Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. MARZ 1997
MORGUNBLAÐlf)
Yiðgerðarmaðurínn
sem vann kalda stríðið
í kalda stríðinu komu Banda-
ríkjamenn fyrir myndavélum í
ljósritunarvélum um allan
heim, jafnt hjá vinum sem
óvinum, og gátu því komist
að mikilvægum trúnaðarmál-
um. Ron Laytner, bandarísk-
ur blaðamaður, ræddi við lykil-
mann í ljósritunarnjósnum
Bandaríkjanna og komst að
því að sennilega hefði maður-
inn, sem sá um viðhald
ljósritunarvélanna, unnið
kalda stríðið.
ÞEGAR kalda stríðið var í algleym-
ingi, bandarískar njósnavélar af
gerðinni U2 flugu yfir sovésk kjarn-
orkubyrgi á Kúbu, sovéskar kjarn-
orkusprengjuvélar könnuðu takmörk ratsjár-
kerfa Bandaríkjamanna og Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) og njósnarar laumuðust gegn-
um jámtjaldið og inn og út úr Austur-Berlín
reyndist bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafa
óvænt tromp á hendi.
CIA hafði komið höndum yfir öll helstu
leyndarmál Sovétmanna með því að koma fyr-
ir myndavélum í Ijósritunarvélum sendiráða
þeirra um allan heim og tryggja þannig að
þar væri ekkert ljósritað án vitneskju Banda-
ríkjamanna. Þessi aðgerð gekk það vel að
sennilega komu Bandaríkjamenn fyrir slíkum
myndavélum í sendiráðum fleiri ríkja, hvort
sem þau voru óvinveitt eða vinveitt og er ógern-
ingur að segja hvort eða hvernig ísland kemur
inn í þá mynd.
Mesta afrek njósnasögunnar?
Hér er sennilega um að ræða mesta afrek
í sögu njósna og átti málið upptök sín árið
1961 þegar CIA var að rýna í skrár yfír þá,
sem fóru inn og út úr sovéska sendiráðinu í
Washington.
Leyniþjónustan notaði Ijósmyndir, hljóð-
nema, sem gátu numið hljóð úr fjarlægð, og
varalesara til að bera kennsl á sovéska njósn-
ara og Bandaríkjamenn, sem hugðust reyna
að selja upplýsingar.
Starfsmenn CIA komust að því að einn mað-
ur virtist geta valsað um að viid á meðan aðrir
höfðu takmarkaðan aðgang. Það var viðgerðar-
maður nýrrar ljósritunarvéiar sendiráðsins.
Nýttu tæknibyltingu
Fyrirtækið Xerox hafði einmitt gerbylt sam-
skiptum í heiminum með uppfinningu ljósrit-
unarvélarinnar. Kalkipappír var orðinn úreltur
og hægt var að fá fullkomið afrit að vild fyrir
túkall.
Líkt og annars staðar í heiminum var þessi
nýja tækni var tekin í notkun í vel vörðu sendi-
ráði Rússa og átti það jafnt við um dulmálssér-
fræðinga og njósnafræðinga sem aðra embætt-
ismenn. Þeir voru orðnir langþreyttir á að
handskrifa leyniskipanir, dulmáisskeyti frá
Kreml og lista yfir njósnara að störfum í Norð-
ur- og Suður-Ameríku. Það þótti lítil ástæða
til að skrifa niður leyndarmál, sem Bandaríkja-
menn voru að bjóða Kremlveijum, þegar
skyndilega var hægt að nota hina nýju tækni.
Allt það, sem starfslið sovéska sendiráðsins
ljósritaði, skipti miklu máli fyrir Bandaríkja-
menn. Skyndilega mátti eygja leið inn í eitt-
hvert mesta safn leyndarmála á einum stað
og CIA hugðist ekki láta tækifærið ónotað.
Stofnunin hafði samband við John Dessau-
er, sem þá var varaforstjóri Xerox-fyrirtækis-
ins, og spurði hvort hægt væri að hanna bún-
að til að skrá skjöl, sem væru ljósrituð í ljósrit-
unarvél Rússanna. Viðgerðarmaðurinn gæti
komið búnaðinum fyrir og sótt upplýsingarn-
ar, sem þar yrði safnað saman.
Dessauer fól Donald Carey, sem var yfir-
maður verkefna Xerox fyrir Bandaríkjasjórn,
umsjón verkefnisins. Fjórir verkfræðingar voru
einnig fengnir til verksins og látnir bindast
þagnareiði. Til þess að athafnir þeirra færu
leynt var keypt 'ítill, gjaldþrota keilusalur með
einni braut skammt frá verkfræðirannsóknar-
stofu og verksmiðju Xerox í Rochester í New
York-fylki. Fengnir voru verðir og útbúin rann-
Morgunblaðið/John Hartman
ROY Zoppoth, fyrrverandi starfsmaður Xerox, greinir frá því hvernig CIA not-
aði myndavél, sem hann hannaði, til að komast að leyndarmálum
Sovétmanna á dögum kalda stríðsins.
Morgunblaðið/John Camett
GÖMIJL mynd sýnir ljósritunarvélina XEROX-914 og X-ið á myndinni vísar til
myndavélarinnar, sem notuð var til að njósna um Sovétmenn.
Morgunblaðið/Ron Laytner
ROY Zoppoth geymdi nokkrar filmur
úr njósnamyndavélinni og sést ein
þeirra hér.
sóknarstofa. Baðherberginu var breytt í
myrkraherbergi til að framkalla ljósmyndir.
f þessari sveit manna voru Roy Zoppoth,
36 ára gamali hönnunarverkfræðingur, sem
hafði aðstoðað við að þróa Xerox módel 914,
fyrstu ljósritunarvélina með hnöppum, er var
eins og vél Sovétmannanna, Douglas Webb,
rafmagnsverkfræðingur, Kent Hemphill, sjón-
tækjaverkfræðingur, og James Yount, sérfræð-
ingur í afritunartækni. Don Carey stjórnaði
verkefninu.
Verkefni þeirra var að fá afrit af afritum
af Ieyndarmálum Sovétmanna. Hvorki átti að
feija brott pappír né nota sendi til að koma
upplýsingunum til skila. CIA sagði Zoppoth
og mönnum hans að Sovétmenn hefðu látið
setja hlerunartæki í hvert einasta herbergi
sendiráðsins til þess að fylgjast með því að
engin loftskeyti yrðu send.
Hvert ljósrit myndað
Zoppoth komst að þeirri niðurstöðu að ein-
faldast og öruggast væri að nota ljósmyndun-
artækni til að taka afrit af þeim gögnum, sem
voru ljósrituð. Hann leysti vandamálið með því
að taka kvikmyndatökuvél af gerðinni Bell and
Howell og koma henni fyrir í ljósritunarvélinni.
Linsu kvikmyndavélarinnar var beint að ljósrit-
unarspeglinum. Ljósmyndunarkerfi var komið
fyrir í kvikmyndunarvélinni þannig að hún fór
af stað og tók nokkrar myndir í hvert skipti,
sem ljós ljósritunarvélarinnar kviknaði. Með
sérstökum búnaði var búið svo um hnútana að
hægt væri að koma kvikmyndavélinni, sem var
máluð sama lit og aðrir hlutir í ljósritunarvél-
inni, fyrir á innan við mínútu.
Roy Zoppoth, sem er sjötugur og sestur í
helgan stein, sagði: „Við hittum tvo njósnara
CIA og kenndum þeim að fjarlægja myndavél,
sem hefði verið komið fyrir og væri hlaðin
myndum af öllu, sem hafði verið ljósritað, og
setja í staðinn aðra vél með nýrri filmu. Njósnar-
amir kenndu síðan viðgerðarmanni Xerox að
gera þetta sama. Verkefni viðgerðarmannsins
var að hreinsa sovésku vélina á tveggja vikna
fresti og sjá til þess að hún virkaði eins vel og
kostur væri.
Hann var mjög hugrakkur því að hefði hann
verið gripinn inni í sovéska sendiráðinu hefði
hann verið yfírheyrður og pyntaður. CIA sagði
okkur að hann mundi aldrei komast út lifandi,"
sagði Zoppoth.
„Við sáum hann fyrir okkur þar sem hann
hafði tekið vélina í sundur, íjarlægt hlífar og
vélarhlutamir lágu á víð og dreif.
Fyrir framan nefið á Sovétmönnum
CIA sagði við okkur að viðgerðannaðurinn
yrði að geta skipt um myndavélar fyrir framan
nefíð á sovéskum öryggisvörðum. Það var að-
eins hægt að gera þetta vegna þess að fyrstu
Xerox-vélamar voru svo stórar og flóknar að
sá var vandfundinn í heiminum, sem áttaði sig
á þeim.
Það heyrðist örlítið hljóð í myndavélinni þeg-
ar hún tók myndir, en skröltið í ljósritunarvél-
inni yfírgnæfði það.
í myndavélinni vom 50 feta langar filmur
og mátti taka á þær nokkur hundruð myndir
af leyniskjölum. Þær voru litlar og litu út eins
og örfilma.
Ef ein þeirra var skoðuð á prentskjá og
stækkuð um það bil tífalt var komið mjög læsi-
legt afrit.“
Zoppoth fór í nokkrar ferðir til Washington.
Hann sagði að CIA hefði haft tugi bygginga
þar sem voru vinnustöðvar og rannsóknarstofur
í höfuðborginni.
„Þetta var eins og í James Bond-myndum.
Þeir vom að þróa ný og leynileg vopn, tæki
og tækni. Við hittumst í byggingu, sem hét
Disneyland eystra. Okkur var ekki hleypt inn
fyrr en þeir höfðu lokað öllum dymm, lokað
af lyftum og rýmt ganga. CIA viðhafði þrjár
öryggisskilgreiningar: trúnaðarmál, leyndarmál
og algert leyndarmál. Xerox-myndavélaverkefn-
ið var skilgreint sem leyndarmál og það tók
FBI margar vikur að kanna bakgmnn okkar.“
Zoppoth kvaðst aldrei hafa óttast um líf sitt:
„Vitneskja okkar um verkefnið í heild sinni var
það takmörkuð að ég óttaðist aldrei að útsendar-
ar Sovétmanna myndu reyna að skaða mig eða
fjölskyldu mína, en CIA-mennirnir og við höfð-
um alltaf áhyggjur af viðgerðarmanninum, sem
þurfti að fara inn í sendiráðið. Það var hræði-
legt og ógnvekjandi starf."
CIA greindi brátt frá því að þessi njósna-
flétta hefði skilað miklum árangri og vildi að
sömu menn hönnuðu litla myndavél til að nota
í nýrri gerð ljósritunarvéla. Zoppoth hannaði
hana og fékk meira að segja leynilegt einka-
leyfi fyrir henni. Að hans sögn var afraksturinn
slíkur að CIA pantaði tugi myndavéla til viðbót-
ar. Þær vom settar saman á verkstæðum CIA
víðs vegar um Bandaríkin til þess að enginn
vissi hvað verið væri að framleiða.
Frá Egyptalandi til íslands
„Okkur var sagt að þeir hefðu komið fyrir
myndavélum í hveiju einasta sendiráði Sovét-
manna í heiminum, allt frá Egyptalandi til Is-
lands, alls staðar með góðum árangri. Viðgerð-
armenn Xerox fóm á námskeið hjá CIA og
sóttu síðan mikilvæg sovésk leyndarmál svo
árum skipti."
Bandaríkjamenn hljóta að hafa fengið heilu
upplýsingafjöllin í diplómatapósti hvaðanæva
úr heiminum.
„CIA vissi nöfnin á fólki, sem var að selja1
Sovétmönnum leyndarmál landa sinna um allan
heim og notaði þetta fólk til að koma rönguæ
upplýsingum til skila í stómm stíl,“ sagði Zopp-
oth. „Engin furða að Sovét-Rússland varð á
endanum gjaldþrota."
Ljósritunarvélar Xerox voru ekki aðeins í
sendiráðum Sovétmanna. „Þeir pöntuðu það
margar vélar að við áttuðum okkur síðar á því
að CIA hafði komið fyrir leynilegum myndavél-
um í hverri einustu ljósritunarvél í öllum sendi-
ráðum heimsins, jafnt hjá vinum sem óvinum,“
sagði Zoppoth. „Maður frá CIA útskýrði eitt
sinn fyrir mér að vinveitt ríki gerðu oft ljósrit
af hlutum, sem þau ættu ekki að vera að ljós-
rita. Eg gerði mér grein fyrir því að bandaríska
leyniþjónustan vissi helstu leyndarmál nokkurn
veginn allra ríkja heims."
Zoppoth sagði að dag einn hefði hópur CLA-
manna komið og fjarlægt öll bréf, skjöl, skrár,
teikningar og myndir, sem vörðuðu myndavél-
ina. „Þeir sögðu að þeir ætluðu að halda áfram
framleiðslu sjálfir, við ættum að hverfa aftur
til fostu vinnunnar og gleyma öllu, sem við
hefðu nokkru sinni séð eða heyrt um verkefnið-
Ég geymdi nokkrar filmur úr myndavélinni
leynilegu og hélt leiðar minnar."
Ljósritunamjósnunum var að minnsta kostl
haldið áfram til ársins 1969. Það ár var efnafyi--
irtæki í Bandaríkjunum staðið að þvi að reyna
að koma fyrir svipaðri njósnamyndavél í Xerox-
ljósritunarvél keppinautar.
Zoppoth lét af störfum hjá Xerox árið 1979
og fór til starfa hjá Texas Instruments. Sjóher-
inn heiðraði hann fyrir störf sín þar á sviði
tækni, sem siðar var notuð við smíði flugvélar,
sem erfitt er að greina á ratsjá.
Hann kveðst hafa ákveðið að greina ffy
njósnamyndavélinni vegna þess að hann vilj*
að „sagan endurspegli þennan mikla njósnasig-
ur“.
„Við vitum ekki hvað lengi CIA hélt áfrato
að nota njósnamyndavélamar eftir það hneyksh
eða hvort þeir hættu alfarið af ótta við að við-
gerðarmennimir yrðu gripnir," sagði Zoppoth-
„Við höfðum á tilfinningunni að Rússamir hefðu
farið að gera handskrifuð afrit á nýjan leik.
Mér verður hins vegar oft hugsað til hins
hugdjarfa, óþekkta viðgerðarmanns og áhætt-
unnar, sem hann tók. Hann er maðurinn, sem
vann kalda stríðið."