Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ notkun á Ermarsundseynni Jersey. Fullbúinn rafbíll ynsln á Jersey Loftmengun er víða mikið vandamál. Bruna- hreyflar í bílum eru ekki minnstir sökudólg- RAV 4 EV rafbíla sem verið er að taka í TOYTA RAV4 EV rafbíllinn hentar vel til aksturs á Jersey. VÍÐA hefur verið gripið til aðgerða til að stemma stigu við sívaxandi loftmengun og krafan um útblásturslausa bíla er orðin hávær. Til dæmis hafa Kaliforníumenn ákveðið að 2% bíla, sem seld verða í fylkinu á næsta ári, megi ekki valda neinni loft- mengun. Hlutfall útblásturslausra bíla á síðan að hækka ár frá ári. Þessi ákvörðun var meðal annars tekin til að hvetja bílaframleiðendur til að hefja framleiðslu á mengunar- lausum bílum hið fyrsta. Nýir rafgeymar Toyota verksmiðjumar hafa unn- ið í 25 ár að þróun rafbíla og smíð- að 10 frumgerðir slíkra bíla. Bíllinn sem nú er til reynslu á Jersey, Toy- ota RAV4 EV, er fullkomnasti raf- bíll verksmiðjanna og í fremstu röð rafbíla í heiminum. Þetta er einnig fyrsti rafbíll þeirra sem fer í tak- markaða fjöldaframleiðslu og al- menningi gefst kostur á að prófa. Ein merkasta nýjungin í Toyota RAV4 EV eru rafgeymarnir. Þessir geymar eru afrakstur samstarfs Toyota og Matsushita Battery Ind- ustrial Company, betur þekkt sem Panasonic. Geymarnir eru svo- nefndir NiMH (nickel metal hydride) geymar og eru 10% léttari en sambærilegir blýsýrugeymar, eiga að endast allt að þrisvar sinn- um lengur og geyma 50% meiri orku en blýsýrugeymar af sömu stærð, í bílnum eru 24 raðtengdir tólf volta geymar, hver 95 amperstund- ir. Geymarnir vega samtals 450 kg og er komið fyrir undir miðjum bíln- um. Rafbíllinn er töluvert síðari en RAV bensinbíllinn fyrir bragðið. Drifkerfið keyrir á 288 volta SJÁ BLAÐSÍÐU 22 ► ar í þeim efnum og framleiða ókjör gróðurhú- salofttegunda auk annarra skaðlegra efna. Guðni Einarsson kynnti sér Toyota UNDIR stóra kassanum fyrir miðju, sem geymir rafbúnað, er aflvélin, 45 kW (60 ha.) og drifbúnaður fyrir framhjólin. Vinstra megin er varmadæla fyrir miðstöð og loftkælingu. NiMH geymamir eru 24 og undir miðjum bílnum. Fremst er kælivifta fyrir geymana. RAFTENGIÐ er ekki ólíkt bensíndælu. Það tekur um 10 tíma að hlaða tóma geyma. AUK aðaltengisins á fram- brettinu er tengi fyrir hrað- hleðslu á afturbretti. EYJAN Jersey í Ermarsundi er syðst Bret- landseyja og liggur í St. Michelflóa, um 20 km undan Frakklandsströndum en 160 km suður af Englandi. Eyjan er um 116 fer- kíiómetrar að flatarmáli og vegakerfið um 560 km að lengd. Göturnar eru margar þröngar og hlykkjóttar, víða varðaðar á báða bóga af byggingum, hlöðnum veggjum eða gróðri. Hámarkshraði er 65 km á klukku- stund á þjóðvegum og allt niður í 25 km í þéttbýli. Mikil bílaeign Jerseyingar eru um 85 þúsund talsins, á sumrin meira en tvöfaldast íbúafjöldinn þeg- ar ferðamenn streyma að til sumardvalar. Bílaeign er almenn og eru á eynni um 65 þúsund bílar, mjög margar fjölskyldur eiga tvo bila. Reyndin mun vera sú að annar bíll- inn sé einungis notaður á eynni, til að aka börnum í skóla, fara í verslun og annað slíkt. Hinn er þá frekar notaður til lengri ferða pg fetjaður til meginlandsins eða Englands. í bílaflotanum á eynni eru um fjögur þúsund bílaleigubílar. Bílafjöldinn veldur töluverðri mengun, bæði hávaða og loftmengum, ekki síst í borg- inni St. Helier. Umhverfisnefnd Jersey, sem hefur ráðuneytisígildi, hefur mótað sjálfbæra umhverfisstefnu fyrir eyjuna. Ahersla er lögð á að vemda og bæta umhverfið og hreinleika eyjunnar. Jerseyingar leggja mikla áherslu á umhverfisferðamennsku, reyna til dæmis að laða að fólk sem kemur til að ganga um eyna og hjóla. Vogskorin ströndin með drif- hvítum sandíjörum er mikilvæg í því tilliti og mikil áhersla lögð á að hafa baðstrendur og strandlengjuna hreina. Stjórnvöldum á eynni hefur því verið umhugað um að leita leiða til að spoma gegn mengun. Bílafjöldinn á Jersey er orðinn vandamál og í um- hverfisstefnu eyjarskeggja er meðal annars stefnt að því að fækka einkabílum og auka almenningssam- göngur til að draga úr loft- mengun. Góöar aðstæður fyrir rafbíla Það sem háð hefur flest- um rafbílum er að þeir hafa ekki komist mjög langt á hverri hleðslu rafgeymanna. Þetta kemur ekki að sök á Jersey vegna skammra vegalengda. Forsvarsmenn rafveitu Jerseyj- ar, Jersey Electric Company, fóru að kanna möguleika á notkun rafbíla á eyjunni fyrir um 10 árum. Margir bílaframleiðendur hafa gert tilraunir með rafbíla með misjöfnum árangri. Jerseyingar hafa meðal annars fylgst með tilraunum í La Rochelle í Frakklandi með að nota rafknúna bíla til sorphirðu og ýmissa annarra erinda í opinberri þágu. I fyrra fengu þeir lánaðan franskan rafknúinn fólksbíl og leyfðu meðal annars stjórnmála- mönnum að prófa hann til að vekja áhuga þeirra. Einnig hafa Jersey- ingar kannað möguleika á að kaupa 20 sæta almenn- ingsvagna sem knúnir eru tvinnvélum, raf- og bruna- vélum. Stjómvöld og ferða- málayfírvöld hafa tekið virkan þátt í að leita leiða til að draga úr mengun frá bílum og telja það mikil- vægan þátt í að styrkja hina umhverfisvænu ímynd eyjunnar. Fengu áhuga á rallbílnum Að sögn David J. Witherington, fram- kvæmdastjóra hjá rafveitunni á Jersey, beind- ust sjónir Jerseyinga að Toyota RAV4 EV þegar bíllinn sigraði í Skandinavíska rafbíla- Krallinu 1995. Þeir leituðu til Toyota og kynntu umhverfisstefnu eyjarskeggja og ákjósanlegar aðstæður fyrir rafbíla, skammar vegalengdir og lítinn ökuhraða. Toyota ákvað að ganga til samstarfs við Jerseyinga og vinna þar tilraunaverkefni í Evrópu með notk- un RAV4 EV rafbíla. Þegar eru hafnar sam- svarandi tilraunir í Japan og Bandaríkjunum. Auk Toyota og stjórnvalda á Jersey, eiga aðild að verkefninu Jersey Electric Company, flugfélagið British Airways og fimm glæsi- hótel á eynni. Fimm ára verkefni Verkefnið miðar að því að afla tæknimönn- um Toyota mikilvægra upplýsinga um getu bílsins og endingu, einnig að gefa almenn- ingi kost á því að aka rafbíl af fullkomnustu gerð. Samstarfssamningur Toyota og Jersey- inga felur í sér að Jerseyingar leigja fimm Toyota RAV4 EV bíla til fimm ára. Yfir sumarmánuðina, frá maí-september verða bílamir leigðir ferðamönnum. Hvert hótel- anna fimm fær einn bíl til umráða og settar verða upp hleðslustöðvar við hótelin. Yfir vetrarmánuðina munu ýmsar stofnanir á Jersey nota bílana, auk þess sem heimamenn verða hvattir til að leigja þá. Til að auðvelda almenningi að leigja bíla verða settar upp hleðslustöðvar víðs vegar um eyjuna. Rafveit- an á Jersey mun safna gögnum varðandi notkun bílanna yfir lengri tíma og kanna viðbrögð og álit þeirra sem aka bílunum. Meðal annars verða ökumenn beðnir um að fylla út spumingalista um álit þeirra á rafbíl- unum. 120 þúsund pund Rafveita Jersey hefur gert samning um leigu 5 bíla til 5 ára. Fyrir hvern bíl eru greidd 4.800 sterlingspund á ári (557 þúsund kr.) samtals er því samningurinn upp á 120 þúsund pund eða tæpar 14 milljónir króna. Inni í samningsupphæðinni er fólgið viðhald á bílunum. Stefnt er að því að fjölga rafbílun- um á Jersey eftir því sem notkun þeirra eykst. Bílarnir verða leigðir út fyrir 30 pund (3.500 kr.) á dag og inni i því verði er ótakmarkað- ur akstur og tryggingar. Rafbílar og græn ferðamennska □ ENGLAND „iRn Alderney " rx - 0 25 Guernsey ERMAR- SUNDS Sark Km EYJAR Jersey FRAKK- LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.