Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 41
BREF TIL BLAÐSINS
Sameining> Kjalarness
Reykjavíkur
Barock - roecoco
Frá Þórönnu Rósu Ólafsdóttur:
AF TÆKNILEGUM ástæðum féll
niður í tölvupóstsendingu seinni
hluti þessarar greinar og er hún
því birt aftur í heild:
Þann 4. apríl kom bréf inn um
lúguna hjá mér. Þar eru reifuð
sjónarmið Kjalnesinga sem vilja
„standa á eigin fótum“. Þetta
framtak er mjög gott en eftir að
hafa lesið bréfið er ég mjög ráð-
villt. Þannig er að ég er aðeins 25
ára gömul og er búin að búa hér
á Kjalarnesinu í rúmt ár. Ég og
maðurinn minn byggðum hús í
dreifbýlinu og fluttum í það með
tveggja ára gömlum syni okkar.
Okkar hagur í að búa í sveitarfé-
lagi hlýtur að vera sú þjónusta sem
þar er í boði. Við erum ung og
eigum eflaust eftir að eignast fleiri
börn. I dag er sonurinn í leikskó-
lanum Kátakoti og vinnur þar sína
vinnu frá kl. 8:30 - 14:30.
Leikskólinn býður ekki upp á
lengri dagvistun því verið er að
halda kostnaði í lágmarki. Einnig
var tekið upp á því að leikskólinn
tæki ekki við yngri börnum en
tveggja og hálfs árs gömlum.
Þannig að fyrstu þijá mánuðina
sem við bjuggum á Kjalarnesinu
var sonurinn keyrður til Reykjavík-
ur í dagvistun (móðirin kennir við
Klébergsskóla á Kjalarnesi). Eins
°g sjá má var ekki hægt að segja
að þjónustan hafi verið mikil þegar
við fyrst birtumst hér á Kjalarnes-
mu. I blaði Kjalnesinga sem vilja
„standa á eigin fótum“ kemur fram
að sveitarfélagið standi ekki eins
illa og fólki hefur verið kynnt. Þór
J. Gunnarsson segir: „Hreppsnefnd
hefur sýnt okkur hreppsbúum stöð-
una og við höfum fengið að sjá
hvað þetta þýðir að hennar mati.
Fyrir liggur áætlun um að þörf sé
árlegra lána fram til ársins 2003.
Arið 2004 megi reka sveitarfélagið
án lántöku. Það er ánægjulegt
hvað niðurstaðan er mikið betri en
su sem sveitarstjórnarmenn sögðu
okkur borgurunum á sl. hausti.
Hér er um að ræða lántökur í 7
ár og síðan megi fara að greiða
niður skuldir. í þessari áætlun er
gert ráð fyrir að gætt verði ýtr-
asta aðhalds á öllum sviðum og
að einhveiju leyti þurfi að koma
til skerðingar þjónustu." Ég spyr
því hvað felist í þessari skerðingu
þjónustu? Ef við hugsum út í þá
þjónustu sem lítið sveitarfélag hef-
ur fram að færa eru skóla- og
dagvistunarmál stærsti kostnað-
arliðurinn. Ég sé ekki fyrir mér
að sparað verði í sorpmálum og
ruslið tekið t.d. aðra hveija viku.
Fg spyr; verða framfarir í skóla-
málum jörðuð í 7 ár? Verður barna-
fólki hegnt fyrir að fjölga þjóðinni
oglátið borga enn hærri leikskóla-
gjöld en þegar er? Þeir sem rita
greinarnar í ofangreindu blaði eru
allt miðaldra menn um og yfir
fimmtugt.
Þeir þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af neinni þjónustu nema ef vera
skyldi hið árlega þorrablót hrepps-
ins. Verður svona hugsunarháttur
ekki þess valdandi að ungt fólk
verði annars flokks þjóðfélags-
Vantar þig
VIN
að tala við?
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464
Ráðvilltur
kjósandi
þegnar og gert útlægt úr hreppn-
um? Verður stefna þessara manna
að boða til sín miðaldra fólk sem
getur lifað í hreppnum sem smá-
kóngar. Skroppið í kaffi til sveitar-
stjórans og rabbað um daginn og
veginn. Ég er sammála þessum
talsmönnum að fullhratt er gengið
í að kýla í gegn sameininguna -
rökin fyrir þessari keyrslu hef ég
ekki heyrt ennþá.
Það sem ég vil fá að vita hjá
báðum aðilum (sameiningarsinn-
um og andsinnum) er hvorn kost-
inn á ungt fólk að velja. Hvar er
hugsað um hag barna okkar sem
þurfa að ganga í gegnum skóla-
kerfið? Hvar er hugsað út í það
að ungt fólk er að basla við að
koma sér upp húsnæði og koma
sér fyrir og er því ekki hægt að
líta á okkur sem hina einu sönnu
mjólkurkýr. Seinasti dropinn er
kominn, við getum ekki endalaust
borgað brúsann. Það er ekki hægt
að hækka stanslaust gjöldin á okk-
ur - við vinnum mikið og skilum
okkar skatti í þjóðarframleiðsluna.
Það verður að vera sanngirni í
þessum málum en hvar er hana
að finna? Spurningin er því sú, kýs
ég sameiningu eður ei?
ÞÓRANNA RÓSA ÓLAFSDÓTTIR,
Skriða, Kjalarnesi
Vor á
vinnumarkaði?
Hvcrjar cru framtíðarhorfur á vinnumarkaðnum?
Morgunveröarfundur Félags viöskiptafræöinga og hagfræöinga
Þriöjudaginn 15. apríl nk. boöar Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga til
fundar frá kl. 8:00 til 9:30 í Skála á Hótel Sögu.
Á fundinum veröur fjallaö um framtíöarhorfur á islenskum vinnumarkaöi í
kjölfar þeirra kjarasamninga sem í stórum dráttum munu gilda þaö sem eftir
lifir þessarar aldar.
Frummælendur veröa:
Stefán Ólafsson, prófessor viö félagsvísindadeild
Háskóla íslands.
Rebekka Ingvarsdóttir, starfsmannastjóri Skeljungs.
Stefán Ólafsson mun m.a. fjalla um:
• Þróun á vinnumarkaði síöustu ár og samanburð við
nágrannalöndin
• Framtíðarhorfur og þróun skiþulags á vinnumarkaði
• Alþjóðleg samkeþpni og áhrif EES
• Þjóöfélagslegar breytingar og áhrif þeirra á
vinnumarkaö
• Lífskjör og vinnumarkað
Rebekka Ingvarsdóttir mun m.a. fjalla um:
• Þróun samskipta á vinnumarkaöi
• Fyrirtækjasamninga og framtíð þeirra
• Nýjar leiðir í launamálum fyrirtækja
• Kröfur Skeljungs til viðskiptafræðinga framtíðarinnar
Opinn fundur - gestir velkomnir.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Fundurinn hefst kl. 8:oo og stendur til kl. 9:30 og er öllum opinn.
Rebekka Ingvarsdóttir
Sófasett 3+1+1+borð+2 auka stólar
aðeins kr. 232.000 stgr. allt settið.
Litir: Bleikt, rautt og drapplitað.
Einnig kommóður, skatthol, bókahillur.
Borðstofuborð og stólar í sama stíl
á hagstæðu verði.
_Valhúsgögn
"wST Cv
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375
RANNÍS
RANNSÓKNARRÁÐ ÍSLANDS
Vísindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að
styrkja vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við
erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum
Atlandshafsbandalagsins og nú einnig í samstarfsríkjum
þess í Mið- og Austur-Evrópu á einhverju eftirtalinna sviða:
Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og
félagsvísindum og verkfræði.
Ennfremur má veita vísindamanni frá samstarfsríkjum í
Mið- og Austur-Evrópu styrk til stuttrar dvalar (1-2 mánaða)
við rannsóknastofnun á Islandi, sem veitir honum
starfsaðstöðu. Rannsóknastofnunum, sem þetta varðar, er
bent á að hafa samband við Rannsóknarráð íslands.
Umsóknum um styrki þessa -„Nato Science Fellowships“
-skal komið til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13,
101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 1997.
Umsóknareyðublöð fást hjá Rannsóknarráði Islands,
Laugavegi 13. Afgreiðslutími þar er kl. 9-12 og 13-17.
SINFONIUH LJOMSVEITI N A FERÐALAGI
SELFOSS OG STYKKISHÓLMUR
... o<//e/trx/ttx/ra/cu'oey
Hljomsveitar-
stjóri:
Pefri Sakari
Kynnir:
Margrét Ornólfsdóttir
ÍÞRÓTTAHÚS SÓLVALLASKÓLA,
SELFOSSI
mónudaginn 14. apríl, kl. 20.00
Fram koma: Kór Fjölbrautarskóla Suðurlands
Kór Menntaskólans ó LaugaRvatni
Sameinaðir barnakórar Arnessýslu
&fhissAi*á
Ruslan og Ludmila
Einleikari:
Einar St. Jónsson
Mikhail Glinka
Barnalagasyrpur
með barnakórum
Josef Haydn
Jón Asgeirsson
Gunnar Þór&arson
Póll ísólfsson
Sergej Prokofiev
Trompetkonsert
Maístjarnan
Ástarsæla
Ur útsæ rísa íslands fjöll
Rómeó og Júlía
í ÞRÓTT AHÚSINU,
Stykkishólmi
miðvikudaginn 16. apríl, kl. 20.00
Fram kemur: Lúðrasveit Tónlistar-
skóla Stykkishólms
£/hissA
'f+ci
Mikhail Glinka Ruslan og Ludmila
Josef Haydn Trompetkonsert
Herbert H. Agústson Syngdu gleðinnar óð
Sergej Prokofiev Rómeó og Júlía
(D
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS