Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ A FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR :rítTErl ___________.H.... psronKtmiimj 1 ’JI !1 UT‘ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfml 567 4844 ^HSTANOir Álinnréttingar SUNGIÐ af innlifun á æfingu. Operukórinn á leið til Ítalíu Morgunblaðið/Ásdís FJÖLDI söngvara heldur til óperulandsins Ítalíu, 1. júní. MYNPLIST Kambur/ Ilolta- og Landsveit MÁLVERK Sýning Gunnars Arnar. Opið alla daga frá morgni til kvölds. Út maí- mánuð. Aðgangur ókeypis. JAFNAN er viss þokki yfir vinnu- stofusýningum listamanna, einkum vegna þess, að skoðandinn kemst nær listamanninum og minnist við nánasta umhverfi hans. Þær eru ekki unnar fyrir sérstakt tilfallandi rými í listhúsi eða iistahöll, heldur eru á sjálfum staðnum þar sem allt sköpunarferlið átti sér stað, áhrifín og myndefnin jafnvel í sjónmáli. Gunnar Örn Gunnarsson, einn af nafnkenndustu myndlistarmönn- um sinnar kynslóðar, hefur undanf- arin ár verið búsettur að Kambi í Holta- og Landsveit í Rangárvalla- sýslu, og sér vítt yfir til margra átta. Þar hefur listamaðurinn komið sér upp góðri vinnuaðstöðu, enda rými yfrið nóg til hvers kyns at- hafna og húsakostur rúmur. Gunn- ar er maður átaka og atorku og þá ekki einungis á listasviði, sér þess stað í ýmsum framkvæmdum á staðnum, einnig innréttingum í vinnustofu og nýsmíði í litlu húsi í næsta nágrenni hennar, sem verður væntanlega fyrsta starfandi listhús- ið í Rangárvallasýslu. Þá hefur hann gróðursett 17.000 tijásprota á heimreiðina og umhverfi. Myndlistarmenn láta ekki deigan síga í sjálfsbjargarviðleitni sinni og þannig er von á miklum umskiptum á næstu árum og trúa mín að það verði ekki aðeins í dreifbýlinu né á Suðurlandsundirlendinu. Neyðin kennir naktri konu að spinna, eins og það heitir. Gunnar hefur út mánuðinn opið hús á vinnustofu sinni, sýnir þar ný verk, sem bera merki geijunar og vaxtarmagna. Listamaðurinn virðist endurnærður og fullur af þrótti eftir strandhögg á svið listarinnar í Kaupmannahöfn, þar sem hann seldi nær tug mynda á Gallerie Stalke við Vesturbrúgötu, sem er harla gott afspurnar. Kemur helst fram í samþjappaðri forma- heildum og samfelldari hrynjandi í óhlutbundnum búningi, þótt auðsæ séu áhrif frá fyrirbærum náttúrunn- ar og jarðarmögnum allt um kring. Lifanirnar færðar í skynrænan bún- ing ábúðarmikils orkuflæðis. Rýnirinn fékk tækifæri til að skjótast austur einn sunnudags- morgun fyrir skömmu og stórfurð- aði sig á hve vegalengdir hafa skroppið saman frá því hann var í fyrirhleðsluvinnu á Markarfljóts- aurum fýrir nokkrum áratugum. Tók aksturinn ekki nema rúman klukkutíma hvora leið og komið aftur til baka í hádeginu, þrátt fyr- ir að áð væri í Hveragerði, veitinga notið í Eden, og gerður nokkur stanz. Reyndist lítil fyrirhöfn sem gaf mikið og var góður forsmekkur að viðburðaríkum sunnudegi. Bragi Ásgeirsson KÓR íslensku óperunnar æfir nú af kappi fyrir væntanlegt kórferða- lag í júníbyijun. Ferðinni er heitið til N-Ítalíu þar sem kórinn mun syngja á fernum tónleikum, í Riva del Garda, Bassano del Grappa, Bologna og Flórens. Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes, John Beswick leikur á píanóið og ein- söngvari með kórnum er Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Áður en kórinn leysir landfestar mun hann halda tvenna tónleika í íslensku óperunni 1. júní. Þá fyrri kl. 16 og hina síðari kl. 20. Allir sem að tónleikunum standa gefa vinnu sína og mun aðgangseyririnn renna óskiptur í ferðasjóðinn. Miða- verð er kr. 1.500 og fást þeir á skrifstofu íslensku óperunnar. I fjáröflunarskyni býðst kórinn einnig til að koma fram á skemmt- unum hjá einstaklingum og fyrir- tækjum gegn vægu gjaldi jafnt fyr- ir Italíuferðina sem eftir, segir í kynningu. GUNNAR Örn við eitt af ferskustu verkum sínum, „Líf innan lífs“, olía á léreft, 212 x 139 sm. VINNUSTOFA listamannsins að Kambi. Hönnum og smfðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Mjúkkomað MYNPLIST Horniö LJÓSMYNDIR Sýning Magðalenu M. Hermanns. Opið alla daga frá 11-23.30. Til 28. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ber ánægjulegri þróun vitni, að ljósmyndasýningum virðist vera að fjölga í listhúsum borgarinnar, og er í samræmi við sókn miðilsins á listavett- vangi víðast hvar. Þannig er nýlokið athyglis- verðri sýningu Ivars Brynjólfs- sonar í Horninu, sem tók til meðferðar afmarkað myndefni af húsum í Garðabæ, og nú stendur yfir frumraun Magða- lenu M. Hermanns á sama stað. En þótt þetta sé fyrsta einkasýn- ing listakonunnar sýndi hún með manni sínum í listhúsinu á síð- asta ári og hefur einnig tekið þátt í sýningum í Hollandi, þar sem hún var við nám á árunum 1990-95. Það má taka undir þá fullyrð- ingu franska táknfræðingsins Roland Barthes, að ljósmyndin sé mannfræðileg bylting, með vísun til þess að hún stöðvaði tímann. Það heitir, að ljósmyndin varðveiti spor einhvers, færi til nálægð og fjarlægð í aðskilnaði tíma og staðar. Þá er ljósmyndin mun meira en skjalfesting tímans, hún er einnig sagnfræð- ingur hans, tók hér við af mál- verkinu um sjónræna kortlagn- ingu núsins og umhverfisins. Menn sögðu áður, að ljós- myndin gæti hvorki blekkt né logið, en segði þó ekki endilega sannleikann, sem var afar sönn og raunhæf skilgreining á miðlinum. Hið síðara er þó orðið að áþreifanlegri og mikið hag- nýttri staðreynd um okkar daga, og framslátturinn því gott sem úreltur. Þeir sem nýta miðilinn sem listgrein ganga gjarnan út frá öðru hvoru, eru á kafi við að endurvarpa raunveruleikanum eða ummynda hann, jafnvel afskræma, ellegar einhveiju þar á milli, sitt lítið af hveiju. Magðalena leggur helst út af skjalfestingu sjónreynslu sinnar á nánasta umhverfi og miðlar henni til skoðandans. Annað- hvort eru það sannferðugar and- litsmyndir, þar sem hún leitast við að ná inn undir skel viðfangs- efnisins með fulltingi áunnins listþroska og færni við hantér- ingu miðilsins. Eða um er að ræða augnabliksskot tekin við ýmis tækifæri, stundum uppsett og tilbúin, en einnig endurvarp aðskiljanlegrar sjónreynslu úr umhverfinu. Athyglin beindist helst að vel gerðum og fínkornuðuðum and- litsmyndum, einkum myndaröð- inni nr. 1-7. Veigur þeirra er fólginn í ýkjulausri og skilvirkri skapgerðarlýsingu og jafnframt koma hér fram bestu eðliskostir ljósmyndarans, heldur áfram í myndum eins og Úlfur og Litta (10), Páll Heimir (12) og Sara (22). Margt uppörvandi kemur fram í litskyggnunum í kjallara, en þær standa of stutt við á tjald- inu, þó er trúa mín að setja mætti saman mun lífmeiri sýn- ingu úr úrvali þeirra. Bragi Ásgeirsson AÐKAMBI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.