Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandarísk sljórnvöld um ísraelskar landnemabyggðir Fjórðungur hósnæðis stendur auður Jerúsalem, Vesturbakkanum. Reuter. RÁÐAMENN í Washington telja að fjórðungur íbúðarhúsnæðis gyðinga á Vesturbakkanum standi auður og hafa komið þeirri skoðun á fram- færi við ísraelsk stjórnvöld að nýjar húsbyggingar í landnemabyggðum á hernumdu svæðunum séu óþarfar. Þetta kemur fram í ísraelska dag- blaðinu Haaretz. Deilur um landnámsbyggðirnar eru í brennidepli friðarviðræðna Frelsissamtaka Palestínu, PLO, og Israelsstjórnar. Friðarferlið hefur strandað á þeim frá því í mars er Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra Israels leyfði byggingu í nýju hverfi gyðinga á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem. Samkvæmt upplýsingum Banda- ríkjastjórnar sem meðal annars var aflað gegnum gervihnött standa 26 prósent fullkláraðra íbúða í land- nemabyggðum gyðinga á Vestur- bakkanum auð, 56 prósent íbúða á Gazasvæðinu og 28 prósent íbúða í Gólanhæðunum en Israelsstjórn hef- ur fram að þessu réttlætt húsbygg- ingarnar með skorti á íbúðarhús- næði. ísraelska útvarpið hefur haldið því fram að það sé engin tilviljun að þessar upplýsingar komi fram nú og ónafngreindir heimildarmenn I Washington hafa staðfest að upplýs- ingarnar hafi verið þirtar í því skyni að setja þrýsting á Israelsstjórn sem hingað til hefur neitað að stöðva byggingaframkvæmdirnar tii að flýta fyrir friðarferlinu. Netanyahu, sem byggir meiri- hluta ríkisstjórnar sinnar á sam- starfi við flokka heittrúaðra sem eru mjög hlynntir uppbyggingu land- nemabyggðanna, hefur vísað full- yrðingum um litla nýtingu húsnæðis á bug. Tyrkneski herinn sendir liðsauka og hergögn til norðurhluta Iraks Sókninni haldið áfram þrátt fyrir mótmæli 1.300 skæruliðar hafa faliið Frá landamærum Tyrklands og íraks. Reuter. TYRKIR héldu áfram hernaðarað- gerðum sínum í norðurhluta íraks í gær og fluttu þangað liðsauka og birgðir þrátt fyrir áskoranir frá Bagdad og bandamönnum í Atl- antshafsbandalaginu um að að- gerðunum yrði hætt. 30 tyrkneskir vörubílar fóru yfir landamærin með birgðir og þyrlur fluttu vopn á afskekkt svæði þar sem tyrkneskir hermenn hafa bar- ist við skæruliða úr Verkamanna- fiokki Kúrdistans (PKK) í viku. Fréttamönnum var meinað að fara á landamærasvæðið og þeir gátu því ekki metið hversu viðamiklar aðgerðirnar eru. 1.300 skæruliðar hafa fallið Aðgerðimar hófust fyrir dögun 14. maí og talið er að um 10.000 hermenn hafí tekið þátt í þeim. Skriðdrekum, stórskotavopnum og flugvélum hefur einnig verið beitt. Tyrkneska fréttastofan Anatolian hafði eftir heimildamiönnum í hem- um að rúmlega 1.300 skæruliðar í PKK hefðu beðið bana í árásunum og 200 verið teknir til fanga Frétta- stofan DEM, sem er í nánum tengsl- um við skæruliðana, sagði að tyrk- neski herinn hefði orðið fyrir „miklu mannfalli“, jarðsprengjur hefðu t.a.m. orðið 12 hermönnum að bana. Tveir menn biðu bana og sjö særðust þegar tveir grímuklæddir menn, sem vom taldir félagar í PKK, hófu skothríð á bíl óbreyttra borgara í Diyarbakir-héraði í gær. Tyrkir hófu erm viðameiri hern- aðaraðgerðir í írak árið 1995 til að kveða niður uppreisn PKK, sem hefur barist fyrir sjálfstjórn Kúrda í suðausturhluta Tyrklands. Rúm- lega 23.000 manns hafa beðið bana í átökunum. „Aðgerðunum verður haldið áfram þar til þær hafa borið tilætl- aðan árangur," sagði Turhan Tay- an, varnarmálaráðherra Tyrk- lands. „Við ætlum að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkahóp- um PKK, sem hafa komið Tyrk- landi í vanda, kúgað fólkið á svæð- inu og reynt að drottna yfir því.“ Aðgerðunum mótmælt Dagblöð í írak sögðu að Mo- hammed Saeed al-Sahaf, utan- ríkisráðherra landsins, hefði sent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og forseta öryggisráðsins bréf til að skora á þá að knýja á Tyrki um að hætta hernaðarað- gerðunum þegar í stað. Flest ríki arabaheimsins hafa einnig fordæmt aðgerðirnar. Bret- ar og Frakkar - bandamenn Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu - og Evrópusambandið hafa krafist þess að Tyrkir dragi úr aðgerðun- um og virði mannréttindi í Irak. Anatolian sagði að Tyrkir hefðu haldið áfram loftárásum á stöðvar PKK í írak og margir skæruliðar hefðu flúið að landamærunum að íran. Stjórn Tyrklands bað írani um að loka landamærunum en stjórnin í Teheran hafði ekki svar- að þeirri beiðni í gær. Fregnir hermdu að bandamenn Tyrkja úr röðum íraskra Kúrda hefðu hrakið PKK frá borginni Arbil í norðurhluta íraks í blóðugu uppgjöri um helgina. Stuðnings- menn Lýðræðisflokks Kúrdistans, sem styður hernaðaraðgerðir Tyrkja, voru sagðir hafa ráðist inn í allar skrifstofur PKK í borginni og drepið 58 félaga í flokknum, þar af 28 eftir að þeir voru teknir til fanga. * Oeirðir blossa upp í Nicosíu KÝPURSTJÓRN fordæmdi í gær óeirðir meðal Kýpur- Grikkja í Nicosíu á mánudags- kvöld þegar 54 særðust í átök- um milli lögreglumanna og ungmenna sem mótmæltu friðartónleikum á vegum Sameinuðu þjóðanna á einsk- ismannslandi sem hefur skipt borginni frá innrás Tyrkja 1974. Þetta eru ein mestu átök sem blossað hafa upp í borg- inni á síðustu árum. 23 ung- menni voru leidd fyrir dóm- ara, sem úrskurðuðu 18 þeirra í gæsluvarðhald meðan lög- reglan rannsakar óeirðirnar. Fimm þeirra voru leystir úr haldi vegna skorts á sönnun- um. Reuter náðu þér t kwkling og signsitu gis« «ða kðnnu n«ð oöt*borg» k«KÍ) I gjurnan cignast mirt eic/ið listaglas eda Itiinnu ogfá scnt gjafabréf □ Eitt glas. Meö þessu bréfi sendi ég 6 strikamerki af Göteborgskexi og 400 krónur. O Tvö glös í sérhönnuðum umbúðum. Með þessu bréfi sendi ég 10 strikamerki af Göteborgskexi og 800 krónur. □ Mjólkurkanna. Með þessu bréfí sendi ég 10 strikamerki af Göteborgskexi og 1600 krónur. Innmi Ijo uiknn fcucg srni korí frá C/\.S/\ þar sctn iurr vrröur boöió (fð konw í vrrslunina oc/ vclju nirrulas cöu knn Þátttakendur utan stórhöfuðborgarsvæöisins fá send þau glös eða könnu sem þeir hafa valiö. Sendist til: Já, éa vil gjaman cignast g'as/glös eöa kannu (sjá bcckling), GÖTEB0RGS-KEX □ Glas/glös númer: 23 35 38 53 56 □ Mjólkurkönnu númer: 1 2 3 Pósthólf 4123, 124 Reykjavík Nafn: Heimilisfang:_ Sími: _ Póstnr. Ljúffenj lelð tLL að elgnast llstaukandl glös og könnu Þú færð þér uppáhaldstegundirnar þínar af ljúffengu Göteborgs kexi í næstu matvöruverslun, sendir 6 strikamerki af umbúðunum ásamt 400 krónum og glasið verður þitt. Fyrir [lO strikamerkilog 1.600 krónur færð þú stóra og glæsilega mjólkurkönnu. Þú getur valið úr fjölmörgum gerðum af Ritzenhoff glösum í versluninni Casa með myndskreytingum eftir heimsfræga listamenn þ.á.m. Erró, Knaff og Massimo Isoa Ghini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.