Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta tilraun Everestfaranna við tindinn mistókst en þeir lögðu í hann á nýjan leik í gær Þetta var erfið en rétt ákvörðun Morgunblaðið/Jón Svavarsson FÉLAGAR í hjálparsveitum skáta hafa fylgst vel með íslensku Everestförunum undanfarna daga. Hér skoða þau Ingimar Ólafsson (t.v.), Víðir Reynisson, Elín Sigurðardóttir og Hanna Kjartansdóttir kort af Everest. Öfluðu sér reynslu í hjálparsveitunum EVERESTFARARNIR, Björn Ól- afsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, neyddust til að hætta við að ganga á tind Everest í fyrrakvöld þegar þeir voru staddir í rúmlega 8.100 metra hæð. Bjöm sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið erfið ákvörðun, en hún hefði verið rétt. Það var níu manna hópur sem lagði af stað frá þriðju búðum sl. laugardag. Auk Íslendinganna voru með í för Bretarnir Chris Watts og Chris Brown, Sherparn- ir Ang Babu, Daeva og Pende og leiðangursstjórinn Nick Kekos, sem er af serbneskum uppruna. Hópurinn kom upp í fimmtu búð- ir í Suðurskarði um kl. 3 á mánu- dag og hélt af stað upp á tindinn um kvöldið eftir nokkurra tíma hvíld. „Okkur gekk svona sæmilega til að byija með, en við komum fljótlega upp í skýin og þar var dimmt og hvasst þannig að við sáum sama og ekki neitt. Það var því ekki um annað að ræða en snúa við. Það var erfitt að finna réttu gilin upp og ef við hefðum haldið áfram hefði sjálfsagt verið erfítt að finna leiðina niður aftur. Eins og gefur að skilja er óþægi- legt að vera á ferð í þessari hæð þegar maður sér lítið fram fyrir sig. Við treystum því algerlega á Sherpana. Babu hefur farið sex sinnum á tind Everest og er því mjög mikilvægur liðsmaður. En aðstæðurnar voru þannig að það var ekki um annað að ræða en snúa við,“ sagði Björn Ólafsson. Björn sagði að þeir hefðu geng- ið áfram í stutta stund þrátt fyr- ir lélegt skyggni í von um að það létti til. „Það var ekki auðvelt að taka ákvörðun um að snúa við, sérstaklega þegar maður er búinn að bíða svo lengi eftir tækifæri til að reyna við tindinn. Svona eftir á að hyggja var þetta rétt ákvörðun. Það hefði getað orðið dálítið bras að komast niður aft- ur, sérstaklega ef veður hefði versnað," sagði Björn. Færið á fjallinu ágætt Björn sagði að í hvassviðri síð- ustu daga hefði snjórinn á íjallinu fokið burtu. Færið virtist því vera ágætt. Að vísu hefðu þeir lent í ísbrekku ofan við tjaldbúðirnar sem hefði verið mjög sprungin og úfin. Hann sagði að þetta hefði komið sér á óvart, en færið þar fyrir ofan virtist gott. „Við vorum ekkert sérstaklega þreyttir eftir gönguna á tindinn í gær. Hún tók aðeins tæpa tvo tíma. Dagurinn var hins vegar búinn að vera nokkuð erfiður. Við komum upp í Suðurskarð kl. rúmlega 3 í gær eftir u.þ.b. sjö klukkutíma göngu. Þá fórum við í að koma upp tjöldum og hita okkur mat. Við fengum því litla hvíld áður en við lögðum aftur af stað á ijallið." Allir við góða heilsu Björn sagði að þeir hefðu haft það ágætt um nóttina. Þeir hefðu sofið í nokkra klukkutíma. Þeir hefðu notað súrefni um nóttina og hvíldust þess vegna betur en ella. Hann sagði að þeir væru allir við góða heilsu og í fínu formi. Björn sagði að það væri erfitt fyrir þá að vera mjög lengi uppi í Suðurskarði. Það reyndi mjög mikið á líkamann að vera í þess- ari hæð þar sem súrefnismagn í andrúmslofti væri aðeins þriðj- ungur af því sem er við sjávar- mál. Það væri erfitt að hvílast almennilega og þeir þreyttust þó að þeir gerðu ekki neitt. „Maður missir orku smám saman og því er best að vera ekki of lengi í þessari hæð. Hins vegar kostar það talsverða orku að komast hingað upp og þess vegna vill maður helst ekki fara niður nema að hafa áður reynt við tindinn." Kalt á toppnum Islensku Everestfararnir eru annar hópurinn til að leggja á tindinn á þessu vori, en þremur Indónesum tókst með miklu harð- fylgi að komast á toppinn í lok síðasta mánaðar. Engar öryggis- línur eru í fjallinu sem ijallgöngu- mennirnir geta stuðst við á leið- inni upp og verða þeir því að leggja þær sjálfir. Björn sagði að búast mætti við að þetta tefði þá eitthvað í uppferðinni. „Ég geri ráð fyrir að á lykilstöðum reynum við að setja upp öryggislínu, en það eru stórir kaflar þar sem við getum ekki sett þær á og verðum að treysta því að færið sé gott.“ Björn sagði að það hefði verið mjög kalt þegar þeir lögðu af stað á tindinn úr Suðurskarði. Frostið hefði líklega verið 35-40 stig. Hins vegar væri ágætis hiti yfir daginn meðan sólin næði að skjóta geislum sínum niður til jarðar. Björn sagði að það væru engar ýkjusögur sem sagðar væru af draslinu í Suðurskarði. Þar væru fleiri hundruð súrefniskútar og alis konar drasl út um allt. Það væri hins vegar erfitt að fjarlægja draslið. Mest af því væri fast í snjó og venjulega væru fjallgöngu- mennirnir það þreyttir þegar þeir færu frá Suðurskarði að þeir treystu sér ekki til að taka með sér rusl frá öðrum leiðöngrum. Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ ÍSLENSKU Everest-fararnir hafa áralanga reynslu af fjall- göngu og björgunarstörfum á vegum Hjálparsveitar skáta og Landsbjargar. Ingimar Ólafs- son, formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, segir að sú reynsla sem þeir hafi aflað sér af störfum fyrir hjálparsveitirn- ar geri þeim kleift að takast á við verkefni eins og að klífa hæsta fjall heims. Islensku Everest-fararnir, Björn Ólafsson, Einar K. Stef- ánsson og Hallgrímur Magnús- son, eru meðal reynslumestu fjalla- og björgunarmanna landsins. Björn hefur verið fé- lagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í 12 ár. Einar hefur tekið þátt í starfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í 14 ár og Hall- grímur hefur tekið þátt í starfi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík sl. 5 ár. Félagar í undanfarasveitum Þremenningarnir eru allir í undanfarasveitum hjálparsveit- anna, sem þýðir að þeir fara fyrstir á staðinn þegar óskað er eftir aðstoð björgunarsveita. Björn, Einar og Hallgrímur tóku allir þátt í björgunarstörfum í Súðavík og á Flateyri þegar snjóflóð féllu á þorpin. Ingimar sagði að grunns að þeirri reynslu sem þremenning- arnir byggju yfir hefðu þeir afl- að sér í starfi fyrir hjálparsveit- ir skáta. Þeir hefðu oft farið af stað í björgunarleiðangra í mjög vondu veðri. Þeir þekktu því vel hvað það væri að takast á við erfiðar aðstæður í slæmu veðri. Þeir hefðu auk þess lagt sig sér- staklega eftir að æfa ísklifur, sem kæmi þeim að góðum notum við klifur á Everest. Ingimar sagði að reynsla þeirra Björns, Einars og Hall- gríms kæmi félögum þeirra í hjálparsveitunum að góðum not- um. Þeir væru einnig farnir að kenna nýliðum á námskeiðum hjá hjálparsveitunum. Björn, Einar og Hallgrímur hafa á síðustu árum aflað sér mikilvægrar reynslu í fjallgöngu erlendis. Fyrir tveimur árum klifu þeir Cho Oyu í Tíbet, sem er 8.201 metra hátt, en það er hæsta fjall sem íslendingar hafa klifið. Þeir hafa áður gengið á þekkta tinda í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, en þar á meðal er McKinley í Alaska (6.500 m) Lenin-tindurinn (7.134 m) og Korchenevskaja (7.168 m). Borgarstjóri gagnrýnir húsafriðunarnefnd Lög brotin vegna fram- kvæmda við Stjórnarráðið Kristján T. Ragnarsson, endurhæfingar- læknir, hlýtur viðurkenningn Náð afburða- árangri í starfi KRISTJÁNI T. Ragnarssyni, endurhæfingarlækni við Mount- Sinai sjúkrastofnunina í New York, var veitt æðsta viðurkenning stofn- unarinnar í fyrrakvöld, svoköliuð „Outstanding Achievement Award.“ Það er læknaskóli Mount-Sinai sjúkrahússins sem stendur að þess- um verðlaunum. Þau eru árlega veitt einum af um 3000 læknum stofnunarinar fyrir afburðaárangur í starfi. Tveir einstaklingar eru heiðraðir hveiju sinni, annars vegar fyrir störf í þágu stofnunarinnar, bæði innan hennar og utan, og hins vegar_ fyrir framlög til samfélags- ins. Ásamt Kristjáni var Morris Abraham sendiherra og fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra heiðrað- ur fyrir störf sín í þágu samfélags- ins en hann hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Að sögn Kristjáns hefur hann starfað sem yfirlæknir við endur- hæfingardeild spítalans í 11 ár og byggt þá deild upp nánast frá grunni. Auk þess hefur hann unn- ið að rannsókn- um og kennslu og tekið virkan þátt í stjórn spít- alans og lækna- skólans. Undir Mount-Sinai sjúkrastofnunina heyra um 40 önn- ur sjúkrahús og hefur Kristján starfað mikið að endurskipulagn- ingu deilda, vali á yfirmönnum og að bættri þjónustu innan spítalans. Nýverið lauk hann svo starfi sínu til tveggja ára sem formaður lækna- ráðs læknaskóla Mount-Sinai. „Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir mig og mína deild og hjálpa mér við að koma því áleiðis sem ég er að vinna að,“ segir Kristján. „Þetta er mikið til stjórnun en ég stunda nú lækningar með þessu öllu saman.“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, gagnrýndi húsa- friðunarnefnd ríkisins harðlega á fundi borgarstjórnar á fimmtudag fyrir að aðhafast ekkert vegna breytinga á einu sögufrægasta húsi landsins, Stjórnarráðshúsinu. Fullyrti hún að lög hefðu verið brotin með því að ekki hefði verið ieitað álits borgarminjavarðar á fyrirhuguðum breytingum og minnti á að málið hefði ekki verið lagt fyrir bygginganefnd Reykja- víkurborgar. Borgarstjóri minntist fleiri dæma um aðgerðaleysi húsafrið- unarnefndar sem þannig hafi gefið ríkinu lausan tauminn um breyt- ingar á merkum byggingum. „Ég veit ekki betur en að salur efri deildar Álþingis hafi verið rifínn niður og honum gjörbreytt án þess að heyrst hafi hósti eða stuna frá húsafriðunarnefnd," sagði Ingi- björg Sólrún. Tilefni gagnrýni borgarstjóra er afgreiðsla nefndarinnar á ósk lóðareiganda um niðurrif húss við Laugaveg 21 en í því tilviki var ekki talin ástæða til friðunarað- gerða. Borgarstjóri kvaðst hafa áhyggjur af misvísandi túlkunum nefndarinnar á friðunarreglum sín- um. Sagði hún húsafriðunarnefnd hafa verið nokkuð stífa á sínum reglum þegar borgin ætti í hlut en síður þegar ríkið ætti hlut að máli. Sem dæmi um það hafi innra skipulag Miðbæjarskóla verið frið- að með lögum, nokkuð sem borgar- stjóri kvað borgaryfirvöld hafa verið fullfær um. Framkvæmdir við endurbætur ekki hafnar Þorsteinn Gunnarsson formaður húsafriðunarnefndar sagðist ekki hafa heyrt ummæli borgarstjóra og því vildi hann ekki tjá sig um þau sérstaklega. En varðandi Stjórnar- ráðshúsið sagðist Þorsteinn hafa úrskurðað sig frá því máli í sam- ræmi við stjórnsýsluiög og vikið úr sæti formanns og af fundi við um- fjöllun og afgreiðslu málsins, enda hafi hann tekið sæti formanns í nefndinni með því skilyrði að hann gæti áfram starfað að sinni sér- grein, hönnun og ráðgjöf um endur- byggingu gamalla húsa, sérstak- lega steinhúsa frá 18. öld. „Framkvæmdir við endurbætur hússins eru ekki hafnar. Það hefur verið unnið að byggingarsöguleg- um rannsóknum á húsinu og tæknilegt ástand þess verið kannað til þess að unnt sé að gera áætlun um endurbætur. Þær áætlunir hafa nú verið kynntar húsafriðunar- nefnd og borgarminjaverði. Því miður láðist að hafa samband við borgarminjavörð með þeim fyrir- vara sem æskilegt hefði verið, en eftir að aðilum varð það ljóst, var allt gert til að leiðrétta þau mi- stök. Ég vona að þau verði ekki til að spilla góðu samstarfi borgar- yfirvalda og húsafriðunarnefndar ríkisins að húsverndunarmálum í Reykjavík," sagði Þorsteinn. Kristján T. Rajrnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.