Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Afkoma Síldarvinnslunnar hf.
fyrstu fjóra mánuði ársins
Heildarhagnaður
302 milljónir
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi Síldarvinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað fyrstu fjóra mánuði ársins
nam 183 milljónum króna, en að
teknu tilliti til annarra tekna nam
heildarhagnaður félagsins á tíma-
bilinu 302 milljónum króna.
Samkvæmt upplýsingum Finn-
boga Jónssonar, framkvæmdastjóra
Síldarvinnslunnar, námu rekstrar-
tekjur félagsins 1.448 milljónum
króna, sem er tæp 6% aukning frá
sama tímabili árið áður. Að með-
töldum innlögðum eigin afla nam
heildarveltan alls um 1,7 milljörðum
króna fyrstu fjóra mánuði ársins.
Eigið fé félagsins 30. apríl síðastlið-
inn var 1.934 milljónir króna og
eiginfjárhlutfall 38%.
Afkoma af reglulegri starfsemi
Síldarvinnslunnar er svipuð og á
sama tímabili árið áður en vegna
söluhagnaðar af hlutabréfaviðskipt-
um og annarra tekna er heild-
arhagnaður rúmlega 100 milljónum
króna hærri. Nánari upplýsingar
um afkomu félagsins er að finna á
meðfylgjandi yfirliti.
Síldarvinnslan hf.
Úr milliuppgjöri 1997
Rekstrarreikningur 1. jan.-30. apr. 1997 1996 Breyt.
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.448,5 1.369,1 +5,8%
Rekstrarqjöld 1.147,7 1.078,0 +6,5%
Hagnaður fyrir afskriftir 300,8 291,1 +3,3%
Fjármagnsgjöld (13,0) (21,1)
Hagnaður af reglulegri starfsemi 183,1 198,6 -7,8%
Aðrar tekjur 121,7 0
Hagnaður ársins 302,2 196,9 +53,5%
Efnahagsreikningur 30/4 '97 31/12 '96 Breyt.
I Eignir: \
Veltufjármunir Milljónir króna 1.086,4 919,8 +18,1%
Fastafjármunir 3.959,8 3.573,1 +10,8%
Eignir samtals 5.046,2 4.492,9 +12,3%
I Skuldir od eiQid té: \
Skammtímaskuldir 942,0 1.009,4 -6,7%
Langtímaskuldir 2.170,0 1.827,7 +18,7%
Eigið fé 1.934,2 1.655,9 +16,8%
Skuldir og eigið fé samtals 5.046,2 4.492,9 +12,3%
ESSO fékk
eldsneytis-
samning við
Flugleiðir
FLUGLEIÐIR hf. hafa að undan-
gengnu útboði meðal olíufélag-
anna gert samning við Olíufélag-
ið hf. um kaup á þotueldsneyti
fyrir millilandaflugvélar féíags-
ins á Keflavíkurflugvelli.
Samningurinn kveður á um
kaup Flugleiða á um 30% af elds-
neytistöku félagsins á Keflavík-
urflugvelli. Um er að ræða elds-
neyti fyrir öll Evrópuflug félags-
ins önnur en til Kaupmannahafn-
ar og Lúxemborgar. Heildar-
verðmæti samningsins er um 300
milljónir króna og er gildistíminn
eitt ár eða frá 1. júní 1997 til 31.
maí 1998.
Breskt-íslenskt versl-
unarráð sett á stofn
VERSLUNARRÁÐ íslands ásamt
sendiráði íslands í London og sendi-
ráði Breta í Reykjavík hafa á síð-
ustu mánuðum undirbúið stofnun
Bresk-íslensks verslunarráðs.
Rúmlega 30 íslensk fyrirtæki nú
þegar lýst yfir áhuga sínum á að
taka þátt í stofnun þess auk um
10 breskra fyrirtækja í eigu Islend-
inga. Formleg skráning stofnfélaga
hefst á næstu dögum í báðum lönd-
unum, að því er segir í fréttatil-
kynningu.
Verslunarráð íslands hefur stað-
ið að stofnun gagnkvæmra versl-
unarráða um viðskiptatengsl við
Bandaríkin, Frakkland og Þýska-
land. Slík verslunarráð eru rekin
Rúmlega 30 íslensk
fyrirtæki hafa lýst yfir
áhuga á þátttöku, auk
10 breskra fyrirtækja
í eigu íslendinga
sem sjálfstæð félög og eru áherslur
í starfi þeirra mismunandi, en aðild
að þeim er ekki þundin við aðild
að Verslunarráði Islands.
Bretland er stærsta viðskipta-
land íslendinga, en viðskiptatengsl
ríkjanna eiga sér áratuga hefð.
Þangað fer um 19% af verðmæti
útflutnings en um 10% innflutnings
kemur þaðan. Auk þess eiga ís-
lensk fyrirtæki margvísleg viðskipti
við bresk fjármála- og tryggingafé-
lög.
Stofnfundur ráðsins
haldinn á niorgun
Undirbúningur vegna stcfnunar
Bresks-íslensk verslunarráðs fer
fram á morgun fimmtudaginn 22.
maí kl. 17.00 í húsakynnum Versl-
unarráðs íslands.
Fundurinn fer fram í viðuivist
H.E. James R. McCulloch, sendi-
herra Bretlands á íslandi, og er
opinn fulltrúum allra þeirra fyrir-
tækja sem áhuga hafa á stofnun
slíkrs ráðs.
FRÁ undirritun samnings Flugleiða og Olíufélagsins, standandi f.v.
eru Kári Kárason, forstöðumaður innkaupa- og eldsneytisdeildar
Flugleiða, Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Flugleiða, og Smári Þ. Sigurðsson, sölustjóri flugþjónustu Olíufélags-
ins. Við borðið silja Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Geir
Magnússon, forstjóri Olíufélagsins.
Hlutafjárútboð Sam-
vinnuferða að hefjast
SAMVINNUFERÐIR-Landsýn
hafa falið Fjárvangi að sjá um
hlutafjárútboð félagsins og skrán-
ingu hlutaþréfa félagsins á Verð-
bréfaþing íslands. Markmiðið með
hlutafjárútboðinu er að fjölga hlut-
höfum til þess að uppfylla skilyrði
um skráningu á Verðbréfaþingi,
styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins
og mæta aukinni markaðssókn
erlendis.
Samvinnuferðir-Landsýn verð-
ur þar með fyrsta íslenska ferða-
skrifstofan sem skráð verður á
Verðbréfaþing íslands. Boðið
verður út hlutafé að nafnvirði
rúmar 36 milljónir. Gengi til for-
kaupsréttarhafa verður 3,1,
þannig að söluandvirði bréfanna
verður 111,6 milljónir. Verður
skráðum hluthöfum þann 15. maí
1997 send áskriftarblöð í kring-
um 10. júní.
Að forkaupsréttartímabili
loknu verður hlutaféð sem eftir
stendur selt í almennri sölu, en
gengi mun ákveðast af markaðs-
aðstæðum.
BRIHSH AÍRWAYS
British Airways tilkynnti um
methagnað að fjárhæð 640 milljónir
sterllngspunda á mánudag sem er
um 9,4% aukning frá fyrra ári.
HAGNAÐUR fyrir skatta (milljónir punda)
800
700
600
500
400
300
200
100
640
585
ill
1993 1994 1995 1996 1997
Starfsmenn
1997 59.298
1996 56.720
Flugvélar
1997 308
1996 293
Farþegar* Frakt
1997 38 m l ll997 721.000tonn
1996 36 m ^ 1996 672.000 tonn
* að meötöldum Þýsku BA, TAT og Air Liberti
HLUTABRÉFAVERÐ (lokaverð hverrar viku)
Britísh
Airways
skilar met-
hagnaði
London. Reuter.
BRITISH AIRWAYS hefur skýrt frá
methagnaði og 58.210 starfsmenn
félagsins hafa fengið 10 ókeypis
hlutabréf hver í kaupauka auk 89
milljóna punda af hagnaðinum.
Kostnaður við endurskipulagn-
ingu nam 127 milljónum punda. Á
móti kom að eignfærðar voru 125
milljónir punda sem áður höfðu ver-
ið gjaldfærðar vegna endurmats á
upphaflegum kostnaði við fjárfest-
ingu í USAir. Var þannig 50% af-
skriftum fyrir tveimur árum snúið
algerlega við.
10% seld í
Landstein-
um ehf.
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hf., sem var stofnaður í mars sl.
af Eignarhaldsfélaginu Alþýðu-
bankanum, Hugviti hf., íslenska
fjársjóðnum, Olís og einstaklingum
á sviði hugbúnaðarmarkaðarins á
íslandi, hefur keypt 10% hlut í hug-
búnaðarfyrirtækinu Landsteinum
ehf. Fyrirtækið var stofnað árið
1995 og sérhæfir sig í ráðgjöf og
þróun sérlausna í Navision, að því
er segir í frétt.
Hugbúnaður frá Landsteinum er
seldur í Danmörku, Austurríki,
Bretlandi, Belgíu og á Spáni. Land-
steinar eiga að auki 24% hlut í
Navís, 50% í Landsteinum Channel
Islands á Jersey og allt hlutafé í
Landsteinum UK. Hjá Landsteinum
er fyrirhugað að stofna nýtt félag
í Danmörku.
Velta Landsteina var um 40 millj-
ónir króna á síðasta ári og var félag-
ið rekið með hagnaði. Starfsmenn
þess eru níu talsins, segir ennfrem-
ur í frétt frá íslenska hugbúnaðar-
sjóðnum.
Byggingar-
vísitala hækk-
arum 1,9%
VÍSITALA byggingarkostnaðar eft-
ir verðlagi um miðjan maí reyndist
vera 223,2 stig, sem er 1,9% hækk-
un frá því í apríl, að því er kemur
fram í frétt frá Hagstofu íslands.
Samsvarandi vísitala miðuð við
eldri grunn (desember 1982=100)
er 714 stig. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitalan hækkað um 6,4%.
Undanfarna þijá mánuði hefur vísi-
tala byggingarkostnaðar hækkað
um 2,1%, sem jafngildir 8,7% verð-
bólgu á ári.
Hagstofan hefur einnig reiknað
launavísitölu miðað við meðallaun í
apríl 1997. Er vísitalan 154,1 stig
og hækkar um 3,1% frá marsmán-
uði. Samsvarandi launavísitala sem
gildir við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána er 3.370 stig í júní
1997, segir ennfremur í fréttinni.
♦ ♦ ♦
Fær fjögur ár
fyrir fjársvik
Melbourne. Reuter.
FYRRVERANDI yfirmaður hinnar
kunnu áströlsku búðarkeðju Coles
Myer Ltd. hefur verið dæmdur í
fjögurra ára fangelsi fyrir ijársvik.
Brian Quinn var sekur fundinn í
síðasta mánuði um að hafa haft
4,46 milljónir Ástralíudala af fyrir-
tækinu til að gera endurbætur á
setri sínu í Melbourne. Ekki verður
hægt að láta hann lausan til reynslu
fyrr en hann hefur afplánað 30
mánuði af dóminum.
700
600
500
400
300
200
19. maí, kl. 12.30
733 pence
1993 1994 1995
1996 1997
REUTERS
Baby Benz mun koma
kaupendum á óvart
Stuttgart. Reuter.
NÝR „Baby-Benz“ af svokallaðri
A-línu mun koma gömlum kaupend-
um Mercedes á óvart.
Litlar breytingar hafa orðið á
Mercedes bílum frá gamalli tíð og
efnaðir kaupendur þeirra hafa litið
á þá sem stöðutákn. Nýir A-línu
bílar eru hins vegar furðulegir í
útliti og egglaga - en eiga að höfða
til ungra kaupenda vegna nýstár-
legra hugmynda við smíðina og
opna Mercedes leið inn á nýja mark-
aði.
Að sögn Mercedes verður rými í
A-línu bílunum eins mikið og í stór-
um fjölskyldubílum eins og Ford
Mondeo eða Opel Vectra, en þeir
verða styttri en Ford Ka smábíllinn.
A-bíllinn er 3,58 metra langur, að-
eins styttri en Ford Ka, en talsvert
hærri.
Bíllinn er sagður veita sömu
vernd í árekstrum og stærri bílar.
Vélin er þannig gerð að þegar
árekstur verður rennur hún undir
gólfið og í burtu frá þeim sem í
bílnum eru. Bíllinn tekur sjö far-
þega auk ökumanns.
Al og magnesíum eru mikið not-
uð við smíðina til að draga úr kostn-
aði. Bíllinn mun kosta um 30.000
mörk í fyrstu.