Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sólveig Ólafs- dóttir fæddist á Strandseljum, Ögurlireppi í N-ísa- fjarðarsýslu 24.2. 1904. Hún lést í Reykjavík 11. maí siðastliðinn. For- eldrar hennar voru: Ólafur Þórðarson útvegsbóndi á Strandseljum við Isafjarðardjúp og kona hans Guðríður Hafliðadóttir, sem bjuggu á Strand- seljum frá 1898 til dauðadags Ólafs 1933. Guð- ríður hélt áfram búskap á Strandseljum með Arna syni sínum til vorsins 1944. Elst systkina Sólveigar var Guðrún bóndakona í Unaðsdal. Þá Haf- liði bóndi á Garðsstöðum og síðar í Ögri, Þórður útvegs- bóndi í Odda og síðar verka- maður í Reykjavík og lifir enn, Arni bóndi á Strandseljum og síðan verkamaður í Reykjavík, Kjartan starfsmaður ýmissa fyrirtækja á vegum samvinnu- hreyfingarinnar, lifir enn, og yngstur Friðfinnur, viðskipta- fræðingur og forsljóri Háskóia- bíós. Sólveig sótti menntun sína í Núpsskóla séra Sigtryggs Guð- laugssonar og síðar í Kvenna- skólann á Blönduósi. Árið 1934 stofnaði Sólveig til heimilis með manni sínum, Hannibal Valdi- marssyni, f. 13.1. 1903, d. 1.9. 1991, síðar ^ alþingismanni og forseta ASI. Þau bjuggu á ísafirði til 1952, en eftir það í Reykjavík. Einnig áttu þau heimili í Selárdal við Arnar- Vorið sínum laufsprota á ljórann ber, ég fer á fund við ástina í fylgd með þér. Er það ekki skrítið, elsku Sól- veig, að þessar ljóðlínur eftir Þor- geir Sveinbjarnarson koma mér í huga, þegar ég horfi á þig í hinzta sinn á líkbörunum? Húðin er silki- mjúk en köld, lífið er siokknað. Þú ert farin. Af jörðu ertu komin, og af jörðu ertu aftur upprisin, þú ert búin að kasta ellihjúpnum og flogin fagnandi á fund við ástvin þinn. Lengi hefurðu beðið endurfundanna - í sex löng ár. Og ég sé þig fyrir mér eins og á myndinni hér fyrir ofan með stór blá augu og bylgj- andi svart hár - þar fer heimasæt- an frá Strandseljum. í rauninni varstu alltaf á heim- leið, Sólveig, heim að Djúpi. Þar áttirðu rætur, sem stóðu svo djúpt, að þú varst aldrei nema gestur í öðrum borgum. ísafjörður, Reykja- vík, þetta voru viðkomustaðir. Hug- urinn var bundinn heimahögunum, heiðunum ávölu, grasinu græna og fjörunni neðan við bæinn. Skrítið, þessi sveitastelpa, sem vildi helzt aldrei verða neitt annað, mátti á vegferð langri gista fjarlæg- ar borgir, sitja til borðs með höfð- ingjum og rökræða við andans menn. Hún vakti aðdáun fyrir rök- festu og mannskilning. En það sté henni aldrei til höfuðs. Æðruleysi var hennar helzta prýði. Ég reyni að rifja það upp, hvenær ég sá þig fyrst, Sólveig, og hvernig þú komst mér fyrir sjónir. Og veiztu j>að, að ég man það ekki. Eins og þú manst, þá beindist athygli allra að manninum þínum, stríðsmannin- um, sem fór í víking og gleymdi öllu öðru. Þú stóðst til hlés, af eðlis- lægri hógværð, lézt hann hafa orð- ið. Ég var ung og hafði eignast hlut í syni þínum, yngsta syni þín- um. Ég skildi það ekki fyrr en mörgum árum seinna, hvað ég hafði tekið mikið frá þér. En þú stóðst til hlés, lífsreynd, umburðarlynd og lítillát. Þú varst hin óeigingjarna fjörð 1965-77. Börn þeirra eru 1) Arnór, kv. Nínu Sveinsdótt- ur. Þeirra börn eru Ari, Kjartan, Auð- un, Hrafn og Þóra. Arnór og Nína eiga tvö barnabörn. 2) Ólafur. K. I. Anna G. Kristjánsdóttir, þeirra börn eru Hugi, Sólveig og Kristín. K. II. Guð- rún Pétursdóttir, þeirra dætur eru Ásdís og Marta. 3) Elín. Börn hennar og Kjartans Júliussonar eru Sólveig, Hannibal, Sif og Harri. Elín á níu barnabörn. 4) Guð- ríður. Sonur hennar er Sigurður H. Magnússon og dóttirin Hulda Jakobsdóttir. Guðriður á þijú barnabörn. 5) Jón Baldvin, kv. Bryndísi Schram. Þeirra börn eru Aldís, Snæfriður, Glúmur og Kolfinna. Barnabörnin eru fimm. Sólveig var manni sinum stoð og stytta við umfangsmikil þjóðmálastörf hans. Sjálf tók hún virkan þátt í ýmsum félags- málastörfum, starfaði m.a. með kvenfélaginu Ósk á Isafirði og sat þing Kvenréttindafélags Is- lands á þess vegum; um nokk- urra ára skeið var hún formað- ur Kvenfélags Alþýðuflokksins á ísafirði. Hún var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Norð- ur-ísafjarðarsýslu 1956. Ann- ars var líf hennar helgað upp- eldi og umhyggju fyrir börnum sínum og afkomendum. Utför Sólveigar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. móðir, sem aldrei krafðist neins og aldrei barst raunir þínar á torg. Samt fór lífið ekki um þig mjúkum höndum. I lífi mínu hafa verið Ijórar kon- ur, allar mér nátengdar og allar veitt mér handleiðslu á vegferð langri - amma, mamma, Malla systir og Sólveig tengdamóðir mín. Hver á sinn hátt. Og nú hefur Sól- veig líka kvatt. Eftir á að hyggja var kannski engin þessara kvenna jafnheilsteypt og tengdamóðir mín, Sólveig. Hún hafði mjög ákveðna lífsskoðun, sem hún aldrei kvikaði frá, hvernig svo sem vindar blésu í þjóðfélaginu og tímarnir breytt- ust. Hún þreyttist aldrei á að reyna að sannfæra okkur ungu konurnar um gildi móðurhlutverksins, um fórn hverrar konur við barnsburð og uppeldisstörf. Hún hafði sjálf lagt á hilluna þau störf, sem hugur hennar stóð til, þegar hún fór að eignast börn. Hún helgaði sig upp- eldi þeirra, gaf börnunum allt það bezta, sem hún átti og kom þeim öllum til nokkurs þroska. Ég viðurkenni núna, Sólveig, að þegar ég var ung og metnaðarfull, þá hlustaði ég með öðru eyranu, og fannst annað skipta meira máli en sitja heima með börnum mínum. En eftir því sem ég eldist, verð ég æ sannfærðari um, að allt sem þú sagðir, var satt og rétt. Lífið verður að halda áfram, og við verðum að tengja kynslóð við kynslóð, annars fer allt úr böndum. Börnin okkar eru tengiliðurinn, ekkert skiptir meira máli. Að skýra og móta sálar sinnar gull að siðstu reynist það, sem mestu varðar. Þessar fallegu hendingar eftir Guðmund skólaskáld voru kjörorð tengdamóður minnar. Hún var af þessari svokölluðu aldamótakyn- slóð. Sú kynslóðin var ekki að velta sér upp úr hamingju eða óham- ingju. Þau orð voru ekki til í henn- ar huga. Lífið snerist um það að lifa af, eiga í sig og á, gera kröfur til sjálfs sín og varðveita virðingu sína. Hamingja þessarar kynslóðar fólst ekki í veraldlegum gæðum heldur í ríkidæmi andans. Og þann- ig var Sólveig, tengdamóðir mín. Hún kunni að greina hismið frá kjarnanum - „að skýra og móta sálar sinnar gull“. Hvað annað skiptir máli? Þakka þér handleiðsluna. Bryndís Schram. Tengdamóður mína, Sólveigu Olafsdóttur, hitti ég fyrst sumarið 1955 og óraði ekki fyrir því þá hversu kær og dýrmæt vinátta þess- arar smávöxnu konu átti eftir að verða mér síðar. Hún var ekki ein- ungis móðir sinna eigin barna, sem hún unni framar öllu, heldur breiddi hún vængina yfir okkur tengda- börnin sín, af sömu óþrjótandi hlýju og nærfærnu glettni sem einkenndi hana allt hennar líf. Það var því vel við hæfi að barnabörnin hennar nefndu hana ævinlega ömmu Sól, það stafaði frá henni birtu og yl. Sjálf átti hún góða bernsku og æsku í miðjum samhentum syst- kinahópi á bjargálna heimili þar sem sjálfsagt þótti að miðla öðrum sem minna höfðu á erfiðum tímum. Þessi hugsunarháttur, að deila lífs- ins gæðum réttlátlega til sem flestra rann henni í merg og bein. Auðsöfnun fylgdi ágirnd og harka sem hún taldi mannskemmandi, þeim farnist bezt sem fái sinn deild- an verð og uni glaðir við sitt. Í takt við þessa bjargföstu trú sína kvaddi hún okkur Arnór, þegar hann flutti alfarinn úr foreldrahús- um, með þessum orðum um leið og hún rétti mér fagran kristalsgrip til heimilisheilla: „Og svo vona ég að þið verðið aldrei rík.“ Sjálfa hafði hana dreymt um að fara í Kennaraskólann og skrifa bækur þegar hún kæmist á eftir- laun. Hvorugt varð, lífið ætlaði henni annað gríðarstórt hlutverk, sem flestum er kunnugt, og hún skilaði með mikilli reisn. í ellinni tók sjóndepra frá henni möguleik- ann til þess að skrifa, einnig það lét hún ekki buga sig, gekk tein- rétt og léttstíg um heimili sitt, fagn- aði gestum og fylgdi þeim til dyra unz hún var öll. Þegar ég kveð hana nú hinzta sinni er mér það huggun hvað margt af hennar beztu eiginleikum hefir skilað sér til barna hennar og afkomenda þeirra. Bláeygðir hrokk- inkollar býsna margir og hæfileik- inn til að skrifa góða og vandaða texta, að ógleymdum óborganleg- um sögumönnum. Allt auðgar þetta líf okkar allra sem þekktum hana og þótti vænt um hana, mildar söknuðinn. Mér og mínum var hún ætíð óumræðilega góð. Nína. Amma bað mig eitt sinn að minn- ast sín nú ekki fyrir að hafa búið til góðan mat og kökur. Þrátt fyrir að amma hafi verið meistarakokkur ætla ég mér að standa við það lof- orð. Það var nefnilega ekki matur- inn sem stendur upp úr í minning- unni heldur öll sú hlýja og ást sem amma gaf og átti nóg til að gefa okkur öllum. Amma var minn besti vinur sem var alltaf reiðubúin að hlusta og hjálpa. Ég minnist þess sem barn að hafa litið svo á að amma væri óskeikul og fullkomin kona, svo mikið dáði ég hana. Það var mér því kappsmál að gera vel, en amma var hreinskilin og hældi aðeins fyr- ir það sem vel var gert. Eitt sinn þóttist ég hafa unnið gott verk við að ptjóna vettling, en amma sagði mér það hreint út, eins og satt var, að þetta furðuverk myndi varla hæfa fimm fingra hendi. Mér lærð- ist það með árunum að amma gat svo sem gert mistök eins og aðrir, en það breytti því ekki að hún var vitur kona og sérlega mannglögg. í gegnum árin hef ég eytt miklum tíma með ömmu, bæði í Selárdal og í Reykjavík. Hún reyndist mér á tím- um sem móðir en á sama tíma sem minn besti trúnaðarvinur. Þrátt fyrir mikinn aldursmun var hægt að treysta því að hún gæti gefið góð ráð. Það geislaði af ömmu lífsgleði og hlýja sem varð til þess að þ_að var unun að vera með henni. Ég var ein af mörgum sem fengu að fylgja henni heim að Strandseljum fyrir tæpum sex árum og þar varð hún eins og barn í annað sinn þar sem hún renndi sér niður brekkur og faðmaði að sér gamla steina. Ég er ömmu ævarandi þakklát fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún gaf mér skilyrðislaust og á ómetanlegar minningar henni tengdar. Ég bið henni friðar. Hulda Þóra Sveinsdóttir. Hár aldur og elii þurfa ekki allt- af að fara saman. Hún amma mín sýndi það og sannaði fram á sinn síðasta dag. Hún var svo hress og lífsglöð og undi sér best innan um ungt fólk, enda sagði hún svo oft í gríni að hún væri ekki nema 25 ára gömul. Amma naut sín vel innan um annað fólk og þótti ekkert skemmti- legra en þegar hún hafði sem flesta í fjölskyldunni hjá sér. Oftar en ekki var hún hrókur alls fagnaðar. Eftir að afi dó fórum við amma oft út að borða, stundum jafnvel í hverri viku. Eitt kvöldið eftir kvöld- verðinn tókst mér að fá ömmu til að kíkja með mér á bar við Klappar- stíginn. Þótt við hefðum ekki staðið þar lengi við kom mér virkilega á óvart að amma skyldi þekkja þar fleira fólk en ég og skemmti hún sér manna best. Amma átti sínar rólegu hliðar en hún gat líka verið ákveðin og átti auðvelt með að taka ákvarðan- ir eins og sást best þegar hún stýrði oft mannmörgu búi í Selárdal. Og ekki taldi hún það eftir sér að fara vestur til að hjálpa til, þrátt fyrir að vera komin á efri ár. Með rósemi sinni og mikilli visku miðlaði hún mörgu til niðja sinna. Það var auðvelt að tala við hana um allt milli himins og jarðar. Aldr- ei varð maður var við neitt sem kallast gæti kynslóðabil. Hún sýndi þeim vandamálum sem upp voru borin við hana fullan skilning. Hún var eins og einn af jafnöldrunum. Hún var mikill mannþekkjari en var ekki margorð um þá visku. Það var líka ómetanlegt að finna það að heimili hennar stæði manni alltaf opið. Hún hafði mikið samband við afkomendur sína. En það sem fór á milli okkar gat maður treyst að færi ekki lengra. Um eitt gátum við þó alltaf þráttað, hvort væri þijóskara og helst um það hvort okkar væri tregara að fara til lækn- is. Amma var líka með eindæmum barngóð og börn löðuðust strax að henni, það geislaði svo mikil hlýja fráhenni. Ég ólst upp hjá ömmu minni hluta af ævi minni og bjó hjá henni núna í seinni tíð. Alla mína ævi hef ég haft næstum því daglegt sam- band við hana, nema þann tíma sem ég dvaldi erlendis við nám. Amma hefur alla mína tíð reynst mér gríð- arlega vel. Hún var einn af mínum allra bestu vinum og henni gleymi ég aldrei. Sigurður H. Magnússon. Sólveig Ólafsdóttir frá Strand- seljum við ísafjarðardjúp var með stærstu konum þessarar aldar á íslandi, þótt jarðlíkaminn næði fæstum afkomendunum í öxl. Hún var af þeirri kynslóð sem fæddist beint í skaut Móður Náttúru, ólíkt langömmubörnunum hennar sem nú eru borin í rafskaut tækni- væddra fæðingarverksmiðja. Milli hennar og afkomendakynslóða hennar hefði því mátt búast við bili sem bágt væri að brúa. En það var öðru nær. Hvað sem á gekk í lífi ömmu, í París og á Patreksfirði, í Róm og Reykjavík, haggaðist aldrei það sem æ markaði ræðu hennar og heil- ræði til okkar. Amma Sól var móð- ir okkar allra. Heimskona sem til loka stóð með báða fætur í hinu græna grasi við hið bláa haf. Að tala við hana var að fá miðlað til sín reynslu kynslóðanna. Slík vizka SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR sem amma Sól bjó yfir og sá háttur sem hún hafði á að skila henni til okkar varð að ómetanlegu lífsnesti sem finna má í fórum okkar allra sem af henni eru sprottin. Litla stúlkan í litla kotinu við hafið harða reis undir hverri raun, og þær urðu margar, og margar þeirra stórar. Hennar stærstu örlög voru að standa við hlið eins mesta baráttu- manns í íslenzkum stjórnmálum á þessari öld, manns sem tók á sig sjóina og braut þá. Slíkan mann sem afi okkar var, heldur engin meðal- manneskja út að eiga að lífsföru- nauti. Eins og heimurinn var hér á landi fyrir miðja öldina, ekki sízt fyrir vestan, þurfti ýtrasta þor til að stofna og stækka fjölskyldu með þeim sumpart hataða, sumpart dáða Hannibal. Þetta þor og þennan kraft hafði amma. Hún efldist við hvert nýtt hlut- verk, hvert nýtt verkefni, hvert nýtt áfall. Þegar við ömmubörnin fórum að kynnast henni hafði orðið til sú einstaka blanda baráttukonu og mildrar móður sem við geymum í minningunni. Enginn hafði jafn mikið lag á því að sýna okkur hvað það væri, sem mestu máli skipti í lífinu. Það voru svo sannarlega ekki efnisleg gæði. Hún fylgdist með stjórnmálunum fram á síðasta dag enda jafnaðarmaður fram í fingur- góma. Óbeint var pólitíkin hlut- skipti hennar stærsta hluta lífsins og ef ekki hefði verið fyrir sína stóru fjölskyldu og ofurást á móður- hlutverkinu, hefði hún sjálfsagtorð- ið góður stjórnmálamaður, rekin áfram af tærri réttlætiskennd. Slíka konu sem hún var munum við aldr- ei fyrirhitta aftur fyrr en við svífum sjálf yfir móðuna mikiu. Það varð henni þungbært að missa manninn sinn. Hann fékk þó að fara óbrotinn, óbeygður og tein- réttur eins og allt hans líf hafði verið. En amma varð ekki aðeins að taka á sig mannsmissinn heldur líka heilsubrest, eingöngu líkamleg- an þó. Krafturinn, hugurinn, minnið - Sólveig Ólafsdóttir öll hélt sínu, en þurfti að taka tillit til þverrandi líkamsburða, og því kunni hún illa. Það var því í sátt sem hún skildi við okkur, sem hörmum fráfall okk- ar stóru móður. Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. Þegar við heimsóttum Sólveigu ömmu á afmælisdaginn hennar í vetur lék hún á als oddi. Hún þakk- aði hamingjuóskir okkar með að hafa hafið 94. aldursárið en sagðist ekkert skilja í guði að leggja þetta á ríkisstjórnina, að framlengja jarð- vist hennar í enn eitt skiptið með þeim útgjöldum sem fylgja fram- færslu aldraðra. Við hlógum með, enda auðvelt að trúa því að guð myndi leyfa okkur að njóta samvista við þessa ernu konu fram á nýja öld. Hún var kvik í hreyfingum, fylgdist grannt með fjölskyldunni og pólitík- inni og hugurinn var hnífskarpur allt undir það síðasta. Hún hafði unun af því að ræða um lífið og tilveruna, ekki síst við ungt fólk og hún hafði til að bera innsæi og snerpu í þeim samræðum, sem fengu mann til þess að steingleyma því að þar færi kona á tíræðisaldri. Það var ekkert kynslóðabil á milli okkar og ömmu, en hún sagð- ist stundum hafa lifað í tveimur heimum, slíkar voru breytingarnar á íslensku þjóðfélagi sem hún upp- lifði. Það lifnaði yfir ömmu þegar hún talaði um uppvöxt sinn á Strandseljum við Djúp, „fallegasta stað í heimi“, en af lýsingum henn- ar duldist manni ekki að lífsbarátt- an þar var hörð og erfitt hlutskipti þeirra sem urðu undir. Stuttu áður en amma dó sagði hún að sér væri í barnsminni fátæk kona sem var tíðum gestkomandi á bænum. Þetta var ákaflega fríð kona um þrítugt, en þegar hún brosti sást að hún var alveg tannlaus. Barninu sveið þessi sýnilega og sára fátækt og óskaði sér að hún gæti hjálpað þess- ari konu þegar hún yrði fullorðin. Þetta var jafnaðarstefna ömmu, að okkur bæri skylda til að hjálpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.