Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 40

Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 40
40 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Riðar meirihluti bæjarsljómar Kópavogs til falls? Ljóska Uiðhtfum ekki)/éq «/«<'* , fiengið i/iaitepta i/itigQ; i kist av—— 4.4» UtMþci Ég opntx. -fytir uppaAa.lcis ' scLpaiperuncu okJcar / , Og h’er *->. / Ajóshex, " komoi- þeiri J \ þá &t~t , ^ (S/ULUn^UfÉy M egqetþab Ferdinand Já, herra ... mig lang- Má ég máta þennan Ég ætla að fá hann ... ar að líta á nýjan hafna- þarna? boltahanska... Frá Jóni Pálma Steingrímssyni: Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 8. apríl sl. kom fram í annað sinn til- laga frá Braga Mikaelssyni bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að greiddar verði húsaleigubætur og var tillagan samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa. Á fundinum kom til mjög snarpr- ar umræðu um getu bæjarsjóðs til greiðslu bótanna, og andmæltu samflokksmenn og bæjarstjóri. Þessi tillaga olli þvílíku mold- viðri innan meirihlutans að það varð að gera fundarhlé til að reyna sættir, sem tókust að virtist, því allur meirihlutinn skrifaði undir til- löguna, svo gott sem óbreytta eftir hin stóru orð sem látin voru falla á fundinum. Bæjarstjóri spurði Braga, fyrir fundarhlé hvort hann tilheyrði ekki meirihlutanum og taldi Bragi svo vera, en hann mætti bera fram til- lögur um sín áhugamál. Það sem kom fram á þessum fundi, er það að lýðræði er ekki virt innan meiri- hlutans og eru menn lítilsvirtir og ofurliði bomir á meirihlutafundum. Ég vil bera Braga þakkir fyrir að koma þessu máli í gegn og vona að hann beri gæfu til að sjá fleiri mál hljóta sömu afgreiðslu. Leigutakar hafa því sama rétt hér í Kopavogi og er í nágranna- sveitarfélögunum, og ætti það ekki að hindra ungt fólk í að hefja bú- skap hér. JÓN PÁLMI STEINGRÍMSSON, Hávegi 15, Kópavogi. BETRA LÍF ÁN TÓBAKS Kennslutími í reykingum FYRSTI dagurinn í vinnunni. Ungur karlmaður fékk vinnu á stór- um vinnustað, mikið að gera. Hann er sífellt minntur á að vera iðinn og ábyrgðarfullur. Yfírmaður hans hefur gætur á því að hann standist væntingar. Fljótlega tekur hann eftir því að vinnufé- lagarnir skjótast út öðru hvoru í „pásu“. Hann langartil að vera með þeim, heyra kjaftasög- ur, hvar er næsta partí, hvernig var helgin og fleira þess háttar. Yfirmaður hans grípur hann glóðvolgan í „pásu“ með hinum og rekur hann til starfa að nýju. „Þú þarft enga pásu,“ segir yfir- maður hans, „þú reykir ekki.“ Strákur sneyptur og sár fer inn og vinnur. Hann sér hina „fínu mennina“ slgotast í „pásu“, koma kjaftandi og brosandi til baka. Hann tekur ákvörðun. Ég kaupi bara pakka af sígarettum og fer í „reyk-pásu“ með hinum. Yfirmaður hans eltir hann út og ætlar að reka hann inn úr „pás- unni“. Okkar maður kveikir í sígarettunni, hann er löglegur. Hugsum um þetta andartak. Þetta er raunveruleg saga. Þetta gerðist á stórum vinnustað núna í vetur. Þetta er að gerast ann- ars staðar líka. Þvílíkar fyrirmyndir og kennarar starfsfélagar og yfirmenn okkar geta verið. Það er miklu auðveldara að byija aldrei að reykja, heldur en að hætta. Þeir sem reykja vita þetta. Hjálpið okkur að hjálpa öðr- um svo þeir taki ekki upp þennan leiða ávana. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem reykja vilja hætta og hafa reynt að hætta. Það hjálpar þeim sem reykja ef reykingar eru bannaðar. Hættið að vera svona tillitssöm við reykingamenn. Hjálpið þeim, með því að sætta ykkur ekki við reykingar og mismunun á vinnustað. F.h. Tóbaksvarnanefndar Þorsteinn Njálsson. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.