Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÖ
Frá Hlíðarenda
til Wuppertal
Samherjar
ÞRÍR af bestu handknatt-
leiksmönnum landsins,
Geir Sveinsson, Dagur
Sigurðsson og Ólafur
Stefánsson - fyrrum
samherjar hjá Val, eru
samherjar í landsliðinu
sem keppir í HM í Japan
og næsta vetur verða
þeir samherjar hjá þýska
liðinu Wuppertal, liðinu
sem Dagur og Ólafur
leika með. Geir hefur
mikla reynslu, hefur leik-
ið á Spáni og í Frakk-
landi.
„Starfið hjá Wuppertal er mjög krefjandi, vinna
og aftur vinna,“ sögðu Dagur Sigurðsson og Ólaf-
ur Stefánsson, þegar Sigmundur Ó. Steinarsson
sá þá leika í Þýskalandi. „Við gerum okkur grein
fyrir því að það eru gerðar ákveðnar kröfur tii
okkar og erum ákveðnir að standa okkur.“
að er ekki á hverjum degi sem
tveir íslendingar leika í sama
liðinu í Þýskalandi, eins og Vals-
mennirnir Dagur Sigurðsson og 01-
afur Stefánsson gera - þeir fóru í
víking frá Hlíðarenda til Wuppertal.
Þess má geta að tveir íslenskir leik-
menn leika eru nú hjá 3. deildarlið-
inu Hildesheim þeir Júlíus Gunnars-
son og Hilmar Bjarnason. Sjö sinn-
um áður hafa tveir leikmenn leikið
saman í Þýskalandi; Axel Axelsson
og Ólafur H. Jónsson með Dankers-
en, bræðurnir Gunnar og Ólafur
Einarssynir með Göppingen, Viggó
Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson
með Bayer Leverkusen, Axel og Jón
Pétur Jónsson með Dankersen,
Björgvin Björgvinsson og Gunnar
Einarsson með Grambke, Einar
Magnússon og Guðjón Magnússon,
Hamburger SV og Bjarni Guð-
mundsson og Sigurður Sveinsson,
Nettelstedt. Það
er aftur á móti
nýtt að tveir leik-
menn leiki saman
undir stjórn þjálf-
ara frá íslandi,
Viggós Sigurðs-
sonar.
Þeir félagar,
sem eru 23 ára,
sögðu að starfið
hjá Wuppertal
væri mjög
krefjandi, vinna og
aftur vinna. „Við
gerum okkur grein
fyrir því að það eru
gerðar ákveðnar
kröfur til okkar og erum ákveðnir
að standa okkur. Það er mikill kost-
ur að við getum gefið okkur meiri
tíma við æfingar, erum ekki að koma
á æfingar á síðustu stundu eins og
heima þegar við lékum með Val.
Hér höfum við nægan tíma og erum
alltaf komnir á æfingar vel áður en
þær byija“ sagði Dagur.
Dagur sagði að það hjálpaði þeim
óneitanlega mikið á meðan þeir voru
laga sig að aðstæðum og læra þýsk-
una, að þeir æfðu og lékju undir
stjórn Viggós.
Filippov, sem kom til Wuppertal frá
íslandi, þar sem hann lék með
Stjörnunni undir stjórn Viggós.
Wuppertal hefur heldur betur
komið á óvart, því að fáir reiknuðu
með því að liðið yrði í baráttunni
um 1. deildar sæti í vetur, þar sem
liðið lék í riðli með Bad Schwartau
og Dússeldorf, sem féllu niður úr
1. deild í fyrra. Ólafur sagði að það
hefði ekkert annað komið til greina
hjá honum og Degi en fara upp með
liðinu á fyrsta keppnistímabili. „Við
komum hingað til að leika í 1. deild
næsta keppnistímabil með Wupper-
tal,“ sagði Ólafur. Dagur sagði að
þeim hefði verið sagt þegar þeir
komu til liðsins, að það væri tak-
markið hjá Wuppertal að byggja upp
sterkt lið á tveimur árum - og þá
væri eðlilegt að taka stefnuna á 1.
deild. „Við settum strax stefnuna á
1. deild, ákveðnir að leggja allt okk-
ar af mörkum til
að liðið færi strax
upp. Það yrði
óneitanlega mjög
skemmtilegt ef
Wuppertal næði
því takmarki -
möguleikinn er
fyrir hendi, við
erum í efsta sæti
og fáir leikir eftir.
Ef við lendum í
öðru sæti er mögu-
leikinn einnig fyrir
hendi - við verðum
þá að fara erfiðari
leið, leika auka-
leiki um sætið.
Það hefur verið gaman að leika
hér í 2. deildar keppninni, þar sem
liðin sem við höfum verið að leika
gegn, eru mjög sterk. Það yrði enn
skemmtilegra að leika í 1. deildar
keppninni næsta vetur, þá myndum
við leika gegn mörgum af sterkustu
handknattleiksmönnum heims um
hvetja helgi, fyrir fullu húsi áhorf-
enda hér í Wuppertal [4.000] eða á
útivöllum.
Við erum mjög nálægt þeim
draumi nú og við verðum að láta
hann rætast. Það getur enginn sagt
Leikmenn Diissel-
dorffá630 þús. kr.
frá Bad Schwartau
FORRÁÐAMENN Bad
Schwartau, sem eru einu stigi
á eftir Wuppertal þegar þijár
umferðir eru eftir, hafa
ákveðið að greiða 1S þús.
mörk, eða um 630 þús. ísl. kr.
í leikmannasjóð DUsseldorf,
ef liðið nær að leggja Wupper-
tal að velli í dag.
I1K«
Morgunblaðið/Golji
Dagur og Ólafur -
'ifi
sterkir undir álagi
I9CJ
ind
Til fyrirmyndar
Viggó er mjög ánægður með Dag
og Ólaf og sagði að þeir hefðu stað-
ið sig mjög vel með liðinu. „Þeir
leggja sig alla fram í þau verkefni
sem þeir fást við og eru til fyrir-
inyndar hér, bæði á leikvelli og utan
hans. Þeir eru strax orðnir lykilmenn
liðsins og álagið hefur verið hvað
mest á Degi, sem hefur leikið inni
á allan tímann í öllum leikjum Wup-
pertal, bæði í vörn og sókn. Þegar
að er gáð hvað þeir eru ungir og
komu hingað sem óþekkt nöfn, hafa
þeir staðið sig frábærlega. Það er
stórkostlegt að vinna með þeim,
þeir eru yfirleitt fyrstir í þeim verk-
efnum_ sem ég set fyrir leikmenn
mína. Ég er stoltur af að vera íslend-
ingur, að hafa þá félaga í mínu liði,“
sagði Viggó.
Ólafur, sem meiddist á dögunum,
er annar markahæsti leikmaður liðs-
ins, á eftir Rússanum Dimitri
„ÉG hef sjaldan þjálfað eins
duglega og kappsfulla leik-
menn og þá Dag og Olaf.
Þeir eru geysilega öflugir
leikmenn og sterkir undir
álagi, sem aftur á móti Dim-
itri Fillipov er ekki. Það er
þetta sem skilur á milli að
vera frábær leikmaður, eða
góður,“ sagði Viggó Sigurðs-
son, þjálfari Wuppertal, um
Dag Sigurðsson og Olaf Stef-
ánsson.
„Dagur er fæddur leiðtogi,
mikil persóna og geysilega
sterkur bæði í vörn og sókn.
Hann er lykilmaður í hrað-
aupphlaupum okkar og hefur
verið heili liðsins í vörn og
sókn. Dagur gefst aldrei upp
og styrkur hans kemur í ljós
hvernig hann nær að blása
lífsþrótti í félaga sína, rífa
þá upp þegar mikið liggur við
og reka þá áfram. Einnig hef-
ur hann góð áhrif á áhorfend-
ur, er óspar á að gefa þeim
merki um hvernær þeir eiga
að hvetja liðið áfram eða láta
mótherja okkar heyra það.
Þegar að er gáð og það tekið
með hvað þeir félagar eru
ungir, þá hafa þeir staðið sig
frábærlega.
Ólafur er mikill keppnis-
maður eins og Dagur — hann
á eftir að láta mikið að sér
kveða í framtíðinni; á eftir
að verða skytta á heimsmæli-
hvarða. Ólafur er svo kapps-
fullur við æfingar, að ég þarf
oft að draga úr honum. Ef
Ólafi finnst að hann sé í lægð
byrjar hann að æfa lyftingar
til að bæta sig. Hann vill helst
vera undir miklu álagi og á
þá til að detta niður. Veikleiki
Ölafs er varnarleikurinn, en
hann hefur allt til að bera til
að verða sterkari varnarleik-
maður.
Dagur og Ólafur eru afar
metnaðarfullir, taka það al-
varlega sem þeir fást við.
Árangur þeirra segir sitt, þeir
urðu Islandsmeistarar fjögur
ár í röð með Val — þeir eiga
eftir að fagna miklu fleiri titl-
um á keppnisferli sínum,“
sagði Viggó.