Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 61 MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 21. maí FIMMTUDAGUR 22. maí LAUGARDAGUR 24. maí SUNNUDAGUR 25. maí Kl. 6.00 á RÚV ísland - Saudi Arabía Kl. 14.00 áSKY Brentford - Crewe Kl. 14.30 á Stöð 2 ítalski boltinn Kl. ? á DSF Herta Beriín - Stuttgarter Kickers MANUDAGUR 26. maí Kl. 14.00 áSKY Crystal Palace - Sheffield United Kl. 17.30 áDSF Kaiserslautern - Mannheim Kl. 18.30 á RAIUNO Inter - Schalke Kl. 18.30 á SAT.1 Inter - Schalke Kl. 6.00 á RÚV ísland - Júgósiavía Kl. 10.00 á RÚV ísland - Litháen Kl. 14.00 áSKY Northamton - Swansea Kl. 17.00 á SKY England - S-Afríka Kl. 18.30 á SUPER Barcelona - Dep. la Coruna C annes-verðlaunin ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiarostami og japanski Ieikstjór- ihn Shohei Imamura deildu Gull- pálmanum á fimmtugustu Can- nes-kvikmyndahátíðinni. Myndir Kiarostami og Imamura, „The Taste of the Cherry“ og „Unagi“, eiga það sameiginlegt að vera dramatískar kvikmyndir um mannlegt eðli í nútímasamfélagi. „The Taste of the Cherry“ fjall- ar um mann sem er að hugleiða sjálfsmorð. Verðlaunin tryggja það að myndin verður sýnd um allan heim en stjórnvöld í Iran eru mótfallin henni og ætluðu í fyrstu ekki að leyfa að hún væri sýnd á Cannes. Mynd Imamura fjallar um end- Urhæfingu morðingja. Imamura er einn af virtustu kvikmynda- leikstjórum Japans, en hann vann Gullpálmann árið 1983 fyrir „The Ballad of Narayama". Egypski leikstjórinn Youssef Chahine fékk sérstök verðlaun, sem voru veit í tilefni afmælis hátíðarinnar, fyrir „A1 massir". Kanadíski leikstjórinn Atom Egoyan fékk Grand Prix-verð- launin fyrir „The Sweet Hereaft- er“, sem fjallar um hvernig fólk í smábæ bregst við alvarlegu slysi sem veldur dauða margra barna. Mynd Egoyans hlaut einnig FI- PRESCI-verðlaunin, sem alþjóð- legir gagnrýnendur veita. Manu- el Poirier hlaut Jury-verðlaunin fyrir vegamynd sína, „Western“, og Naomi Kawase fékk Camera d’Or fyrir „Suzake”, en þau eru veitt fyrir bestu frumraunina. Sean Penn fékk verðlaun sem besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt sem óábyrgur faðir í mynd Nicks Cassavetes, „She’s So Lo- vely“. Breska leikkonan Kathy Burke hlaut verðlaun sem besti kvenleikarinn fyrir hlutverk sitt sem eiginkona sem býr við of- beldi í mynd Gary Oldmans „Nil By Mouth“. Wong Kar-Wai fékk verðlaun sem besti kvikmyndaleikstjórinn fyrir mynd sína „Happy Toget- her“ um ástarsamband homma. James Schamus hreppti verð- launin fyrir besta handrit fyrir „The Ice Storm” sem Ang Lee leikstýrir, en myndin er byggð á skáldsögu Ricks Moody. Thierry Arbogast fékk tækniverðlaunin fyrir kvikmyndatöku á bæði „She’s So Lovely" og „The Fifth Element". Gullpálminn fyrir bestu stutt- myndina féll í skaut Tessu Sheridan fyrir myndina „Is It the Design on the Wrapper?", en Lie- ven Debrauwer og Emmanuelle Bercot deildu Jury-verðlaunun- um fyrir stuttmynd. Mynd De- brauwer heitir „Leonie" en mynd Bercot „Les Vacances". VERÐLAUNAHAFINN Abbas Kiarostami sést hér ásamt Koji Yakusho sem leikur í „Unagi“ og tók á móti Gullpálmanum fyrir hönd Imamura. Ný Rambó-mynd KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Dimension Films, sem er angi af Miramax, keypti réttinn til að gera framhaldsmyndir um stríðshetjuna Rambó á uppboði á eignum Ca- rolco-kvikmyndafyrirtækisins. Auk þess keypti Dimension Films réttinn til þess að gera framhaldsmyndir eftir „Totai Recall“, en eftir er að bjóða upp framhaldsmyndaréttinn fyrir „The Terminator”. Franska sjónvarpsstöðin Canal Plus keypti allt myndasafn Carolco, þar á með- al Rambó-myndimar þijár. Dimension Films hefur í hyggju að gera fjórðu ævintýramyndina um Rambó, en líklega mun Syl- vester Stallone ekki snúa aftur í þeirri mynd. Bob Weinstein, að- stoðarframkvæmdarstjóri Miram- ax, sagði þó í viðtali við The Holly- wood Reporter að hann væri tilbú- inn að borga Stallone vel fyrir að leika hlutverkið aftur ef hann hefði áhuga, en fyrirtækið hefur í hyggju að eyða allt að 50 milljónum Bandaríkjadala í fjórðu myndina. Einnig hefur fyrirtækið í hyggju að gera sjónvarpsþætti um Rambó. KAPPLEIKIR í SJÓNVARPI SHOHEI Imamura hélt blaða- mannafund í Tókýó þegar hann frétti að hann hefði hlot- ið Gullpálmann, en hann hafði farið snemma frá Cannes þar sem hann taldi sig ekki eiga möguleika á að vinna. KANNSKI leikur Sylvester Stallone Rambó á ný, en til stendur að gera fjórðu kvik- myndina um stríðsheljuna. > Andraé Crouch á Hótel íslandi 27. maí kl. 20.00 Auk hans koma fram: Páll Rósinkrans, íris Guðmundsdóttir og Lofgjörðahópur Fíladelfíu Miðaverð 1.500,- kr. Sala og dreifing miða verslunin Jata Hátúni 2 sími 552 5155 mmmsammmmntm • V K B R I : mmmmmfstmm- VISA korthafar ....og heyrðu! í Hölllnii í boKWisnl Tuttugu ocj fimm ungir VISA korthafar sau Fuaee.s í Höllinni í gœr í boði VlSA Islands. Með slembiúrtaki voru þessir korthafar valdir úr ynasta hópi korthafa sem nota VISA Farkort eða Vildarkort Visa og Flugleiða. sem þarf ! M m M K m m m m i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.