsson og Jóhannes Ólafsson björguðu íbúanum úr brennandi hús- inu. Jóhannes var á heimleið eftir næturvakt en Jón ^-.Bragi, sem var á " frívakt, var á morgunskokki er þeir urðu eldsins varir og komu að í sömu mund. Jón Bragi sagði að Jó- hannes hefði þegar í stað tilkynnt um eldinn í gegnum farsíma en sjálfur hefði hann farið að athuga hvort hægt Væri að komast inn húsið. Hurð á þvi hafi verið opin en sökum mikils elds og reyks hafi inn- ganga ekki verið möguleg. Hann sagðist hafa verið á leið frá húsinu er hann heyrði einhver köll og kom þá auga á mann við glugga á efri hæð hússins. Hann hafi fundið stiga liggjandi við húshliðina og farið upp í stigann með tréplanka, sem hann fann, og náð að bijóta rúðu * og pósta úr glugganum með honum. Maðurinn sem inni var lagði sæng í gluggann áður en hann skreið út. Hann sagði að maðurinn hefði verið orðinn talsvert þrekaður vegna reyksins og ekki haft afl til að brjóta sér sjálfur leið út um gluggann. Hann hafi verið búinn að gera til- raunir til þess með járnstöng úr rimlarúmi sem hann svaf í en án árangurs. Vaknaði við reykskynjara Að sögn Jóns Braga var maðurinn sofandi í herbergi sínu er hann vakn- aði við reykskynj- ara sem var við hurðina á herbergi hans. Hurðin á herberginu hafi verið lokuð og þeg- ar maðurinn opn- aði hana og ætlaði að fara niður gekk hann nánast á vegg því honum mætti mikill reyk- ur og hiti svo hann varð að loka á ný og átti ekki mögu- leika á að komast úr herberginu aðra ieið en út um gluggann. Að sögn Elíasar Baldvinssonar, slökkviliðsstjóra var mikill eldur í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Elías sagði að greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn og slökkvistarfi hafi verið lokið um klukkan átta. Hann sagði að mjög miklar skemmdir hefðu orðið á húsinu og innanstokksmunum bæði af eldi og reyk. Flest bendir tii að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpi. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Glugginn sem manninum var bjargað út um. Jón Bjarni er í stiganum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RJÚFA þurfti gat á þak hússins til að komast að eldinum. Hjón björgnðust er eld- ur kom upp í parhúsi ELDUR kom upp í parhúsi í Hábergi 42 í Breiðholti laust fyr- ir kl. 7 í- gærmorgun. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn enda lék í upphafi grunur á að börn væru inni í húsinu. Það reyndist ekki vera, en hjón, sem voru á neðri hæðinni, komust út úr hús- inu, óslösuð. íbúðin er stór- skemmd. Barnaherbergi eru á efri hæð íbúðarinnar. Mikill reykur hafði safnast fyrir á efri hæðinni þegar slökkvilið kom á staðinn og ófært að komast um stiga hússins. Varðstjóri í slökkviliðinu segir að mjög alvarlegt ástand hefði skap- ast ef börnin hefðu sofið á efri hæð hússins. Þau voru hins vegar í pössun í nágrenninu og voru því örugg. Ibúðin er mjög mikið skemmd. Slökkvilið þurfti m.a. að rjúfa gat á þak hússins til að komast að eldinum. íbúðin við hliðina slapp hins vegar óskemmd. Upptök í sjónvarpstæki Að sögn Björns Gíslasonar, varðstjóra hjá Slökkviliði Reykja- víkur, er sennilegt að eldsupptök hafi verið í sjónvarpstæki. Einnig er talið að kviknað hafi í út frá sjónvarpstæki í eldsvoða í Vest- mannaeyjum í gær. Að sögn Björns Gíslasonar er því miður nokkuð um að eldur komi upp í sjónvarpstækjum. í flestum tilfellum sé ástæðan sú að fólk slökkvi á tækjunum með fjarstýringunni. Það sé hins vegar ekki nóg því að á þann hátt sé einungis slökkt á skjánum en ekki á tækinu. Fullur straumur sé á sjónvarpstækinu eftir sem áður og hann verði ekki rofinn nema að slökt sé með rofanum á tækinu sjálfu. Björn vildi hvetja fólk til að fylgja þessari reglu þegar það hættir að horfa á sjón- varp. f gær kom einnig upp eldur á Meðferðarheimilinu Stuðlum þeg- ar kviknaði í uppþvottavél. Eldur- inn hafði verið slökktur áður en slökkvilið kom á staðinn og voru skemmdir óveruiegar. Framkvæmdir Sjólagna við skólpútrásir á höfuðborgarsvæðinu Pípur dregnar yfir hafið frá Noregi SEX kílómetrar af skólplagnaefni úr sérstakri trefjablöndu verða dregnir yfir hafið frá Noregi til íslands af dráttarbátum, væntan- lega í lok mánaðarins. Fyrirtækið Sjólagnir ehf., sem nokkur verk- taka- og hönnunarfyrirtæki hafa stofnað um rúmlega 400 milljóna króna sjólagnaframkvæmdir við gerð útrása og þrýstilagna fyrir -^jg^Reykjavík, Kópavog og Garðabæ, mun nota lagnirnar við verkefnið en það felst í því að tengja skólpút- rásir sveitarfélaganna þriggja. „Þetta verður lagt sunnan úr Garðabæ, yfir Kópavoginn og yfir á Eiðsgranda og þaðan yfir á Ána- naust þar sem búið er að reisa dælustöðvar og hreinsistöðvar og - þetta verður lagt rúma fjóra kíló- metra á haf út frá Ánanaustum,“ sagði Sigurður Sigurðsson, stjóm- arformaður Sjólagna og forstjóri Loftorku. „Samtals eru þetta rúm- ir sex kílómetrar í lögnum. Fimm kílómetrar af pípunum eru 1,2 metrar að sverleika og mest af hinu er 90 sentimetra svert.“ „Pípurnar verða dregnar í 500 metra lengjum af dráttarbátum í tveimur ferðum frá Þrándheimi í Noregi, þar sem þetta er fram- leitt, og hingað á svæðið,“ sagði Sigurður. Bíða hagstæðra veðurskilyrða Dráttarbátamir leggja væntan- lega af stað seinni hluta mánaðar- ins en beðið verður hagstæðra veð- urskilyrða. „Það verður að leita lags þannig að spáin verði eins hagstæð og hægt er að vonast eftir,“ segir Sigurður. Flutningurinn yfir hafið tekur 4-5 sólarhringa. Sigurður sagðist ekki vita til þess að svona flutning- ar hefðu farið fram hingað til lands, yfir úthafið, en sagði það alþekkt erlendis að draga efni af þessu tagi yfir haf. Hingað til lands komin verður lögnin sett saman í landi og henni síðan fleytt út. „Þetta er lokað til endanna og flýtur af eigin ramm- leik,“ segir Sigurður. „Svo er hleypt úr því loftinu og því sökkt.“ Flestir eignaraðilar Sjólagna, sem auk Loftorku eru m.a. verk- fræðistofan Fjölhönnun og Svein- björn Runólfsson verktaki, stóðu saman að útrásinni frá Eiðsgranda árið 1995 en þá var ekki staðið eins að verki og nú því að þá voru pípurnar fluttar hingað til lands í skipi en soðnar saman hér á landi. Sigurður Sigurðsson segir að gert sé ráð fyrir að þessum hluta verksins verði lokið í júlí/ágúst og ef vel viðrar sé gert ráð fyrir verk- iokum á þessu ári en það gæti þó færst yfir á næsta ár enda sé gert ráð fyrir þeim möguleika í samn- ingi aðilanna. Gassprenging í loðnuskipi Tveir menn slösuðust TVEIR menn slösuðust þegar sprenging varð í vélarrúmi loðnu- skipsins Elliða GK í Akraneshöfn í gærmorgun. Annar mannanna var fluttur með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur með alvarleg bmnasár. Nokkrir menn voru að vinna í vélarrúmi Elliða í gærmorgun. Þeir fengu sér kaffí laust eftir kl. 10 og virðist sem gas hafi á meðan lekið úr kútum sem mennirnir not- uðu við vinnu sína. Þegar tveir menn, sem unnu á verkstæðisdekki ofan við vélarrúmið, ætluð að hefja vinnu aftur varð geysilega öflug sprenging í vélarrúminu. Báðir mennirnir slösuðust. Þeir voru fluttir á Sjúkrahús Akraness og sá sem var meira slasaður var fluttur þaðan með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild er maðurinn með alvarleg bmnasár á höfði, fótleggjum og víðar á líkam- anum. Hann fékk mikið höfuðhögg og heilahristing en er ekki talinn í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.