Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ. MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP > Arthur Hiller eða Alan Smithee ► BANDARÍSKI kvik- myndaleiksljórinn Arthur Hiller hefur nýlega lokið við myndina „An Alan Smithee Film“. Hún er um kvik- myndaleikstjóra sem er óánægður með endanlega útgáfu nýjustu myndar sinnar og vill ekki að nafn sitt tengist verkinu. Skáld- skapurinn hefur haft ein- hver áhrif á Hiller vegna þess að hann er nú að gera svipaðar kröfur um sitt verk. Hiller neitar því að um auglýsingabrellu sé að ræða. Hann segir listrænan ágrein- ing milli sín og handritshöf- undarins Joe Eszterhas valda því að hann vilji ekki að nafn sitt birtist í kynning- artitlum myndarinnar. Sam- kvæmt reglum The Direct- ors Guild verður nafnið Alan Smithee sett í stað Arthurs Hillers. Söguþráður myndarinnar er reyndar aðeins flóknari en þetta. Aðalpersónan, leik- sljórinn, heitir nefnilega Alan Smithee og þegar hann vill ekki að nafn sitt birtist í myndinni getur The Direct- ors Guild bara sett Alan Smithee í staðinn. Leikstjór- inn rænir filmunum í ör- væntingu sinni og brennir þær. Hiller, sem er einnig for- seti The Academy of Motion Picture Arts & Science, hef- ur ekki í hyggju að stela fil- munum en er óánægður með breytingar sem Eszterhas hefur gert á myndinni. For- saga málsins er sú að útgáfa Hillers fékk slappa einkunn á tilraunasýningu. Eszterhas tók þá myndina og stytti hana um 19 mínútur. Styttri útgáfan fékk síðan hærri einkunn og Ben Myron, framkvæmdasljóri Cinergi, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiðir myndina, ákvað að sú útgáfa yrði markaðs- sett þrátt fyrir mótmæli Hill- ers. GARY FISHER FJIG SUR H KLGIN GARY FISHE'R hjálmar_, fyrstir og fremstir suimnno gírar • bremsur • SPD skór Gftir SHIFT— gírskiptar og annar girbúnaður <íí> & CATEYE® ljósabúnaður*hraðamælar LEMOND' sporthjól 1 í sérflokki Helstu útsölustaðin Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pipul.þjónustan Akranesi, Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík. Boðskapur- inn er um- burðarlyndi HINN sjötíu og tveggja ára gamli egypski leikstjóri Youssef Chahine vakti fyrst athygli í Cannes þegar hann var 24 ára með myndinni „The Son of the Nile‘‘. Tæpum fimmtíu árum síðar er hann enn að en nýjusta kvikmynd hans, „A1 Massir (The Destiny)“, tók þátt í aðalkeppninni á hátíðinni í ár.. Chahine hlaut sérstök verðlaun fyrir langan og virtan leikstjóraferil en þau voru veitt í tilefni af fimmtugs afmæli hátíðarinnar. í „A1 Massir“ fjallar Chahine um umburðarlyndi og bræðralag en hann segir boðskap myndarinnar beint til heittrúaðra múslima <í Egyptalandi. Síðasta kvikmynd Cha,- hines, „The Migrant" frá árinu 1995, var bönnuð í heimalandi leikstjór,- ans. Bókstafstrúarmenn héldu þyí fram að söguþráður myndarinnar endurspeglaði ævi spámannsins Jós- eps en samkvæmt reglum heittrú- aðra múslima má ekki gera myndir af spámönnunum eða sviðsetja líf þeirra á annan hátt. Lögmenn Cha- hines héldu því fram að söguþráður- inn væri ekki sá sami og saga JÓS; eps í Kóraninum en myndin var samt bönnuð. Nýjasta verk Chahines, „A1 Mass- ir“, fjallar um líf heimspekingsins Averros sem bjó á Spáni á 12. öld þegar Márar réðu þar ríkjum. Heim- spekingurinn, sem stúderaði einnig lögfræði og gerði merkar uppgöt- vanir á sviði læknisfræði, var viþ hirð Yaqub A1 Mansor í Andalúsíu. Bókstafstrúarmenn gerðu athuga- semd við bækur hans og var fyrir- skipað að það ætti að brenna öil verk hans. Að sögn Chahines vildi hann nota sögu Averros til þess að hvetja til umburðarlyndis. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Beint í mark (Dead Ahead)-k ★ Jarðarförin (The Funeral)k ★ Fræknar stúlkur í fjár- sjóðsleit (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountain) ★ ★ 'h Sú fyrrverandi (The Ex) ★ Lokaráð (Last Resortyh Varðeldasögur (Campfire Tales)k ★ Vörðurinn (The Keeper)k Verndarenglarnir (Les Anges Gardiensk Reykur (Smoke)k ★ ★ 'h Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon)k ★ 'h Marco Polo (Marco Polo)k ★ Tækifærishelvíti (An Occasional Hell)k ★ Adrenalín (Adrenalin) Golfkempan (Tin Cup)k ★ ★ Drekahjarta (Dragonheart)k ★ ★ Meðeigandlnn (The Associate)k 'h Ráðgátur: Hverfull tími (TheX—Files: Tempus Fugit) ★ ★>/2 Kekkir (Curdled) k'h Youssef Chahine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.