Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNIPETUR LUND + Árni Pétur Lund var fædd- ur í Reykjavík 2. ágúst 1971. Hann lést í Alaborg í Dan- mörku 8. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ás- dís Karlsdóttir gjaldkeri, f. 2. apríl 1947, og Maríus Jó- hann Lund tré- smiðameistari, f. ll.júní 1946. Bræð- ur Arna Péturs eru Bergþór vélsmiður, f. 3. maí 1975, og Karl, f. 12. ágúst 1985. Að lok- inni hefðbundinni skólagöngu lærði Árni blikksmíði og lauk prófi í henni 1991. Hann stund- aði nám í Tækniskóla íslands og lauk þaðan raungreinaprófi 1993. Haustið 1995 hóf hann nám við Háskólann í Álaborg og var þar að læra tölvuverk- fræði er hann lést. Árni verður jarðsettur frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Æ, hvar er leiðið þitt þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega iagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þymum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er ieiðið þitt lága? Mig langar að mega ieggja það á liijukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir, þótt augun í dauðanum. bresti. (Jóhann Siguij.) Elsku bróðir minn, Árni Pétur. Nú ertu farinn án þess að ég gæti kvatt þig. Reyndar var ég svo lán- samur að hafa verið úti í Danmörku fyrir þremur vikum, þar sem við áttum virkilega góðar stundir sam- an. Og einmitt núna hugsa ég, af hverju var ég ekki lengur hjá þér? Bara að ég hefði vitað hvernig tímaklukka hvers og eins slær, þá hefði ég verið lengur og átt fleiri minningar um okkur saman. Við rifjuðum upp liðna tíma og hversu ánægð- ur þú varst með að fara í Tækniskólann og síðan til Danmerkur til áframhaldandi náms ásamt Steingerði. Og einmitt núna hugsa ég um eitt kvöldið sem við sátum inni á þínu heimili og töluð- um um okkar æskuár og hlógum mikið að því hvernig foreldrar okk- ar gátu umborið allt það sem við gerðum og hugsa með gleði alla þá tíma sem þú áttir í sveitinni hjá afa og ömmu á sumrin. Alltaf beið ég með eftirvæntingu á haustin eftir því að þú kæmir heim því þá var stóri bróðir kominn og þá gátum við aftur farið að gera foreldra okkar vitlausa. Það mynduðust ekki sár þá, heldur minningar sem við hlógum og skemmtum okkur við að rifja upp. Sálarsárið myndaðist þegar þú fórst og það er sár sem aldrei mun gróa. Jafnvel þótt það sé sagt að tíminn græði öll sár, þá græðir hann ekki þetta. Eina sem tíminn gerir er að kenna manni að lifa með sorginni. Því eru allar minning- amar um þig, elsku bróðir minn, mér svo dýrmætar. Ég er ánægður að ég fékk tækifæri til að þekkja þig í tuttugu og tvö ár og allar minningar um þig mun ég ríghalda í, líkt og lífíð sjálft. Eilífðar kveðja, þinn bróðir Bergþór. Heiðarlegur, réttsýnn og trygg- lyndur. Þessi orð áttu öll vel um frænda minn, Árna Pétur Lund sem lést allt of ungur í blóma lífsins, 25 ára. Andlát hans kom fyrirvara- laust og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Árni var elsta barna- bam foreldra minna, alnafni afa t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU RAFNSDÓTTUR, Austurbrún 33, Reykjavík. Erla Guðrún isleifsdóttir, Högni ísleifsson, Sveina Helagdóttir, Gísli Rafn ísleifsson, Sigríður Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, stjúpa, bróður, mágs og afa, SVERRIS SIGURÐSSONAR, Huldulandi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 12G Landspítala. Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir, Lóa Svavarsdóttir Maninscalco, Róbert Maninscalco, Margrét Svavarsdóttir, Magnús Narfason, Guðjón Sigurðsson, Soffia Nilsen, Jónfríður Sigurðardóttir, Rafn Sigurðsson Dóra Hiíðberg og afabörn. síns og hafði hjá þeim mikla sér- stöðu, m.a. þar sem hann dvaldi hjá þeim í sveit öll sumur og meira til, allt frá því hann var bam og til fullorðinsára. Mat hann þau ákaflega mikils. Við Ámi náðum vel saman, hann var mér náinn vinur og stundum fannst mér að hann vildi feta í fót- spor mín, ekki síst í námi þar sem okkar ferill var líkur. Eftir að hann lauk gmnnskólaprófí hóf hann nám í blikksmíði og lauk því með sóma. Stuttu seinna fór hann í Tækniskóla íslands og lauk þar ágætu raun- greinaprófi. Að þvi loknu lá leið hans til Álaborgar í verkfræðinám við sama skóla og ég lærði í. í Ála- borg hef ég búið síðustu 16 árin og ákvað hann að koma þangað til návistar við mig. Námið hjá honum gekk vel og stefndi í að hann myndi ljúka því með sóma á tilsettum tíma. Eins og gefur að skilja ræddum við oft um hans nám, veltum vöngum um hvaða val væri viturlegast og reyndum að spá í framtíðina. Gegn- um Áma fannst mér ég oft endur- lifa mín námsár. Ég var búinn að hlakka mikið til að njóta návistar og félagsskapar hans. Hann efldi tengsl og návist við mína fjölskyldu og færði hana nær. Það m.a. gerir missi hans ennþá sárari. Ámi var vel liðinn meðal sinna félaga og vina sem hann átti marga. Hann var félagslýndur, og með gít- amum sínum færði hann líf í mörg samkvæmin. Hans verður sárt sakn- að í þeim stóra hópi námsmanna sem hann umgekkst. Samheldni þeirra á meðal er mikil og sýna þeir væntum- þykju sína m.a. með því að þeir gengust fýnr sérstakri minningarat- höfn um Árna hjá íslendingum i Álaborg. Fyrir það og alla aðstoð vegna andláts Áma eiga þeir sér- stakar þakkir skildar. Minning Árna lifir áfram, ekki síst hjá fjölskyldu hans. Um leið og ég og fjölskylda mín biðjum Árna mínum allrar blessun- ar og þökkum honum fyrir liðnar samverustundir, biðjum við almátt- ugan Guð um að styrkja foreldra hans og bræður, ömmu hans Berg- þóm og síðast en ekki síst afa hans og ömmu í Miðtúni sem áttu svo mikið í drengnum og hann í þeim. Blessuð sé minning hans. Grímur Þór Lund, Álaborg. Norður á Miðtúni á Melrakka- sléttu var gott að alast upp, bæði fýrir þá sem þar áttu heima og einnig fyrir þá fjölmörgu sem dvöldu þar í sveit um lengri eða skemmri tíma. Það var nefnilega þannig að margir komu ungir í sveit til Árna Péturs og Helgu og sumir meira að segja svo ungir að þeir mundu varla eftir því og það var einnig þannig að margir komu aftur og aftur - og aftur, jafnvel áður en skólinn í Reykjavík var búinn á vorin og fóm ekki fyrr en grána fór í fjöll á Sléttunni, féð komið af fjalli og ekki var lengur undan því vikist að mæta í skóla- stofuna, - og þá - fyrir alla aðra en þá sjáifa. Þannig var með Árna Pétur Lund, frænda minn, sem kvaddur er hinstu kveðju í dag. Hans er sárt saknað, ekki síst af afa hans og ömmu sem hann dvaldi hjá öll sumur frá því hann fýrst mundi eftir sér og þar til hann var orðinn fullorðinn maður. Þar undi hann sér vel. Fyrst gat hann lítið hjálpað til en brátt lærði hann verk- in. Og afa, sem alltaf vildi hafa einhvern hjá sér við vinnuna fannst hann brátt vanta mikið ef „nafni" hans var ekki í kringum hann. Svo liðu árin og „nafni“ stækkaði og afi varð eldri og þá var nú heldur en ekki fengur þegar hann birtist í sauðburðinn. Hjá ömmu var líka gott að vera. Henni leist ekki of vel á hvað for- eldrarnir þurftu að vinna mikið og hvað Árni átti að vera mikið einn heima. Hún kvað það þess vegna óhætt, að lofa honum að koma norð- ur og dvelja hjá sér um veturinn þegar hann var 6 ára þrátt fyrir að skólaganga hans væri hafin. Taldi sig meira að segja geta sagt honum nokkuð til í lestri og e.t.v. að draga til stafs. Hafði jú nokkra reynslu af uppeldi og heimalærdómi sex sona sem hún kenndi við eldhús- borðið íslensku jafnt sem önnur fög. Sumrin í Miðtúni urðu mörg og löng í báða enda. Meira að segja kaus Árni minn að vera frekar í unglingaskólanum í Lundi einn vet- ur og dvelja um helgar hjá afa og ömmu í stað þess að fara um haust- ið. Hann var þeirra elsta barnabarn og þegar fleiri bættust í hópinn vissu þau að ekkert þeirra myndi hrófla við rétti Árna hvað Miðtúns- dvöl varðaði. Þetta var það um- hverfí sem Ámi lofaði mest og mik- ið var hann stoltur af afa og ömmu. Þau voru hans helgidómur sem ekki nokkur maður hefði vogað sér að álasa í hans eyru. Ég dvel við ofangreint þegar Árni minn er kvaddur. í Miðtúni kynntumst við best og seinna þeg- ar hann var orðinn fullorðinn voru það minningamar og sögurnar frá Miðtúni sem ávallt yljuðu. Ekki má skilja þetta svo að Árni hafi ekki átt gott heimili hjá sínum for- eldrum. Fjarri því. Þar átti hann traust athvarf hjá góðum foreldr- um og bræðrum. Honum hins veg- ar líkaði Miðtúnsdvölin vel og það sem Árni á annað borð vildi var erfítt að neita honum um. Að grunnskólaprófi loknu nam Ámi blikksmíði og fór síðan í Tækniskólann. Siðan lá leið hans til Álaborgar og fetaði hann þar í spor föðurbróður síns sem þar lærði rafmagnsverkfræði. Árni var að læra tölvuverkfræði og gekk námið eftir eðlilegum brautum. Hann var heiðarlegur vel gefinn myndarpiltur með mikla réttlætis- kennd og tryggur sínum vinum og ekki var óreglunni fyrir að fara. Hann var á vissan hátt léttur í skapi en gat verið afskaplega stíf- ur á meiningu sinni. Hann var lok- aður persónuleiki sem átti erfitt með að tjá tilfinningar sínar og fjarri því að hann bæri þær á borð fyrir hvern sem var. Ef til vill var það þetta sérstaka skapferli sem bar hann ofurliði eða kanski var tími hans hér á jörðu einfaldlega iiðinn og honum ætlað annað hlut- verk. Við því fáum við engin svör að svo stöddu. Við bræðurnir frá Miðtúni höfum oft rætt hvað lánið hefur fylgt okk- ar fjölskyldum og fyrir það eram við Guði þakklátir. Við höfum einn- ig rætt hvað börn okkar hafa tengst miklum tryggðarböndum og eru ekki siður vinir en frændsystkini. Þannig var Árni minn þeim öllum ákaflega kær og er hans sárt sakn- að jafnt af okkur Miðtúnsbræðrum og börnum okkar hvort heldur það er á Húsavík, hér syðra eða í Ála- borg. Biðja þessar fjölskyldur hon- um blessunar. Við bræður höfum átt það til að hittast á góðum stundum, rifja upp endurminningar, syngja og gleðj- ast. Hafa þessar stundir orðið börn- um okkar eftirminnilegar og oft spurt; hvenær hittist þið næst, það er svo gaman þegar þið bræðurnir komið saman? Á slíkum stundum skemmti Árni bæði sér og öðram. Hans verður saknað þar en verður með okkur í anda. Þegar ég frétti andlát Árna opn- aði ég Biblíuna. Hvort það var til- viljun eða ekki blasti við mér vers- ið: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ið ekki, heldur hafí eilíft lif.“ Jóh. 3:16 Um leið og ég og bræður mínir og fjölskyldur okkar kveðjum þig, Árni minn, færam við þér þakkir fyrir samverastundirnar og biðjum algóðan Guð að taka á móti þér og varðveita. Sömuleiðis biðjum við þess að foreldrar þínir, bræður, ömmur og afi og aðrir þeir sem þér voru kærastir megi öðlast styrk frá Guði til að standast það álag og þá miklu raun sem missir þinn er þeim. Far þú í friði, frændi minn kær. Níels Árni Lund. Árni frændi er dáinn. Það getur ekki verið? Hann sem var svo léttur þegar ég talaði við hann í símann um daginn og sagðist hann þá ætla að koma heim í sumar. I haust fór ég til Danmerkur og heimsótti þá m.a. Árna og Steinu í Álaborg. Það var auðsótt mál og þrátt fyrir þröng á þingi var mér plantað í sófann og hjá þeim var ég í rúman mánuð. Ég man allar góðu stundimar á heimili þeirra. Gítarinn var uppáhald Áma og þurfti hann ekki að heyra lag nema einu sinni, þá kunni hann það. Gítarinn greip hann á hveiju kvöldi. Fyrir þessar stundir vil ég nú þakka af heilum hug. Þær eru og verða mér dýrmæt- ar. Margar aðrar minningar á ég um frænda minn. Allar eru þær bjartar og góðar enda mikill samgangur t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, SVEINS BJÖRNSSONAR, Köldukinn 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Land- spítalans og öllum þeim, er aðstoðuðu okkur við undirbúning og framkvæmd útfarinnar. Erlendur Sveinsson, Ásdís Egilsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir, Þórður Heimir Sveinsson, Sólveig Lilja Einarsdóttir Birgitta Engilberts, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Lokað Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 21. maí, vegna jarðarfarar, EDDU GUÐMUNDSDÓTTUR, læknafulltrúa. Heislugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði sinnir bráðatilvikum á meðan. Heilsugæslan í Garðabæ. Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 21. maí, vegna jarðarfarar EDDU GUÐMUNDSDÓTTUR. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.