Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó, Laugarásbíó og Skífan eru um þessar mundir að endursýna endurbætt- ar myndirnar í trílógíu George Lucas sem kennd er við Stjömustríð, Star Wars. Nú er verið að fmmsýna mynd númer tvö, The Empire Strikes Back, en hún var upphaflega fmmsýnd árið 1981. I aðalhlutverkum em Mark Hamill, Harrison Ford og Carrie Fisher. frægu, May The Force Be With You. Þriðja myndin heitir svo The Return of The Jedi og hún verð- ur sýnd eftir eina til tvær vikur. Framhaldsmyndimar tvær eru gerðar eftir handritum Lawrence Kasdans eftir upphaflegri hug- mynd George Lucas. Lucas leik- stýrði sjálfur fýrstu myndini en leikstjóri The Empire Strikes Back er Irvin Kershner. í kvikmyndablöðum erlendis hafa gagnrýnendur á fertugsaldri undanfamar vikur keppst við að lýsa því yfir að Star Wars mynd- imar hafi haft gríðarlega djúp áhrif á sig á unglingsaldri og fyrir liggja yfirlýsingar frá fjöl- mörgum sem nú starfa í kvik- myndaiðnaðinum um að töfrar þessa verks George Lucas beri öðm fremur ábyrgð á því að þeir hafi ákveðið að verða kvikmynda- gerðarmenn eða vinna í tengslum við kvikmyndalistina og -iðnað- inn. Fáar aðrar myndir geta gert tilkall til þess að hafa svo djúp- stæð áhrif á eina kynslóð. Og nú er búið að „endurvinna" þessar myndir allar í tilefni af 20 ára afmæli Star Wars. George Lucas og félagar hafa yfirfarið filmumar og eytt út göllum, bætt inn nýjum brellum og jafnvel var eitt nýtt atriði sett inn í fyrstu myndina. Ekki hefur þó verið átt við efnistökin eða söguþráðinn ef stutt atriði í Star Wars er undanskilið. Gömlu aðdáendunum sýnist sitt hveijum um það að George Lucas sé að hræra í minningum þeirra með því að breyta myndun- um á þennan hátt en ferill Lucas sýnir að hann veit hvað hann er að gera og að framfarimar sem ILM og fleiri hafa getið af sér undanfama áratugi hafa verið svö örar. að óbreytt útgáfa stæð- ist ekki kröfur nýrra, ungra og kröfuharðra kvikmyndahúsa- gesta. Til þeirra er nú verið að höfða. Eftir mikla og öfluga mark- iðsherferð hafa Star Wars myndimar þrjár verið endur- sýndar við frábæra aðsókn austan hafs og vestan und- anfamar vikur. Upprunaleg fmmsýning- arhelgi Star Wars lifir lengi í minnum en þá mynduðust lengri raðir en áður höfðu sést við kvikmyndahúsin þrátt fyrir að forsýningar hefðu gefið til kynna að líklega yrði myndin ekki nema meðalmynd hvað /vinsældir varðar. Endursýningarhelgin í Bandaríkjunum 31. janúar sl. var ekki síðri. 20 ára gömul kvikmyndin halaði inn rúm- lega 35 milljónir dollara fyrstu helgina og hafa fáar afurðir í Hollywood gert bet- ur. LUKE Skywalker (Mark Hamill) með lærimeistara sinn, Yoda, á bakinu. BILLY Dee Williams Carrie Fisher, Harrison Ford og Peter Mayhew eru meðal leikenda í The Empire Strikes Back. ..... 1 • • * ' .. . I fs r V • '};■ Megi kraftur- inn fylgja þér ÞEGAR kvikmyndin Star Wars var framsýnd um mitt ár árið 1977 varð til æði eða menningar- fyrirbæri í hugarheimi ungra Bandaríkjamanna og margra jafnaldra þeirra í öðram löndum. Orð og hugtök sem áður vora framandi og merkingarlaus fóra að heyrast. Megi krafturinn fylgja þér (May The Force Be With You) varð vinsæll frasi og áhrif Star Wars náðu jafnvel inn í heimspólitíkina á dögum kalda stríðsins. Þegar Ronald Reagan bandaríkjaforseti kallaði Sovét- ríkin Illa heimsveldið, The Evil Empire, fór ekki framhjá Banda- ríkjamönnum að forseti þeirra var að vísa í Star Wars og framhalds- myndimar The Empire Strikes Back og Retum of The Jedi og til þeirrar baráttu góðs og iíls sem þar fór fram. Myndimar þijár hafa gefið af sér heilan iðnað. Höfundur Star Wars, leikstjórinn, framleiðand- inn og handritshöfundurinn Ge- orge Lucas, stofnaði árið 1975 brellufyrirtækið ILM til að annast og útfæra tæknibrellur fyrir Star Wars, brellur sem væra stórfeng- legri en nokkuð sem kvikmynda- húsagestir hefðu séð. Það tókst og síðan hefur ILM unnið við gerð 110 kvikmynda ogg hvað eftir annað umbylt hugmyndum kvikmyndahúsagesta um hvað sé möguiegt í kvikmyndum og hvað ekki. Fyrirtækið hefur hloitið 14 óskarsverðlaun og hefur unnið við sex af 10 mest sóttu myndum allra tíma, t.d. lagt til brellumar í myndum á borð við Forrest Gump og Jurassic Park. En George Lucas umbylti ekki aðeins hinum sjónræna þætti kvikmyndaiðnaðarins heldur einnig því sem snýr að hljóðinu. Hann stofnaði fyrirtæki til að þróa hljóðrás sem væri Star Wars samboðin og útkoman varð THX hljóðkerfið en það eða eftirlíking- ar þess er nú að fínna í öllum alvöra kvikmyndasölum í heimin- um. Einnig varð til verslunariðnað- ur sem selur börnum og ungling- um leikföng fyrir milljarða doll- ara. En síðast en ekki síst hefur í kjölfar þessara mynda komið straumur annarra sem byggja á svipuðum hugmyndaheimi og út- færslu á barátttu góðs og ills. Söguþráður Star Wars myndarinnar hefur eitthvað við sig sem minnir á söguna um gald- rakallinn í Oz. Geimaldartáning- urinn Luke Skywalker (Mark Hamill) elst upp hjá fósturfrænku og frænda á bóndabæ og getur ekki beðið eftir því að komast af jörðinni og í skóla eins og allir vinir hans. Hann veit ekki að keisarinn illi hefur yfirtekið sól- kerfið (Galaxy) og hefur búið til óvinnandi virki, Death Star, sem getur eytt plánetunum. Leia prinsessa (Carrie Fisher) Ieiðtogi andspymuhreyfingarinnar, kemst yfir teikningar að Death Star, kemur þeim fyrir í vélmenn- inu R2D2 og sendir hann og ann- að vélmenni, C3PO, út í heim til að leita hins vitra og snjalla leið- toga og læriföður Obi-Wan Kenobi (Alec Guinness). En í leit sinni hafnar R2D2 á bóndabænum hjá Luke Skywalk- er og hrífur hann með sér í ævin- týri til að finna Obi og bjarga prinsessunni. Hann kynnist og vingast við fífldjarfan geim- smyglara að nafiii Han Solo (Harrison Ford) og áður en varir era Luke Skywalker og félagar famir að ráðgera að eyða Earth Star og bjarga sólkerfínu úr höndum svikula illmennisins Svarthöfða, Darth Vader, og keisarans í heimsveldinu illa. Söguþráðurinn í The Empire Strikes Back, sem upphaflega var gerð árið 1980 og nú er verið að endursýna í Reykjavík snýst um það að keisarinn illi hefur falið Darth Vader að finna uppreisnar- mennina, Leiu, Luke, Han Solo og félaga og eyða þeim og bæla niður uppreisnina sem þau hafa gert til þess að binda endi á stjóm illmennanna á sólkerfinu. Félagamir hafa komið sér fyrir á stjörnunni Hotn og þegar sveitir óvinanna koma þangað til þess að drepa þau flýja Leia prinsessa og Han Solo ásamt R2D2 og C3PO á skemmdu geimskipi en lenda síðan í klónum á Darth Vader. Það þarf ekki að spyija hvað Luke Skywalker gerir þegar hann fréttir að vinir hans séu lentir í klóm hins illa heimsveldis. Hann er þá kominn í skóla hjá meistaran- um Yoda til að læra að verða Jedi, eða nokkurs konar hring- borðsriddari geims- ins. Til að verða Jedi þarf Luke að læra að beisla hið mikla andlega afl, kraftinn, The Force, sem aftur og aftur er vísað til í myndunum, ekki síst í kveðjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.