Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Frelsari eða einræðisherra?
Laurent Kabila boðaði áður marxisma
undir áhrifum Maós en nú kveðst
hann samnefnari allra lýðræðissinna
Reuter
ÍBÚAR Kinshasa hlaupa eftir götum Kinshasa, höfuðborgar Lýð-
veldisins Kongó, áður Zaire, á mánudag til að fagna því að Mob-
utu Sese Seko forseti er fallinn og flúinn og Laurent Kabila
hefur tekið við valdataumunum.
Laurent Kabila
LAURENT Kabila,
leiðtogi uppreisnar-
manna í „Lýðveldinu
Kongó“, eins og hann
hefur lýst yfir að Zaire
skuli framvegis vera
kallað, er spurningar-
merki í augum margra.
Hann hefur látið að sér
kveða alit frá því að
landið fékk sjálfstæði
frá Belgum og löngum
kennt sig við marx-
isma. Hvað nú tekur
við er óljóst, en hann
er hins vegar lítt fús
til að ræða fortíð sína
á vinstri vængnum
þegar hann barðist með Patrice
Lumumba og Ernesto Che Guevara.
Skæruliðar Kabila lögðu landið
undir sig á sjö mánuðum. Um miðj-
an mars, viku eftir að þeir náðu
borginni Kisangani á sitt vald, flutti
Kabiia þar ræðu á íþróttaleikvangi
að viðstöddum fimm þúsund manns,
sem fengu að heyra það, sem þeir
vildu. Kabila hét þeim i tveggja
klukkustunda langri ræðu lýðræði
og fyrirskipaði um leið að lækka
ætti verð á efni í föt, rafmagni,
brauði og bjór um helming.
Vil að þið verðið frjáls
„Ég vil að þið verðið algerlega
fijáls," sagði Kabila. „Ég vil ekki
að þið verðið þrælar nokkurs
manns.“
Orðum hans var fagnað með
hrópum og söng.
Kabila hefur reynst eiga auðvelt
með að höfða til fólksins, virkja
reiði þess í garð Mobutus Seses
Sekos, hins gerspillta einræðisherra
landsins, og nýta óánægjuna vegna
efnahagslífs í molum.
Hann á hins vegar ekki jafn auð-
velt með að tjá sig um fortíð sína
og framtíðaráætlanir. Þegar hann
er spurður um sjálfan sig eða fjöl-
skylduna hlær hann og skiptir um
umræðuefni. Meðan á átökunum
stóð sagði hann að einu gilti um sig
í þessu máli, en nú er hann orðinn
leiðtogi þriðja stærsta
ríkis Afríku.
Brenndi fólk á báli?
íbúar Lýðveldisins
Kongó hafa fagnað
honum sem frelsara,
en Bembe-þjóðflokkur-
inn í austurhluta lands-
ins ber honum ekki vel
söguna. Kabila stjórn-
aði þjóðflokknum frá
1964 fram á fyrri hluta
síðasta áratugar og var
í raun fyrir utan valda-
svæði Mobutus. Rithöf-
undur einn í landinu
sagði að Kabila hefði
verið „dæmigerður afrískur stríðs-
herra“. „Hann er ekki frelsari,"
sagði menntamaður af Bembe-þjóð-
flokknum, sem ekki vildi láta nafns
getið. „Hann er einræðisherra."
í bænum Kigoma, skammt frá
þessu gamla valdasvæði Kabilas,
búa Bembar, sem greina frá því að
Kabila hafí lifað af vinnu þeirra og
notað gullnámur svæðisins. Hann
hefði gripið til örþrifaráða til að
halda völdum, þar á meðal látið
brenna óvini og keppinauta á bál-
köstum. Þótt vitnisburði þessa fólks
hafí borið saman var hins vegar
ekki hægt að staðfesta hann. Einn-
ig hefur verið greint frá því að
Bembe-fólkið hafi ekki snúið baki
við Kabila og margir báru virðingu
fyrir honum.
Við hlið Che Guevara
Kabila er 58 ára gamall og hann
hefur verið uppreisnarleiðtogi nán-
ast frá_ því að landið fékk sjálf-
stæði. Á áttunda áratugnum rændu
fylgismenn hans bandarískum
námsmönnum til að fjármagna bar-
áttuna. Hann barðist einnig við hlið
Che Guevara, sem frægari varð fyr-
ir baráttu sína í Suður-Ameríku, og
stofnaði sósíalískt smáríki í austur-
hluta landsins.
Hann kveðst nú skilinn að skiptum
við marxisma og aðhyllast fjölflokka
lýðræði. Hins vegar hefur hann
bannað pólitíska starfsemi á þeim
svæðum, sem skæruliðar hans hafa
lagt undir sig, meðan á stríðinu
stendur og kveðið skýrt á um það
að hann muni ekki deila völdum með
stjórnmálaflokkum landsins meðan
reynt verður að koma reglu á í land-
inu.
Kabila bregst reiður við þegar
hann er spurður um það hvernig
hann hafi horfið frá marxískri hug-
myndafræði.
„Ætti ég að svara þeim áróðri,
sem hefur gert þjóð mína að þrælum
í þessu landi? Ér það ástæðan fyrir
fátækt í þessu landi? Að herra Kab-
ila hafi verið öfgasinnaður marxisti?
Er það þess vegna, sem þjóð hans
þjáist af fátækt? Er það ástæðan
fyrir gjaldþroti þjóðarinnar? Ég held
ekki,“ svarar Kabila.
Til þessa hefur Kabila aðallega
lagt áherslu á það hveiju hann sé
andvígur. Þar ber helst að nefna
Mobutu og það stjórnarfar einræðis,
sem hann hefur notað til að halda
völdum. Gagnrýni Kabila á frænd-
semi og fyrirgreiðslu í stjórn Mobut-
us hefur hins vegar glatað sannfær-
ingarkrafti við það að Kabila gerði
25 ára gamlan son sinn að yfir-
manni hernaðaraðgerða í norður-
hluta landsins og skipaði frænda
sinn_ utanríkisráðherra.
„Ég held að hann sé okkur öllum
nokkur ráðgáta," var haft eftir
stjórnarerindreka. „Svokallaðir
stuðningsmenn hans vita ekki einu
sinni hvað hann mun gera þegar
fram í sækir.“
í ræðum og viðtölum kallar Kab-
ila flokk Mubutus iðulega samtök
„póiitískra málaliða", sem hafi selt
hagsmuni þjóðarinnar erlendum
kapitalistum.
„Dugar að láta ykkur hafa
nafn Mobutus“
„Þessu landi stjórnuðu ekki inn-
fæddir, sem áttu það skilið," sagði
Kabila í ræðunni í Kisangani. „Því
stjórnuðu pólitískir málaliðar. Þeir
vildu að erlend ríki kæmu og tækju
auðlindir okkar . .. Ég ætla ekki að
nefna fólk, sem hvíta fóikið notaði
til að stela auði ykkar, það dugar
að láta ykkur hafa nafn Mobutus.“
Kabila hamrar á því að Mobutu
hefði aldrei tekist að haida völdum
í 30 ár án málaliða og hernaðarað-
stoðar frá Bandaríkjamönnum og
öðrum vestrænum lýðræðisríkjum,
sömu ríkjum og Kabila leitar nú til
sem lýðræðissinni. Hann hefur einn-
ig vanþóknun á stjórnmálamönnum
úr stjórnarandstöðunni, sem hafa
starfað með Mobutu eða veitt hon-
um mótspyrnu með friðsamlegum
hætti.
Kabila fæddist fyrir 56 árum í
Sabha-héraði í suðurhluta landsins
og tilheyrir Luba-ættbálknum.
Hann lagði stund á stjórmálaheim-
speki í háskóla í Frakklandi, aðhyllt-
ist Marx, sneri aftur til landsins um
það leyti, sem landið fékk sjálfstæði
frá Belgum og fór út í stjórnmál.
Kabila studdi Patrice Lumumba,
fyrsta forsætisráðherra landsins.
Lumumba var marxisti og aðhylltist
maóisma. Þegar Mobutu myrti Lum-
umba árið 1961 með stuðningi
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA,
flúðu stuðningsmenn Lumumbas
inn í frumskóginn og hófu að leggja
á ráðin um uppreisn með stuðningi
Rússa og Kínveija. Árið 1964 gerðu
Lumumbistar þtjár uppreisnartil-
raunir og um nokkurra mánaða
skeið stofnuðu þeir sitt eigið ríki
og gerðu Kisangani að höfuðborg
sinni.
Kabila og annar vinstri leiðtogi,
Gaston Soumialot, stjórnuðu upp-
reisninni í Ruzizi í grennd við Uv-
ira. Mobutu var þá stjórnandi hers-
ins og honum tókst að bijóta upp-
reisnina á bak aftur með aðstoð
hvítra málaliða, belgískra fallhlífar-
hermanna og bandarískra herflug-
véla. 30 árum síðar lét Kabila til
skarar skríða á ný á þessum sömu
slóðum, en þá með betri árangri.
Kabila hélt áfram að beijast í
grennd við Uvira til ársins 1965.
Það var á þeim tíma sem argent-
ínski byltingarleiðtoginn Che Gue-
vara kom til að hjálpa honum. Gue-
vara missti hins vegar fljótt álit á
Kabila og sakaði hann um að veija
of litlum tíma með liðsmönnum sín-
um. Argentínumaðurinn staldraði
aðeins við í nokkra mánuði.
Tveimur árum síðar tókst Mobutu
að hrekja Kabila og liðsmenn hans
úr landi og til Tansaníu. Þaðan
gerðu þeir á næstu tíu árum árásir
inn í austurhluta landsins. Meðan
Kabila var í útlegð fór hann víða
um Afríku og mynduðust þá sterk
bönd milli hans og Yoweris Muse-
venis, sem hrifsaði völd í Uganda
árið 1985, og Pauls Kagames, sem
stýrði uppreisnarher tútsa og tók
völd í Rúanda árið 1994.
Kabila hvarf af sjónarsviðinu árið
1988 og héldu þá margir að hann
væri ailur. Hann bjó hins vegar í
Dar es Salaam í Tanzaníu og seldi
gull. Að sögn nágranna barst hann
mikið á. í október birtist hann á ný
og með stuðningi bæði Musevenis
og Kagames, sem báðir höfðu átt í
vandræðum með skæruliðahópa, er
höfðu haft bækistöðvar í Zaire. Og
nú boðar marxistinn fyrrverandi iýð-
ræði og segir að allir lýðræðissinnar
geti sameinast í samtökum sínum.
MAMAIEL
ELECANCE
lymptsa
STÆRÐIR: 75-95
B - C - D - DD
SENDUM(
PÓSTKRÖFU.
Laugavegi 26, sími 551 3300 — Kringlunni, sími 553 3600
Atvinnuleysi mun aukast
vegna myntbandalagsins
Mtinchen. Reuter.
ATVINNULEYSI í Evrópu mun
aukast þegar stjórnir aðildarríkja
Evrópusambandsins (ESB) fara að
draga úr ríkisútgjöldum til að
mæta aðildarkröfum Efnahags- og
myntbandalags Evrópu, EMU, að
því er segir í spá þýsku Ifo-stofn-
unarinnar, sem stundar rannsóknir
á sviði efnahagsmála. Þar segir
að þegar til lengri tíma sé litið,
muni störfum hins vegar fjölga í
Evrópu.
í spá stofnunarinnar segir að til
þess að hún nái fram að ganga,
verði að koma til umbætur í efna-
hagsmálum og launastefnu ýmissa
ríkja, ekki síst Þýskalands. í spánni
er vitnað í breska spá þar sem
talið er að um 24.000 störf muni
tapast í Þýskalandi og um hálf
milljón starfa í aðildarlöndum ESB
fyrir árið 2000.
Ifo spáir því að í nokkum tíma
eftir gildistöku hins sameiginlega
gjaldmiðils, evrósins, muni at-
vinnuleysi aukast. Þegar evróið
hafi öðlast fastan sess, muni draga
úr sveiflum í gjaldeyrisvíðskiptum,
sem muni auka afköst og hagvöxt.
Miklu máli skipti að verðlag
haldist stöðugt. Náist það, muni
framleiðni aukast og störfum
fjölga á nýjan leik. Þá muni evróið
án efa verða til þess að samningar
um kaup og kjör breytist, þar sem
launþegar í fjölmörgum löndum
þiggi laun í sama gjaldmiðli.
Verkalýðsfélög verði beinir þátt-
takendur í samkeppni á milli ein-
stakra landa og svæða.
Skiptar skoðanir um
EMU á finnska þinginu
Helsinki. Morgunblaðið.
SKIPTAR skoðanir eru innan
finnsku stjórnarflokkanna um
ágæti þess að Finnar verði meðal
fyrstu þjóða til að taka upp sam-
eiginlegan gjaldmiðil Myntbanda-
lags Evrópu (EMU). Paavo Lipp-
onen, forsætisráðherra og leið-
togi jafnaðarmanna, varð fyrir
harðri gagnrýni af hálfu Erkki
Tuomioja, formanns þingflokks
jafnaðarmanna, þegar þingið
ræddi skýrslu ríkisstjórnarinnar
um EMU á þriðjudaginn.
Ríkisstjórnin stefnir að því að
uppfylla öll skilyrði EMU og
verða í hópi fyrstu aðildarþjóð-
anna. Tuomioja, sem þykir afar
fróður um málefni Evrópusam-
bandsins, sagðist sannfærður um
að myntbandalag hefði í för með
sér samræmingu í skattamálum
og félagslegum málum þeirra
ríkja sem þátt taka í bandalaginu.
Tuomioja fullyrðir að ESB verði
sambandsríki en ekki ríkjasam-
band verði tekinn upp sameigin-
legur gjaldmiðill.
Krefst Tuomioja þess að lagt
verði fram lagafrumvarp um
EMU-þátttöku en ríkisstjórnin
segir að þjóðin hafi þegar sam-
þykkt EMU með þvi að greiða
atkvæði með ESB í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Andstæðingar
EMU segja hins vegar að fáir eða
jafnvel enginn hafi gert sér grein
fyrir aðildinni að myntsamstarf-
inu þegar kosið var um inngöngu
Finna í ESB.